Þjóðviljinn - 24.12.1973, Page 29

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Page 29
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29 Hvítglóandi reiöi og lofsöngurum regnið Játar þú sekt þina? Játar þú þig sekan? Kftan neitar þú sekt þinni? IVI óðir min slær svartan hiniininn með hrópum sin. Systir mín raular stynjandi sorgarsung sinn ng veltir sér i rykinu. Striðstrumban hoðar hættu, þrumar yfir vatnið. Striðshorn grafa sig inn i veggina eins og byssukúlur... Ættbræður mínir hafa safnast saman. Spjótsoddar þeirra og brandar slá kransi um dauft skin mánans og dansa eins og fiðrildi yfir liki dauðrar rottu. Striðsmennirnir brjótast gegn myrkum vindi með skildi af uxahúð... Oamlar hýenur slást um leifarnar af lambi. I>ær sjúga augnasteinana og flá sársaukalaust með lungu sinni reður og eistu... Kintrjáningar umkringja þorp okkar eins og kletta veggur. Nashyrningshorn úr stáli skera við rót gróður akranna og senda inn i strákofana fnyk af bráðnu blýi. Öskrandi gleður kljúfa himininn og steypa banvænum saur yfir höfuð fólksins. llauskúpur springa... Játar þú þig sekan? Kða neitar þú sekt þinni? Þegar blaðað er i ýmsum mál- gögnum i okkar hluta heims kem- ur á daginn, að þau skrifa ekki ýkja mikið um Afrikuriki. t>að er þá helst af stað farið, ef strið hrýst út'milli einhverra þjóða, sem tilviljanir nýlendutimans hafa sett niður innan eins rikis. Og oftar en ekki eru þá einhverjir bakþankar fyrri nýlenduvelda driffjöður i átökum : Biafrastriðið var i reynd mjög tengt striði um oliu á og við strönd Nigeriu aust- anverðrar. Auk þess fréttum við öðru hverju að herforingjar hafi brotist til valda i einhverju Afrikurikja — setja þá Kvrópu- menn einatt upp hneykslissvip sem þeim fer illa, þeir hafa sjálfir ekki staðið alltof vel i stykkinu gagnvart hinum og þessum her- foringjaspirum og þeirra likum. Sérstæð menning bað er hinsvegar fátitt að menn gefi gaum að þvi, að i Afrikurikj- um þróast menning við mjög sér- stæðar aðstæður. Alfan hefur á einum eða tveim áratugum eign- ast margt framúrskarandi rithöf- unda, svo dæmi sé tekið af for- ystugrein i menningarlifi. Rithöf- unda sem eru i fleiri skilningi en einum á krossgötum : móðurmál þeirra er máske ein af mörgum tungum lands þeirra og á sér ekki stafróf né bókmenntahefð þeir verða nauðugir viljugir að skrifa á ensku eða frönsku til að ná til þeirra lesenda sem til eru. Verk þeirra verða til i spennu milli hins þjóðlega arfs, lilriks sagná- mynsturs þjóðflokksins, og évrópskra menningarlyrir- mynda, sem þeir hafa kynnst i skólum. Og enn mega þeir, eins og svo margir aðrir þegnar ný- frjálsra rikja, reyna vonbrigði með að Uhuru — en svo heitir Sjálfstæði á svahili — hefur reynst tvibent lyrir þjóðirnar viða. Fögnuður og samstaða sjálfstæðisbaráttunnar hafa vikið fyrir þeirri beisklegu staðreynd, að alþýða manna hefur alls ekki unniðsinn sigur þótt aö yfirstéttin sé innlend orðin. Tveir söngvar Eitt af þeim skáldum Afriku sem mesta athygli hefur vakið að undanförnu er Okot p’Bitek, Ugandamaður, fjölmenntaður vel, nú búsettur i Kenya. Nýlega hafa menn fengið að kynnast tveim löngum bálkum eftir hann i bókinni „Tveir söngvar". Annar þeirra heitir„Söngur Malayu" — sem er reyndar gleðikona. Plr þetta mögnuð og um leið fáránleg lýsing á hóruhúsi og gestum þess og baksviðið er afrisk stjórnmál. Játar þú þig sekan, eða neitar þú sekt þinni? er viðkvæðið i hin- um, en seinni tima átök viða i álf- unni koma einnig við sögu. Beisk- um bálkinum, sem heitir„Söngur laiiga'i Og hver er sá dómari sem spyr og hver er fanginn sem i svo- felldum orðum lýsir neyð sinni og fyrirlitningu? fcg játa á in ig ótta. fig játa umkomuleysi mitt. Og ég játa vonleysi mitt. Kg er skorkvikindi i gildru milli tánna á filnum. Kg er ánamaökur. Kg cngist i leðjunni. Kg er blautur saur úr kjúklingi á gólfinu. Söngur fangans er fullur af hlýju, reiði og háði eins og fyrri kvæðabækur Okot p’Biteks á ensku. Ein þeirra heitir Söngur Lawino. Hann er lagður i munn konu einni af Luo-ætt i Kenya. Henni finnst að maður sinn hafi svikið sig sem og hinir nýju timar. Sjálfur segir skáldið að i þessum bálki hljómi þróttmikill hlátur þorpskonunnar aö fárán- legum tilburðum menntastétt- anna i hinu nýja ríki. Svo hefur verið sagt, að Okot hafi til allrar blessunar innleitt hláturinn til vegs og viröingar i bókmenntir Austur-Afriku, þar sem allt er að farast i volgu trúboöshjali og yfir- máta hátiðlegri þjóðernisstefnu. Það nýjasta frá Húsgagnaverzlun Reykjavikur Hlaðrúmin vinsælu, til i mörgum litum og mismunandi stærðum. Borðstofuborð og stólar úr furu, fáanlegt i mörgum litum. Húsgagnaverzlun Reykjavikur Brautarholti 2 — Sínii 11940. Um einn ágætasta fulltrúa hinna litríku nýju bókmennta Svörtu Afríku, Okot p’Bitek. — Árni Bergmann tók saman og þýddi. Hver er fanginn? En i Söngnum um langann bæt- ast við nýir þættir: örvænting og ótti. A ný stondum við andspænis persónu sem á sér mikla og fagra drauma og margvislegar óskir. En einmitt vegna þess hve óskir hans eru margskonar og á ringul- reið tekst honum ekki að ýtskýra þann ósigur, scm hann sjállur hefur beðið eftir að hinn mesti sigur var unninn — sjálfstæðið, Uhuru. Bróðir minn. fcg er ekki galdramaður. Kg var ekki tekinn dansandi allsnakinn umhvcrfis hús þitt. Kannst þú mig i rúminu hjá konu þinni? Kða nauðgandi móður þinni? Segðu mér, má ég ekki sofa með grænu grasi i borgargarðinum meðan ég grúfi mig yfir bungur mitt? Er ég kannski flakkari? spyr hann. Hvernig stendur á þvi, að hann, sem var svo þreyttur og soltinn eins og tóm gröf, freistaði þeirra sem tóku hann fastan til grimmdarverka? Hann var bar- inn með hnúum og hnefum og lurkum, hendur hans voru bundn- ar á bak aftur, og fætur hans voru barðir byssuskeftum. Gátu þeir ekki beðið með að refsa honum þangað til að skorið hefði verið upp úr með það, hvort hann væri sekur eða ekki? Kg játa á mig ölvun. Kg er fullur af reiði. Æði 111 itl er bvitglóandi, lleili mimi bráðuar, kverkar minar brenna. Álfa í uppreisn Kanginn undirbýr varnarræðu sina fyrir raunverulegum dóm- ara. En jafnframt er það sam- viska hans sem ber fram spurn- ingarnar. Siingur fanga er mynd af heilli állu i uppreisn, eins og hún endurspeglast i vitund hrjáðrar manneskju. Baksviðið er greinilega borgarastriðið i Kongó og Nigeriu. Bókin er helg- uð Patrice í.umumba, leiðtoga Kongo, sem myrtur var með svik- ar kveðjur eru sendar nýlendu- herrum gömlum og nýjum og svo þeim „hákörlum”, sem láta mik- inn i valdastólum og gleypa á- vexti sjálfstæðisbaráttunnar. Við látum evrópskar bók- menntavenjur lönd og leið, og komumst að þvi, aðeldfimi kvæð- isins byggir á ástriðu til þess heims, sem numinn verður meö skilningarvitum, og þess fólks, sem hann byggir. Sársaukinn er áþreifanlegur. ()g frá honum stafar óttanum og reiðinni, bliðu og kæti. Og hvöt kvæðisins er pólilisk. Tarfurinrt steypist i fljótiö Hefur fanginn i raun og veru drepið stjórnmálamann, eins og gefið er til kynna? Drepið sjálf- umglaðan einræðisherra? Var hann sjálfur keppinautur hans, sem beðið hafði ósigur? Er hann pólitiskur fangi, sem andspænis valdagræðgi leiðtogans kom auga á sjúkdóma sjálfstæðisins, U- huru? Kangelsin eru fyllt mönnum og knnum hlekkjuðum við bckkina eins og geitur á bás„ Til-antilóp urnar eru á heit i brattri brekku. Harðbent vötn fljótsins þjóta af stað yfir úfna kletta stökkva eins og ungir garpar og syngja regninu nýjan lofsöng. Tveir tarfar giima. Ilorn gcgn liorhum. I>á hrökkva sundur horn forystutarfsins. Og hann veltur niður slétt brjóst hæðarinnar og stcypist i fljótið. Túlkunarmöguleikarnir eru margir. Má vera fanginn sé einn- ig venjulegur glæpamaður, sem reynir að fegra afbrot sitt eftir á. Eða þá hann lætur sig dreyma um hina miklu dáð, sem hann gat ekki drýgt. Allavega trúir lesand- inn á ofsa hans og mannvit. Ein- semd hans og innsýn. Framhald á 56. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.