Þjóðviljinn - 24.12.1973, Síða 41
Jólabtað 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 41
LÖGBERG
vistir hjónaefna eða hjóna nokk-
urra.
Þetta gefur til kynna, að Lög-
berg er land, sem er meira en
bergiö sjálft, þvi kennilýður er þá
orðinn margur.
1 annálum gömlu fyrir 1400,
getur Lögbergs aldrei og heldur
eigi Lögréttu, en þar getur um
Lögréttu-bardaga 1163. 1 ts-
lendingasögum fyrir 1200 getur
Lögbergs eigi oft, flest 9 sinnum i
I. bindi i Guðna-útgáfu (Is-
lendingabók og Kristnisaga), þar
næst 6 sinnum i VII. bindi og einu
sinni i X bindi, austfirskum sög-
um, og þá er Sámur Bjarnason
gekk á Lögberg og sótti Hrafnkel
goða, en i XI. bindi, Njálssögu,
getur þess 21 sinni. Þetta er
vegna þess að stóratburðir verða
i Rangárþingi, svo sem dráp
Höskuldar Hvitanes-goða og
Njáls-brenna. Eftir báða þessa
atburöi verða stór málaferli, sem
rekin eru á Alþingi. Það er stuttu
eftir ár 1000.
Er nú komið að þvi að gera sér
nánari grein fyrir sambandi Lög-
bergs og Lögréttu, óg er það þó
þannig vaxið að án Lögbergs er
Lögrétta ekki til, og án Lögréttu
er Lögberg ekki til. Þetta sam-
band gerir það að verkum að þau
eru tvimælalaust nánir grannar á
þingstaönum og eru settir þar
sem bergið ber yfir völlinn. Þetta
er fyrsta og fremsta leiðbeiningin
um það, hvar þau eru niðurkomin
á þingstaðnum. Þar sem mætast
berg og völlur verða þau að vera
niður komin. Og nú er að lita i
Njálu.
Aður en það er gert, er þó rétt
að taka það fram, að allar heim-
ildir um Alþing segja, að það sé
háð á völlunum við öxará, og eng-
inn hefur haft annað að segja fyr
og siðar, fyrr en Lögberg er fært
upp i Almannagjárbarm fyrir
neðan öxará, og eiginlega án þess
að þvi sé neitað að þingið, með
Lögréttu, sé háð á völlunum! Frá
sliku er erfitt að segja og verður
ekki meira um rætt. En þá er það
Njála.
Það er þingið eftir Njálsbrennu,
sem einna mest hefur borið til i
þingsögunni, þegar á að alsekja
alla þá menn, sem að Njáls-
brennu voru árið áður. Liðsafnaö-
ur beggja aðila er um allt land og
fáir eru þeir höfðingjar, sem ekki
eru beðnir liðveitsiu, bæði fyrir og
eftir að á þing er komið. Og nú á
að byrja sókn málsins á brennu-
menn og segir:
,,Það var einn dag, er menn
gengu til Lögbergs og var svo
skipað höfðingjum, at Asgrimur
Elliða-Grimsson og Gissur hviti,
Guðmundur riki og Snorri goði
voru uppi hjá Lögbergi en Aust-
firðingar stóðu niðri fyrir. Mörð-
ur Valgarðsson stóð hjá Gissuri
mági sinum. Hann var allra
manna málsnjallastur. Gissur
mælti, aðhann skyldi lýsa vigsök-
inni og bað hann mæla svo hátt að
vel mætti heyra”. Mörður nefndi
sér þá votta og sneri máli sinu að
Flosa Þórðarsyni um þá sök að
hafa drepið Helga Njálsson. Segir
nú i sögunni:
,,At Lögbergi var gerr mikill
rómur at þvi at honum mæltist
vel og skörulega.” Enginn ritar
alla þá romsu sem hér er um að
ræða, en m.a. segir Mörður:
,,Býð ég lögboði at dómi svo dóm-
endur heyra.” Hér standa höfð-
ingjar uppi hjá Lögbergi en Aust-
firöingar fyrir neðan. Hér er lýst
hæðarmun.að vera uppi hjá Lög-
bergi og niðri fyrir Lögbergi.
Hér sannast það, sem sagt var
hér áður, að Lögberg i sinni hæð
og völlurinn mætast og þingheim-
ur, svo margur, að hátt þarf aö
tala svo allir heyri. Það er hægt
fyrir marga menn að standa uppi
hjá Lögbergi og taka þegar til að
lýsa sökum af Lögbergi, sem
Mörður gerði. Bergið sjálft ber
ekki hátt yfir stæðið hjá þvi, og
Lögbergið sjálft ber ekki hátt yfir
mannhaf, sem á að heyra allt sem
þar er sagt og meðal annars
mælti Mörður „beiði ég lögbeið-
ingu að dómi svo dómendur heyri
um dóm þveran.” Hér sjá allir að
ekki er langt á milli þess sem tal-
ar og þeirra er eiga að heyra skil-
merkilega. Það var eitt i þessum
málatilbúnaði að kvaddir voru 9
vettvangsbúar i vætti að atburð-
inum. Þessum 9 búum skipar
Mörður til sætis vestur á ár-
bakka. Hér erfyrstaáttamiðuniná
Lögbergi og Lögréttu. Það er
vestur á árbakkann frá Lögbergi.
Lögrétta er efst á völlum við ræt-
Allir vita, að sumir virðast yngri en þeir eru.
Æskan virðist hafa tekið ástfóstri við þá,
og þeir njóta þess í virðingu og vinsældum.
En hefurðu tekið eftir því, hvernig þeir
klæðast, þessir lukkunnar pamfilar?
Föt eftir nýjustu tízku, sem fara vel — gefa
persónu þinni ferskan blæ, svo að þú
virðist ekki ári eldri en þú ert,
jafnvel yngri.
Reyndu sjálfur. Sýndu heiminum þínar -
yngstu hliðar.
Fáðu þér ný Kóróna föt, og sjáðu hvernig
brosunum til þín fiölgar.
Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg
Óskum öllum
viðskiptamönnum vorum
gleðilegra jóla
og farsæls árs og þökkum
viðskiptin á liðna árinu
AUGIYSINGASTOFA KRfSTINAR 7.36