Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓ,PVILJINN Helgin 24- ~ 25~ Ían»ar 1981 > höfðu orðið aðnjótandi æskilegrar fræðslu um getnaðarvarnir, barnaði boli hana þarna á básnum, og eftir níu mánuði eignaðist svo Pasifae ófreskjuna Minotauros með þessum elskhuga sínum. AF PÆLINGU Það hygg ég að merkast haf i borið við hérna fyrir vestan læk, síðan siðast, að brotist hef ur út vísir að stúdentauppreisn í Melaskólanum. Þegar þetta er skrifað hafa lærisveinar og meyjar þessa menntaseturs tekið byggingar herskildi, komið sér fyrir á göngum og heimtað réttlæti. Þessi gíf urlega ólga í stof nuninni á sér — að dómi fréttaskýrenda — djúpar rætur, en talið er að stjórnendur skólans haf i nú höggvið f ull- nærri bæði siðferðisvitund og kynlífsvitund nemenda. Svo að langt má og f lókið sé nú gert stutt og einfalt, hefur leikhópur frá Alþýðuleikhúsinu að undanförnu f lutt í skólum höf uðborgarinn- ar boðskap í leikritsformi um það hvar, • hvenær, hvernig og hvers vegna eigi að gera „hitf' og hafa — að sögn aðstandenda sýning- arinnar — tíuþúsund börn og unglingar þegar notið þessarar f ræðslu leikhópsins með því að fara og sjá unglingaleikritið „Pæld'íðí". Þegar svo kom að því, að sýna skyldi leikrit- ið í Hagaskólanum, gaf skólastjórinn eftirfar- andi yfirlýsingu: „Við sáum þetta leikrit, ég, formaður foreldrafélagsins og hjúkrunar- fræðingur skólans,og okkar álit er að þetta sé Ijómandi gott leikrit fyrir 9. bekk, ágætt fyrir 8. bekk, en of stór skammtur fyrir 7. bekk". Þá sagði skólastjórinn að það,sem væri að gerast í Hagaskólanum, væri að nemendurnir í 9. bekk hefðu tekið 7. bekkinga uppá sína arma, og er ekki annað að sjá en þarna hafi myndast ein allsherjar samstaða. Undirritaður hefur lengi verið dálftið gam- aldags i skoðunum á kynlífsfræðslu unglinga og hef ég raunar, þegar slíkt hefur borið á góma, löngum vísað til eigin reynslu í þessum efnum og meira að segja einhvers staðar lýst því yfir í lærðri grein, að við krakkarnir í Vesturbænum hefðum haft f ulla vitneskju um það hvar, hvenær, hvernig og hvers vegna ætti að gera „hitt", heilum áratug áður en okkur gafsttækifæri til að fremja athöfnina í verki. Þegar ég var yngri hafði ég þá skoðun á kynlífsfræðslu unglinga, aðbörn í sveit fengju þessi fræði nánast með móðurmjólkinni. Síðan hafa skoðanir mínar í þessum efnum, sem og mörgum öðrum, gerbreyst. Ég er semsagt á efri árum, kominn á þá skoðun að það sé ekki bara óráðlegt, heldur stórháskalegt að láta húsdýr og aðra fer- fætlinga sjá um kynlífsfræðslu barna og ung- linga. Slíkt hefur löngum haft hinar uggvæn-' legustu afleiðingar. Hver man ekki eftir Pasifaé úr grísku goða- fræðinni? Hún hlaut einmitt staðgóða kynlífs- fræðslu i f jósinu. Eftir að hún síðan hafði ver- iðgefin Mímosi Krítarkonungi hélt hún áfram að halda við kennara sinn í kynlífsfræðum, föngulegan bolakálf í hallarf jósi Mimosar, en tarf þennan hafði Posedon gefið Krítarkon- ungi. Þar sem hvorki tuddinn eða drottningin Eða þegar hingað til lands var sent amerískt úrvalslið landgönguliða á stríðsárunum, föngulegir sveitamenn, sem höfðu eins og Pasifaé lært f ræðin í f jósinu. Auðvitað leituðu þeir ástarfunda hjá þeim sem heima fyrir höfðu veitt þeim mesta fróun. En þar sem hér geisaði mæðiveiki á þessum árum var fátt um fína drætti hjá sauðkindum, en þeim mun meira leitað á kýrnar. Um þetta athæfi ortu svo landsmenn: Hingað komið úrvalslið iðkar kálfasmíði, hverju ætli úrhrakið i Ameríku ríði? Ég er líka, á ef ri árum, kominn á þá skoðun að sjálfsmenntun í kynferðismálum sé ekki bara óf ullnægjandi, heldur líka háskaleg. Mér er til dæmis tjáð að í Húnavatnssýslu hafi heimasæturnar til skammstíma verið svo illa heima í þessum fræðum að þær haf i haldið að setja ætti pilluna milli hnjánna og halda henni þar, til að koma í veg fyrir getnað. Og þar sem ég er nú orðinn svo einlægur talsmaður meiri kynfræðslu til handa ungling- um brá ég mér í gær á sýningu Alþýðuleik- hússins á „Pæld'íðí" og komst að þeirri niður- stöðu að leikritið væri ekki bara gagnlegt, fróðlegt og fræðandi fyrir krakkana, heldur líka elskulegt og óvenjulega skemmtilegt, en það er vist meira en hægt er að segja um aðra kynfræðslu svona yfirleitt. Ég skora þessvegna á öll skólayfirvöld að leyfa öllum krökkum að fara og sjá þetta ágæta leikrit og best væri að þau tækju for- eldrana með. Það er fyrir mestu að krakkarnir hef ji verk- legar æfingar sem fyrst, og þá ríður á að allt sé gert eftir kúnstarinnar reglum, því hvað segir ekki í barnagælunni: Elsku hjartans yndið mitt, ef þú ferð úr brókum gamnaðu þér og gerðu hitt, en gerðu það uppúr bókum. Flosi. Albert Guðmundsson er frægur fyrir flest annað en að lúta forystu flokks sins og venjulega hefur hann sitt fram þótt hann eigi við aðra „stórkarla”. Þess sáust lika greinilega merki i borgarstjórn á fimmtudag þegar oddviti minni- hlutans, Davið Oddsson, varð á miðjum fundi aö breyta niður- skurðartillögu sinni vegna þess að Albert neitaði að styðja hana óbreytta. Davið hafði lagt til i nafni alls borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að bygginga- framkvæmdir borgarinnar yrðu skornar niður um 5%. Adda Bára Sigfúsdóttir spurði Albert i matarhléinu hvort hann hefði samþykkt aö skera byggingar fyrir aldraða um 5%, en hann er sem kunnugt er formaöur bygginganefndar meirihlutans og brást hann hinn versti við. Til- lagan eftir mat hljóðaði þvi upp á 5% niðurskurð á öllu nema byggingum fyrir aldraða! (Þess má geta að tillagan var felld). Sinfóníusveitin fer i tónleikaferð til Þýskalands og Austurrikis siðar á þessu ári. Þarna virðist kjörið tækifæri til að kynna islenska tónlist og islenska einleikara þvi að tæplega virðist hljómsveitin eiga erindi til útlanda upp á önnur býti. Þessu Elias Snæland: Næsti ritstjóri Timans? Töluveröur taugatitringur mun nú rikja á Hagstofunni út af allsherjar- mannatalinu sem tekið verður 31. janúar n.k. Óttast sumir aö fram- kvæmdin muni fara að einhverju leyti úr skorðum. Þegar verið var að undirbúa spurningalistann kom m.a. upp sú hugmynd að ein spurningin hljóðaði svo: Hvar varst þú staddur aðfararnótt 31. janúar? Þeim sem stakk upp á þessu orðalagi þótti nefnilega nokkuð einsýnt að fólk svæfi heima hjá sér á nóttunni. Ólafur B. Thors fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavfkur hefur lýst þvi yfir opinberlega að hann ætli ekki að vera f framboði til borgarstjórnar i næstu kosningum. Reyndar munu fæstir núverandi borgarstjórnar- fulltrúar ætla sér að halda áfram i borgarstjórninni. 1 þeim hópi Pétur H.: Enn eru til stólpa- kjaftar. eru m.a. þingmennirnir Guðrún Helgadóttir, Albert Guðmunds- son og Birgir tsl. Gunnarsson. Þykir þeim öllum alltof mikill rill fylgja þvi að vera bæði á alþingi og i borgarstjórn. Enn- fremur munu þeir Kristján Bene- diktsson, Páll Gislason og Björg- vin Guðmundsson allir ætla að draga sig i hlé I næstu kosningum. Björgvin Guðmundsson lýsir þvi reyndar ýfir i blaðaviötali i vikunni að hann sé ekki búinn aö taka ákvörðun um hvort hann hættir eða gefur kost á sér. Þeir sem þekkja til eru þess hins vegar fullvissir að hann hafi þegar tekið ákvörðun um aö hætta. Astæða: Þórhallur Asgeirsson ráðuneytis- stjóri viðskiptaráðuneytisins fer fljótlega að hætta fyrir aldurs sakir og þá er komið að Björgvini i þá stöðu. Ekki þykir viö hæfi að ráðuneytisstjórar séu að vasast i pólitik. Björgvin: Sér glytta i ráðuneytis- Albert: Brást hinn versti við. stjórann. er þó alls ekki að heilsa. A tónlistarhátið i Wiesbaden i Þýskalandi verður einungis leikið eitt islenskt tónverk eftir látinn listamann, Jón Leifs, og i Austur- riki er engin islensk tónlist á dag- skrá. Einleikari i Wiesbaden er norskur pianóleikari en Manuela Wiesler að visu i Austurriki. Lik- lega ætla Islendingar að kenna Austurrikismönnum hvernig á aö fara með Jóhann Strauss og Frans Schubert? um flest það, sem almættinu hafði þóknast að skapa. Með dular- fullu seiðmagni hins kjaftgleiða auðnuieysingja hefur honum tekist aö „snakka” sig inná út- varpið, stjórnendum dagskrár- gerðar þess til ævarandi háð- ungar, sjálfum sér til skammar og vitibornum útvarpshlust- endum til leiðinda.” Segið svo að ekki séu enn til kjaftar á íslandi. Einhverjar hressilegustu persónusvi- virðingar sem lengi hafa sést i íslenskum fjölmiðlum mátti sjá i Helgarpóstinum nú I vikunni. Þar ræðst Pétur H. Lárusson á félaga Sigmar B. Hauksson og bókstarf- lega treður hann niður i svaðið. Hann segir m.a.: „Þessi Don Quijote islenskrar pressu hafði vart slitið ferm- ingarfötunum, þegar hann var orðinn frægur fyrir að þenja sig Þar sem Ólafur Ragnarsson hefur nú verið rekinn af Visi bollaleggja menn mjög um það hver taki við starfi hans. Heyrst hefur að Jón Baldvin Hannibalsson sæki mjög stift aö komast i ritstjórastólinn og færi vel á þvi að þeir mágar, Ellert Schram og Jón Baldvin, ritstýrðu málgagninu. Þá gætu lika þær Bryndis og Magdalena skrifaö leiklistargagnrýni til skiptis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.