Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 5
Helgin 24. — 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Ragnar Arnalds: Þjálfaðir íað mála skrattann a vegginn Hvernig mun rikisstjórnin bregðast við mótmælum verkafólks í gosdrykkja- verksmiðjunum? Iðnverkafólk með kröfuspjöld á lofti utan við stjórnarráðið. Lengst til vinstri er Asgrímur Guðmunds- son, trúnaðarmaður verkafólks I Vifilfelli. —ljósm.Gel Drekkið meira Sinalco, öl og malt. Gefur hraustlegt og gott út- lit. -ljósm Gel. Starfsmenn í gosdrykkjaverksmiðjunum mótmæla viö stjórnarráðið: Afléttið vörugjaldinu „Hér er um að ræða vöru- gjald sem Alþingi hefur lög- fest og fjárlög byggjast á. Við munum þess vegna lita til þess hver raunveruleg þróun verður i gosdrykkja- iðnaðinum, en ekki byggja á uppsagnargleði forstjór- anna, sem hafa auðvitað alltaf tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn og eru þrautþjálfaðir i þvi. Við gerðum alltaf ráð fyrir að eftirspurn myndi minnka eitthvað fyrst eftir hækk- unina, en töldum að hún myndi jafna sig á skömmum tima. Gosdrykkir eru þess háttar vara. Samdrátturinn verður kannski meira en ella af þvi að vörugjaldið leggst á nú um áramótin, en þess hefur orðið vart að viðskipti virðast almennt minni nú i janúar en á fyrra ári, t.d. i söluturnum.” BÓ Nú niður á Austurvöll við förum þangað öll, og I Stjórnarráðið förum og mótmælin ekki spörum <Jt af þessum nýja skatti. sem lagður er á undir Gunnars liatti. Sungu starfsmenn gosdrykkja- verksmiðjanna, sem i gær hópuð- ust fyrir framan stjórnarráðið og afhentu forsætisráðherra beiðni um aö 30% vörugjald og sérstakt timabundið vörugjald á öl og gos- drykki yrði fellt niður eða dreift á fleiri atvinnugreinar til að tryggja atvinnu verkafólks i þess- ari grein. Undir þessa samþykkt rituðu trúnaðarmenn i Vifilfelli, Olgerð- inni og Sanitas fyrir hönd starfs- manna. Þessu mótmæli eru til komin vegna uppsagnar á 60 starfs- mönnum i Verksmiðjunni Vifil- felli. Eru þær rökstuddar með þvi að framleiðslan i janúar hafi minnkað um 27% fyrstu dagana i janúar miðað viö sama tima i fyrra. Það fólk sem uppsagnirnar bitna á, er einkum ungt fólk, flest um eða innan við tvitugt. Margir þessara starfsmanna hafa ein- ungis unnið við fyrirtækiö I stutt- an tima, og þvi koma uppsagnirn- ar til framkvæmda nú þegar um mánaðarmótin. Asgrimur Guðmundsson, trúnaðarmaður verkafólks i Vifil- felli taldi ótvirætt að verulegur samdráttur hafði oröið með til- komu vörugjaldsins um áramót- in. Samdrátturinn væri mun meiri en sú venjulega árstiðar- sveifla sem jafnan verður að af- loknum hátiðum. Hann kvað upp- sagnirnar koma sér ákaflega illa og margir væru uggandi um sinn hag. Hann sagðist vona að stjórn- völd sýndu mótmælum verka- fólksins og ósk um afnám vöru- gjaldsins skilning. Bjargmundur Jónsson, Jens Þorvaldsson, Ragnar Haraldsson og Smári Þorsteinsson, starfs- menn ölgerðarinnar sögðu að enn hefði ekki komið til uppsagna hjá þeim, en þó hefði verið um greini- legan samdrátt að ræða i fram- leiðslunni. Þeir töldu að sala á pilsner hefði ekki dregist saman við tilkomu nýja Sanitaspilsners- ins. Egill Steinþórsson, trúnaöar- maður i Sanitas sagði að enn hefði ekki komið til uppsagna þar. Hann sagði menn þó uggandi um sinn hag vegna vörugjaldsins. Nýi pilsnerinn hefði selst mjög vel og hefðist varla undan að framleiða hann. Bó Coca-Cola hœkkaði um 70% á siöasta ári: Stóð tíl að loka? Nei, segir Pétur Björnsson forstjóri Hjá verðlagsstjóra fengum við upplýsingar úm hvað verð á gos- drykkjum hefur hækkað með til- komu hins nýja vörugjalds. Hér er tekið dæmi af tveimur algeng- um tegundum gosdrykkja, en ekkert hámarksverð er á öli. c c u5 u5 % Appelsin 25 cl... 2.00 2.40 20% Coca Cola 30 cl. .. 2.10 2.50 19% Aðspurður um afkomu fyrir- tækjanna sagði Georg Ólafsson að útkoma ölgerðarinnar hefði verið jákvæð á siðasta ári, en tap á rekstri Vifilfells. Hann hafði ekki upplýsingar um stöðu Sanitas. Það kom e anfremur fram hjá Georg að kóka kóla hefði hækkað um 70% á siðasta ári, sem meðal annars stafaði af tiltölulega litl- um hækkunum 1979 og 1978. Nú liggur fyrir hjá verðlags- stjóra beiðnium 24% hækkun gos- drykvja frá ölgerðinni og 27% hækkun frá Vifilfelli. Pétur Björnsson forstjóri Vifilfells var spurður að þvi hvort slik hækkun myndi ekki leiða til verulegs samdráttar og jafnvel meiri en nú hefur komið fram, jafnvel þótt vörugjaldið yrði fellt niður. Hann svaraði þeirri spurningu ekki beint en sagðist ábyrgjast að allt starfsfólkið yrði endurráðið ef vörugjaldið yrði aflagt. Hann sagði aö einu sinni áður héfði orð- ið um samdrátt að ræða vegna mikillar verðhækkunar i einu strikki. á tima vinstri stiórnarinn- ar 1971-1974, en þá hefði kókið hækkað um 26-28%. Þá sló á söl- una i bili en hún jafnaði sig fljótt, sagði Pétur. — Er ekki liklegt að svo verði einnig nú, var þá spurt en for- stjórinn svaraöi þvi til að ef fyrir- tækið fengi ekki hækkun kæmi til framleiðslustöðvunar. f Nú hefur kvöldvaktinni hjá ykkur verið hætt, en sú aðgerð veldur þessum uppsögnum. Stóð ekki tilað gera það hvort sem var vegna meiri framleiðslukostnað- ar á kvöldin? „Nei”, sagði Pétur afdráttar- laust. Aðspurður um framleiðslu- magn i janúar i fyrra hafði for- stjórinn ekki svör á takteinum. Heldur ekki hvað mikið hefði ver- ið framleitt i desember sl., en þá ku hafa verið um metframleiðslu að ræða. Bó # r Skrásetja skal alla Islandsbyggð: i Manntal fer fram um næstu helgi j Manntal verður tekið á Islandi um næstu helgi, dagana 31. jan. og 1. febrúar. Skal þá skrásetja alla tslandsbyggð. Að þessu sinni verður manntalið mun itarlegra en áður hefur verið og hver einstaklingur 12 ára og eidri fær þrjú blöð til að útfylla. Manntal var slðast tckið hér á landi árið 1960, en siðan var álitið um hrið að þjóðskráin myndi duga sem upplýsingar um ibúa islands. Reynslan hefur sýnt að svo er ekki og þvi skal nú hert mannsbarn skráð eftir öllum kúnstarinnar reglum. 1 fréttatilkynningu Hagstof- unnar segir að upplýsingar úr manntölum séu höfuðheimild um tölu landsmanna, og búsetu þeirra, atvinnu og menntun, húsakynni og margt^ fleira. Upplýsingar þær sem nu verður safnað verða i framtiðinni grundvöllur ýmis konar rann- sókna hagnýtra og fræðilegra aðgerða á hvaða sviði þjóölifs- ins sem er. Hagstofan hafði samstarf viö ýmsa aðila við undirbúning manntalsins þar á meöal sveita- félög, Fasteignamat rikisins, Félagsvisindadeild Háskólans, Framkvæmdastofnun rikisins, heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið, Jafnréttisráð, Land- læknisembættið og Þjóöhags- stofnun. Manntalinu nú er ætlað að veita upplýsingar um samsetn- ingu þjóðarinnar, skiptingu i kyn, aldur hjúskaparstéttir, heimilis-og fjölskyldutengsl, heimili, nám, menntun, lifs- framfæri og atvinnu. Enn fremur um húsakost og tengsl húsnæðis og mannfjiílda. Þá verður tekin upp sú nýlunda að spyrja um þátttöku i heimilisstörfum, um ferðir til vinnu, og veikindafjarvistir úr vinnu. Hins vegar er ekki fariö inn á svið sem tengjast tóm- stundastörfum eða einkalifi að öðru leyti. Þegar manntalið var tekið árið 1960 var gengið i hús og skráð niður, en nú á hver og einn að vera virkur við útfyllingu skýrslunnar. Sveitastjórnir annast töku manntalsins um land allt. Skýrslan skiptist i ein- staklingaskýrslu um alla sem eru 12ára og eldri, ibúðaskýrslu og hússkýrslu. Föstudaginn 30. janúar verður hálftima þáttur i sjón- varpinu um manntalið og verða þar veittar leiðbeiningar um út- fyllingu skýrslunnar. Hagstofan tekur skýrt fram að allt sem skráð er um einka- hagi manna skal fara meö sem trúnaðarmál. „Þessi trúnaðar- skylda er nauðsynleg til þess að fólk geti óhikað veitt sem sann- astar og réttastar upplýsingar, enda er tilgangur manntalsins ekki sá aö safna upplýsingum um einstaklinginn sem slikan, heldur að fá fram sem gleggsta og réttasta mynd af samfélags- háttum á landinu nú við upphaf niunda áratugs aldarinnar,” I segir i tilkynningu Hagstof- J unnar. Aö lokinni úrvinnslu veröa skýrslurnar varöveittar á Hag- I stofunni um hriö, en siöan fara ; þær á Þjóöskjalasafniö. Mann- taliö nú er þáttur i alþjóðasam- starfi og hafa manntöl verið tekin i fjölmörgum rikjum nú þegar og önnur eru með slikt i bigerð. * Það veröur um hæstu helgi I sem barið verður að hvers | manns dyrum með manntals- ■ skýrslurnar og Hagstofan ■ leggur áherslu á að menn I bregöist vel viö svo að fram- | kvæmdin verði sem auðveldust. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.