Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 13
Helgin 24.- 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Ljósmyndari Notaös og nýs náði þessari mynd i fylgsni málaliöa á fréttastofu útvarpsins. Þeir sem sjást á myndinni eru Friörik Páll Jónsson, Stefán Jón Hafstein (meö krepptan hnefa) og Helgi Pétursson. Ekki fer á milli mála aö hér er málaliöi á ferö. Halldór Halldórsson fréttamaður. Málaliöarnir á fréttastofunni Eins og komið hefur fram i fréttum að undanförnu hafa kommúnistar töglin og hagld- irnar hvert sem litið er hér á landi: rikisstjórn, borgarstjórn, verkalýðssamtök að ógleymdu útvarpi og sjónvarpi. Ellert B. Schram, ritstjóri Visis, hefur réttilega bent á að m.a.s. hæg- lætismaðurinn Andrés Björns- son útvarpsstjóri sé nú orðinn bandingi kommúnista og er sem slikur notaður til að troða mála- Eiöur Guönason útvarpsráös- maður er einn þeirra sem harðast hafa gagnrýnt mála- liöanna. Blaöamaður Notaðs og nýs náði tali af honum er hann var að koma af frimúrarafundi og sagðisj hann lýsa yfir þungum áhyggjum af þróun mála. liðum inn i fréttamannsstöður án þess að útvarpsráð fái við nokkuð ráðið. Og ef fréttamenn- irnir eru ekki kommúnistar þá eru þeir frændur og vinir yfir- manna útvarpsins. Rann- sóknarblaðamaður Notaðs og nýs ásamt ættfræðingi siðunnar fóru á stúfana til að kanna þetta mál nánar og reyna að mæla hinn annarlega pólitiska þrýsting á Skúlagötu 4. Ekki fór á milli mála að útvarpshúsið er orðið hreiður borgaraskæruliða eins og myndir hér á siðunni sýna og þurfti engan rannsóknarblaða- mann til að komast að þvi. Hitt er annað mál að ættfræðingur Notaðs og nýs hafði ærnu verki að^ sinna og fara hér á eftir helstu niðurstöður hans: A. Einar örn Stefánsson er að öllum likindum tengdasonur Jóhannesar Arasonar þuls (kona hans heitir jú Asta R. Jóhannesdóttir ). Sá er hængur- inn á þessari kenningu að Jóhannes Arason er ekki einn af yfirmönnum útvarpsins og dregur það úr gildi hennar. Ekki er vitað um neinn Stefán i yfir- mannaliði útvarpsins. B. Mál Ernu Indriðadóttur liggur ljóst fyrir. Hún hlýtur að vera systir Margrétar Indriða- dóttur fréttastjóra. Indriði er ekki með algengustu nöfnum og er með ólikindum að tvær konur sem hafa tilhneigingu til blaða- mennsku skuli báðar bera þetta föðurnafn. C. Asdis J. Rafnar. Hér er mjög liklega um dulnefni að ræða þ.e.a.s. Ásdis notar ættar- nafn til að breiða yfir sitt rétta föðurnafn. Hún skyldi þó ekki vera Þorsteinsdóttir (Hannes- sonar) eða Guðmundsdóttir (Jónssonar)? Ha? Já, ætli hundurinn liggi ekki einhvers staðar grafinn? Að lokum vill Notað og nýtt taka það fram og endurtaka að þetta fólk sem skipar þessar stöður, hvort sem það er flokks- bundið á einum eða öðrum stað, er fólk af þvi tagi sem kallast málaliðar ef það er ekki nyt- samir sakleysingjar þeirra öfgaafla sem ég var að tala um áður, nema hvort tveggja sé. Sjö þúsund og fimm hundraöasti fundur útvarpsráös settur. Andrés Björnsson útvarpsstjóri liggur hundflatur. útsendari kommúnista til hægri. Helgi H, Jónsson fréttamaöur lætur til skarar skriöa. Ellert B. Schram reynir aö komast óséöur út úr útvarpshúsinu. 1 stresstöskunni eru ættartölur umsækjenda um fréttamannsstööur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.