Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Helgin 24. — 25. janúar 1981. Arnold Schönberg með Kammer- sveitinni Eins og aliir almenni- legir vinir heilagrar Sesselíu ættu að muna, gerði Kammersveit Reykjavíkur feikna Lukku á síðustu lista- hátíð. Hún flutti þá Pierrot Lunaire eftir Schönberg og hafði sér til f ulltingis söngkonuna Rut Magnússon og hljóm- sveitarstjórann Paul Zukofsky. Fyrir fjölda áskorana mun Kammer- sveitin flytja verk Schön- bergs aftur, í Austur- bæjarbíó, á mánudaginn kl. 19.15. Arnold Schönberg. Annað stórverk veröur á efnisskránni, Klarinettkvintett- inn i h-moll eftir Brahms, en hann er áreiðanlega eitt af allra fegurstu kammerverkum nitjándualdarinnar. Þessi verk ættu að passa ljómandi vel sam- an á tónleikum, þó vitaskuld séu þau býsna ólik þvi þau tjá hvort á sinn hátt ástand sem kemur aldrei aftur: borgaralega öryggiskennd og úrkynjunar- velsælu áratuganna fyrir fyrra- strið i Evrópu miðri. Þessi verk voru frumflutt i Berlin með rúmlega tuttugu ára millibili. Klarinettkvintettinn, sem er fullur af hjartanlegum melódium vakti geysilega hrifn- ingu þegar Joachimkvartettinn lék hann ásamt klarinettleikar- anum Muhlfeld 13. desember 1891 og það ætlaði lika allt af göflunum að ganga i gleði yfir honum i Vin, mánuöi seinna. Hinsvegar var þetta þveröfugt með Pierrot Schonbergs. Hann var frumfluttur i Berlin 1912 og vakti mikiö hneyksli, en þó lika ánægju nokkurra góðra manna og skiftust menn raunar i tvo heiftarfulla hópa, gott ef ekki var slegist dálitið. Fólki fannst að sögn allt i lagi með ómstriöa hljóma og tónteg- undaleysi og alla flóknu kontrapúnktana sem þarna eiga sér stað, en þvi þótti söngröddin fáránleg. Talsöngurinn, sem Schönberg fann upp og beitti fyrst i söngdramanu Erwartung, með eilifum óstöðugleika á tónsviðinu þótti mörgum hrein geðveiki og framúrskarandi óþægilegur. Nú hafa menn látið sér þetta lynda fyrir löngu og er Pierrot Lunaire (yfir tunglsýkisljóð belgiska skáldsins Albert Giraud) talin ein af snilldartón- smiðum þessarar aldar. Eins og i fyrra mun Rut Magnússon fara með talsöngs- hlutverkiö i Pierrot og Zukofský stjórna. 1 kvintettinum heyrum við svo Gunnar Egilsson i klarinetthlutverkinu og þar mun Zukofský leika fyrstu fiðlu, en alls koma áttahljóðfæraleik- arar fram hjá kammersveitinni að þessu sinni. Diddi Rúnar, Diddi fiðla, Diddi i Náttúru omfl. hefur hann verið kallaður um dagana, drengur' góöur, sem heitir raunar fullu nafni Sigurður Rúnar og er Jónsson (bassaleik- ara Sigurðssonar). Hann er einn fjörugasti persónuleiki sem nú er á kreiki hér i músikinni, hef- ur enda fengist viö allt milli himins og jarðar i þeirri veröld, þó ekki sé hann nema rétt þritugur: Poppari, tónskáld, sinfóniufiðlari, kennari, stjórn- andi hljóms veita og kóra, allt er þetta á listanum. Og samt er hlaupið yfir margt og merkilegt og nú er hann næstum aleinn búinn að koma sér upp fullkomnu tónstúdiói. Stúdió Stemma heitir þaö og gengur á fullum dampi næstum allan sólarhringinn. Þetta er á Laufásvegi 12 og maður leggur sig i lifsháska að arka þangað i hálkunni. Staulast væri nú reyndar rétta orðið. Þeir eru rosalegir svell- bunkarnir i Þingholtunum þessa dagana. Jahérna. Þaö er ætlunin aö heyra ofan i „sjeffann”, um hvernig maður fer að þvi aö verða „stórlax á stuttum tima” eins og stendur i ævintyrunum fyrir vestan. En heilræðin láta standa á sér þvi við rekum nefin inn i miðja upp- töku og fáum suss. Þarna eru nokkur ungmenni úr Hvita- sunnusöfnuðinum i Vestmanna- eyjum að taka upp plötu með eigin músik og kveðskap og eiga áreiðanlega eftir að slá i gegn. Þau eiga þaö i það minnsta skil- iðeftir alla fyrirhöfnina, þvi hún er ekkert smávegis. Svona upptaka fer fram á mörgum stigum. Hljóðfærin eru tekin upp hvert i sinu lagi eða nánast svo, og raðað inná sjálf- stæðar rásir segulbandsins. Það sama er gert við söngraddir og i allt er hægt að hafa sextán upp- tökúr samtimis á bandinu i Studió Stemmu. En það er ekk- ert áhlaupaverk að koma öllum á sinn staö á bandinu, þvi Diddi er sjálfur tónmeistarinn, og fram hjá hans skörpu eyrum sleppur fátt sem betur má fara. Að þvi kemur þó að allt er komið inn á bandið, en þá er ekki minnsta verkið eftir, að blanda (mixa) öllu saman i réttum hlutföltum. Allt er þetta mikiö þolinmæðis- og nákvæmnisverk. „Stelpur minar” kallar Diddi úr stjórnherberginu, séiö þarna var dálitiö of lágt, viö skulum endurtaka frá byrjun”. Nei, ég held það sé komin þreyta I þetta, viö skulum fá okkur kaffi. Það er aldeilis nóg aö gera hjá þér Diddi, segjum viö, bjóstu við þessu? Þetta fór nú svona heldur rólega af stað i haust, en þaö hefur veriö að smáhlaðast á, og A fullum dampi eða mixað á mið- nætti hefur verið vitlaust að gera siö- an um áramót. Og þú ert einn i þessu? Já, ég hef verið þaö aö mestu leyti, en ég sé að það gengur ekki til lengdar. Ég verð að fá mér aðstoðarmann fyrr eöa seinna. Maður heldur ekki út svona álag endalaust. Hvenær byrjaðir þú á þessu? Þetta var búið að vera draumur lengi, en ég lét ekki til skarar skríða fyrren snemma árið sem leiö. Ég byrjaði á að athuga allt mögulegt i þessu sambandi i fyrravor og komst i þetta húsnæði i sumar. Það tók langan tima að innrétta, þvi allt verður að vera eftir kúnstarinn- ar reglum : rétt hljóðeinangrun og endurkast sem minnst, þvi „akkústikkin” er búin til i upp- tökutækjunum sjálfum. Ég hef orðið að finna upp á allskonar brögðum til að koma þessu heim og saman og reyndar oft þegið ráð og aðstoð vina og kunningja. En hvernig fórstu að þvi að fjármagna þetta. Eitthvað hafa öll þessi flóknu tæki kostaö? Blessaður vertu, þú getur rétt imyndað þér. Einn svona mikrófónn, saklaus einsog þú sérö, kostar t.d. eina miljón, eða kostaði það fyrir fjórum mánuð- um. Ég var áreiðanlega heppinn i tækjakaupum, en þaö liggja tugir miljóna I þessu sem hér er inni. Enda eru skuldirnar eftir þvi. En ég hef undan að borga af þessu og er satt aö segja mjög bjartsýnn á að þetta blessist. Ég hef ekkert á móti þvi að vinna mikið, kann best við aö hafa vit- laust að gera. En þetta má auð- vitað ekki verða svo rosalegt að það fari aö koma niöur á gæðun- um. Ef maður þrælar sér of mikið út i svonalöguðu getur ekki fariö hjá að það sleppi framhjá allskonar gallar sem annars væru óþarfi. Hvað er það annars sem þú hefur verið að taka upp, fyrir utan þessa plötu Vestmannaey- inganna? Já, þetta er plata númer tvö. Þá fyrstukláraði ég um daginn. Hún er meö lögum eftir Hall- björn Bjarnason og það minnir mig á að ég þarf að hringja til London. Ég þarf nefnilega að fara til London á þriðjudaginn, segir Diddi þegar hann er búinn að tala við 09, að fylgjast með þegar þrykkimótin verða skorin fyrir þessa fyrstu plötu. Annars voru fyrstu verkefnin hérna hljóðupptökur fyrir sjónvarps- auglýsingar. Sú fyrsta var fyrir ölgerðina, þú hlýtur að hafa séö hana, hún byrjar á þaö er leikur að læra og svo koma brjálaðar fiölur? Ég gerði hana i haust og síöan hef ég gert svona fimmtán tuttugu stykki. Nú, svo hefur verið tekin hér upp músik fyrir tvær kvikmyndir, Púnktur, púnktur komma strik og kvik- mynd eftir sögu Agnars Þóröar- sonar. Og ég hef verið að taka upp músik og hljóð, ja ég held fyrir næstum öll leikhús i Reykjavik og nágrenni. Það finnst mér gaman. Ég hef ógur- lega mikla ánægju af að vinna fyrir leikhús. En nú hlýtur sam- bandið við London að fara aö koma, jú þarna hringir siminn... Og svo er kaffið búiö og menn sæmilega endurnærðir og hvild- ir og Diddi sest við stjórnvölinn i „brúnni”, færir til þúsund tól og takka og skipar liðinu á sina staði... 1-2-3-byrja: „Gekk ég niður að ströndinni” eöa eitt- hvað á þá leið, hljómar úr hátölurum á veggnum og nú er séið hreint og gott ef ekki béið lika og kannski verður hægt aö „mixa” um miðnættið. Séið hérna er dálitiö of lágt.. STUDIO STEMMA Umsjon: Leifur Þórarinsson Stórlax á stuttum tima...?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.