Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24. — 25. janúar lð81. / Umsjón: Adolf J. Petersen Fram hefur iðan stóra streymt visna- mál % Eftir mikiö umstang, fyrir, um og eftir siöustu vetrarsól- stöður, svo sem innkaup á þörf- um og óþörfum varningi til jóla- gjafa og þess háttar, ofát og of- drykkju heillar þjóðar, kjara- samningaþref, setningu bráða- birgðalaga, flugeldasýningar,, kjarasamningaþref, setningu- bráðabirgðalaga, flugeldasýn- ingar, fundahöld, árshátiöir, trúlofanir, barneignir, gifting- ar, hjónaskilnaði, ósamlyndi, ómennskt rifrildi og margt fleira, fer mannlifið að falla aftur i sinn daglega farveg, flýt- ur sem á að isi, á svipaðan hátt og timinn sem nemur aldrei staðar en heldur áfram að renna i djúpið og hverfa. Menn ganga aftur til starfa, kannski ofurlitið reikulir i spori, lita til baka og hugsa sem svo, að kannski hafi þetta umstang allt ekki fært þeim neitt sem væri þess verðugt að leggja á minnið, nema þá að pyngjan væri léttari, tómahljóðið i fjár- hagslegum og andlegum sjóðum skrækjum likt. Svo strengja menn þess heit að þetta skuli ekki endurtaka sig um næstu vetrarsólstööur, þó að undirvit- undin segi þeim að þetta mun ske aftur, þvi að heitstrenging- arnar verði þá gleymdar. Sama firringin gripi um sig i þjóðfélaginu. Pipararnir muni blása i lúðra: kaupið, kaupið, étið, drekkið, munið eftir börn- unum, kaupið handa þeim, þeirra er hátiöin, þið hafið nægan tima til að gleyma þeim eftir þrettándann, og pipararnir blása hærrai lúðrana og berja bumburnar sem hrina: kaupið, verslið, nóg er til. Jólin eru i raun aukaatriði, þau eru ekki lengur til i þeirri merkingu sem þau voru, undir- búningur þeirra aðeins kauptið, vertið þeirra sem hafa eitthvað að selja. Að enduðum jólum kvað Tryggvi Emilsson: Fram hefur iðan stóra streymt, storms og hviðum sprottin. Jólin liöin, gjöfum gleymt, gróði niður dottinn. A þrettándanum, þegar jóla- skaupið er allt á enda, horfir Helga frá Dagverðará yfir sjónarsviðið, hugleiðir ástandið og kveður. Þeirra leið sem þjóðum stjórna þegnum sýnist greið, en litlu vilja flestir fórna föðurlands i neyö. Lærðir menn oft lýðum kenna leið til dyggða best, en ef að þeirra auð skal grenns orðafalsið sést. Þó aö völdin auki auðinn ýmsum mönnum hjá, aiira biður eitt sinn dauðinn, að þvi skuiuð gá. Vmsir menn sem eru á róli yfir jarðlifs skeið sjá að ævin öll er skóli á æðri þroskaleið. 1 þessum f jórum visum Helgu frá Dagverðará er hún gagn- rýnin á lifsmátann, er áminnin ■og gefur góð ráð svo að visurnar fela i sér ráðlegginguna „Mundu að þú ert bara maður”. I Þjóðviljanum þann 13. janúar s.l. er sagt að borgar- stjórn Reykjavikur muni út- hluta byggingaljóðum á tiltekn- um svæðum árið 1982. Kannski er þetta prentvilla, en þá hefur púkinn veriö i góðu skapi og óvenjulega skemmtilegur. Ef þetta er nú ekki prentvilla, þá verður ekki annað sagt en borgarstjórn sé orðin hugulsöm i meira lagi, að taka sig nú til og yrkja byggingaljóð og úthluta þeim til borgarbúa i staðinn fyr- ir lóðir. Einn Reykvikingur sem ekki vill láta nafns sins getið sendi eftirfarandi: Byggingaljóðin borgarstjórn á bragamáli semur, hugulsemi er hennar fórn og hentar öðru fremur. Hugmyndin er harla góð um húsagerðog smiði, að syngja þeirra sigurljóð sæmir borgarlýði. Já, þeir muna að þeir eru menn þarna i borgarstjórn, en grunlaust er ekki að þeim veitti varla af áður en þeir hefja yrk- ingarnar, að biðja eins og Guðrún Þórðardóttir á Vals- hamri er hún kraup ljóðagyðj- unni og kvað: Gyðjan kvæða helg og há hjá mér virstu standa. Nú ég þinar náðir á niður krýp i anda. Laundrjúgur og margreyndur Alþýðuflokksmaður sat á flokksþingi þess flokks 1980 og kvað: A þingi krata Kjartan gat krókinn matað loksins, en fleygt var hrati á hænsnafat handa snata flokksins. Með handapat og hanaat hefst nú satans brýna. Vinahatur, vél og plat veifiskatar sýna. Vimmi atast og á pat- aldur vatast djarfur. En mörg var kratakerling at- kvæða natin skarfur. Liðugt pratar, likt og flat- lús á fati trimmi, en kosning, fatast, klárt i glat- kistu hratar Vimmi. Eggja at og odda gnat álma skati byrjar. Segir fratá Sigurhvat. sút og hatur kyrjar. En örkin sat á Ararat eins og latur rakki. Allt var glatað apparat i endagat á pakki. Þessi reyndi og vel hagmælti Alþýðuflokksmaður lætur ekki nafns sins getið en merkir ljóöið með s.r.r. Oft hefur syrt i álinn hjá Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi. Það er liklegt að honum hafi stundum fundist að úrræðin við vandanum væru ekki á næsta leiti. En hann vissi hvar orsak- anna var að leita, öfugsnúið stjórnarfar hefur afar oft fyllt menn vonleysi um betri tið. Hann kvað: Krenkt ef önd, en kvalið fjör, köld eru hjörtu lýða, bregður nornin bitrum hjör, brjósti undir sviða. Rænir drembin höfðingshönd og heilagt frelsi deyðir. i glaumi synda gjálif önd gulli stolnu eyðir. Klerka þvaðurs heimskuhrið hylur sannleiks ljóma. Þeirra fjötrar lygi lýð lágt i villudróma. 1 Rósarimum kvað Jón Rafns- son: Þröngt i búi orðið er, öfugt snúið fiestu, þráfallt trúað, þvi er ver, þeim, sem ljúga mestu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.