Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24. — 25. janúar 1981. erlendar bækur On My Own Terms. John Seymour. Faber and Faber 1980. Höfundurinn varð kunnur, eftir að bækur hans um sjálfsþurftar- búskap komu út. M.a. The Fat of the Land og The Complete Book of Self-Sufficiency. Aður en þær komu Ut, hafði hann skrifað ævi- minningar sinar, sem eru hér endurritaðar og gefnar út undir sama titli. Höfundurinn segir i formála, aðfyrri gerðin hafi verið slæm. Hann segir hér frá ferð sinni til Afriku og dvölinni þar. Hann ferðaðist um Suður-Afriku og viðar, veiddi villidýr, gróf til málma, stundaði búskap og kynntist ibúunum og aökomu- mönnum. Lýsingar hans á bú- skapnum eru liflegar og viðskipti hans við ibúana voru samkvæmt heföbundnum hætti hvitra manna þar um slóðir á þeim timum. Þegar siðari heimsstyrjöldin skall á, gekk hann i breska herinn barðist við Japani i Burma, en Siðan hélt hann til Indlands og baröist við Japani i Burma, en þar þar lýkur sögunni. Höfundur skrifar skemmti- legan formála að bókinni. Hann segir aö nokkuð löngu fyrir styrj- öldina hafi Englendingar tekið að stæla bandariskan lifsmáta, „þeir hafi tekið upp bandariska vúlgarisma og heimsku”. Heiðar- legt fólk, bændur, sjómenn og verkamenn hafi verið hundsaðir, orðið að þola atvinnuleysi og alls- leysi. Þeir sem framleiddu verð- mætin og unnu úr þeim hlutu rýran skerf, meðan ný stétt eða stéttagrautur, samsettur úr snikjudýrum ruslaralýð og braskarahyski hafi hirt arðinn af vinnu þess. Seymour orðar þetta eitthvaö á þessa leið: „að þeir sem unnu gagnleg störf urðu að lúta dóti, kaupahéðnum, júrista- bófum, blaðasnápum og yfir- kontóristum”. Seymour segist hafa orðið svo leiður á þessu sam- safni, að hann flutti út i sveit og tók að lifa á landsins gæöum. Bókin er fjörlega skrifuð. The Portable Voltaire. Edited with an introduction by Ben Ray Redman. Penguin Books 1979. Hér birtast: Candide og Zadig óstyttar, greinar úr heimspeki- oröabókinni, nokkur bréfanna, kaflar úr „Siðum og eölisfari nokkurra þjóða” og sitthvað fleira. Þetta er ekki nema brota- brot af skrifum Voltaires, en veitir hugmynd um fjölbreytni samantekta hans og einnig um hann sjálfan og siðast en ekki slst inntak verka hans. Það er sagt að Viking-útgáfan hafi hvatt margan manninn til frekari lesturs, með þessum handhægu úrdráttum, sem sú útgáfa gaf út um og upp úr miöri þessari öld, og er það ekki óliklegt. Penguin-útgáfa endurút- gáfnanna ætti að ná viðar, þarsem Penguin-útgáfan er mun ódýrari heldur en frumútgáfan. Kingsley. The Life Letters and Diaries of Kingsley Martin. C.H. Rolph. Penguin Books 1978. Kingsley Martin var kunnur sem ritstjóri New Statesman, er mótaði stefnu þ.ess vikublaðs allt frá 1930 og til 1960, og gerði það að einu vandaðasta vinstra-viku- blaöi á Englandi. Vinstri menn lásu blaðið af áhuga og hægri menn sem þá voru og hétu mátu það sem andstæðing, sem hæfði þeim sjálfum. En sföast töldu manntegundinni hefur fækkað iskyggilega, einkum eftir að forusta ihaldsmanna virðist vera komin i hendur skillitilla smá- borgara. Timabilið 1930—1960 var timi mikilla atburða og umbreyt- inga og áhrif blaðsins voru mjög mikil. Samstarfsmaður Kings- leys skrifar hér sögu vinstri - hreyfingarinnar á Bretlands- eyjum um leið og hann rekur ævi- feril vinar sins. Þetta er vel skrif- uð og fróðleg bók um nýliðna tima. VERÐLAUN AKROSSGÁT A Nr. 255 / 2 3 T~ s- !? (? T~ 1 10 1 /1 12 13 lio V n- w~ /9 20 2/ T~ 22 T~ 7T~~ B— 7T~~ T~ V w J> 23 23 V 12 ií>~ 20 20 & // á> T? 7?— i- 12 T~ b V 2J,' w~ /2 2(o /9 V 2/ 23 1/ v-— V T2 22 12 77— n ¥■ n v T~ 2Ú> 6? 79 /3 V á 17- /9 /? z? z n // ZV J9 /* V (p w~ 7T~ 73 W~ V N— "/ Zs II 22 23 1? V U 3— <3 T~ s~ v 3 Zs li~~ 3 /9' V- 2*7 13 20 79 18 Jö— 31 22 W // (p V j<7 T~ s~ V /9 3~ 73 Y— W~ (d 2} /G jf i5- 79 /(, /3 /9 2o /9 & V ~32~ v 21 1? lc) /V 23 23 13 /3 4 á> 21 20 ? sY 23 5? / 2 23 5 12 2! Stafirnir mynda íslenskt orð eda mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóð- rétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gef ið og á því að vera næg hjálp, því að með þvi eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru þvi eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern i sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Setjið rétta stafi í reitina hér til hliðar. Þeir mynda þá nafn á fornu kvæði. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykja- vík, merkt: ,,Krossgáta nr. 255". Skilafrestur er þrjár vikur. Verð- launin verða send til vinnings- hafa. Verðlaunin að þessu sinni er bókin Elds er þörf, úrval úr greinum Magnúsar Kjartans- sonar sem Mál og menning gef ur út. Verðlaunin fyrir krossgátu 252 hlautÁrsæll Jóhannsson, Vestur- götu 59, Akranesi. Lausnarorðið er Hjálmholt. Verðlaunin eru bókin ,,Árið 1979".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.