Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 17
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24. — 25. janúar 1981. Helgin 24.- 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 OGSVO Á einum stað segir Halldór Laxness i bók, að l'slend- ingar séu tilbúnir að karpa djöfulinn raðalausan um aukaatriði málsins, en þegar komi að kjarna þess, setji þá hljóða. Eflaust er nokkuð til í þessu. I öllu þvi mold- viðri sem feykt var upp í haust er leið í máli Gervasonis og varla er lægt enn, var rætt um f lest annað en kjarna málsins, sum sé f ranska herinn, en hann var og er undir- rót alls málsins. Það var í þennan franska her sem Patrick Gervasoni vildi ekki fara og því leitaði hann landvistar hér sem pólitískur f lóttamaður, til að komast hjá fangelsisvist. Mig rekur ekki minni til að hafa heyrt neitt um þennan franska her í allri umræðu málsins. Víst er um það, að herir landa eru æði misjafnir og vist með þeim því misgóð. Til að mynda er sagt að víst í spánska hernum sé ömurleg, matur vondur og máli nær enginn og eiga ungir menn þarlendir vart verri stundir en bíða þess að vera kallaðir til herskyldu. Því lék okkur hér á Þjóðviljanum hugur á að fræðast nokkuð um það hvernig vist það væri að gegna skyldu í þessum her. I því sambandi leituðum við til Gerards Chinottis, sem búsettur hefur verið hér á landi um langt árabil, en gengdi á sínum tíma herskyldu í franska hernum. Rœtt við Gerard Chinotti um herskyldu í franska hernum byrja að reyna að leika á kerfið. Algengterað menn reyni að leika sig fifl eða svo andlega brenglaða að þeir sleppi. — Tekst það? — Já, það kemur fyrir að mönnum tekst þetta, einkum á friðartimum; á ófriöartimum hygg óg að það takist aldrei. Og svo er öskrað á mann — Nú, en ef menn standast læknisskoðun, þá kemur bréf nokkru seinna, þar sem menn eru kvaddir á ákveðinn stað á ákveðnum degi og tima. Oft eru þær herstöðvar, sem menn eru kvaddir til, langan veg frá heim- ilum manna og þá er nög að sýna þetta boðunarbréf þegar komið er i járnbrautarlestina og farið þarf ekki að greiða. Þegar maður svo kemur til herstöðvarinnar eru þar mættir mörg hundruð strákar sömu herinda, að.gegna herþjön- ustu. Það fyrsta sem gert er eftir að maður hefur tilkynnt komu sina, er að fá manni poka einn mikinn, ekki ösvipaðan sjópoka. Þar i er allur fatnaður og annar útbúnaður sem hermenn fá. Sam- tals eru það 40 kg. sem i hverjum poka eru. Þvi næst urðu allir að láta klippa sig, þannig var þaö amk. þegar ég var i hernum. Og maður var klipptur mjög stutt, það er gert hreinlætisins vegna en hreinlæti er mjög mikið i hernum og þess stranglega gætt að menn virði það. Nú brosir Gerard og segir svo: — Þvi næst er byrjað aö taka mann i gegn. Það er öskrað á Eg var heppinn — Það eru nú liöin 18 ár siðan ég var i hernum, þá var her- skyldan 18 mánuöir, en nú er hún aðeins 12 mánuðir. Ég var 19 ára þegar ég var kallaður til her- þjónustu. Auðvitað veit maður þegar að þessu rekur og þá setja menn oftast fram einhverjar sér- óskir. Menn biðja um að fá að fara i þessa eða hina deildina, dvelja á þessum eða hinum ■staðnum o.s.frv. Ég gerði þetta lika, bað um að fá að fara i flug- herinn og að verða sendur til Þýskalands, þar sem staðsettur hefur verið franskur her frá lok- um siðariheimsstyrjaldarinnar. 1 lang-flestum tilfellum er ekkert tillit tekið til þessara sér-óska. Það kemur þó fyrir og ég var i hópi hinna heppnu. Ég fékk það sem ég baö um. — En formið á kvaðningu manna til herskyldu, hvernig er það? — Já fyrster maður boðaður til læknisskoöunar, þar sem likam- legt ■ og andlegt ástand manna er rannsakaö. Þessi læknisskoðun er mjög ýtarleg og á friöartimum er hún ströng, þ.e. að menn sem eitthvað amar að sleppa við herþjónustu. Þegar ég var kallaður til herþjónustu voru ekki friðartimar hjá franska hernum, striðiö i Alsir var i algleymingi og maður var hræddur viö að veröa sendur þangað. Á slikum timum sleppa fáir við herþjónustu og mér er sagt að i styrjöldum séu menn teknir i herinn, svofremi að þeir geti gengið uppréttir og hafi alla útlimi i lagi. En þaö er ein- mitt viö læknisskoðun, sem menn, er ekki vilja gegna herskyldu, ERÖSKRAÐ Gerard Chinotti mann af liðþiálfum, sem reyna að gera mönnum það ljóst að hér riki sko agi og það mikill agi. Þér er eins gott að hiyð? ljúfurinn, annars fer illa fyrir þér, er sagt við mann. — Og er aginn mikill? — Það fer nú eftir þvi hvernig á það er litið. Sannleikurinn er sá, að það er með agann i franska hernum eins og margar strangar reglur, hann linast þegar frá liður og maður fer að þekkja mann, og hinir ó- breyttu fara að læra á kerfið. Nú, en ég var að segja frá byrjuninni. Þegar klippingu var lokið var manni visað á svefnskála. Þar voru 8 strákar saman i herbergi og okkur var þegar i upphafi kennt hvernig við ættum aö haga okkur. Búa svona um rúmin, hreinsa þetta og hreinsa hitt, ef útaf yrði brugðið myndi það kosta refsingu. Sannleikurinn er sá að hreinlæti er óskaplega mikið i hernum, svo mikið að stundum gengur það út i öfgar. Stundum er skoðað undir skóna manns og ef þeir eru ekki burstaðir undir, milli sóla og hæls verður allt vit- laust. Þetta er dæmi um öfgana. en það hreinlæti sem menn eru vandir við er auövitað til góðs. Þetta er sem sagt byrjunin, auk þess sem menn fara aftur i læknisskoðun eftir að þeir koma i herstöðina og þá eru þeir spraut- aðir gegn margskonar sjúkdóm- um. Ég man ekki lengur hvað sprauturnar voru margar, en þær voru margar og það svo að allir veröa lasnir á eftir og fá 2ja daga fri til að jafna sig áður en djöful- gangurinn byrjar, likamsþjálfun- in. Stríðsleikir — Segja má að fyrstu mánuð- irnir séu samfelld þrekþjálfun. Maöur er látinn skriða á jörðinni, klöngrast yfir margskonar hindr- anir, ganga og hlaupa timunum saman, auk þess sem manni er auðvitaö kennt að fara með vopn. Mönnum er kennt á byssur og að fara með handsprengjur og fleira iþeim dúr. Svo er stundum farið i striðsleiki, eins og litlir strákar leika sér stundum i, nema þar er mönnum beinlinis kennt hvernig á að drepa fólk, sem er hlutverk hermanna ef til ófriöar kemur. — Taka ungir piltar þetta ekki mjög alvarlega? — Sjálfsagt er það misjafnt, en einhvern veginn var það svo þarna hjá okkur i flughernum, að menn tóku þetta ekki alvarlega, miklu fremur sem leik en alvöru. Ég er alveg vissum þaö að enginn okkar ætlaði sér að leika ein- hverja hetju, ef við yrðum sendir til Alsir i styrjöldina þar, það þori ég aö fullyrða/og við vorum allir skithræddir við að verða sendir þangaö. — Hvernig er fæðið i franska hernum? — Það var gott. Meðan frum- þjálfunin fór fram dvöldumst við i Svartaskógi i V-Þýskalandi, en siðan var ég sendur til V-Berlinar þar sem ég siðan dvaldi meðan á herskyldunni stóð, auk nokkurs tima i Paris og á þessum stöðum var nógur og góður matur. — Kannski drukkið rauðvin með mat eins og hjá öðrum Frökkum? — Auðvitaö, annars hefði nú allt orðið vitlaust. Það borðar enginn Frakki mat án þess að hafa rauðvin með mat og skiptir þá ekki máli hvort hann er i hern- um eða ekki. — En hvernig var málinn? — Hann var og er mjög slæm- ur. Ég fékk 20 pakka af sigar- ettum fritt á mánuði og svona sem svarar til 200 nýkr. á mánuði i laun eöa vasapeninga. Og svo fékk maöur auðvitað föt og klæði. Maður lifir fyrir þetta en heldur ekkert meira. Menn geta litið sem ekkert skemmt sér né gert annað sem kostar peninga. — Er sæmilega séð fyrir tómstundamálum manna i frönskum herstöövum? — Sjáðu til, ég hef aldrei verið i herstöð i Frakklandi. Herstöðin, sem ég dvaldi i, var eins og ég sagði áðan i V-Berlin og þar var ágætlega séö fyrir þeim málum innan stöðvarinnar. Ég get þvi ekki gert samanburð við her- stöövarnar innan Frakklands. — En þegar þú varst i París? — Þá vann ég skrifstofustörf i hermálaráöuneytinu og ég vann raunar einnig skrifstofustörf i V- Berlin. Þess vegna dvaldi ég ekki i neinni herstöð i Paris. Að læra að svindla og ljúga — Við minntumst aðeins á ag- ann áðan, var hann ekki mikill eftir að þú varst sendur til Berlinar? — Nei hann var það ekki. Auðvitað fer hann eftir yfirmönn- um og aginn er mismikill milli deilda i hernum. Mér er sagt að ÁMANN hann sé mestur i landhernum en minnstur i flughernum. Og svo - mikið er víst að hann var ekki mikill hjá okkur. Flugherinn er yfirleitt betur mannaöur en aðrar deildir, þar eru yfirleitt betur menntaðir menn en annars- staðar. I herstöð eins*og þeirri sem ég var i, lærir maður fljótt á yfirmennina og kerfiö. Maður lærir að svindla og ljúga. Eins og ég sagði áðan er kaupið sama og ekkert en af tur á móti var hægt að kaupa vin og tóbak mjög ódýrt innan herstöðvarinnar og þetta gerði maður og seldi svo i Berlin. Ýmsar leiðir voru til aö smygla góssinu út, bæði að fela varning- inn og eins sú leiö að þekkja þá sem við hliðið voru og kannski múta þeim örlitið. Með þessu móti höfðu menn svolitil auraráð. Eins var það aö menn fengu kvöldleyfi og gátu þá farið inni borgina. En maður varð að vera kominn heim fyrir vissan tima. Og áður en skálunum var lokað kom liðþjálfi og framkvæmdi nafnakall til að gæta þess að allir væru komnir heim. Suma þessa liðþjálfa þekkti maður og bað þá sjá i gegnum fingur við mann ef maður var ekki kominn heim og það gekk. Og svindlið fólst i ýmsu öðru. Allir vissu um þetta en enginn sagði neitt. Að eiga sér óvin — Það hættulegasta Lsvona her er að fá einhverií yfirmabn'upp á móti sér. Ég lenti í þessu, og sá drjóli gerði allt sem hann gat til að reyna að hanka mig, og honum tókst það. Ég átti það til aö koma of seint i morgunmat og læddist þá inni eldhús og fékk eitthvaö að borða og siðan var læðst út aftur og þá tók enginn eftir neinu. En eitt sinn kom hann að mér þar sem ég var að boröa i eldhúsinu orðinn allt of seinn og hann fékk mig dæmdan i hálfan mánuö i fangelsi. Það var staðsett nokkuö langt frá sjálfri herstöðinni og þangað var safnað öllum sem gert höfðu sig seka um agabrot. Nú var það eitt sinn meðan ég var i fangelsinu að einhver órói varð i A-Berlin og franski herinn setti sig i bardagastellingar. Allir voru kallaðir til, lika við sem vorum i straffinu. En þar sem min herstöð var nokkuð iangt i burtu, þá gleymdu þeir mér. Svo uppgötv- aðist þetta og ég var sóttur klukkustund eftir aö hasinn byrj- aði. Þegar ég mætti spurði ég hvað ég ætti að gera og hvar ég ætti að vera. Þaö vissi enginn. Þar til einn kvað uppúr með það að ég skyldi fá mér hjálm og hriðskotabyssu. Ég fékk mér hvorttveggja og spuröi hvað ég ætti nú að gera. En það vissi eng- inn heldur, allt var i upplausn. Loks sagði einn að ég skyldi bara setjast niður, fá mér kaffi og biöa og það gerði ég og var látinn biöa meðan aðgerðirnar stóðu yfir og fór svo aftur i fangelsiö. — Stundum var lika svo mikið að gera aö skrifstofunni að ég var látinn vinna þar dögum saman en siðan farið með mig i fangelsið til að sofa. Siðan losnaði ég út eftir hálfan mánuð og þá var eins og ekkert hefði skeð. Veisluhöld — Allir þeir strákar sem voru meö mér i herþjónustunni voru andvigir þessari vitleysu. Þeir einfaldlega nenntu ekki að vera i hernum, eftir að þeir fundu tilgangsleysi þessa. Þess vegna var það fastur liður hjá öllum að halda veislu þegar þeir áttu 100 daga eftir og 50 daga. Upp á þetta héldu menn og töldu dagana þangað til að þeir losnuöu. — Er það þá ekki timasóun að senda unga menn i herþjónustu? — Þaö þykir mér, eins og mál- unum var háttað hjá okkur. Þó er ég þeirrar skoðunar að lönd eins og Frakkland, Þýskaland og Bretland, svo ég nefni dæmi, verði að hafa her. Og þá vaknar sú spurning hvort þá eigi ekki bara að vera her skipaður at- vinnumönnum. Margir halda þvi fram að atvinnuher geti orðið riki i rikinu, nái allt of miklum völd- um og stefni lýðræðinu i hættu. Það sé minni hætta á slíku ef uppistaðan i hernum sé herskylduher. Þetta má vel vera rétt, og ég er þeirrar skoðunar. — Verður niðurstaðan sú aö menn læri alls ekkert á herþjón- ustu? — Það er nú kannski of mikið sagt. Menn læra allt um hreinlæti eins og ég minntist á fyrr og menn læra einnig nokkuð að þekkja sjálfa sig og það sem ef til vill er mikilsverðast, að umgangast annað fólk. En frá herfræöilegu sjónarmiði lærir maður ekki neitt! Ég get sem dæmi sagt þér, að mér var aldrei sagt frá þvi hvert mitt hlutverk ætti að vera ef til ófriðar kæmi. Ég haföi aldrei hugmynd um hvað þá tæki við hjá mér og ég var ekkí'þjálfaður til neins sérstaks verkefnis. Slæmur mórall — Er það rétt að þinu mati, að Frakkar séu lélegir hermenn? — Ef við rekjum söguna, þá kemur i ljós að Frakkar hafa ver- iö góðir hermenn. En það hefur svo margt gerst sem hefur eyðilagt allan móral i franska hernum. Það kom i ljós i siðari heimsstyjöldinni að hann var mjög illa skipulagður og hrundi eins og spilaborg. Siðan kom striðið i Indókina, þarsem hann bar mikið afhroð. Og loks er svo að nefna það sem kannski hefur farið verst með hann, striðið i Alsir. Menn voru þvi almennt andvigir og ég þekki mjög marga Frakka, sem hafa enn þann dag i dag samviskubit af þvi sem gert var i Alsir. Allt hefur þetta orðið til þess að veikja mjög franska herinn og eyðileggja móralinn innan hans. — En svo er það ef menn vilja ekki bera vopn, þá stendur þeim annað til boða innan franska hersins? — Já, ég er bara ekki nógu kunnugur þvi hvað þar er um aö ræöa. Þó veit ég að ef menn neita að bera vopn i 12 mánaða her- skyldu, geta þeir farið i 24ra mánaða vinnubúöir. Þar er um gróðursetningu að ræða, bygg- ingavinnu og fleira. Þó veit ég að þetta er litið sem ekkert borgað. Eins er það, ef menn eru mennt- aðir að þeir geta farið útum heim að kenna, þeir eru mikið sendir til landa þriöja heimsins. En það er sama hvort er, menn eru ekki öfundsverðir af þvi að Ijúka þessu skylduverki sem á þá er lagt. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.