Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24. — 25. janúar 1981. spörum RAFORKU spörum RAFORKU m rU po|j Alf Biíe, íorstöðumaður listasafna Oslóar- borgar heldur fyrirlestur um Edvard Munch og list hans: „Facetter av Edvard Munchs kunst” sunnudag 25. jan kl. 16:00. Sýning i anddyri og bókasafni Norræna hússins á málverkum og grafik eftir Edvard Munch stendur yfir til 22. febr opin á opnunartima hússins. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO Ikrúmarmarmafélag Reykjavíkur Kæri félagi. í tilefni 90 ára afmælis félagsins bjóðum við þig hjartanlega velkominn til afmælis- fagnaðar að Hótel Sögu, sunnudaginn 25. janúarn.k., kl. 14 til 17. Dagskrá verður í stórum dráttum þannig: Safnast seunan i Súlnasal. Hljómsveit hússins leikur létt lög. Ávörp. Félagsmenn heiðraðir. Tvöfaldur kvartett Söngskólans i Reykjavik syngur. Manúela Wiesler og Snorri Öm Snorrason leika saman á flautu og gítar. Ég vona að þú og sem flestir vinnufélaga þinna sjáið ykkur fært að taka þátt i þessari afmælishátið félagsins og þiggja veitingar. Með félagskveðju, f.h. VERZLUNARMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Hvemig er hægt að spara rafmagn? Hitastigið í húsum inni 1. Höfum 20*C hita á daginn og 18“C að næturlagi. 2. Loftræstum með gegnumtrekk í stutta stund. 3. Byrgjum ekki fyrir hitastreymi frá ofnum. 4. Stillum ofnana. 5. Spörum heitt neysluvatn. 6. Þéttum glugga og hurðir. 7. Tvöföldum gler I gluggum, ef einfalt. 8. Bætum einangrun, ef ábóta- vant. 9. Höfum stýringu á hitakerfinu. l.Lækkun á innihitastigi um 1*C dregur Ur orkunotkun og lækk- ar kostnað við upphitun um 6- 7%. Talið er að um 20*C sé hæfilegt hitastig á daginn. Ef hitastig er lækkað um 2*C að næturlagi (t.d. Ur 20*C I 18*0 minnkar orkunotkunin um 3- 6%. 2. Best er að loftræsta ibúðir með gegnumtrekk i 3-5 minútur. Meðan viðrað er út skal loka fyrir hitastýrða ofnventla. 3. Röðun innbús hefur áhrif á orkuþörf til hitunar. Húsgögn- um á ekki að stilla upp við ofna, þá trufla þau eölilega þringrás loftsins um herbergið. Algengt er að þykkar gardinur nái niður fyrirofna að innanveröu, þann- ig hindra þær eðlilegt hita- streymi frá ofnunum, og hring- rás loftsins. Athugið að gardin- ur og önnur brennanleg efni mega alls ekki snerta raf- magnsþilofna. Minnka má orkunotkunina meö þvi að draga rUllugardlnur niður aö næturlagi. Orkutap einbýlishúss 16% GEGNUM ÞAK 4. Ofnar (vatnshitakerfi) I húsum þurfa að vera stilltir þannig að I hverju herbergi sé hægt að hafa þaðhitastigsem óskaöer. Betri nýtingu ofna má ná með að setja einangrunarefni. t.d. ál- pappir á vegginn bak við ofn- inn. 5. Heitt neysluvatn má spara með margvislegu móti. Með þvi að nota sturtu i stað baðkars spar- ast um 5 kWh I hvert skipti. Við uppþvott og þvotta með þvi að skola I volgu vatni eða I bala. 6. Ef opnanleg gluggafög eru öþétt hjálpar oft að herða upp á gluggakrækjum. Þaö kostar einnig litið að setja þéttilista i opnanleg gluggafög og hurðir. 7. Orkutapið frá einum fermetra glugga með einföldu gleri er um 500 kWh meira á ári en frá jafnstórum glugga með tvö- föidugleri. 500 kWh kosta 60-90 kr. eða 6-9 þús. gkr. á rafhit- unartöxtum. 8. Viða eru óeinangruð eða illa einangruö þök. 1 gegnum 100 ferm. óeinangrað þak tapast um 16000 kWh á ári, en ef ein- angrað er með 20 sentimetra glerull (steinulleða plasti) tap- ast einungis um 3000 kWh. Sparnaður er um 13 000 kWh á ári sem kosta um 1600-2400 kf. (160-240 þús. gkr.) á hitunar- taxta. Einnig er ástæða til að aðgæta einangrun i veggjum og gólfum. 9. Miklum orkusparnaði má ná með þvi að nýta varma frá ljós-' um, eidunartækjum, sól og varma frá ibúum. Til að tryggja nýtingu varmans þarf stjörntæki á hitakerfin. Mögu- legur sparnaður er 15-25% i i- búðarhúsnæði og 25-40% i at- vinnuhUsnæði. Breiðholtsbúar Dagkennsla i Fellahelli: Leikfimi, Enska Athugið: Barnagæsla á staðnum. Kvöldkennsla i Breiðholtsskóla Enska, Þýska Upplýsingar i sima 12992 og 14106. Blaðberabíó! Á kúrekaslóð heitir myndin sem blaðber- um Þjóðviljans gefst kostur á að sjá i Regnboganum, Sal A, i dag kl. 1 e.h. Góða skemmtun! DJOÐVIUINN Siðumúla 6 s. 81333. SPORUM RAFORKU Orkusparnaður — þinn hagur — þjóðarhagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.