Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 32
1
DWÐVUHNN
Helgin 24. — 25. janúar 1981
Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins Iþessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Hilmar
Björnsson
landsliðs-
þjálfari
Nafn vikunnar sem var að
liða er Hiimar Björnsson
landsliðsþjálfari i hand-
knattleik. Kullyrða má, að
afrek það, sem landsliðið
vann i siðustu viku undir
hans stjórn, að gera fyrst
jafntefli við heimsmeistara
V-Þjóðverja og sigra þá sið-
an i seinni leiknum og það út
i Þýskalandi er mesta afrek,
sem Islendingar hafa unnið i
flokkaiþrótt. Það voru sjálfir
heimsmeistararnir sem voru
að veili lagðir á þeirra
heimavelli.
Hilmar Björnsson hefur
sannað það svo ekki veröur
um villst að hann er einhver
allra snjallasti handknatt-
leiksþjálfari, sem Island hef-
ur átt. Undir hans stjórn
hafa islenskir iþróttaflokkar
unnið frækilegustu afrek
sem unnin hafa verið, en þar
er átt við þegar hann stjórn-
aði Vals-liöinu alla leið til úr-
slita i Evrópumeistara-
keppninni i handkanttleik i
fyrra og nú leggur lið undir
hans stjórn heimsmeist-
aranna að velli.
En Hilmar hefur fengið
fleiri rósir i hnappagatið á
ferli sinum sem handknatt-
leiksþjálfari. Undir hans
stjórn komst islenska lands-
liðið i úrsslitakeppni
Ólympiuleikanna i Munchen
1972 og komst þar i topp-
baráttuna. Hann þjálfaði
lika Vals-liðið um langt ára-
bil og á þeim tima vann liðið
til allra verðlauna sem hægt
er að vinna til i islenskum
handknattleik. Og ekki bara
það, heldur einhvern titil á
hverju ári sem hann var með
það þar til i fyrra, en þá setti
liðið stefnuna á úrslit i
Evrópukeppninni og komst
þangað.
Hilmar Björnsson er 32ja
ára gamall. Hann varð fyrst
landsliðsþjálfari 19 ára og sú
ráðning hans gekk ekki
hávaðalaust fyrir sig. Fjöl-
margir lögðust gegn þvi að
ráða „strákpatta” sem
landsliðsþjálfara. En Hilmar
sannaði fljótlega hve menn-
irnir eru oftast nær litlir spá-
menn. „Strákurinn” sýndi
strax hvað i honum bjó og
eftir að ungu mennirnir, sem
hann valdi i lið sitt höfðu
fengið sanngjarnan umþrótt-
unartima kom timabil i
islenskri handknattleikssögu
sem er einstakt, 13 landsleik-
ir I röð án taps og þar á með-
al var undankeppni
Ólympiuleikanna 1972. Liðið
komst svo i úrslitakeppni ÓL
eins og áður sagði.
Hilmar Björnsson er
iþróttakennari að mennt, og
hefur hann sótt sér aukinnar
menntunar á þvi sviði til
Sviþjóöar. Auk þess lék hann
þar sem handknattleiksmað-
ur, en hann var mjög snjall
leikmaður. Einnig hefur
hann þjálfað lið i Sviþjóð.
Hann tók aftur viö islenska
landsliðinu i haust er leið og
er nú greinilega búinn aö
skapa sterkt landsliö rétt
einu sinni enn. —S.dór
Snorri Hjartarson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
w
spörum
RAFORKU
Þegar íslensk Ijóð fara á flakk:
Að upplifa „virðisaukann
í íslenskum ljóðatexta
islendingar fá bókmenntaverö-
iaun Norðurlandaráðs fyrir Ijóð:
og nú vill svo til að engir textar
eru jafn viökvæmir i þýðingum og
einmitt Ijóðrænir.
Um þetta sagöi Per Olof Sund-
ma (Sviþjóö) i gaer:
Ég kann ekki islensku, en þegar
ég hefi sænska þýðingu og legg
frumtextann við hlið hennar þá
finnst mér ég geti upplifaö þann
„virðisauka” sem felst i islenskri
tungu. I þessu birtist með nokkr-
um hætti sérstaða okkar sem að
sýslum við norrænar bókmenntir.
Formaður nefndarinnar, próf.
Leif Maehle frá Oslo, tók undir
þetta. Hann kvaðst geta notið
þessara ljóða i þrem myndum, á
islensku, i sænsku þýðingunni,
sem væri einkar vönduð, og svo á
hans eigin nýnorsku, sem hann
hefði i kollinum.
___________________________—áb
Sjá nánar um verðlaunabókina á bls. 7
sporum
RAFORKU
„Eg lét segja mér
þrisvar”
Snorri Hjartarson tekur viö hamingjuóskum Kaj Laitinens frá Finnlandi, eins þeirra nefndarmanna
sem verðiaunum úthlutuðu (Ljósm.: gel)
Prófessor Leif Maehle frá Noregi formaður úthlutunarnefndar, lýsir
yfir úrslitum og forsendum verðlaunaveitingarinnar (Ijósm.: gel)
um og þvi eru þau i alveg sérstök-
um sessi, sagði próf. Leif Maehle,
formaður úthlutunarnefndar.
Aður hafa hlotið verðlaunin þeir
Gunnar Ekelöf, Karl Vennberg,
Bo Carpeland og Ólafur Jóhann
Sigurðsson, sem var fyrsti Islend-
ingurinn til að hljóta verölaunin
— það var fyrir fimm árum.
—áb
Ég segi nú eins og Njáll:
þetta veröur þú aö segja
mér þrisvar, var það
fyrsta sem Snorra skáldi
Hjartarsyni varð að orði í
gær, þegar honum bárust
þau tíðindi að hann hefði
hlotið bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 1981
fyrir Ijóðabók sína Haust-
rökkrið yfir mér.
Snorri kom á blaðamannafund
nefndarinnar i gær þar sem til-
kynnt var um úthlutunina. Hann
kvaðst mjög glaður og þakklátur
en ekki vera farinn að átta sig
enn á þessum stórtíðindum.
Formaður úthlutunarnefndar-
innar, próf. Leif Maehle, las upp
forsendur veitingarinnar en þær
eru á þá leið, að hann hafi öruggt
vald á þvi að miðla á skýran hátt
persónulegri náttúruskynjun sem
ummyndast i viða veraldarsýn.
Hjörtur Pálsson, annar tveggja
islenskra dómnefndarmanna,
minnti á glæsilegan hlut Snorra i
islensri ljóðlist siðustu þrjá —
fjóra áratugi, á meistaralega
túlkun hans á þvi, sem hann hefur
nefnt „þrenning sönn og ein: —
land, þjóð og tunga”, á mannúð-
leg viðhorf hans á það hvernig
lesendur hafa getað skynjað i
kvæðum hans, sem eiga uppruna
sinn i islenskri náttúru, veröld
alla, ógn og fegurð.
Góð þýðing
Njörður P. Njarðvik, hinn
islenski nefndarmaðurinn lýsti
yfir sérstakri ánægju islensku
nefndarmannanna, sem hefðu
verið hálfragir að bera fram
ljóðabók Snorra ekki af þvi þeir
efuðust um ágæti hennar heldur
vegna þess að bæði þeir og Snorri
sjálfur hefðu óttast að svo mikið
færi forgörðum af ljóðunum i þýð-
ingu. Snorri Hjartarson tók undir
það, að ljóðaþýðingar væru mikill
vandi, það er svo litlu sem má
muna, einkum i svo knöppu formi
sem hér er um að ræða. En, bætti
Snorri við, þýðandinn, Inge Knut-
son, hefur komist mjög vel frá
verkefni sinu.
Sjálfur kvaðst Snorri ekki hafa
fengist að ráði við ljóðaþýðingar.
Hann kvaðst heldur ekki hafa
safnað til nýrrar ljóðabókar eftir
að þessi kom út. Maður gerist
roskinn, sagði hann.
Fimm Ijóðskáld
Bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs hefur verið út-
hlutað tuttugu sinnum. Ljóðskáld
hafa aðeins hlotið þau fimm sinn-
Per Olof Sundman:
Bara að
gengið
falli ekki
Per Olof Sundman frá
Sviþjóð sagði á blaðamanna-
fundinum um úthlutun bók-
menntaverðlauna Norður-
landaráðs i gær, að það
mundi koma i hans hlut að
kynna Snorra og verk hans
þegar verðlaununum verður
úlhlutað á fundi Norður-
landaráðs i Kaupmannahöfn
þann þriðja mars.
Verðlaunin eru nú að upp-
hæð 75 þúsund danskar krón-
ur.
Ég vona bara, sagði Per
Olof, að það fari ekki eins og
einu sinni áður að danska
krónan falli i gengi frá at-
kvæðagreiðslu til afhending-
ar!
Aðrir nefndarmenn tóku
undir þetta: svoddan athæfi
á að banna með öllu!
J