Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24. — 25. janúar 1981 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann. Hitstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: GuBjón FriBriksson. AfgreiBslustjóri: Valþór HlöBversson. Blaöamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. ttkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik. simi 8 13 33. Prentun : Blaöaprent hf. Dagsbrún # Nú á mánudaginn kemur á Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík 75 ára afmæli. Af því tilefni vill Þjóðviljinn senda félaginu og Dagsbrúnarmönnum öllum baráttukveðjur og þakka störf þeirra fyrr og síðar. # Dagsbrúnarmönnum ber ekki aðeins að þakka þau þjóðnýtu störf, sem þeir inna af höndum, hver á sínum vinnustað árið um kring, heldur einnig og ekki síður f yrir þá forystu, sem Dagsbrún hefur löngum veitt í verka- lýðsbaráttunni á íslandi. # Segja má að í baráttunni fyrir bættum hag vinnandi fólks á landi hér hafi Dagsbrún verið í fararbroddi nær allan þann tíma sem félagið hefur starfað. Þar héfur fána verkalýðsbaráttunnar í okkar landi borið hæst. # Við dagsbrún nýrrar aldar þann 26. janúar 1906, komu verkamenn Reykjavíkur saman í Bárubúð við Tjörnina og bundust samtökum um stofnun verka- mannafélags, sem þeir völdu hið táknræna nafn Dags- brún. # Þá var kaupið í verkamannavinnu 18—25 aurar á tímann að vetrinum en 25—30 aurar á sumrin. Vinnutími var ótakmarkaður og kaupið hið sama hvort sem unnið var á nótt eða degi. Verkafólkið bjó við örbirgð og mátti heita réttlaust á nær öllum sviðum. # Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur Dagsbrún marga hildi háð,stundum ein, stundum við hlið annarra verkalýðssamtaka. # Sú mikla saga verður ekki rakin hér í fáum línum, en aðkallandi er orðið að hún verði skráð af færustu mönn- um og ætti að verða námsefni í öllum menntastof nunum þessa lands. 0 Eðvarð Sigurðsson hefur nú verið formaður Dags- brúnar í 20 ár og á næsta ári verða liðin 40 ár síðan hann tók sæti í stjórn félagsins. # Á 70 ára afmæli Dagsbrúnar fyrir 5 árum segir Eðvarð hér i Þjóðviljanum: # „Ég tel að Dagsbrún hafi enn sem fyrr mjög veiga- miklu forystuhlutverki að gegna, og þá fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni þeirra lægst launuðu í þjóð- félaginu. Barátta Dagsbrúnar á næstu árum hlýtur ekki hvað síst að beinast að því að koma i veg f yrir, að i okkar auðuga þjóðfélagi verði til sérstök undirstétt láglauna- fólks. # Þá vil ég hér leggja sérstaka áherslu á mikilvægi þess, að hinn almenni verkamaður liti aldrei á sig sem neinn annars flokks þegn í þjóðfélaginu, glati aldrei til- finningunni fyrir rétti sínum, heldur varðveiti stolt stéttar sinnar, það stolt, sem best hefur dugað í allri jafnréttisbaráttu verkalýðsstéttarinnar, og sem engu minni þörf er á að varðveita í dag en var á f rumbýlings- árunum." # Þessi orð Eðvarðs Sigurðssonar eiga ekki síður við nú, — þau eru sígild. # Og víst er um það, að oft hef ur verið stoltur hljómur í nafni Dagsbrúnar. — En hvaða stolt er það, sem Eðvarð talar hér um? — Það er ekki stolt sérhyggju- mannsins, sem miklast af því að hafa náð að hrifsa til sín feitari bita en einhver annar. Það er ekki stolt stór- eignamannsins sem gleðst yf ir höll sinni, en veit ekki að Litla-Brekka hafi verið til. # Stolt verkalýðsstéttarinnar er annarrar ættar. Það er sá hugur og sú manndómsmynd sem fylgir rísandi baráttu fyrir jöfnum rétti allra manna til lífsins gæða. Það er stolt hins snauða sem rís upp til baráttu fyrir eigin rétti, en þó umfram allt fyrir rétti allra snauðra manna til mannsæmandi lífs.Það er stolt stéttar, sem ekki spyr um náð heldur um rétt og gerir þá kröfu að auður og völd lúti hinum vinnandi manni. # Á hverjum tíma verða verkalýðssamtökin að varð- veita fullkomið sjálfstæði sitt gagnvart öllum stjórn- völdum og stjórnmálasamtökum, en gerist þau óháð sinni eigin rót þá er vá fyrir dyrum, og umbreytingin í einskisverða sérhagsmunaklúbba á næsta leyti. # Samstaða er það orð, sem saga Dagsbrúnar kennir. Þjóðviljinn færir Dagsbrúnarmönnum þá afmælisósk, að í stormum komandi tíða blakti áf ram við hún sá fáni, er forðum reis yfir Bárubúð. k. # úr aimanakinu „Frá sjónarhóli samfélags- fræöinnar liggur mikilvægi sér- hverv atburöar I þeim viðbrögö- um sem hann kallar fram hjá fólki. Þrátt fyrir miklar rann- sóknir eigum viö þó enn langt í land meö aö skilja aö gagni hvaö veldur mismunandi hegö- un einstaklings eöa fjölda fólks á knattspyrnuleikjum. Reyndar er hægt aö fullyrða, aö sérhver leikur skapar ný tækifæri til skoöunar á hegðun áhorfenda, engir 2 leikir hafa sömu áhrifin. Þetta skiptir fþróttina sjálfa e.t.v. ekki svo miklu máli, en staðreyndin er sú, aö ýmsar samlíkingar, þess sem gerist á knattspyrnuvellinum og annars staöár i þjóöfélaginu, eru aug- Ijósar.” Litast um baksviðs Sá sem þannig skrifar heitir Fritz Stemme og er prófessor i sálfræði við háskólann i Brem- en. Ég rakst fyrir skömmu á grein eftir hann, sem fjallar um „knattspymu i þjóöfélagslegu samhengi”. Ég held að slik naflaskoðun sé ákaflega fróöleg fyrir i"þróttaáhugamenn og leyfi mér því aö endursegja lauslega hér á eftir hluta af grein Fritz Stemme: Fyrir um 180 árum var knatt- spyrna ákaflega ruddalegur leikur, mjög dlík þeirri öguöu iþrótt sem viö þekkjum i dag. Þá voru einatt notuö alls kyns brellibrögð til þess aö beita mótherjann ofbeldi og gera hann óvigan. Sérhver leikmaöur geröiþaðsemhonum sýndist og i mörgum tilfellum var knatt- spyrnan einkar hentug útrásar- leiö fyrir árásargjarna karl- menn. Um 1850 voru leiknum settar sinar fyrstu reglur, sem höfðu 3 miö sem voru: 1. einfaldar og . auöskildar. 2. máttu ekki eyöi- , leggja spennu leiksins. 3. átti að framfylgja i hvivetna. Fljótlega breyttist knattspyrnan úr þvi að vera villimannslegur leikur „lágstéttarudda” i vinsælan leik, sem nánast allar stéttir stunduöu. önnur stór breyting á knatt- spyrnunni varö siöan i kjölfar hinnar stórkostlegu þjóöfélags- þróunar seinni hluta 19 aldar- innar, sem leiddi af sér Iönbylt- inguna. Likt og Iönbyltingin var uppspretta „nútima Iþrótta” i Englandi, öll ytri og innri skil- yröi voru þar fyrir hendi. Nýjar reglur (eða ný boöorö) hins iönvædda samfélags, meiri samkeppni, og meiri fram- leiöni, yfirfæröust á hina „frumstæðu” Iþrótt,knattspyrn- una. Menn hættu aö leika vegna ánægjunnar einnar, keppikeflið varö aö sigra. Áöur voru hins vegar allir leikir vináttuleikir, enginn meistaratitill meö i spil- inu. Þá var jafnvel talin meiri sæmd aö þvf aö tapa, svo fremi sem leikiö var algjörlega eftir settum reglum og leikmenn létu ekki í ljós ánægju eöa óánægju meö gang leiksins. Sigurinn var ekki takmark. Stemme veltir þvi næst fyrir sér breytingum á knattspyrn- unni meö tilkomu hinna ýmsu titla og vegsemda. Miöpunktur leikhvatningarinnar varö þann- ig sigurinn og vegsemdin sem honum fylgir. Þá breyttist knattspyrnan úr þvi aö vera leikur margra einstaklinga i þaö aö veröa leikur liðs. Smátt og smátt fóru áhorf- endur aö veröa allt aö þvi nauö- synlegur hluti leiksins og þáttur þieirra hefur vaxiö meö hverju árinu. Lffsreynsla allra áhorf- enda aö knattspyrnuleik er ákaflega svipuö og mörgum finnst aö i 90 min. séu þeir þegn- ar f nokkurs konar stéttlausu þjóðfélagi. Þama eru saman- komnir verkamenn, ráöherrar, rfkir og fátækir, hliö viö hlið. Hiö eina sem skilur áhorfend- ur aö eru 2 aðskildir áhangenda- hópar liöanna tveggja sem leika niðri á vellinum. Þannig verður skiptingin á knattspyrnuvellin- um eins áþreifanleg og úti i þjóðfélaginu sjálfu, hvar allir skiptast i pólitiskar linur eftir stjórn og stjórnarandstööu. Þeir sem eru skoðanabræöur eða halda meö sama liöinu jarma sig sfðan saman. Einhvern veg- in viröist sú kenning Karls Marx, að i kapitalisku þjóö- félagi muni stéttirnar fjarlægj- ast hverja aðra sifelltmeir, ekki eiga viö á knattspyrnuvellinum. Einn er sá hlutur sem gaman er aö skoöa i knattspyrnu, en þaö er framkoma liöa og knatt- spyrnusambanda fyrir leiki. Söngvar eru leiknir, meö hátfðarbrag (þjóösöngvar fyrir landsleiki) og fánar og merki eru afhent. Þessu má helst lfkja við framkomu sendinefnda ný- frjálsra rfkja á 19. öldinni. Þannig er oft illmögulegt aö greina á milli þess hvort hér séu komnir fulltrúar knattspyrnu viðkomandi lands eöa fulltrúar hinna pólitfsku yfirvalda. Marg- ir freistast þvi til þess aö lita á landsliö sem fulltrúa lands og þjóöar, en þaö er annaö mál. I víðara samhengi má sjá að gott gengi f Iþróttum getur veriö fljótlegasta og auöveldasta leið- in til þess aö öðlast alþjóölega viöurkenningu og viröingu. Brasilfa er t.d einkum þekkt fyrir kaffi og knattspyrnu og iþróttirnar brutu niður þann Ingólfur Hannesson skrifar pólitíska einangrunarmúr sem byggöur var i kringum Austur- Þýskaland. Löngum hefur verið hægt að nota knattspyrnuna sem nokkurs konar loftvog á sam- félagslegt veöurfar. En hana er aöeins hægt aö nota til þess að mæla hræringarnar ekki til þess aö orsaka þær. Fyrir nokkrum árum braust út styrjöld á milli E1 Salvador og Hondouras eftir að þjóðirnar höföu háö landsleik i knatt- spyrnu. Allt var vitlaust á leik- vanginum á meðan leikurinn stóö yfir. Þannig má segja, aö knattspyrnan hafi getað mælt spennuna, sem rikti á milli þjóöanna og hinir striðsglööu stjórnendur notað fótboltann sem tylliástæöu til múgæsinga. Ef til vi 11 varö fótboltinn þarna órsakavaldur. Mannfræðikönnun i borg nokkurri 1 Wales fyrir skömmu leiddi i' ljós aö gengi knatt- spyrnuliös bæjarins haföi ótrú- lega mikil áhrif á allt lif manns. Það eru að visu tiöindi sem þurfa ekki aö koma svo ýkja á óvart þeim sem fylgjast með breskri knattspyrnu. í Englandi hefur einmitt verið mikið fylgst með hegðun áhorf- enda á knattspyrnu og reynt aö útskýra hana einkum ung- menna, sem umturnast i villi- dýr á knattspyrnuvellinum. Slik tilvik voru nær óþekkt framund- ir heimsstyrjöldina seinni, en eru nú hálfgerður plagsiður. Þarna hefur almenn aukning of- beldis iheiminum mest aö segja og einnig aö með tilkomu Evrópukeppna og slikra stór- móta er sigurinn orðinn mun eftirsóknarveröari en áöur og tapiö mun sársaukafyllra, jafnt fyrir leikmenn sem áhorfendur. Þetta hangir allt saman — Það er vissulega gaman að velta fyrir sér þeim hræringum sem eiga sér stað baksviös, likt o g sálfræöiprófessorinn Stemme gerir, en hér er vist timi til að láta staöan numiö, að sinni. , „ —IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.