Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 7
Helgin 24. — 25. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Snorri Hjartarson og Hauströkkriö
Snorri Hjartarson, sem
nú hefur annar íslendinga
hlotið bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, er fædd-
ur 22. april 1906 á Hvann-
eyri í Borgarfirði. Foreldr-
ar hans voru Hjörtur
Snorrason skólastjóri þar
og kona hans Ragnheiður
Torfadóttir.
Snorri stundaði listanám i
Kaupmannahöfn og Osló á árun-
um kringum 1930, og fyrsta bók
hans kom út á norsku. Það var
skáldsagan Höit flyver ravnen,
sem kom út i Osló 1934. Snorri
starfaði lengi sem bókavörður og
var yfirbókavörður Borgarbóka-
safns á árunum 1943-’66. Hann
hefur verið eitthvert ástsælasta
ljóðskáld Islendinga um margra
áratuga skeið, skáld sem hefur i
senn tekið mið af traustri hefð og
nýju skáldskaparmáli, höfundur
sem hefur fléttað saman innilega
upplifun náttúrunnar, tiðindi úr
islenskri sögu og þann vanda sem
nú um stundir er lagður á herðar
þeim sem vilja undir þvi risa að
heita Islendingar. Fyrsta ljóða-
bók hans kom út árið 1944 og heit-
ir Kvæði.hin næsta, A Gnitaheiði,
kom út 1952, hin þriðja, Lauf og
stjörnurkom út 1966. Fyrirþá bók
hlaut Snorri Hjartarson fyrstur
Silfurhestinn, bókmenntaverð-
laun gagnrýnenda. Haustmyrkrið
yfir mérkom út 1979 hjá Máli og
menningu sem og fyrri bækur
Snorra.
— áb
Hér á eftir fer umsögn Eysteins
Þorvaldssonar um Hauströkkrið
yfir mér, sem birtist hér i Þjóð-
viljanum 19. desember 1979:
„Það er stórviðburður i ljóð-
heimum þegar ný bók berst frá
Snorra Hjartarsyni, Og nú voru
liðin 13 ár siðan hin næsta á undan
kom út. Með hauströkkrið yfir sér
yrkir Snorri i myndrikum, knöpp-
um stil sem fyrrum i Laufum og
stjörnum (1966) og með óskeikulu
samræmi inntaks og búnaðar.
Yrkisefnin i þessum ljóðum eru
vissulega haustlegri en áður.
Veldi haustsins i náttúrunni og
mannsævinni, hverfulleiki og
æðrulaus tregi búa i mörgum
þessara ljóða, lika i lofsöngvun-
um um fegurð náttúrunnar:
Hníga vötn
af himinf jöllum skýa,
hjúfurregn
í grasið mjúka nýa,
allt er nýtt og ungt
en slíku kvöldi,
ekkert raunaþungt
nema sporin burt
frá bernskri jurt.
(Vorkvöld)
Eins og áður leikur skáldið á
margbreytilega strengi hins ytra
forms, s.s. ljóðstafa og rims. Fá
skáld hafa náð öðru eins töfra-
valdi á ljóðmyndum og Snorri
Hjartarson. Mælska og útskýr-
ingar eiga hér ekki heima heldur
markviss og knöpp málbeiting:
Eplið rautt
í blökku þangi
aldingarður
og auð strönd
hinn fyrsti maður
og hinzti.
(Reki)
Hér sem annarsstaðar i þessum
ljóðum er það myndin, sterk og
skýr sem tjáir okkur allt, sýnir
mannssöguna i svipleiftri miðlar
hinu ósegjanlega, djúpum tilfinn-
ingum og jarðlifi sem lesandinn
skynjar og fylgir svo áfram, sé
hugur hans opinn. Allviða eru vis-
anir og fornminni sem varða
veginn fyri þá sem til þekkja. Alls
staðar fylgir skáldið stefnu mið-
lcitni, hnitmiðunar inntaks og
forms, hvergi fer hugsun eða
tjáning á krókvegu eða sveim.
Stysta ljóðið er aðeins 6 orð og
heitir „Mynd”.
Rauð
i framréttri hendi
f jallsins
ársólin
Mörgum finnst eflaust tals-
verður dapurleiki yfir þessum
ljóðum i heild og uggur umfram
vongleði. Þegar grandvart er les-
ið eru það samt fyrst og fremst
andstæðurnar, gleði og hryggð,
hamingja og svartsýni, lif og
dauði sem teflt er fram, og hinn
margslungni vefur.þeirra: „skin
á himni/skuggi þess á jörð.”
Náttúran og ástin færa gleði, von
og hamingju. 1 svörtum náttskógi
bregður fyrir hlýju ljósi i álfa-
ljóra. Og „úr hrimkaldri mósk-
unni” kemúr ljós stúlka og blá-
klædd „og ber allar listirnar i
Snorri lét Njörð P. Njarðvik segja sér þrisvar (ljósm.: gel)
barmi sér.” Með visun til gamal-
kunnra þulu er þetta Ifklega
æskuástin og hún býður: „Tak
gleði þina drengur/ og gakk! ,,”
Einu dökku fletirnir eru vissulega
fyrirferðarmeiri i þessum tæra og
hógværa skáldskap. Lauffall
hausttrjánna og sölnuð blóm boða
nálægð dauðans, s.s. i lok ljóðs
sem heitir „Haustmyndir”:
Milli trjánna
veður tunglið í dimmu
lauf i
hausttungl
haustnæturgestur
á förum
eins og við
og allt eins og laufið
sem hrynur.
Innlent lán rikissjóðs íslands
19811. fl.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, hefur
ákveðið að bjóða út til sölu innanlands
vertryggð spariskírteini að fjárhæð allt
að 20 millj. kr. Kjör skírteinanna eru í
aðalatriðum þessi: Skírteinin eru lengst
til 22 ára, bundin fyrstu 5 árin. Þau bera
vexti frá 25. þ. m., meðalvextir eru um
3,25% á ári. Verðtryggingin miðast við
breytingar á lánskjaravísitölu, sem tekur
gildi 1. febrúar 1981.
Um skattskyldu eða skattfrelsi skírteina
fer eftir ákvæðum tekju- og
eignarskattslaga eins og þau eru á
hverjum tíma, en nú eru gjaldfallnar
vaxtatekjur, þ. m. t. verðbætur, að fullu
frádráttarbærar frá tekjum manna, enda
séu tekjur þessar ekki tengdar
atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi,
sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980.
Skírteinin eru framtalsskyld.
Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum,
500, 1.000, 5.000 og 10.000 krónum
og skulu þau skráð á nafn. Sala hefst
26. þ. m. hjá Seðlabanka íslands, einnig
hjá bönkum, bankaútibúum og
sparisjóðum um land allt, svo og
nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja
frammi hjá þessum aðilum. Athygli er
vakin á því, að lokagjalddagi
spariskírteina í l.fl. 1968 erhin25.þ.m.
og hefst innlausn skírteina í þeim flokki
mánudaginn 26. þ. m. hjá Seðlabanka
íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík.
^AT®'4’
Janúar1981
SEÐLABANKIISLANDS