Þjóðviljinn - 24.12.1973, Page 27
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 27
Kristinn E. Andrésson
HARALDUR JÓHANNSSON:
EYJAN
HVÍTA
ÁSÉR
ENN VOR
Minningarorð um störf
Kristins E. Andréssonar
árin 1938— 1945
i.
Kristinn E. Andrésson og sam-
herjar hans þóttust sjá, að hverju
stefndi, þegar nasistar settust að
völdum i Þýskalandi i janúar
1933. Þegar i mai-hefti Sovétvin-
arins 1933 birti Kristinn grein um
ástandið i Austur-Asiu, „Undir-
búning undir nýja styrjöld" eftir
Lárus H. Blöndal, og siðar það ár
grein eftir Hauk Björnsson,
„Rússland og Þýskaland”, sem
styrr vakti.
Kommúnistaflokkur Islands fór
1935 að reyna að stofna til sam-
starfs við Alþýðuflokkinn og jafn-
vel Framsóknarflokkinn. Þá
stefnu boðaði hann i málgagni
sinu, fyrst Verkiýðsblaðinu,
vikublaði, og siðan i dagblaði,
Þjóðviljanum, sem hann hot aó
gefa út 31. október 1936. Meðal
helstu hvatamannanna að þvi
samstarfi voru Kristinn og rithöf-
undar i vinahópi hans, einkum
Þórbergur Þórðarson, Halldór
Kiljan Laxness og Jóhannes úr
Kötlum. A fundi i félagi kommún-
ista i Reykjavik i upphafi ársins
1937 fórust Halldóri Kiljan Lax-
ness svo orð um hættuna af
fasismanum: „Frelsi okkar
evrópsku rithöfundanna til að
tala og hugsa ákvarðast ekki af
okkar fögru gullpennum og held-
ur ekki af okkar miklu andagift,
heldur á vötuvigjunum á Spáni,
þar sem ólæsir og óskrifandi al-
þýðumenn eru að verja börn sin,
konur og gamla foreldra fyrir
morðsveitum fasistanna”. 1)
Fyrir alþingiskosningarnar
1937 náði Kommúnistaflokkur ls-
lands ekki samvinnu við Alþýðu-
flokkinn, en i þeim hlaut hann
þrjá þingmenn kjörna, Einar
Olgeirsson, Brynjólf Bjarna-
son og tsleif Högnason. Og
Jóhannes úr Kötlum, sem verið
hafði i þriðja sæti á lista flokksins
i Reykjavik, varð varamaður
Einars Olgeirssonar á Alþingi.
Hins vegar urðu verkalýðsflokk-
arnir tveir siðar á þvi ári ásáttir
um sameiginlegt framboð i bæj-
arstjórnarkosningum i Reykjavik
i janúar 1938 og i nokkrum bæjum
úti á landi. Eftir miklar sviftingar
i Alþýðuflokknum 1938, allt fram
á haust það ár, gekk vinstri arm-
ur hans til samstarfs við Komm-
únistaflokk lslands um myndun
nýs stjórnmálaflokks, Samein-
ingarflokks alþýðu — Sósialista-
flokksins.
Kristinn sat stofnþing Sósial-
istaflokksins i Reykjavik i lok
október 1938, og starfaöi i tveimur
nefndum þingsins, menntamála-
nefnd og blaða- og bókaútgáfu-
nefnd, og var i lok þess kjörinn
varamaður i flokksstjórn hans.
Formaður hins nýja flokks var
Héðinn Valdemarsson, ötulasti
foringi Alþýðuflokksins þá, en
formaður flokksst jórnar
Brynjólfur Bjarnason. Kristinn
rifjaði siðar upp: „Og fleiri en
Steinn (Steinarr) held ég, að hafi
orðið til að harma lát (Kommún-
istaflokks Islands), þeirra á með-
al ýmsir af rauðum pennum, og
koma mér þá fyrstir i hug Halldór
Stefánsson og Jóhannes úr Kötl-
um”.
Sameiningarflokks alþýöu, —
Sósialistaflokksins, beið þolraun i
boðaföllum af upphafi siðari
heimsstyrjaldarinnar 1939, eink-
um meðan yfir stóð styrjöld á
milli Ráðstjórnarrikjanna og
Finnlands. I átökum innan
flokksins urðu Héðinn Valde-
marsson og stuðningsmenn hans i
eins atkvæðis minnihluta i flokks-
stjórninni og sögðu sig þá úr
flokknum. Allmikill hluti þeirra
manna, sem úr Alþýðuflokknum
höfðu gengið til stofnunar Sósial-
istaflokksins héldu þó tryggð við
hann, og varð helsti málsvari
þeirra Sigfús Sigurhjartarson,
annar ritstjóra Þjóðviljans. For-
maður Sósialistaflokksins varð
þá Einar Olgeirsson.
1) Á útifundi i Reykjavik 1. mai
1937 var Halldór Kiljan Laxness á
meðal ræðumanna, og sagðist
blaðamanni Þjóðviljans svo frá
fundinum: „Fyrst talaði Halldór
Kiljan Laxness. Var ræða hans
flutt af eldmóöi og djörfung; hann
stóð þarna á ræðupallinum, ber-
höfðaður, með blaktandi rauða
fána i kringum sig, storminn og
rigninguna beint i andlitið, og
flutti ennþá einu sinni islenskri
alþýðu þann boðskap, að hún yrði
aö standa sameinuð gegn fjend-
um sinum, ihaldi og fasisma”.
„Vonsvikin eftir Spánarstyrj-
öldina og heimsviðburðir, er
fylgdu”, rifjaði Kristinn siðar
upp, „urðu á engan hátt til að
splundra samstöðu okkar. Félag
byltingarsinnaðra rithöfunda hélt
starfi sinu áfram a.m.k. til 1943,
samfylkingin við borgaraleg
skáld og menntamenn efldist óð-
fluga með starfsemi M á 1 s og
menningar. Heimskringla hélt
lika framvegis uppi allmiklu út-
gáfustarfi". Samkvæmt fundar-
gerðarbók Félags byltingarsinn-
aðra rithöfunda 1942—1943 voru
félagsmenn þess þá fimmtán að
tölu: Björn Franzson, Gunnar
Benediktsson, Gunnar M.
Magnúss, Halldór K. Laxness,
Halldór Stefánsson, Jóhannes
Steinsson, Jóhannes úr Kötlum,
Jón Oskar, Jón úr Vör, Kristinn
E. Andrésson, Olafur Jóh. Sig-
urðsson, Sigurður Helgason,
Stefán Jónsson, Steinn Steinarr,
Þórbergur Þórðarson.
II.
Breskur her og floti hernam ts-
land 10. mai 1940, liðlega mánuði
siðar en Færeyjar. Hernám
landsins kom i kjölfar innrásar
Þjóðverja i Danmörku og Noreg
9. april 1940. Og það olli minni
reiði á meðal landsmanna en
vænta hefði mátt, og aðeins form-
legum mótmælum rikisstjórnar-
innar og Alþingis. Hernámið olli
þó fljótlega sliku umróti i þjóðlif-
inu, að þess er ekki hliðstæða i
sögu landsins. Og alla tið siðan
1940 hefur erlent setulið verið
hérlendis.
Að vonum vakti hernámið þó
nokkurn ugg. Hugleiðingar sinar
um það, „Hvað biður Islands”
birti Kristinn i Timariti Máls og
menniiigar 1940, og fórust honum
m.a. svo orö: „Islenska þjóð, við
lifum nú eina af þeim örlaga-
stundum, er marka svo djúp spor,
að allt hið liðna birtist skyndilega
I nýju ljósi; hið ókomna er ekki
lengur eðlilegt framhald þess, er
var, heldur nýtt og óþekkt....
Vanmáttur okkar og smæð hefur
aldrei speglasl jafn átakanlega
skýrt. Við höfum litið á okkur sem
þjóð stórra sæva og stórra
sanda....Út úr þúsund atvikum
getum við lesið fyrirlitningu á
sma'ð okkar, kæruleysi um hin
litlu mannvirki okkar og réttindi
landsmanna. t augum herveld-
anna erum við ekki hið tigna land
okkar eigin skynjana, með bláum
tindum, jöklum, fossum og hver-
um, ekki sagnaeyjan, bók-
menntaþjóðin, ekki nein helgi-
saga, heldur fiskimið, herskipa-
lægi, hentugt vigi. Virðingar
heimsins njótum við aðeins úr
fjarska, að imyndun nokkurra
fræðimanna eða rómantiskra
sjúklinga. Virðingunni fyrir þjóð
okkar, landi og sögu, verðum við
að halda uppi sjálfir, önnur riki
láta það ógert”.
Eðli heimsstyrjaldarinnar sið-
ari breyttist, þegar Þjóðverjar
réðust inn i Ráðstjórnarrikin 22.
júni 1941, eða öllu heldur ári áður,
vorið og sumarið 1940, þegar
Þjóðverjar, með stuðningi Itala,
lögðu undir sig nær öll lönd i
Vestur-, Norður- og Mið-
Evrópu. Kristinn rifjaði siðar
upp: ,,En hafi einhverja okkar
gripið efasemdir, og þar tek ég
mig ekki undan, við griðasamn-
ing Sovétrikjanna við Þýskaland
nasismans, þá læknuöust þær að
fullu, eftir að þau voru komin i
styrjöld, og samúðin með Sovét-
rikjunum varð mikil og almenn á
striðsárunum og aðdáunin á sigr-
um Rauða hersins. Trúin á
kommúriisma og sigur i frelsis-
baráttu þjóðanna blossaði upp að
nýju”.
Arið 1942 fóru fram þrennar
kosningar, bæjar- og sveita-
stjórnakosningar i mars og al-
þingiskosningar i júli og október.
I þessum kosningum vann Sósial-
listaflokkurinn hvern sigurinn af
öðrum. Og sköpuðust þá þau
styrkleikahlutföll á milli flokka,
sem haldist hafa siðan. Sú var
hin pólitiska arfleifö Héðins
Valdemarssonar. Kristinn var i
framboði fyrir Sósialistaflokkinn
I Suður-Þingeyjarsýslu i báðum
alþingiskosningunum. 1 hinum
siðari varð hann 7. landskjörinn
þingmaður og einn tiu þingmanna
Sósialistaflokksins.
Að kosningunum loknum tókst
ekki að mynda þingræöisstjórn.
Sósialistaflokkurinn æskti þá enn
samstarfs vinstri flokkanna um
stjórnarmyndun. Meðan þvi fór
fram 1943, birti Kristinn i Tima-
riti Máls og menningar grein um
„Bandalag vinnandi stétta”. t
greininni sagði hann: „Engum er
ljósara en verkalýðnum, hvernig
sú velmegun er til orðin, sem nú
rikir. Hann veit, að hún er ekki að
þakka viturlegri stjórn á atvinnu-
málum né viðskiptamálum þjóð-
félagsins. Það var hin mikla eftir-
spurn eftir vinnuafli, sem kom
með styrjöldinni og hernáminu,
er gerði verkalýðnum fært að
losna undan atvinnukúgun fyrri
ára.... Af reynslu undangenginna
ára er verkalýðshreyfingunni
ljó^t, að hún hefur ekki unnið
þjóðinni það gagn, sem hún ósk-
ar, og ekki tryggt hagsmuni sina,
réttlátt kaupgjald, átta stunda
vinnudag né önnur réttindi, nema
henni takist i samstarfi og banda-
lagi við aðrar vinnandi stéttir aö
koma heilbrigðri skipan á sjálft
atvinnulif þjóðarinnar”. 1 ljós
kom þó, að ekki var grundvöllur
undir vinstra samstarf um það
leyti.
Stofnun islenska lýðveldisins
16. og 17. júni 1944 var Kristniheil-
ög stund. Fögnuði sinum lýsti
hann i ritgerð, „Lýðveldi endur-
reist á tslandi”, i Tlmariti Máls
og menningar með þessum orð-
um: ,, Lýðveldi er að nýju stofnað
á tslandi. Drottnun erlendra
þjóðhöfðingja yfir Islandi er að
fullu úr sögunni. Gamli sáttmáli,
Kópavogseiður og aðrir svardag-
ar gefnir erlendum kúgurum eru
loks brenndir til ösku. Vér erum
afturheima eftirlanga útivist". t
annarri ritgerð Kristins um lýð-
veldisstofnunina, sem hann
samdi um svipað leyti og birti
einnig i Timaritinu, „Nýjum á-
fanga”, kvað við annan tön:
„Auðvaldsstefnan er frá rótum
byggð á samkeppni, samkeppni
einstaklinga, samkeppni auö-
hringa, samkeppni rikja. Eðli
hennar er strið, allra við alla, er
hefst á striði milli einstaklinga,
endar i heimsstyrjöld, hverri ofan
á aðra, meðan til eru nægilega
voldugar auðvaldsþjóðir, sem
þeirri styrjöld frá hrundið af stað.
Og meðan svo er, eiga ekki síst
smáþjóðir eins og Islendingar
alltaf á hættu, að frelsi þeirra
verði rænt eða skert á margvis-
legan hátt ... Sameignarstefnan
er komin i sókn i heiminum, og
hefur tryggt aðstöðu sina örugg-
lega. Hún er hin sigrandi stefna,
er flæðir yfir og flytur með sér
mátt og frjógvandi lif og frelsi....
Oftbera menn hana saman viö
kristindóminn, og hin römmu á-
tök nú saman við þau átök, er það
kostaði að ryðja kristindóminum
til rúms. Viða i löndum kostaði
það ægilegar blóðsúthellingar,
ekki alls staðar. Oss er minnis-
stæð sú saga hér á landi, hvernig
kristindómurinn komst friðsam-
lega á með samþykki lands-
manna á Þingvöllum. Skyldum
vér enn geta borið gæfu til að
koma á framtiðarskipan sam-
eignarstefnunar á svipaðan
hátt?”
1 ljós kom, að ekki var grund-
völlur undir vinstra samstarf um
þetta leyti. Og loks nokkrum
mánuðum eftir stofnun lýðveldis-
ins, 21. október 1944, var nýsköp-
unarstjórnin mynduð. Kristinn
studdi hana dyggilega i ræðu og
riti, og vakti jafnvel máls á upp-
töku áætlunarbúskapar. Nafn
hans er þó siður tengt við störf
nýsköpunarstjórnarinnar, en þá
atburði, sem urðu henni að falli,
kröfur Bandarikjanna um her-
stöðvar hérlendis til 99 ára og
Keflavikursamninginn.
III.
Það var upphaf þeirra atburða,
að 1. október 1945 sendu Banda-
rikin islensku rikisstjórninni
formlega ósk um herstöðvar hér-
lendis til langs tima. Þótt þau til-
mæli þeirra spyrðust i Reykjavik,
þögðu dagblöðin um málið. En 15.
október 1945 hóf göngu sina nýtt
blað, Útsýn, en Finnbogi Rútur
Valdemarsson var ritstjóri þess. t
fyrsta tölublaðinu var sagt svo
frá, að „rikisstjórn Bandarikj-
anna telur-sér nauðsyn að halda
bækistöðvum hér á landi, bæði
fyrir flugher og flota. Fer hún þvi
fram á, að tslendingar leigi sér
bækistöðvar i þessu skyni til
Bandarikin þannig taka að sér
hervernd landsins”. Haft var
fyrir satt þessa október-daga, að
Bandarikin æsktu Keflavikur-
flugvallar, Reykjavikurflugvall-
ar og Hvalfjarðar. Næstu vikur
voru þessi tilmæli Bandarikjanna
rædd að tjaldabaki i öllum stjórn-
málaflokkunum.