Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 24.01.1981, Blaðsíða 31
Helgin 24.- 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31. DÍLLINN OG Að velja og hafna „Vilt þú skrifa um fjöl- miðla?” Þessa spurningu fékk ég framan i mig eitt kvöldiö i siöustu viku. Viöbrögðin uröu ekki ég, ég er ekki rétta mann- eskjan, og þó. Hvers vegna ekki? Þú hefur áhuga á fólkinu og umhverfinu. Lesa má aö ekki hafi allir verið á eitt sáttir um stofnun útvarpsins fyrir 50árum. Sumir sögðu aö þaö væri af hinu illa. Þannig er meö alla góöa hluti, sitt sýnist hverjum. Og enn i dag rifst fólk um dagskrá þessa fjöl- miðils, þó fæstir vildu vera án hans. Sjónvarpið er yngra og margir sverja þaö af sér, en læðast siöan i hornið og horfa á „imbann” þegar litið ber á. Þvi er ekki hægt að neita, að sjón- varpiö er hluti af lifi okkar i dag, misjafnlega mikill þó. Sjónvarpiö er krefjandi fjöl- miðill, ef svo má segja. T.d. aö reyna að ná sambandi við ung- ann á heimilinu, sem er 12 ára, þegar hann horfir á iþróttir, er borin von. Alveg eins mætti reyna að halda uppi samræðum við steinsteypunua sem viö búum i. A stundum færist borö- haldiö úr eldhúsinu i stofuna á dularfullan hátt, en þá er bara eitthvaö spennandi i sjónvarp- inu. Þetta ber að varast, aö sjálfsögöu má tækið ekki stjórna okkur. tJtvarpið er ööru visi, það er hægt að hlusta og gera ýmislegt um leib. Mér finnst þaö einnig islenskara en sjónvarpið. Framhaldsmyndaflokkurinn „Kona” i sjónvarpinu var frábær. Það sem konur voru aö gera fyrir öld, á fullan rétt á að vera tekið til meðferðar i fjöl- miðlum á okkar timum og getur kennt okkur margt. En andskoti gengur þetta hægt, félagi kona. „Himnahurðin breið” sat ég um á laugardagskvöldið og hafði gaman af. Oftar mætti vera vel unnið gamanefni i sjónvarpinu, við litum tilveruna svo alvarlegum augum. Einnig umræðuþættir með hinum almenna borgara i aðalhlutverki. Fréttir, nýjustu fréttir, eru vort daglega brauð og enginn maður með mönnum nema hann fylgist með. Það vikkar auðvitað sjóndeildarhringinn og minnir á aö Island er aðeins eitt land af mörgum á jarðarkringl- unni og fleiri eru fólk en íslend- ingar. En misjafnlega er maturinn (fréttirnar) fram bor- inn og okkar er að borða og melta. Mér dettur i hug fólkið sem býr i Stóra-Reykjafelli, Blómey og óskar, „án fjölmiðla” i frið- sæld og fegurð. Liklega myndi ekki öllu borgarbarninu lika slik tilvera. Já, listin er að velja og hafna. Munum, það er okkar að ákveða hvort við búum i Fjall- inu, kveikjum á „sjónó” eöa höfum bara slökkt og gerum eitthvað annað. Jakobina Sveinsdóttir skrifar um útvarp og sjónvarp Riddarinn hugprúði — EllertSchram—Teikning: ÓlafurTh. Ólafsson. í Brekkukoti var sérhvert orð dýrt, litlu orðin lika. Svo mælti fólkið í Brekkukoti „Alltof langur vinnutími Vitur maður hefur sagt að næst þvi aö missa móöur sina sé fátt hollara ungum börnum en missa föður sinn Börn eru nú einu sinni þarfari foreldrum en foreldrar börnum Lærðu að hlakka ekki til. Það er upphaf þess að kunna aö taka öllu Þar sem blautfiskinum sleppir á Islandi, þar tekur latinan við Langatöng er ekki stærri en litlifingur ef maöur mælir báða við óendanleikann Upphaf velliðunar er fólgið i þvi aö vera ekki að skipta sér af hvurt aðrir ætla Menn sem ætla sér að veröa heimsfrægir tolla sjaldan á skólabekk Úr Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness Aðeins eitt starf er til ógeðs- legt, og það er illa unnið starf Hjónum einum á nafnkunnum bæ noröanlands var eitt sinn boðið til veislu i sveitinni. Þegar bóndinn kom úr veislunni var hann spurður hverjir hefðu verið aö mannfagnaði þeim. Karl lét ekki standa á svarinu, taldi veislugestina upp hvern af öörum og bætti svo viö: „Og svo var það ég og konan min og við hjónin bæði”. Stutt spjall við Geirharð Jónsson Dagsbrúnarmann við Reykjavíkur- höfn 1 nepjunni á fimmtudag fór- um við Gunni ljósmyndari niður að höfn og ætluðum okkur að ræða við einhvern verkamann sem lengi er búinn að vera i Verkamannafélaginu Dags- brún. Tilefnið var 75 ára afmæli félagsins á mánudag. Okkur var strax bent á veðurbitinn mann i bláum galla og gátum við dregiö hann afsiðis. Þetta er Geirharður Jónsson, Dags- brúnarmaður i 20 ár, en áður sjómaður. Hann var ekki til- búinn til að fara rifja upp neitt gamalt eða minnisstætt. Nútim- inn i öllu sinu veldi var honum hugleiknastur. — Mét er efst i huga hvernig Dagsbrún hefur þróast. Hér áður fyrr var félagið stolt verkamanna og jafnvel menn úti á landi töldu þaö eitthvað voðalegt. Mér finnst þaö hafa hrottalega sett ofan og hér er heldur ekki lengur nein sam- staða hjá mannskapnum. Hver höndin er upp á móti annarri og engin viðleitni til að koma neinu áleiðis. — Hverju finnst þér helst ábótavant? — Þetta er hrein vinnu- þrælkun og 8 stunda vinnudagur varla orðinn til lengur. Það er alltof mikið fyrir fullorðinn mann að vinna i 14 tima á sólar- hring. — Hvað vinnur þú aö meöal- tali lengi á dag? — Oftast nær 10 tima og stundum upp i 14 tima. — Og hvert er kaupið fyrir dagvinnu? — Ég hef i kaup 4500 kr. á Geirharður: Andinn hefur gjörbreyst mánuði og er þaö heldur hærra 'hjá okkur gamalgrónum hér þvi að við fáum dálitlar prósentur. — En þér finnst sem sagt mikil breyting á móralnum á þeim 20 árum sem þú hefur •unnið hér? — Samstaöan var miklu sterkari fyrir 20 árum, en nú er allt orðiö laust i reipunum. Bæði Eðvarð og Guðmundur J. eru ágætismenn og ég er ekki að ásaka þá. Mikið andlegt erfiði fylgir þvi sjálfsagt að standa i þessari baráttu og ekki hægt að búast við aö þeir endist enda- laust. En það er eins og engir aðrir gefi sig fram i þessi störf. Þetta er allsherjardeyfð. Geirharður hefur lika margt fleira að athuga við verkalýðs- hreyfinguna og rikisstjórnina og er siður en svo ánægður. Og þarna finnum viö gamla bar- áttuandann sem hafnarverka- menn hafa löngum fengið orð fyrir. Hann tekur af sér vettling- inn og kveöur okkur meö handa.- bandi. —GFr Myndagetraun Hér birtist mynd nr. 4 i myndagetrauninni i Sunnudags- blaði Þjóðviljans. Alls veröa myndirnar fimm og er þvi ein eftir. Verölaun fyrir réttar lausnir er helgarferð fyrir einn aö eigin vali meö Ferðafélagi Islands. Lausnir skulu sendast til Þjóðviljans, Siðumúla 6, inn- an viku frá þvi að siðasta mynd- in birtist. Mynd Ég held nú að þann söng sem við heyrum ekki hér i Brekku- koti sækjum við ekki niðrá Austurvöll, skepnan min Smælki Kaupmaðurinn: (við mann sem er að sækja um stööu i búðinni). Hvaö heitirðu? Umsækjandinn: Ma-ma-ma- magnús. Kaupmaöurinn: Þetta þykir mér of langt nafn. Ég kalla þig bara Magnús. Gestur: Hvernig stendur á þvi að þú ert að láta klukkuna hringja viö og við um hábjartan daginn? Heimamaður: Það skal ég segja þér kunningi ef þú segir engum manni frá þvi. Ég geri það til að nágrannar minir haldi að ég sé búinn aö fá mér sima. Benedikt Gröndal skýrir frá þvi i uppsláttarfrétt f Alþýðu- blaðinu að best sé að undirbúa myndun nýrrar stjórnar i kyrrþey. Það er rétt hjá honum að best sé að vinna að málinu i kyrrþey með þvi að slá þvi upp i Alþýðublaðinu. PAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.