Þjóðviljinn - 24.12.1973, Síða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Síða 35
Jólablað 1973 ÞJÓÐVILJINN — ISIÐA 35 sem A meftan óg var að horfa á þetta barst óg nær og nær höllinni, uns að heimreiðinni kom. Þjönn tók ;i móti hestinum minum, og óg gekk inn l'orsalinn. Þar voru gotneskar hvelfingar uppi yfir, hátt lil lol'ts. Ilerbergisþjónn, hvatur i spori, lylgdi mór. llann mælti ekki orð, og l'órum við um marga dimma rangala, sem lágu að dyrunum á vinnustofu húsráðanda. Fæst af þvi sem óg sá á þeirri leið gerði annað en að auka á þann óhug og það óvndi, sem að mór setti, og óg hef áður lýst. Allt kom mór ó- kunnuglega fyrir sjónir vegg- skraulið, dökkleit veggtjöldin, góllin úr kolsvörtum ibenviði, ó- samstæð og úrelt vopn og verjur sem höngu á veggjunum, og hreyfðusl fyrir gusti svo skrölti i þegar við gengum hjá, — allt þetta hafði ög samt sóð marg- sinnis fyrr á árum, en samt var svona, og ög undraðist það hve miklu valdi imyndun manns og hugðir geta náð yfir þvi sem auga sör. I einum af stigunum mættum við heimilislækninum. Mór virtist sem svipur- inn á manni þessum lýsti sam- blandi af fláttskap og geðflækj- um. Ilann heilsaði mór með flýti og hólt áfram. bjónninn opnaði nú dyrnar að stol'u húshónda sins og hleypti mór inn. Stofan sem ég var kominn inn i var mjög stór og eftir þvi hátl til lofts. Gluggarnir voru háir og mjóir, og svo hátt upp i glugga- kisturnar að ekki var hægt að ná upp i þær að innan. En góll'ið var úr svarlri eik. Rauðleita birtu bar gegnum þessar smáu rúður, sem lelldar voru I umgerðir úr tró, og nægði þessi birta til að greina það sem inni var og næst auganu eða mest bar á, en það sem l'jær var sást illa, og ekki til lofts, nema hvað greint varð að i þvi voru bogadregnar hvelfingar, skreytt- ar og flúraðar. Dökk tjöld huldu veggina. Húsgögnin voru iburð- armikil, óþægileg, fornfáleg og siitin. Bækur og hljóðfæri lágu á við og dreif allt umhverfis, en ekki nægði það til aö gera stofuna vistlega eða þvi lika sem þar byggi lifandi og starfandi maöur. Mór fannst sem hryggð hvildi á öllu þarna inni, mér fannst óg anda þessu aö mér. Og mér þótti þetta vera svo samofið staðnum, að enginn leið væri að svipta þvi frá. Þegar ég kom inn reis Usher upp af bekk þar sem hann hafði legið út af og heilsaði mér svo fegins hugar, svo hjartanlega, aö mér þótti sem i þvi fælist varla annað en uppgerð hins lifsþreytta heimsmanns. En ekki þurfti ann- að en að lita á hann i svip til að sannfærast um einlægni hans. Við settumst, og ég, sem leit á hann við og við áður en við tókum tal saman gat ekki dulist þess að eitt- hvað það sem vakti mér ýmist meðaumkun eða lotningu, var hér á seyði. Mun nokkur maður annar hafa breyst svona gagngert á jafnskömmum tima, sem Rode- rick Usher svo sannarlega hafði gert? Mér gekk illa að telja mér trú um að þetta væri hinn sami maður og sá sem verið hafði vinur minn og félagi á uppvaxtar- árunum. Samt hafði hann verið mjög eftirtektarverður i sjón, Framhald á 37. siðu. hrimdi Eftir Edgar Allan Poe Eg hafði verið einsamall á ferð riðandi frá morgni og fram undir rökkur á hljóðum, dimmum og drungalegum haustdegi, undir þrúgandi lágskýjuðum himni. en landið, sem leið min lá um, eitt hið ömurlegasta sem ég hafði séð, og þegar ákvörðunarstaðnum var náð, og orðið var meira en hálf- rokkið, blasti við mér framundan hin skuggalega, aldna höll Usher- ættarinnar. Ég veit ekki hvernig á þvi gat staðið, en vist var það að við fyrstu sýn af þessu fornlega húsi þyrmdi yfir mig óþolandi hryggð. Öþolandi, segi ég, þvi hryggð þessari fylgdi ekki neitt af þeirri hafningu hugarins, sem jafnvel hin geigvænlegustu af fyrirbærum náttúrunnar mega veita manni. Ég fór að virða fyrir mér það sem fyrir augum bar: húsið sjálft og umhverfi þess hið eyðilega landslag, þessa galtómu glugga sem minntu á mannsaugu, nokkur sefstrá, há og bein, og fá- eina hvitnaða stofna af dauðum trjám, og allt olli mér þetta þvi- liks óyndis að það liktist engu fremur en þegar vaknað er af ópiumsvefni og hversdagsleikinn birtist aftur i grárri andstyggð, að tjaldinu föllnu sem huldi hann. Það fór hrollur um mig, magn- leysi færðist i öll liðamót, hjartað varð sjúkt i brjósti minu og hver hugsun bundin óleysanlega þess- ari djúpu hryggð, sem engin leið virtist vera að gera þolanlegri með þvi að draga yfir hana hulu hins skáidlega. Ilvað gat þvi valdíð að það eitt að horfa á þessa höll gerði mig svona hugsjúkan? Ég hlaut að kannast við það fyrir sjálfum mér, að sumir hlutir hafa á mann kynleg áhrif, en hvað þeim vaidi, þvi sé þyngri þraut að svara. Ég taldi mér trú um að ég mundi losna úr þessari leiðslu ef ég færði mig til, svo að útsýnið breyttist. Til þess að prófa þetta reiö ég út að hallarsikinu, sem þrumdi þarna blækyrrt og dimmt, og mér varð litið niður fyrir mig, en þá tók ekki betra við, þvi i vatninu speglaðist greinilega hvert visið stefstrá, hver hinna hvitleitu stofna af visnuðum trjám, allir þessir auðu gluggar, sem minntu svo á mannsauga. Og þarna átti ég svo að dveljast nætu vikur. Eigandi hallarinnar, Roderick Usher, var raunar fornvinur Þýðing: Málfríður Einarsdóttir Teikningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir minn frá fyrstu æsku, en langt var nú um liðið siðan við höfðum siðast sést. Hann hafði skrifað mór lyrir skömmu, og auðsóð var á brófinu að eitthvað það hafði komið fyrir, sem var þess eðlis, að ekki dugði minna en að óg færi þangað sjálfur. Hann sagðist vera mikið veikur, og engu siður á sál en likama, og sagði sig langa mikið til að óg kæmi, þvi óg væri besti vinur sinn og liklega binn eini, og sagðist vona að það gæti orðið til að lina þjáníngar sinar. Brélið höfðaði svo til min, með þeirri angist sem i þvi lólst, að óg gat ekki hikað við að fara, en sár- kveið þó fyrir þvi, þvi þó að við hefium verið samrýmdir i æsku, var mór margt ókunnugt um hann, þvi hann var svo hlódrægur og dulur. En þó vissi ég að ætt hans hafði þótt hin merkasta fyrir sakir óvenjulegs atgervis, og ber þvi best vitni sá Ijöldi dgætra listaverka, sem ættmenn hans hafa látið eftir sig. Mjög lengi helur ættin setið þarna á óðali sinu, þannig að sonur heíur tekið við af föður, en enginn þeirra átt systkini sem borið gætu fram ætt- irnar. Ég gat þess að þá er ég leit nið- ur i sikið sem hverfðist um höll- ina, jókst við það um allan helm- ing sá illþolandi ömurleiki, sem staðurinn hafði á mig i fyrstu. Þessum ótta og kviða gat ég með engu móti bægt burtu, ekki heldur þó að óg reyndi að telja mér trú um að þetta ætti sér enga stoð, væri hugarburður og ekkert ann- að. Og svo, er ég leit af tjörninni upp ó höllina, sýndist mér sem um hana lægi lofthjúpur óhagg- anlegur og grafkyrr, án sam- bands við loft fyrir utan, en væri nokkurs konar útstreymi frá fúa- trjánum, rakafullum steinveggj- unum og þessari skuggalegu tjörn, vofeiflegur i dulúð sinni, pestnæmur, daufur og hálfgagn- sær, blýlitur. Eg reyndi aö hrista þetta af mér, fór i þess staö að virða fyrir mér höllina, sem mér sýndist vera mjög fornleg. Hún var hrörnun ofurseld. Fúasveppir höfðu dreifst um alla veggi, og undan upsunum héngu þeir eins og kðngulóarvefur. Samt hal'ði ekkert hrunið úr nokkrum vegg, likt sem hver molnandi steinn styddi þann næsta, og svo koll af kolli svo enginn þeirra vissi i hverja átt hrapa skyldi. Þetta minnti mig á það sem ég hafði séð af grautfúnum viði i forgömlum húsum þar sem enginn blær hafði andað, enginn stigið fæti i óra- langan tima, enda ekkert hrunið úr. En fyrir utan þetta var ekki að sjá að höllinni væri bráð hætta búin af hruni eða hrörnun, en samt hefði glöggur maður fljótt komið auga á sprungu, sem raun- ar bar litið á, en gekk þó frá þak- brún niður á við, og tók á sig hina sömu hlykki sem eldingin tekur, og hvarf svo að siðustu niður i dimmgrátt vatnið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.