Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 23
Helgin 24. — 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Þegar Eisenhower hershöföingi kom til Reykjavíkur fyrir réttum 30 árum Eitt best varðveitta leyndarmál siðari tima sögu á íslandi, er hvers vegna allir þingmenn Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks gengust undir það jarðarmen að játa bandariskum herstöðvum á Islandi árið 1951 þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar tveimur árum áður við inngöngu íslands i Nató að hér yrði ekki hér á friðartimum. Eins og kunnugt er voru þingmenn fyrrgreindra flokka boðaðir á leynifund vorið 1951 og látnir samþykkja her- stöðvarnar en herinn var þá þegar lagður af stað frá Bandarikjunum. 1 þessari grein verður minnst at- burðar, sem gerðist fyrir nákvæm- lega 40 árum — eða 25. janúar 1951. Þá kom Dwight D. Eisenhower, þáverandi yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, siðar forseti Bandarikjanna, til Reykja- vikur og átti viðræður við Bjarna Benediktsson utanrikisráðherra og fleira islenska ráðamenn. Mjög lil- legt er að á þeim fundi hafi Eisen- hower tilkynnt að íslendingar yrðu að taka við bandariskum herstöðv- um — hvort sem þeir væri það ljúft eða leitt. Dulbúinn her A árabilinu 1946—1951 átti svo að heita að hér væri ekki banda- riskur her. Skv. Keflavikur- samningnum 1946 áttu Banda- rikjamenn að fá að hafa afnot af Keflavikurflugvelli i 6 1/2 ár og mega halda þar uppi starfsemi vegna skyldu þeirrar sem þeir höfðu tekist á hendur i sam- bandi við hernám Þýskalands — eins og það hét. bó að tslending- ar hefðu formleg yfirráö yfir vellinum á þessum tima var þar fjöldi borgaralega klæddra Bandarikjamanna aö störfum — eins konar dulbúinn her. Þegar kom fram á sjötta ára- tuginn náði kalda striðið hámarki og i krafti móðursýk- innar sem það framkallaði ásamt kinversku byltingunni og Kóerustriðinu fóru Bandarikja- menn hamförum og reyndu að spanna allan heiminn hernaöar- neti sinu. Eisenhówer og Bjarni Benediktsson koma gangandi frá Stjórnarráðinu 25. janúar 1951 — Ljósm.: Skafti Guöjónsson. Voru Islendingar knúðir til hlýðni? Hinn 5. janúar 1951 skýrir Morgunblaðið frá för* Eisen- howers um Evrópulönd og hann hafi sagt á fundi fréttamanna við brottför sina frá Bandarikj- unum að hann hvetti Atlants- hafsrikin eindregið til aö efla og styrkja varnir sinar. Ekki getur blaðið þess þó, að Eisenhower yfirhershöfðingi muni koma við á tslandi i þessari för sinni. Ummæli Kennedys Um þessar mundir fóru að birtast i heimspressunni fregnir af þvi að Bandarikjamenn hafi hug á tslandi sem nauðsynleg- um hlekk i hernaöarkerfi þeirra. Um þetta þegja þó öll blöð á tslandi nema Þjóðviljinn. Hinn 3. janúar 1951 segir Þjóð- viljinn að Joseph Kennedy, fyr.rv. sendiherra Bandarikja- manna i London (faðir Kennedybræðra), hafi haldið ræðu i lagadeild Virginiu- háskóla 12. desember þar sem tsland bar á góma. Kennedy sagði i ræðu sinni: ,,Hefðum við i dag þær varnir á tslandi, sem hægt hefði verið að byggja fyrir hundraðasta hluta af þvi fé sem , viö höfum eytt i Berlin myndum viö hafa keypt öryggi fyrir pen- | inga okkar en ekki aukna I hættu”. Skv. frásögn Þjóðviljans hélt Kennedy þvi fram i ræöu sinni | að Bandarikin ættu að hætta við allar fyrirætlanir um strið á I meginlandi Evrópu og Asiu en i einbeita sér i þess stað aö þvi að i koma upp útvarðastöövum i Atlantshafi og Kyrrahafi og vig- búa hin Amerikurikin. Kvaðst hann vonast til að hlutaðeigandi rikisstjórnir létu með góðu að vilja Bandarikjamanna, en ef þær hreyfðu mótbárum væru nóg ráð til að knýja þær til hlýðni. Ræða Kennedy vakti mikið umtal i bandariskum blöðum. Daginn eftir þessa frétt flytur Þjóöviljinn þær fregnir að kom- inn sé til landsins um 250 manna flokkur frá Bandarikjunum til að koma upp radarkerfi eða hlustunarkerfi. Timinn, Morg- unblaðið og Alþýðublaðið minn- ast ekki á þetta einu orði. Ferðir Eisenhowers um Evrópu Föstudaginn 12. janúar skýrir Þjóöviljinn frá þvi fyrstur blaða að Eisenhower hershöfðingi eigi að koma i heimsókn til Islands og veröi það siðasti viökomu- staður i yfirreið hans um V- Evrópu. Þess má geta að viða urðu óeirðir vegna heimsókna hans, t.d. i Paris og Kaup- mannahöfn. t janúar flutti og Harry Truman forseti Bandarikjanna þinginu i Washington efnahags- málaboðskap sinn og krafðist þess aö útgjöld til hermála yrðu aukin um 500% og yrðu alls 140 þúsund miljónir dollara. Af þessu sést hversu æðisgengiö vigbúnaðarkapphlaupið var á þessum tima. An vafa hefur herstöð á Islandi verið einn út- gjaldaliöurinn. 1 Morgunblaðinu er nákvæm- lega sagt frá ferðum Eisen- howers um Evrópu. 17. janúar segir blaöið t.d.: „Eisenhower, yfirmaður Atlantshafshersins, kom til Lissabon frá Lundúnum i kvöld. Aður en hann lagði af stað, komst hann svo að orði aö honum heföi verið óblandið ánægjuefni að finna hve rikis- stjórnir Evrópu hefðu verið fús- ar til aö bæta úr brýnni þörf á auknum landvörnum.” Og 24. janúar segir Morgun- blaðið: „Eisenhower hefir að undanförnu heimsótt allar höfuðborgir aðildarrikja Atlantshafssáttmálans og rætt þar við leiðtoga rikjanna um ýmsar áætlanir um varnir Vest- ur-Evrópu.” íslandsheimsókn leyndarmál Greinilegt er að islensk yfir- völd hafa verið dauðhrædd um óeiröir hér vegna komu hers- höfðingjans þvi að algjör hula varyfir þvi hvenær hann ætti að gista landiö. Daginn áður en hann kom sneri Þjóðviljinn sér til Bjarna Guðmundssonar, blaðafulltrúa rikisstjórnarinn- ar, og spurði frétta um komu Eisenhowers. Segist blaðinu svo frá: „Bjarni sagðist ekkert geta um hana sagt, það væri ekki vit- að hvort hershöfðinginn ætlaöi að gista hér, eða hvar hann ætti aö gista, ekki hvenær hann kæmi eöa hvenær hann færi, ekki hvort hann kæmi til Reykjavikur, ekki hvar né hvenær hann ræddi við rikis- stjórnina, — ieinu orði sagt ekk- ert. Þó bjóst Bjarni við að blaðamenn myndu fá tækifæri til að ræöa við hershöfðingjann, þegar hann kæmi á Keflavikur- flugvclli (!). Blaðafulltrúi rikis- stjórnarinnar virtist þannig jafn fáfróður um þennan merkisat- burð og allur almenningur.” Ekki gekk Þjóðviljinn að þvi gruflandi hver væri tilgangur- inn með heimsókn hershöföingj- ans. Hann kæmi til að semja um nýtt afsal landsréttinda, nýtt hernám tslands. Þar fór hann lika nærri lagi. Mikill viðbúnaður Þjóðviljinn segir einnig frá þvi 24. janúar aö lögreglan hafi mikinn viöbúnað: „Fyrir nokkrum dögum var fariö um allar fornsölur i leit að skot- vopnum og i gær fengu þeir menn sem voru i hvitliðinu eða studdu veggi Alþingishússins 30. mars 1949 fyrirmæli um aö vera til taks i lifvörð um Eisen- hower!” Siöasti viðkomustaður hers- höfðingjans áður en kom til tslands var Paris. Þar var sett 7000 manna lögreglulið og 3000 manna herliö til að einangra Hotel Astoria við Champs Elyssé þar sem hann gisti. Mikil mótmælaganga var farin þrátt fyrir bann franskra yfirvalda og voru þar handteknir yfir 2500 manns. Blaðamenn fengu ekki að spyrja Kl. 12.25 fimmtudaginn 25. janúar lenti flugvél Eisen- howers á Reykjavikurflugvelli og var gifurlegur viðbúnaður lögreglu, varaliðs og banda- riskra öryggisvarða. Þeir sem tóku á móti Eisenhower voru Bjarni Benediktsson utanrikis- ráöherra, Agnar Kl. Jónsson skrifstof ustjóri, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Sigur- jón Sigurösson lögreglustjóri o.fl. Morgunblaðið skýrir svo frá: „I afgreiðslusal farþegaaf- greiðslunnar ræddi Eisenhower viö blaðamenn sem voru um 15 talsins. Fulltrúi hershöföingj- ans skýrði frá þvi að hann myndi ekki aö þessu sinni svara fyrirspurnum blaðamanna heldur segja það sem honum byggi i brjósti i ávarpsformi. Sagöi hann aðaltilgang sinn væri að kynna sér hvort allar rikisstjórnir og allar þjóðir varnarbandalags Atlantshafs- rikjanna væri jafn hugleikiö að varðveita friöinn og gera varn- arvegg umhverfis vestræna menningu og mér er það hug- leikið eða þjóöinni sem fól mér að vinna þetta verk.” Þjóðviljinn skýrir hins vegar svo frá: „Blaðamenn höfðu vænst þess að mega leggja nokkrar spurn- ingar fyrir hershöföingjann en það var harðbannað. I staðinn hélthann stutta ræöu yfir blaða- mönnum þar sem hann sagöi aö hlutverk sitt væri að „slá skjaldborg um vestræna menn- ingu”, að þvi færi fjarri að nokkur yfirgangur væri tengdur Atlantshafsbandalaginu og fór með fleiri ámóta þokkalega frasa”. Ur flugafgreiðslunni ók Eisenhower hershöföingi aö Stjórnarráðinu við Lækjartorg og hitti þar að máli forsætisráð- herra og aðra ráðherra. Síöan var ekið til Bessastaða þar sem matarboð var hjá Sveini Björnssyni forseta. Þar var rikisstjórnin saman komin (samsteypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks) og tveir leiðtogar Alþýðuflokksins, þeir Stefán Jóh. Stefánsson og As- geir Asgeirsson. Þar hefur sjálfsagt margt verið skrafað. Fór hershöfðinginn af landi brott siðdegis þennan sama dag. Þess skal getið að engin mót- mæli voru höfö i frammi á Lækjartorgi. Þar safnaðist ein- ungis saman þögull mannfjöldi til að sjá þennan fræga mann. Þéttur á velli og þéttur í lund Aö lokum verður hér tekin klausa úr Morgunblaðinu sem sýnir hina barnslegu aðdáun og glýju sem sumir voru með i augum á þeim tima: „Þeir sem fengu tækifæri til að sjá Eisenhower I gær gátu staðfestþað sem áður var vitaö, að þar fer maður, sem er þéttur á velli og þéttur i lund. — Hann er meðalmaður á hæð, en kvikur i hreyfingum. Eins og menn kannast viö af kvikmyndum sem hér hafa sést af hershöfð- ingjanum, sjást svipbrigöi greinilega i andliti hans er hann talar. Hann getur veriö fyndinn og skemmtiiegur og ljómar þá andlit hans af gleði, en verður á næsta augnabliki alvarlegt, ef slikt ber á góma.” I þessari sömu grein segir ennfremur: „Dwight D. Eisenhower er sá maður, sem hinar vestrænu, frjálsu lýðræðisþjóðir byggja nú allt sitt traust á...” Fjórum mánuðum siðar var bandariskur her genginn á land i Keflavik án þess að Alþingi hefði verið spurt — og þrátt fyr- ir loforöin frá 1949 um að hér skyldi ekki vera hér á friðartim- um. —GFr I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.