Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 9
viö slika örbirgö, aö enginn Islendingur getur af eigin reynslu imyndaö sér þá eymd. Vatnsskortur og gróðureyðing Þött mannfjöldaaukning og hrikaleg hungursneyö veröi megineinkenni þróunar næstu ára gerist myndin enn dekkri ef tekiö er tillit til yfirvofandi vatnsskorts og stórfelldrar gróöureyöingar á ári hverju. Nú þegar veröa 4 af hverjum 5 Ibúum á landbúnaöar- svæöum Suöurheimsins að una þvi að hafa ekki aðgang að ómenguöu vatni. Spáö er, að heildarvatnsforði á hvern jarðar- búa muni verða nær 40% minni um næstualdamót en hann er nú. t fjölmörgum löndum Afriku, Suöur-Asiu, Mið-Austurlöndum og Suöur-Ameriku er vatn til drykkjar og ræktunar þegar af skornum skammti og innan tveggja áratuga verður viða komiö að hámarki vatnsfram- boösins. Um næstu aldamót biöur þvi neyöarástand vegna vatns- skorts hundruöa miljóna manna. Baráttan um vatniö getur þvi hæglega leitt til spennuþrung- inna átaka og jafnvel styrjalda i ýmsum heimshlutum, sérstak- lega vegna þess að ýmsar mikil- vægustu vatnslindir verald- arinnar liggja um fjölmörg riki og græögi eins mun leiöa ibúa annars aö dyrum dauðans. Vatnsskorturinn mun siðan ásamt umfangsmiklu skógar- höggi til eldsneytis og fram- leiðslu og notkun dýraáburöar og runna til hitagjafar leiða til stór- felldrar aukningar á eyðimörkum og öðrum gróðurlausum svæöum. Skógar Suöurlandanna munu minnka svo, aö eyðingarsvæðin jafngilda árlega hálfum Bret- landseyjum að stærö. Heildar- viöarforöi jarðarinnar verður um næstu aldamót nær helmingi minni en hann var árið 1978. Eyöimerkurnar vaxa að sama skapi. A tveggja ára fresti verður viöbótin viö auönirnar stærri en allt flatarmál Islands. Þannig fléttast saman vatnsþurrð og uppblástur, eyðing skóga og vöxtur sandauðnanna. > Afstaða Islendinga Margt fleira mætti nefna til að lýsa ástandi veraldarinnar aö 20 árum liðnum, ef ekkert veröur að gert. Vissulega er spáin skugga- leg. Það liggur við, að flestum fallist hendur. Lausn þessara ógnþrungnu vandamála kann að viröast utan viö mannlegan mátt. Hin alþjóölega umræða um örlög Suðurbúa og áhrif þeirra á kjör okkar Norðurbyggja er hins vegar öll á þann veg, að hvorki getum við lengi lifað á velsældar- eyju umkringdir örbirgð billjón- anna né geta stjórnvöld og alþjóöastofnanir skorast undan þeirri ábyrgð að hrinda i fram- kvæmd félagslegum og efnahags- legum aðgerðum, sem draga úr helstu þróunarhættunum og koma i veg fyrir hinar verstu hliðar. Sú spásögn, sem hér hefur verið lýst og felst i skýrslunum þremur, miðast við óbreytt ástand — engar frekari aðgerðir. Hún er áminning um að fljóta ekki sof- andi að feigðarósi, hvatning um að taka saman höndum og ná stjórn á mannlegum örlögum. íslendingar hafa litið lagt af mörkum i þessum efnum. Fram- lag okkar til þróunarlandanna er skammarlega litið, skipulagning þess starfs i' molum. Umræða um hyldýpisgjána millí Norðurs og Suðurs hefur ekki verið ofarlega á okkar dagskrá. Það er skylda islenskra sósial- ista að knýja hér á um breytingar og hefja hug þjóðarinnar til skiln- ings á þeim sameiginlegu örlögum, sem biða mannkynsins, verði áfram haldið á sömu braut. Manngildiskenniskenningin og hin alþjóðlega hugsjón, áherslan á hina efnahagslegu samvirkni og félagslega ábyrgð, eru slikur kjarni i boðskap og viðfangs- efnum sósi'aliskrar hreyfingar, að sérhverjum liðsmanni ber að beina athyglinni i vaxandi mæli aö þeim vandamálum, sem hér hafa li'tillega verið reifuð. Umræðan er til alls fyrst — athafnirnar skulu siðan fylgja i kjölfarið. Islenskir sósialistar geta ekki setið hjá þegar slik örlög veraldarinnar eru tekin á dagskrá alþjóðlegrar umræðu. Helgin 24. — 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Við munum nú, og í næstu sunnudagsblöðum kynna fyrir lesendum sænska heimilislækninn Richard Fuchs. Hann tók upp á því á efri árum að skrifa bækur. Fjalla þær á gamansaman hátt um læknisf ræðina, sjúkra- hús, lækna og ekki hvað síst, um sjúklinga. Fyrsta bók hans sem á frum- málinu heitir „ Visst 3r Ni sjuk", varð metsölubók í Svíþjóð um leið og hún kom út. Síðan hefur hann skrifað nokkrar til viðbótar sem allar hafa náð miklum vinsældum. í bókinni „S3g AAh" eða Segið Aaa... er að finna hans skilgreiningu á: Hvað er góður læknir? Menn leggja misjafnan skilning i hugtakið „góður læknir”. Fer það eftir þvi hvern þú spyrð, hvaöa svar þú færö við spurningunni „hvað er góður læknir”? Svörunum má skipta i þrjá ólika hópa, frá jafn mörgum ólikum hópum er svar gefa. En þeir hópar eru: 1) stéttarfélag- ar 2) sjúklingar, ásamt 3) við- komandi lækni sjálfum. Hvernig skal þá læknir vera til þess að stéttarbræörum hans finnist hann vera góður læknir? Að þvi er stéttarbræðrum viðkemur, er það fyrsta og siðasta boðorðið að hann sé ekki i samkeppni við þá. Enginn læknir sem keppir að sömu yfir- læknisstöðu og maður sjálfur kemur nokkurn timann til með að hæla viðkomandi lækni. Góð- ur vinnufélagi er sá sem ekki keppir að neinu, er samvinnu- þýður, hjálpsamur og gerir það sem hann á að gera. Menn veröa einnig vinsælir ef þeir taka að sér erfiða sjúklinga sem hinir hafa gefist upp með, bjóðast til að taka aö sér vaktirnar á jólun- um og eru ekki allt of klárir. Engum þykir mikið koma til manns sem kann allt of mikiö. DÆMI Nr. 1: „Það er nú litið variö i helv. hann Nissa. Hann var enga stund að koma meö rétta sjikdómsgreiningu á þess- um herra Blom, sem við erum búnir að vera að basla með i fleiri vikur! Hvilik heppni, ha? Djöf.. sjálfur. Svo er hann allt af meö aíveg forljótt bindi, ha!” Ef maður aftur á móti er ekki eins snjall og starfsbræðurnir, erstrax léttara að verða vinsæll meðal þeirra. DÆMI Nr. 2: ,,Ég spuröi Nissa hvað hann héldi að væri að herra Blom. Hann svaraði að hann vissi bað ekki. en hann væri sömu skoðunar og ég, að það væri best að senda hann i Röntgen. Mjög skarpur náungi hann Nissi”. Annað sem mjög mikilvægt er að hafa i huga ef maður vill verða vinsæll meðal vinnu- félaga sinna er: Að tala ekki illa um þá, ekki vera framagjarn, og að taka aldrei stærsta vinar- brauðið á kaffiborðinu. Góður læknir i augum sjúklingsins er i stuttu máli sá sem gerir eins og sjúklingurinn vill. Það á við um hvaða lyf sjúklingurinn vill fá, hversu lengi læknisvottorð eiga- að gilda, hversu mikiðhann á að borða,drekka og reykja o.s.frv. Læknir sem er sömu skoðunar og sjúklingurinn er góður lækn- ir. DÆMI Nr. 1: „Dr. Lundblom er alveg frábær læknir, hann sá um leið að ég þyrfti að fá stórt glas af brjósttöflum, nákvæm- lega eins og ég var búinn að gera mér grein fyrir sjálfur”. Þar af leiðir að sá læknir sem ekki er sömu skoðunar og sjúk- lingurinn, er lélegur læknir. DÆMI Nr. 2: „Hann er nú meiri skottulæknirinn þessi dr. Lundblom. Hann gaf mér ekkert við þessu! Ég furða mig mest á þviað hann skuli hafa lækninga- leyfi. Þessi fúskari gaf mér bara læknisvottorð i tvær vikur, Hvað er góður læknir? þótt ég hafi sagt við hann að ég hafi ætlaö mér að vera veikur i heilan mánuð”. Fyrir utan það að „góður læknir” eigi að uppfylla óskir sjúklingsins um lyfjagjafir, læknisvottorð o.s.frv., á hinn góöi læknir einnig að segja sjúk- lingum brandara, taka sér góðan tima með viðkomandi og vera almennt mjög vingjarnleg- ur og huggulegur i allri fram- komu. Læknirinn á heldur ekki að meiða sjúklinga sina með sprautum, hnifum, töngum, járnkörlum eða hökum. Þeir sjúklingar sem vilja fá að heyra að þeir liti út eins og hreystin sjálf eiga að fá að heyra þaö, og þeir sem vilja að læknirinn segi við þá að þeir liti alveg hrylli- lega út eiga að fá að heyra það. Sá læknir sem tileinkar sér gamla málsháttinn: „Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér” fær fljótlega á sig orð fyrir að vera „góður læknir”. En hvað finnst lækninum sjálfum um sjálfan sig? Hvenær hælir hann sjálfum sér og segir við sjálfan sig (og aðra) „reyndar er ég nú góður lækn- ir”? Þegar sjúklingur segir við lækninn sinn; „reyndar skánaði mér ansi vel af þessum meðul- um sem ég fékk hjá þér um daginn”, þá hugsar læknirinn með sér að hann sé nú nokkuð góður þrátt fyrir allt. Þegar hjúkrunarkonan segir við lækn- inn: „að frú Larson sé svo ánægð meö hve læknirinn sé ljúfurog almennilegur”, hugsar læknirinn: „ja, vist er maður i áliti meðal sjúklinganna”. Þaö skiptir hann engu máli þótt frú Larsson sé 94 ára, blind, heyrnarlaus og elliær. Ekki tek- ur maður heldur mark á sjúk- lingum sem segja við hjúkrunarkonuna að: „hann sé algjörfanturþessi læknir”. Sei, sei nei, maður hlustar heldur á frú Larson, hún veit best. Þegar læknirinn telur sig vera i áliti meðal starfsbræðra sinna (náttúrulega fyrir utan hann Strömberg. Þann fávita. Hann er ekki með réttu ráði fuglinn sá. Hann heldur aö hann fái yf- irlæknisstöðuna) og þegar lækn- irinn telur sig njóta álits heil- brigðisyfirvalda (ekki fengið á sig kæru i meira en 6 mánuði), þá finnst lækninum að hann sé „góður maður”. Þegar hann hefur náö þeirri framfærni að segja „opnið munninn og segið Aaa...” á 25 mismunandi vegu, hvern öörum áhrifarikari og myndugri, þá finnst lækninum að hann sé góöur læknir. -K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K -K * * * * * * * * * -K * -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K (á bak við gamla Litavershúsið) ^ -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k f j ölsky lduskemm tun... Sumir segja það sannkallaða fjölskylduskemmtun að koma á verksmiðjuútsöluna okkar. Svo mikið er víst að þar geta jafnt börri sem fullorðnir fengið eitthvað við sitt hæfi og prisarnir fá flesta til að brosa. Opið í dag, laugardag kl. 10—7 V erksmið juútsalan Grensásvegi 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.