Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 11
Helgin 24. — 25. janúar 1981. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 DAGSBRÚN 75 ÁRA Stutt afmælis- spjall við Eðvarð Sigurðsson formann félagsins Á morgun, mánudaginn 26. janúar eru 75 ár liðin frá því að Verkamanna- félagið Dagsbrún var stofnað í Reykjavík. Við áttum stutt spjall við Eðvarð Sigurðsson formann félagsins í tilefni af þessum tímamótum, en hann hefur nú verið for- maður i nákvæmlega 20 ár. Hann lét þess reyndar mrr P/x \ JL Eðvarð Sigurðsson: Að sumu leyti eru störfin nú orðin einhæfari en áður var og þess vegna meira slitandi. (Ljósm.: gel) getið að þrátt fyrir háan aldur hefðu ekki verið nema 12 formenn frá upphafi og aðeins 3 frá tímamótaárinu 1942. — Verður eitthvað sérstakt til hátiðabrigða á 75 ára afmælinu, Eðvarð? — Það verður ekki neitt tilstand að ráði. Við höfum opið hús i Lindarbæ kl. 3—6 siðdegis nú ásunnudag, 25. janúar. Þar verða veitingar fyrir verkamenn og aðra gesti. Við sérstaka athöfn i þessu kaffisamsæti kemur fram hvað ákveðið hefur verið að gera i tilefni afmælisins. — Hver er staða Dagsbrúnar núna með tilliti til fortið- arinnar? — A þessum 75 árum siðan félagið var stofnað hafa orðið meiri umskipti i þjóðfélaginu en á öllum þeim tima sem leið frá landnámi fram að stofnun Dags- brúnar, en hún kom til sögunnar við upphaf nýrrar atvinnuþróun- ar. Með þessari stórkostlegu Frá fyrstu kröfugöngunni 1. mai 1923. Aðdragandinn Dagsbrún var formlega stofn- uð 26. janúar 1906 en töluverður aðdragandi varð að stofnun þess. A 50 ára afmælinu skrifaði Eðvarð Sigurðsson afmælis- grein og lýsti þá þessum að- draganda á eftirfarandi hátt: 28. desember 1905 var fyrsti undirbúningsfundurinn, sem vitað er um, haldinn i pakkhúsi Jóns Magnússonar, siðar yfir- fiskimatsmanns, við Holtsgötu 16, Lindarbrekku, nú Vestur- vallagötu 6. Um þennan fund segir svo i gerðabók Dagsbrún- ar: ,,Ar 1905 hinn 28. desember var fundur settur og haldinn samkvæmt fundarboði frá Árna Jónssyni tómthúsmanni, Holts- götu 2, og fleirum i pakkhúsi Jóns Magnússonar frá Skuld til að ræða um félagsskap og sam- tök meðal verkamanna i Reykjavik. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Sigurðsson bú- fræðingur og skrifari Runólfur Þórðarson Mýrargötu 3. Fundarmenn voru 36 að tölu.” Siðar segir: „Fundarstjóri hélt stuttan fyrirlestur um verkamannasamtök i öðrum löndum og um þýðingu þess félagsskapar bæði fyrir þá og mannfélagið i heild sinni. Þar á eftir urðu nokkrar um- ræður, sem allar lutu að þvi, hve nauðsynlegt væri að koma á félagsskap meðal verkamanna hér i Reykjavik, einkum i þeim tilgangi að laga vinnutimann, jafna kaupgjaldið og takmarka sunnudagavinnuna. Þá kom fram tillaga um stofnun félagsskapar i þessu augnamiði og var hún borin undir atkvæði og samþykkt með öllum atkvæðum.” Siðan kaus fundurinn 5 manna nefnd „til þess að semja frum- varp til laga fyrir hið fyrirhug- aða félag og gefa þvi nafn.” í nefndina völdust þessir menn: Arni Jónsson, verkamaður, Jón Magnússon, fiskimatsmaður, Sigurður Sigurðsson búfræðing- ur, Sigurður Jónsson, verka- maður og Runólfur Þórðarson verkamaður. Akveðið var að halda fund aftur fyrstu dagana i janúar ,,og ræða þá lögin, ef nefndin yrði þá búin að ljúka starfi sinu og lögin yrðu full- samin.” Næsti fundur er svo haldinn i Bárubúð 3. janúar 1906. „sam- kvæmt fundarboði frá nefnd þeirrier verkamenn höfðu kosið á fundi sinum 28. des. f. á.” Nefndin hafði ekki lokið störfum sinum og gerði ráð fyrir að þeim lyki ekki fyrr en seint i mánuð- inum. Þó nefndin hefði ekki lok- ið störfum sinum, verður þessi fundur að teljast merkur áfangi i stofnun félagsins, þvi á fundin- um „lagði nefndin fram stofn- skrá fyrir hið væntanlega félag er hún hafði komið sér saman um að nefna: Verkamanna- félagið Dagsbrún”. Þessi stofnskrá „skyldi liggja frammi til undirskriftar þar til næsti fundur verður haldinn og skyldu allir þeir er undir stofn- skrána hefðu skrifað boðaðir á næsta fund til að ræða um lög- in”, eins og segir i gerðabók- inni. Með samþykkt stofnskrárinn- ar á þessum fundi, er félaginu raunverulega valið nafn, hið táknræna og fagra nafn: „Dagsbrún”. Þaö skal ekki full- yrt hér, að hve miklu leyti þess- um frumherjum Dagsbrúnar var ljóst hið sögulega hlutverk sitt, en vafalaust endurspeglar nafngiftin vonirnar, sem bundn- ar voru við þetta nýja félag og hlutverk þess, vonina um að nýr dagur væri að risa fyrir litil- magnann i þjóðfélaginu. 1 50 ár hefur þetta nafn, og félagið sem það ber, verið stolt fslensku verkalýðshreyfingarinnar. Þús- undum verkamanna hefur þetta nafn orðiö einkar hjartfólgið og breytingu á þjóðfélaginu og at- vinnuháttum er Dagsbrún ekki sama stærð og hún var langt fram eftir árum í verkalýðssamtökun- um eða þjóðlifinu. — Þú átt við að ófaglærðir verkamenn séu tiitölulega færri en þeir voru áður? — Já. — Hversu margir eru i Dags- brún? — Við erum með svona um 3800 reglulega félaga en að visu koma miklu fleiri við sögu á hverju ári. — Er þetta ekki einnig sundur- leitari hópur en áður var? — Hann hefur breyst æði mikið. Upphaflega voru Dagsbrúnar- menn félag hafnarverkamanna og þeirra sem voru i þessari beinu verkamannavinnu en með vél- væðingunni hafa störfin breyst mjög mikið og eru t.d. á vinnuvél- um og hvers kyns tækjum, einnig bílstjórastörf og verksmiðjustörf. — Attu kannski von á þvi að áð- ur en félagið verði 100 ára leggist niður öll erfiðisvinna og öllu verði stjórnað með tökkum og tólum? — Ég vil ekki spá um það hvað næstu áratugir bera i skauti sinu en allir vita hverju tölvuvæðingin getur valdið. Allt er i örum breyt- ingum en að mörgu leyti eru störfin nú orðin einhæfari og að þvi leyti meira slitandi en áður var. Ekki var meiningin að um neitt stórviðtal yrði að ræða og látum við þar staðar numið, en óskum afmælisbarninu til hamingju. —GRr Formenn Dagsbrúnar í 75 ár 1. Sigurður Sigurðsson 1906—1909 og 1915 2. Pétur G. Guðmundsson 1910—11, 1913 og 1921 3. Árni Jónsson 1912 og 1914 4. Jörundur Brynjólfsson 1916—18 5. Ágúst Jósefsson 1919—20 6. Héöinn Valdimarsson 1922—24, 1927—35, 1938—9 og 1941 7. Magnús V. Jóhannesson 1925—26 8. Guðmundur O. Guð- mundsson 1936—37 9. Einar Björnsson 1940 10. Sigurður Guðnason 1942—1953 11. Hannes M. Stephensen 1954—1961 12. Eðvarð Sigurðsson 1961—1981 andstæðingar alþýðunnar hafa lært að bera virðingu fyrir þvi — og ekki alltaf óttalausa. Stofnskráin, sem þessi fundur gekk frá er svohljóðandi: „Vér sem ritum nöfn vor hér undir, ákveðum hér með að stofna félag með oss, er vér nefnum „Verkamannafélagið Dagsbrún”. Mark og mið þess félags vors á að vera.: 1. Að styrkja og efla hag og at- vinnu félagsmanna. 2. Að koma á betra skipulagi að þvi er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróður- legan samhug innan félags- ins. 5. Að styrkja þá félagsmenn eft- ir megni, sem verða fyrir slysumeða öðrum óhöppum.” Þessi stofnskrá með eigin- handar undirskrift þeirra 384 manna, er höfðu undirritað hana áður en næsti fundur var haldinn og teljast stofnendur félagsins, hefur varöveist alger- lega ósködduð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.