Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 29
um helgina Gisli Alfreðsson og Sigmundur örn Arngrimsson i hlutverkum sinum I „Likaminn — annað ekki”. i baksýn eru Steinunn og Kristbjörg. Litla sviðið: LÍKAMINN — ANNAÐ EKKI A þriðjudaginn I næstu viku frumsýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu nýlegt leikrit eftir breska leikskálið James Saunders. Leik- ritið heitir „Bodies” á frummál- inu, en „Líkaminn — annað ekki” i íslenskri þýðingu örnólfs Arna- sonar. Leikstjóri er Benedikt Arnason, Jón Svanur Pétursson gerir leik- mynd og búninga og Páll Ragn- arsson sér um lýsinguna. Hlut- verkin i leiknum eru aðeins fjög- ur, og með þau fara Kristbjörg 1 dag verður opnuð i anddyri Norræna hússins sýning á mál- verkum og grafík eftir norska málarann Edvard Munch (1863- 1944) og á morgun, sunnudag kl. 16, heldur Alan Böe, forstjóri Munch-safnsins i Osló, fyrirlestur um Munch sem nefnist „Facetter af Edvard Munchs kunst”. A sýningunni eru sjö málverk, sem Munch málaði um aldamótin þegar hann dvaldist á heimili dr. Max Linde I Þýskalandi. Linde hafði beðið Munch að mála nokkrar skógarmyndir til að skreyta herbergi barna sinna, en Kjeld, Gisli Alfreðsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Sigmundur örn Arngrlmsson. Leikritið fjall- ar um tvenn hjón, sem hittast eina kvöldstund eftir niu ára að- skilnað. James Saunders er afkasta- mikill og þekktur leikritahöfund- ur. Aður hefur Þjóðleikhúsið sýnt eitt verka hans: „Næst skal ég syngja fyrir þig” sem sýnt var á Litla sviðinu I Lindarbæ veturinn 1966-67. Munch afhenti aldrei myndirnar og eru þær nú i eigu Munch-safns- ins i Osló. Auk málverkanna eru á sýningunni grafikmyndir (litógrafiirn'r tréristur og æting- ar). Sýningin er skipulögð i sam- vinnu við Alan Böe. Auk þess að vera forstjóri Munch-safnsins hefur hann frá 1977 verið forstöðumaður fyrir listasöfnum Oslóborgar. Hann er listfræð- ingur að mennt og stundaði nám i Bergen, Osló og Oxford með list- iðn sem sérgrein og hefur hann skrifað margt um það efni. Plútus í Breið- holti Breiðholtsleikhúsið tók til starfa á tniðvikudaginn með frumsýningu á gamanleiknum „Plútus” eftir Aristofanes i þýð- ingu Hilmars J. Haukssonar. önnur sýning verður sunnudags- kvöld kl. 20.30, og þriðja sýning miðvikudaginn 28. jan. Leikstjóri er Geir Rögnvalds- son og búningana gerði Hjördis Bergsdóttir. Leikendur eru Eyvindur Erlendsson, Þórunn Pálsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Evert Ingólfsson, Kristin S. Kristjánsdóttir og Kristin Bjarnadóttir. Plútuser ádeiluverk um auðinn og vald hans yfir mönnunum. Lýsistrata er það verk Aristofanesar, sem oftast er sýnt, en boðskapur Plútustar á engu siður erindi til okkar hér og nú. Breiðholtsleikhúsið er til húsa i Fellaskóla. Miöapantanir eru i sima 73838 frá kl. 1 til 5, og miða- sala er sýningardagana frá kl. 5. Þess skal getið að Leiö 12 frá Helmmi og Leið 13 frá Lækjar- torgi stoppa báðar rétt við Fella- skóla, þannig að fleiri en Breið- holtsbúar geta með góðu móti sótt þetta nýja úthverfaleikhús. Syngur fyrir Hús- víkinga Sigurður Björnsson óperu- söngvari mun halda tónleika i kirkjuunni á Húsavik með aðstoð Agnesar Löve pianóleikara sunnudaginn 25. janúar nk. Á efnisskránni eru islensk lög, óperuariur og ljóðaflokkurinn Astir skáldsins eftir Robert Schu- man. Tónleikarnir eru á vegum Tón- listarfélagsins á Húsavik og hefj- ast kl. 21. Fyrirlestur um minkinn Á mánudagskvöldið mun Karl Skirnisson flytja erindi um mink- inn á tslandi á fræðslufundi sem Náttúrufræðifélag islands heldur i stofu 210 i Arnagarði. Fimmtiu ár eru nú liðin frá þvi minkurinn var fluttur til landsins og leikur eflaust mörgum forvitni á að fræðast um hann af þvi til- efni. Fundurinn hefst kl. 20.30. ih Þessi grafikmynd sem Munch gerði árið 1896 er meðal myndanna á sýningunni i Norræna húsinu. Munch í Norræna húsinu Pennateikningar á Mokkakaffi Gunnlaugur Ólafsson Johnson opnaði í gær sýningu á penna- teikningum á Mokkakaffi við Skólavörðustig. Gunnlaugur er við nám i arki- tektúr i Bretlandi og er þetta hans fyrsta sýning. „Það er stund milli striða hjá mér i náminu núna, og ég nota hana til að sýna þessar teikningar” — sagði hann i sam- tali við Þjóðviljann. Hann taldi myndirnar ekki eiga mikið skylt við arkitektúr. „Þetta eru fanta- siur”. Sýningin mun hanga uppi i 3 vikur. —ih ■ ■ f 1 I , - 11,, * ' * \ * | Helgin 24. — 25. janiíar V981 ÞJóÐvrLJINN — SIÐA 29 tJr sýningu Breiðholtsleikhússins á Plútusi. Ótemjan frumsýnd í Iðnó Einsog áður hefur verið getið um hér i blaðinu frumsýnir Leik- félag Reykjavikur gamanleik Shakespeares, Ótemjuna, I Iðnó annað kvöld. Helgi Hálfdánarson þýddi leik- inn, og er þetta ein af nýrri Shakespere-þýöingum hans. Ótemjan hefur ekki áður verið sýnd I islensku atvinnuleikhúsi, en gagnfræðanemar á Húsavik sýndu verkið fyrir nokkrum árum. Erlendis er ótemjan sá gamanleikur Shakesperares sem hvaö oftast er leikinn. Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stýrir, Steinþór Sigurðsson hefur gert leikmynd, Una Collins bún- inga, lýsing er i höndum Daniels Williamssonar og Eggert Þor- leifsson samdi tónlistina og flytur hana ásamt leikurunum. Leik- arar eru fjölmargir i sýningunni, en aðalhlutverkin, Katrinu og Petrúsió, leika þau Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Sviðsmynd úr „Ótemjunni”. Fyrir miðju er Þorsteinn Gunnarsson I hlutverki Petrútsiós. Suðurgata 7; Tveir nýlistamenn Tveir ungir myndlistarmenn, Daði Guðbjörnsson og Eggert Einarsson, opnuðu i gær sýningu i Galleri Suðurgötu 7. Hér er um að ræða tvær einka- sýningar þar sem kennir hinna ólikustu grasa, verkin unnin i blandaðri tækni, þ.e. málverk, ljósmyndir, auk bóka og hljóm- platna. Báðir listamennirnir stunduðu Rauðsokka: Morgunkaffi Afbrot kvenna Morgunkaffi Rauðsokka i dag laugardag verður helgað efninu afbrot kvenna. Það er Hildigunn- ur Olafsdóttir afbrotafræðingur sem fjallar um það efni, en hún er kvenna fróðust um þau mál. Morgunkaffið hefst kl. 12 á hádegi I Sokkholti Skólavörðustig 12. nám í Myndlista- os handiðaskóla Islands á árunum 1976—80, og út- skrifuðust þaðan sl. vor. Aöur hafa þeir tekið þátt i nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin i Galleri Suðurgötu 7 er opin daglega frá 8—10, nema um helgar frá 4—10, og stendur hún til 1. febr. nk. Hiidigunnur ólafsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.