Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 23
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23
Hugsað til Jóns...
og írinu, sem er tiu ára. Það gæti
alveg eins verið, aö þau ættu að-
eins eitt barn, það er algengt i
borgarfjölskyldum, aö minnsta
kosti siðan fóstureyðingar voru
lögleyfðar. Fjölskyldur eru hins-
vegar stærri i sveitum, en þar búa
enn tæp 40% þjóðarinnar. Það er
mjög liklegt að móðir Fjodors eða
Mariu búi hjá þeim. Yfirgnæfandi
meirihluti borgarbúa gengur að
visu á dagheimili og mikið er um
skóla með framlengdum degi. En
engu að siður eru ömmur mjög
nauðsynleg þjóðfélagsstofnun,
vegna þess að hjón vinna svo til
alltaf bæði úti — lifskjarapóli-
tikin er við það miðuð. Amman
hjá Novikofhjónunum þarf að
visu ekki mikið að skipta sér af
börnunum nú orðið, en hún annast
matseld, þegar fjölskyldan kem-
ur saman til aðalmáltiðar
dagsins, sem er á kvöldin. Og hún
kaupir inn, sem er mikið verk, þvi
að vöruskortur með tilheyrandi
biðröðum skýtur sér alltaf niður
öðruhvoru einnig i Moskvu, þótt
hún sé miklu betur sett en aðrar
borgir með vörur. Amman er
einnig liklegust til að sækja þá af
réttrúnaðarkirkjum höfuð-
borgarinnar sem næst er, og hafa
eitthvert tilstand á heimilinu á
páskum, sem eru aðalhátiö þeirr-
ar kirkju. Börnin eru alin upp við
þaö i skólum að trúarbrögð séu
eins og hver önnur óvisindaleg
hindurvitni, en það má samt vel
vera, að amma hafi skirt trinu
litlu hjá presti, og foreldrarnir
hafa yppt öxlum og leyft gömlu
konunni að fara sinu fram.
Reyndar hefur orðið vart viö auk-
inn áhuga ungra Rússa á
réttrúnaðarkirkjunni á siöari ár-
um, hvort sem það nú stafar af
auknum áhuga á fortið þjóð-
arinnar eða einskonar trúarþörf.
Híbýli
Novikofs fjölskyldan býr i einu
af nýjum úthverfum Moskvu.
Aður bjó hún skammt frá i hluta
af annarri hæð i timburhúsi, sem
var mjög undið orðið af elli og þar
vantaði ýmis þægindi. Nú hefur
það verið rifið og Novikoffjöl-
skyldan bæst i hóp þeirra 11-12
miljóna sovétborgara sem flytja i
nýtt húsnæði á ári, eöa fá eitthvað
betra en þeir höfðu. Húsnæöis-
vandræði hafa verið mestur
höfuðverkur fyrir allan al-
menning — mikið aðstreymi
hefur verið til borganna, mjög
mikið af húsnæði eyöilagðist i
striðinu og það var ekki hafist
handa svo um munaöi að bæta úr
ástandinu fyrr en um
1956 — aðrir hlutir voru látnir
ganga fyrir i uppbyggingu og þá
visað til illrar íiauðsynjar.
Ibúð Nofikofanna er i 8 eða 12
hæða f jölbýlishúsi þar sem hvergi
á að vera mjög langt i helstu
þjónustustofnanir, og það hefur
satt að segja gengið furðu fljótt að
gróðursetja tré um þetta nýja
hverfi. Nú er talið að ellefu fer
metrar húsnæðis — og er þá ekki
reiknað með eldhúsum og göng-
um — komi á hvern borgarbúa.
Ibúðin þeirra hjóna er þvi tveggja
eða i besta falli þriggja her-
bergja. Stærsta herbergið er
rúmlega 20 ferm., en hin eru 15-17
fermetrar hvort. Meðal húsgagna
skipa svefnsófar og divanar mik
inn sess, sömuleiðis búffétið
diska- og glasaskápur, og þaö er
ætlast til að margir geti setið við
borðstofuborðið. Einhversstaðar
á vegg er teppi, einnig eftir-
prentanir af vinsælum rússnesk-
um málverkum frá þvi um alda-
mót.
Einhver kvennanna kann að
hafa fest upp myndir af vinsælum
og frægum persónum — rit
höfundi, pianóleikara eða kvik-
my ndaleikara. Stjórnmála-
foringjar eru ekki hafðir uppi nú
um stundir, nema ef vera kynni
að litil brjóstmynd af Lenin stæði
e.t.v. á hillu. Sjónvarp og útvarp
er alveg áreiöanlega i ibúðinni, en
afnot af þeim eru ókeypis. Bækur
eru ódýrar, og i heimilisbóka-
safninu mun að likindum bera
mikið á áskriftarútgáfum af si-
gildum höfundum rússneskum og
erlendum, af léttmeti má búast
þar við rússneskum speissögum
og njósnasögum, og höfúnd'um á
borð við Georges Simenon,
Remarque og Somerset
Maugham. Ef marka má
skoðanakannanir i blaðinu
Literaturnaja gazeta um óskir
sovéskra unglinga, þá getur vel
verið að tgor hafi komið sér upp
rafmagnsgitar eða að minnsta
kosti segulbandi til að geyma á
poppmúsik innlenda og ekki sist
vestræna, þvi hún er sjaldfengin á
plötum. Lika gæti verið aö ein-
hver iþróttabúnaður kæmi i staö
inn fyrir slik tryllitæki. Það er
eldað á gasi, og i eldhúsinu
stendur kæliskápur. Hinsvegar
er óliklegt að fjölskyldan sé búin
að fá sima.
Verðlag
Ibúðin er ódýr, leiga fyrir hana
og greiðsla fyrir hita, gas og raf-
magn, oft er talað um að slikar
greiðslur nemi 5—10% af tekjum
hjóna. Framfærslukostnaður er
reyndar allt öðru visi byggður
upp hjá Novikofhjónunum en við
eigum að venjast. Visitala fram-
færslukostnaðar er reyndar
reiknuð út i hinu sovéska stjórn-
kerfi, en vandinn er bara sá, að
hún er aldrei birt opinberlega. 1
Sovétrikjunum er miklu meira af
hverskonar hagskýrslum rikis-
leyndarmál en við eigum að
venjast. Af þvi leiðir að sá sem
skrifar um sovésk lifskjör verður
að þreifa sig áfram hálfvegis
blindandi og gerir áreiðanlega
vitleysur á einhvern veg.
Það er t.d. ekki alltaf einfalt aö
fá greið svör við þvi á sovéskum
vinnustað, hvað menn hafi i kaup,
hvað sé hæsta kaup og hið
lægsta, hvað grunnkaup og hvað
bónus og hve miklar sveiflur geti
orðið á þessum bónus. En um
meðallaun i peningum má lesa
það i sovéskum skýrslum, aö þau
séu nú uþb 135 rúblur á mánuöi,
en áriö 1963 voru þau tæpar 90
rúblur. Ivan Novikof vinnur t.d. i
stórri verksmiðju eins og Kúlu-
leguverksmiðjunni. Við slikar
verksmiöjur eru tengdar
ákveðnar verkamannahefðir,
ákveöið sjálfsöryggi manna, sem
telja aö þeir séu að vinna merki-
leg störf og nauðsynleg, einskon-
ar sjómannastolt svo að notuð sé
islensk hliðstæða. Slik afstaöa er,
hinsvegar næsta sjaldgæf i ýms-
um þjónustugreinum, sem eru
vandræðabörn sovésks efnahags-
lifs. Við skulum gera ráð fyrir að
Ivan fái 170 rúblur á mánuði.
Kona hans, Maria, vinnur i sæl-
gætisgeröinni Rauði október og
fær þar 100 rúblur — laun eru al-
mennt lægri i léttaiðnaði en i
vélaiðnaði. Igor hefur 40 rúblur i
námsstyrk i háskólanum og
gamla konan hefur 45 rúbluri elli-
laun. Alls eru þetta 365 rúblur i
mánaðatartekjur, og eru margir
miklu verr settir. Þess má geta
að rúblan er rúmar hundrað
krónur á opinberu gengi.
Verðlag
En hvað fæst nú fyrir þetta fé?
Sem fyrr segir er húsnæði og
ýmiskonar þjónusta — t.d.
þvottahúsa — mjög ódýr. Aftur á
móti er verðlag á nauðsynjavöru
ekki eins hagstætt. Mjólkurlitrinn
kostar 30 kópeka og smjör 3 rúbl-
ur og 60. Kjöt er oft á tvær rúblur
kg. og þar yfir. Kvenskór kosta
frá 15 og upp i 40-50 rúblur. Karl-
mannsföt 70—90 rúblur og þar
yfir. Vetrarverð á eplum og
appelsinum er ca hálf önnur
rúbla, en ávaxta- og grænmetis-
vérð sveiflast mjög eftir árstið-
um og koma þar inn i myndina
hinir frjálsu markaðir sem
bændur selja á einkaafurðir
sinar. Hálfpottur af vodka kostar
4,40en biómiði 30—40 kópeka. Bil-
ar eru dýrir. Moskvitsj kostar t.d.
um 5000 rúblur og fá samt miklu
færri en vilja. Verð á ýmsum
eftirsóttum vörum, ekki sist
tiskuvörum getur verið
svimandi hátt. Samt er bersýni
lega meira af peningum i umferð
i landinu en vörum. Til dæmis
áttu 80 miljonir manna að meðal-
tali 580 rúblur eða 4 mánaða
meðalkaup inni á sparisjóðsbók-
um árið 1970. Innflutningur á er-
lendum neysluvarningi, sem
seldur er á mjög háu verði, er
m.a.gerður til að fá þetta fé inn
aftur.
Mennt er máttur
Novikofhjónin eru verkafólk og
skammast sin ekkert fyrir
það — þau hafa sinar hugmyndir
um, að það séu einhverjir aðrir
afætur i þjóðfélaginu. En þau eru
i hópi þeirra sem er mjög áfram
um að börnin læri. Það er ekki svo
mjög tengt vonum um að þau fái
meiri tekjur siðarmeir en for-
eldrar þeirra, satt að segja fá
óbreyttir háskóla-
,borgarar — verkfræðingar,
læknar, kennarar, minna kaup en
faglærðir verkamenn i þunga-
iðnaði. lláu launin fá þeir einkum
sem eru i stjórnsýslu. En þau
hjón bera mikla virðingu fyrir
menntun. Frá ungum aldri var
þeim kennt að menntun og
þekking leysti allan þjóðfélags-
legan og persónulegan vanda fyrr
eða siðar, og þessi trú er furðu-
sterk. Þau voru þvi mjög fegin
þegar Igor stóðst samkeppnispróf
i tækniháskólann, en þar voru tiu
um hvert pláss. Að þvi er stefnt i
Sovétrikjunum að allir ljúki al-
mennu 10 ára skólanámi, en þetta
hefur og i för með sér að sá fjöldi
er gifulegur sem vill halda áfram
i háskóla. ()g nú sameinast öll
fjölskyldan um að kenna lrinu
meira en hún lærir i skólanum til
þess að hún standi betur að vigi i
framtiðinni.
Frístundir
Af fristundum þeirra hjóna fer
kannski ekki ekki ýkja mörgum
sögum. Húsmæður sem vinna úti
allan daginn eins og Maria hafa i
mörgu að snúast. Ivan hefur ekki
eins gaman af að tefla oe hér áður
en kannski spilar hann þeim
mun meira dómió úti i garði við
ýmsa roskna menn. Maria er viss
um að hann drekki of mikiö meö
vinnufélögum sinum, en hann
svarar þvi til að maður geti ekki
verið einhver djöfuls aumingi og
félagsskitur. tvan hefur gaman af
að renna fyrir fisk, en það er þvi
miður ekki mikið að hafa i kring-
um þessa stóru iðnaðarborg,
Moskvu, og úr þessu verður
stundum mestan part sálrænt
fiskiri. Maria, sem er úr sveit,
hefur meira gaman af að ráfa um
skógana, sem enn ganga alveg
upp að borginni, vegna þess aö
sumarbústaöastandi hefur verið
haldið niðri: þar hugar hún aö
sveppum. A sumrin hafa þau
stundum farið suður til Svarta-
hafs kannski meðódýrt leiðarbréf
frá verklýðsfélaginu upp á dvöl á
hressingarheimili, eða þá þau
hafa leigt sér herbergi hjá fjöl-
skyldu sem býr við Rigaflóann, i
Lettlandi. A hátiðum og afmælum
er mjög mannmargt i
húsinu — bæði eru fjölskyldu-
böndin sterk og vinnufélagar
margir. Þá er algengt að hús-
freyja hugsi fyrst og fremst um
undirstöðugóða matseld og
gestirnir leggja eitthvað með sér
sumir hálfpott, aörir vinflösku, en
aðrir tilbúna tertu.Slík sam-
kvæmi byrja snemma og enda
frekar snemma, þvi að gestirnir
þurfa að treysta á almennings-
farartæki yfirleitt. Einhverntima
kvöldsins hefur verið sungiö.