Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 38

Þjóðviljinn - 24.12.1973, Blaðsíða 38
38 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1973 ÁLAGAHÖLLIN Framhald af bls. 37. siöu-: um saman, — en framsetningin á þessu var of óljós til þess að unnt sé að hafa hana eftir, — honum þótti sem höllin, þar sem hann hafði svo lengi dvalist og þjáðst svo sárt, hefði nokkurs konar vald yfir sér svo sem hún var að allri gerð og á sig komin, — þessir gráu veggir og turnar, og tjörnin myrka, sem þetta speglaðist i, hefðu einhvern veginn náð tökum á öllu lifi sinu. Hann sagðist kannast við það, þó að hann væri engan veginn sannfærður, að þessi formyrkvun sálarinnar sem hann þjáðist af gæti átt sér aðrar og eðlilegri or- sakir, ekki sist hin löngu og erfiðu veikindi ástkærrar systur, sem nU virtust vera að komast á lokastig- ið, en hana sagði hann verið hafa einkavin sinn og félaga mörg hin siðari ár eins og hUn var einasti ættingi hans sem enn var á lifi. „Þegar hUn deyr”, sagði hann með þeirri beiskju sem ég gleymi aldrei, „verð ég einn eftir af ætt minni, þessari gömlu aðalsætt Usher (vonarlaus og veikur)!' Meðan hann var að segja þetta, sá ég ungfrU Madeline ganga gegnum salinn, þar sem við sát- um, en svo langt var bilið milli okkar að hUn sá mig ekki, gekk framhjá, hægum skrefum. Ég horfði á hana sem steini lostinn af undrun, og ekki laus við ótta, — samt gat ég ekki skilið hvernig á þessu stóð. Ég gat hvorki hreyft legg né lið, heldur starði ég á eftir henni uns hUn hvarf Ut og hurðin laukst aftur eftir henni, leit ég sem ósjálfrátt og án þess að geta við þvi gert, á bróður hennar, — en þá hafði hann hulið andlitið I greipum sér, og ég sá i gegnum þær að á andlitið var kominn enn- þá likblárri fölvi en áður og milli fingranna, svo tærðra, runnu heit tár. Veikindi ungfrU Madeline voru læknum hennar ráðgáta. HUn tærðist upp, föl og hljóð, en stund- um fékk hún flogaveikisköst, eöa svo virtist sem það væri, en þó vantaði nokkuð á. Fram að þessu hafði hUn verið á fótum, eða fylgt fötum, en að kvöldi þess dags er ég kom til hallarinnar, lagðist hUn banaleguna, (svo sagði bróð- ir hennar mér, og fannst það á að honum þótti mikið fyrir þessu), og mér var það ljóst að aldrei myndi ég sjá hana framar. Næstu daga nefndi hann ekki systurina á nafn, né heldur ég, en ég kappkostaöi þvi betur að reyna að hafa af fyrir honum. Við fengumst við að mála, lásum bækur, en stundum var ég að hlusta, eins og i draumi, álögin sem hann lék á gitar og samdi jafnóðum. En svo fór nU i þessari nánu samveru okkar, sem æ nánari varð, svo mér þótti sem sæi ég inn i hugskot hans hin innstu, aö mér varð þvi ljósara sem lengur leið, hve gersamlega vonfaust mundi vera að reyna að lifga og hressa þá sál sem undir- orpin er myrkrum að eðlisfari sinu, svo frá henni stafar án af- láts svörtum geislum sorgar. Ætið mun ég geyma mér i minni þennan tima er ég dvaldist þarna, i svo nánum tengslum við herra þessa hUss, aðalseturs Ushersættarinnar. Samt mundi ég eiga óhægt með að gera nána grein fyrir þvi sem við höfðum fyrir stafni, tveir um þaö, nánast sem einn maður væri, en þó hafði hann ævinlega foruystuna. Yfir þvi öllu hvildi sem glóð af göfgi hugarins, þó að dimmleit væri sU glóð. Lögin hans, sem hann samdi um leið og hann lék þau á gitar- inn, munu aldrei, meðan ég lifi, hætta aö hljóma fyrir eyrum min- um. Meðal annars má ég minnast meö óhug Utsetningar hans, furðulegrar og afskræmilegrar, á siðasta valsi von Webers. Mál- verkunum, sem spruttu undan fingrum hans, og breyttust smátt og smátt i eitthvað ólýsanlegt, sem hrelldi mig þvi meira sem ég vissi minna um hvers vegna þau gerðu það, þeim á ég engin orð til að lýsa, (svo Ijóslifandi sem þau standa mér samt fyrir hugskots- sjónum), nema að svo litlu leyti að það mundi gera fremur að villa um en skýra. Hafi nokkur maður nokkru sinni málað hug- mynd, þá hefur það verið Rode- rick Usher. Einni af þessum stórfurðulegu myndum ætla ég samt að reyna að lýsa, þvi hUn var að þvi marki hlutkennd, að við sjálft liggur að orð nái til. Þetta var litil mynd, og sást i henni gegnum afar löng fer- strend jarðgöng, bein, lág til lofts, veggirnir eggsléttir, ekkert skraut, engin tilbreytni, engin misfella. Eitthvað var sem benti til þess að göngin lægju djUpt i jörð, aíardjUpt. Engar dyr neins staðar, og enginn ljósgjafi, en samt var allt sviðið laugað björtu Ijósi, ólýsanlegu, framUrlegu. Ég hef áður sagt að slikt ástand sjUklingsins að þvi er heyrnina snerti að hann þoldi enga tónlist HLIKKSMIÐJAN YOGUR HF. Auðbrekku 65 — Kópavogi Smiðum loftræsti og lofthitakerfi, stór og smá. * Útvegum eða seljum af lager alls konar tæki tilheyrandi loftræsti- og lofthita- kerfum. * Framkvæmum alla algenga blikksmiði viðkomandi húsbyggingum o.fl. * Smiðum ýmsa hluti úr eir, áli, messing og jarni eða stáli. * Simar: Verkstjóri, teiknistofa, skrifstofa: 40:J40—40341. — Framkvæmdastjóri: 40342. Gleðileg jól 4 og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðandi ári. að heyra, nema helst frá strengjahljóðfærum. Vissulega hefur hið þrönga tónsvið gitarsins 6 Brnn þátt i að móta lögin hans. En léttleikinn og fjörið hlaut hann að eiga einn. — 6g lærði utan aö eitt af þessum kvæðum, sem mælt voru af munni fram um leið og lagið, sem hann lék undir, varð til. Mér fannst sem i þvi fælist lykillinn að sálarástandi manns- ins, hinum heiða og heila þroska sem það hafði náð, en riðaði nU til falls. Það hljóöaði svona, eða þvi sem næst, og hét Alagahöllin: Fall Usher-ættarinnar Þar sem huldar heillir vöktu foröum yfir fögrum dali reis af grunni, gnæföi ofar húsum öðrum, höllin prúð. Konungshöll í viðu veldi vits og snilldar, þar sem ríki réð hinn máttki, mildi jöfur — styrkri hendi stýrði því. Yfir þaki í blænum blöktu gulir fánar, fagurljósir (þetta var á löngu liðnum timum, horfnum minni manns). Vindar loftsins, Ijúfir, hlýir, léku dátt við karm og upsir, svifu burt sem vængjuð vera einungis úr ilmi gerð. Stráðar perlum, roðnar rúbín, glóðu dyr á höllu hárri, um þær liðu léttum sporum bergmálsandar — flugu, flæddu,— þeir sem ekki annað hlutverk ætlað var, en það að lýsa fögrum röddum, visku og vilja konungs síns, og hyggju hans. Síðar komu í svörtum klæðum skapadómar böls og beiskju (hljóðna sál min, hyggjuþunga, af er það sem áður var!). Það sem glóði gliti frægðar óljós geymir gleymsku og þagnar — ofurseldist auðn og dauða — enginn maður minnist þess. Þeir, sem framhjá fóru, sáu gegn um lýsta glugga tvenna, prúðast lið þar líða í dansi kring um Hann, sem lið það laut. Hann sem bar í hendi sprotann þann, sem stillti hátt og hljóma (tignarheiti Constans krýndur) i þeim sal var sæti hans. Þeir, sem fara framhjá núna, sjá um roðnar gættir glugga undarlegar verur vafra um þann sal — með óstillt fas. Leikið fyrir trylldum tónum — truf laðhljómfall — og um dyrnar streymir sægur svartra púka hjáltrar gjalla hást og tryllt. Getið Ibér prjónað allt sem þér óskið? JÁ — Á BROTHER PRJÓNAVÉL! Ný sending er komin — Kynnið yður hina mörgu kosti BROTHER PRJÓNAVÉLA Fullkomnasta prjónavélin Tvær gerðir: KH 800 prjónar munstur eftir gatakorti og hefir sjálfvirkt gataprjón (lace) og tvo bandleiðara. Slétt prjón og brugðið I BROTHER prjónabókinni eru yfir 1000 munstur og auk þess getið þér út- búið hvaða munstur, sem yður dettur í hug, á gatakortin KH 588 prjónar ekki eftir gatakorti, en hefirannarssama útbúnaðogKH 800, svo sem sjálfvirkt gataprjón. Með báðum gerðum er hægt að fá snið reiknara, þannig að stykkin koma sniðin úr vélinni. Verð frá kr. 20.240,00 (kennsla innifalin). BORGARFELL HF Skólavörðustíg 23 • Sími 1-13-72 Alll II. Ý LilNGADEIIL D I IMAN! I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.