Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 15
Helgin 24. — 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Þriggja skrokka flutningavélar Söngur í Norræna húsinu Fyrstu nemendatónleikar söngdeildar Nýja tónlistarskól- ans verða n.k. laugardag kl. 4:30 i Félagsheimili Fóstbræöra við Langholtsveg. Siguröur Demetz Fransson hefur kennt söng viö skólann i hálft annaö ár og koma nú fjórir nemenda Siguröar fram á nem- endatónleikum söngdeildar- innar. Þeir nemendur Siguröar sem syngja á tónleikum þess- um, eru Björn Björnsson bariton, Halla Jónasdóttir mezzo, .Oddur Sigurösson bassi og Margrét Kristin Frimanns- dóttir sopran. Þau munu flytja islensk lög svo og söngva eftir m.a. Schumann og Schubert. Viö pfanóiö veröur Ragnar Björnsson. Sama dag kl. 3 veröa aðrir nemendatónleikar skólans þar sem fram koma hljóðfæranem- endur skólans. Allir eru velkomnir á tónleik- ana. Nýi tónlistar- skólinn: Flutningar eru allmiklir i lofti, en samthafa flugvélasmiðir verið ragir viö að teikna flugvélar sem væru alveg sérstaklega hannaðar til sllkra þarfa. Þessi hugmynd er þó i athugun hjá Lockheed um þessar mundir. Slik vél hefur þrjá „skrokka” til flutninga og gæti borið um það bil 200 tonn. Helm- ingurinn af farminum mundi þá koma i miðskrokkinn, en 25% i sinn hvorn hliðarskrokkinn. Fjármála- og skrifstofustjór! Staða fjármála- og skrifstofustjóra á bæjarskrifstofunum i Neskaupstað er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið há- skólaprófi i lögfræði eða viðskiptafræði eða hafi aðra sambærilega menntun. Umsókn, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar, eigi siðar en 31. janúar 1981. Bæjarstjórinn í Neskaupstað Logi Kristjánsson • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiöí og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 Ljóða- tónleikar Laugardaginn 24. janúar kl. 17:00 flytur sænska mezzo- sópransöngkonan Margot Rödin ljóöasöngskrá við undirleik Jan Eyron. Margot Rödin stundaði söngnám i Stokkhólmi og kom fyrst fram sem ljóðasöngkona þar árið 1961 og seinna sama ár sem óperusöngkona. Hún starfar nú við Stokk- hólmsóperuna og hefur sungið i fjölmörgum klassiskum óperum, en einnig i nýrri verkum, s.s. „Draumnum um Theresu”, sem sænska tón- skáldið Lars Johan Werle samdi sérstaklega fyrir hana. Enn- fremur starfar hún við leikhúsið á Drottningholm. Hún er framúrskarandi óratoriusöng- kona og auk þess er hún talin vera ein besta rómönsusöng- kona á Norðurlöndum nú. Jan Eyron stundaði tónlistar- nám i Stokkhólmi. Hann kom fyrstfram sem undirleikari 1956 og sem einleikari 1960 og loks sem stjórnandi i Drottning- holmleikhúsinu 1967. Jan Eyron hefur stundað nám bæði hjá Gerald Moore og Erich Werba og er einn fremstu undirleikari Sviþjóðar. A tónleikunum i Norræna húsinu verða flutt verk eftir Ture Rangström, Wilh. Sten- hammar, Wilh. Peterson-Berg- er, Hugo Alfvén, Johs. Brahms, Hugo Wolf o.fl. Gyðingleg ættarsaga vinsæl í Sovétríkjum Það hefur ekki farið mikið fyrir gyðinglegri menningu i Sovétrikj- uiium seinni árin: einstaka bók hefurkomiðút á jiddisku og á þvi máli er gefið út eitt bókmennta- timarit, Sovjetisj heimland. Þvi þóttu það mikil tiðindi þegar út kom fyrir tveim árum i heldur ihaldssömu bókm ennta riti.' Oktjabr, mikil ættarsaga um Gyðinga. Sagan gerist i gyðingaþorpi á Okrainu, og rekur sögu heillar fjölskyldu frá 1909 og fram á striðsár: henni lýkur i blóði og eldi I einu af þeim ghettóum sem Þjóðverjar komu upp á hernumdu svæðunum. Höfundurinn heitir Anatoll Rybakov. Hann er sjálfur alinn upp i Moskvu, rússneska er hans móðurmál, en hann er Gyðingur að ætt. Hann er höfundur margra btíka og hefur nú á gamals aldri i fyrsta sinn skrifað um „rætur” sinar. Bökin varð geysivinsæl. Gyðingar sögunnar eru upp- réttar manneskjur ef svo mætti segja, þeir eiga heima i gyðing- legu samélagi, dettur ekki i hug að skammast sin fyrir sin sér- kenni og reyna að vera eitthvað annað. Lesendur hafa óspart látið i ljós þakkir sinar við Rybakov — margir segja sem svo: „Þér hafið gefið okkur aftur stolt okkar og reist minnisvarða yfir þá sem létu lifið”. En Gyðingar og þeirra mál eru oft eins og bannhelg i nýrri sovéskum btíkmenntum, þótt þau væru mjög á dagskrá á fyrstu ár- unum eftir byltinguna. 1 viðtali við sænskt blað segir Rybakov á þessa leið: „Þessi bók hefur verið mikið lesin, kannski ekki vegna þess að hún sé svo góðum listrænum kost- um búin, heldur vegna þess að lesandinn fær að fylgjast með fólkinu allar götur frá 1909. Flestar skáldsögur sem fjalla um tortiminguna og styrjöldina hefj- ast þegar Þjóðverjarnir eru komnir, persónunum er aðeins lýst sem fórnarlömbum. Hér eru þær lifandi fólk fyrir lesandan- um”. Btík Rybakovs heitir „Þungur sandur”. Hún hefur komið út i sextán löndum, m.a. i Israel. í heimalandi höfundar hefur hún verið þýdd á jiddisku, sem höf- undur reyndar kann ekki sjálfur. Skáldsögur koma oft i timaritum fvrst I Sovétrikjunum, en nú er „Þungur sandur” einnig komin 1 bókarformi og hefur selst i hundruðum þúsunda eintaka. OGFtoU ÞÉR nUUHDRHNN (Það sakar ekki dðUta einnig d bensmspána, þvi Chevwlet Citation eyðiraðeins io lítmm á hundraðið, amerískur auðvitað.) iq8o drgi 118.000 krónur GreiðsluskilTnálar VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.