Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. september 1982 Eins og fjölmiðlanotendur kann- ast við er fréttaflutningur frá öðr- um löndum á hverjum tíma tak- markaður við eitt eða tvö svæði í heiminum í einu. Nokkrar vikur heyrast varla fréttir frá öðrum löndum en Póllandi og San Salva- dor, síðan koma Falklandseyjar og ýta fréttalöndum næstliðins tíma til hliðar og svo tekur Líbanon við. Fréttasöfnunin eigrar um heiminn og rennur oftast á drunur af skot- hríð. Og þegar blóð rennur ekki lengur eftir slóð, þá er sem áhuginn hraðdvíni, landið hverfur út af fréttakortinu og allsendis óvíst að það skjóti upp kollinum aftur. Eins getur meira að segja farið fyrir styrjöld ef hún dregst mjög á lang- inn og enginn úrslit sýnileg: tökum dæmi af „gleymdu” stríði eins og því sem háð hefur verið í mörg ár um framtíð Eritreu, sem Eþíópu- keisara tókst á sínum tíma að fá í sinn hlut úr þrotabúi ítalska ný- lenduveldisins. Brasilía Fjölmenn ríki á stærö við heilar heimsálfur koma svotil aldrei við sögu í fréttum, að minnsta kosti ekki hér á landi. Net'num Brasilíu tii dæmis, þetta feiknaflæmi meö rösklega hundrað miljónir íbúa. Við kannski heyrum ávæning af því, að þetta sé risi aö vakna, land í mikilli og hraðri þróun, þar hafi orðið drjúgur hagvöxtur í fimmtán ár samfleytt, þar sé mikil fram- kvæmdagleöi. Sá scm heföi litið á skýrslur af þessu tagi gæti haldið að þarna væri sjálft fyrirheitna landið í þriðja heiminum. Land sem væri fyrir tilstilli „hinnar ósýnilegu handar" markaðslögmálanna að yfirstíga vanþróun og stíga inn í samfélag iðnríkja meö aðild og rétti og náttúrlega siðferðisstyrk gegn byltingarstraumum í Róm- önsku Ameríku. Auk þess er landið allmikið herveldi og ofar- lega á lista yfir þau ríki sem gætu komið sér upp kjarnorkusprengju ef ekki á morgunn þá hinn daginn. Við höfum kannski heyrt eitt- hvaö (og þá helst þeir sem hafa les- ið Þjóðviijann) um favelurnar, fá- tækrahverfin í stórborgum lands- ins, og um „rauða" biskupa eins og Helder Camara, sem hafa gerst málsvarar fátækra. Hér í blaðinu hefur líka verið sagt frá verka- mannaforingjanum Luis Ignacio Da Silva („Lula") sem nafn hans ber svipaðan ljóma og nafn Lechs Walesa í Póllandi. En sem fyrr segir: helst hafa menn getað lesið slík tíðindi af hinu mikla ríki, Brasilíu, í þessu vinstrivillublaði okkar, Þjóðviljanum. Hvað veldur? Og maður veit ekki hvernig á þessu stendur. Kannski vilja þeir, sem trúa á forsjá auöhringa, mark- aðshyggju, á bandaríska forsjá í Rómönsku Ameríku, ekki hafa hátt um þróunarmynstur sem er óralangt frá fegruöum draumum um blessun einkaframtaksins. Kannski fara menn hjá sér þegar þeir velta fyrir sér hvaða verði framleiðslutölurnar, hagvöxturinn í Brasilíu er keyptur. Líka þegar það kemur á daginn að hann stend- ur á brauðfótum. Því nú er samdráttur í Brasilíu og erlendar skuldir eru víst um sextíu miljarðir dollara, ekki miklu minni en skuldir Mexíkana sem nú gera stór strik í reikninga alþjóðlegra banka - og eiga þó upp á miklar birgðir af olíu að hlaupa, auðselj- anlegustu vöru heims þrátt fyrir allt. Bakhliðin Og þessi staða dregur skýrar fram en áður það, sem var á bak við framhlið glæsihverfa í Rio de Jan- eiro og Sao Paulo. Það var fyrir nokkrum árum að við heyrðum djöfullegar fréttir af því, hvernig landgráðugir menn eitruðu fyrir Indjána og útrýmdu þeim með öðrum hætti til að sölsa st jórnmál á sunnudegi Arni Bergmann skrifar Land sem er sjaldan í fréttum undir sig land þeirra. Þau morð halda áfram. Og landránið bitnar í æ ríkari mæli á sjálfri þeirri kynlegu blöndu aðfluttra þjóða sem byggja landið. Höfuðeinkenni þróunarinnar eru þessi: Auðfélög og voldugir landeigendur, sem annaöhvort hafa lögregluna á sínum snærum eða hafa ráðið sér byssubófa til illra verka, flæma fátæklinga af því landi sem hingað til hefur dugað þeim til framfærslu. Eins og frá segir í frægri skáldsögu perúanskri sem út kom á íslensku fyrir skömmu hefur gaddavírinn skriðið um landið og iokað fólkið úti. rænt það landi og brauði og sá sem and- mælir getur helst átt von á limlest- hafa orðið að sama skapi fátækari. Þessi helmingur bænda fékk um 23% teknanna árið 1970, en nú er hlutur hans kominn niður fyrir fimmtán prósent. Þannig vinnur hin ósýnilega hönd markaðshyggjumanna-enda er hún í reynd ofur sýnileg og held- ur á kylfu eða byssu. Á vergang Og þó er ekki nema hálf sagan sögð. Það landrán sem stundað er í nafni hagvaxtar og útflutnings hef- ur hrakið gífurlegan fjölda fólks úr sveitum og í favelurnar, skúra- hverfi stórborganna þar sem það dregur dram lífið með íhlaupa- vinnu, vændi, þjófnaði og þar fram sér matar ganga nú hungraðir. Undirstöðufæði sem fyrir sjö árum kostaði 43% lágmarkslauna kostar nú 60%. Víkjum aftur til ársins 1970 eins og þegar vikið var að sveitunum. Þá fékk sú hálf miljón Brasilíumanna sem hæstar tekjur hafði svipað og þær sextán miljónír launamanna sem minnst báru úr býtum. Átta árum síðar, 1978, fékk þessi sama hálfa miljón hinna tekjuhæstu tvisvar sinnum meira en nam samanlögðum tekjum þeirra 15 miljóna sem fátækastir voru. Hér við bætist að 12% vinn- andi manna höfðu cngar þær tekjur sem reikna mætti í peningum. í þessu gósenlandi markaðarins er tekjumismunurinn milli „efsta” og „neðsta” flokks 225 á móti ein- Verkalýðs- barátta Ástandið er hábölvað, en ekki svo slæmt að enginn þori eða geti barist: hér er kirkja hinna snauðu öflugust og hefur sig mest í frammi til að efla sjálfstraust og þekkingu fátækra, hér eru líka háðar merki- legar orrustur í verksmiðjum og um verklýðssamtökin. Það hafa víst ekki margir veitt því athygli, en í þessu landi einkaframtaksins, Brasilíu, verða furðu margar hlið- stæður við baráttu verkafóíks í Pól- landi (og er þó margt ólíkt um stöðu verkamanna í þessum ka- þólsku löndum tveim). Til dæmis að taka mátti í franska blaðinu Le Monde ekki alls fyrir skömmu lesa fróðlega frásögn af átján ára bar- áttu Waldemars Rossi og félaga hans gegn erindrekum þeim, sem stjórnin og kapítalistarnir hafa gert út til að stýra að þeirra vilja einu stærsta verklýðssambandi lands- ins, Sambandi málmiðnaðarmanna í Sao Paulo. Rossi hefur 19 sinnum verið rekinn frá vinnu fyrir baráttu sína - en hann hefur jafnan haldið ótrauður áfram-gegn lögreglu, at- vinnukúgun, gegn meiriháttar fölsunum kosninga í verkalýðssam- bandinu (þeir sem valdhafar hafa komið þar í forystu ráða sjálfir framkvæmd kosninga og hafa margsinnis orðið uppvísir að meiri- háttar kosningasvikum). Lula, Rossi og fleiri hafa skráð marga eftirminnilegustu kaflana í baráttu fyrir raunverulega óháðum verka- lýðssamtökum í heiminum á und- anförnum árum - og þeim finnst að vonum miður, að blöð heimsins vita hundrað sinnum minna um þá sögu en um pólska verkamannafor- ingjann Walesa, sem a.m.k. Lula hefur oft verið borinn saman við. verið látinn í friði fyrir að hafa í- trekað skoðanir á borð við þessa hér. Vopnaðir hægrimenn hafa rænt biskupi. barið hann til óbóta og skilið hann eftir nakinn úti á götu, útbíaðan í rauðri málningu. Fyrir þrern árum fannst sprengja á bak við altarið í dómkirkju hans. ingum eða morði. Stórbúgarðar stækka og nýir verða til, þar sem framleitt er til útflutnings, til að greiða fyrir iðnþróun síðustu ára. En þetta þýðir líka, að hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátæk- ari. Árið 1970 fékk það eina pró- sent bænda sem ríkastir voru í sinn hlut um 10% tekna af landbúnaði - en tíu árum síðar höfðu þessir sömu stórbændur þrefaldað hlut sinn - fengu þeir um 30% allra tekna í landbúnaði. En sá helming- ur bænda, sem þennan áratug hef- ur verið á flótta undan mútuþægum embættismönnum, einkalögreglu ríkismanna og svo þeirri lögreglu sem á að vernda þegnana - þeir eftir götum . 1 Sao Paulo fylki einu saman hafa þessir lífshættir skilið eftir sig 400 þúsundir „yfirgefinna" barna og unglinga. Klerkar halda því reyndar fram, að a.m.k. 25 miljónir barna og unglinga (undir 18 ára aldri) séu annaðhvort á ver- gangi eða lifi við beinan skort. Hér er um að ræða 40% allra Brasilíu- manna af uppvaxandi kynslóð. Fátækir verða fátækari Og ástandið fer versnandi. Þeir sem fyrir nokkru gátu aflað um. I efsta flokkinum eru allir þeir sem hafa 20 sinnum meira en lág- markslaun eða meira. í neðsta flokki eru þeir sem bera úr býtum minna en fjórðung lágmarkslauna. Orð biskups Don Adriano Hipolito, biskup í Igauacu kemst svo að orði um þessa þróun: „f þessu landi er allt sveigt undir yfirstéttina. Alþýðan lifir með öllu utan við félagslegar breytingar. Hagvöxtur var áður fyrr að nokkru leyti lýðræðislegur. Svo er ekki lengur". Þetta virðast einstaklega hógvær orð. En biskup hefur ekki Pá og nú Eins og fyrr var um getið: heims- álfan Brasilía er ekki í fréttum né þau lönd önnur þar sem sú saga gerist enn, að hinir ríku verða rík- ari og hinir fátæku fátækari. Þeir sem trúa því statt og stöðugt að „hægra einræði er betra en vinstra einræði”, að kapítalisminn sé eina færa leiðin út úr fátækt, þeir munu kannski vísa til þess þegar þeir eru minntir á slíkt land. að annað eins hafi heyrst áður. Til dæmis hafi Evrópu iðnbyltinganna á 19, öld um margt svipað til Brasilíu nú - og sjáið þá velmegun sem síðar reis af blóði, svita og tárum! En það er ekki víst að sú saga endurtaki sig. Sú velmegun sem reis af iðnbylt- ingum var í mjög ríkum mæli tengd því, að nýlenduheimurinn þjónaði undir iðnríkin, að það var nóg af auðsóttum auðlindum jarðar sem hægt var að fleyta rjómann af. Síð- an hefur verið sóað geysilega miklu af orku, hráefnum, skógum, mold og vatni sem áður fyrr sýndust ó- tæmandi. Og á nítjándu öld gátu evrópskir gróðamenn sem voru að koma á „hagræðingu" í búskap hrakið það fólk sem var fyrir þeim til Ameríku (t.d. Hálendinga og þá fra sem ekki voru fallnir úr hungri). Nú verða ekki lengur fundin þau strjálbýlu gróðurlendi sem allsleysingjar Evrópu voru reknir á áður. Hinn brasilíski stór- kapítalismi í borgum og land- búnaði hefur engin svör við því, hvað hann ætli að gera við sína alls- leysingja, sem eru honum hvorki vinnuafl né neytendur svo heitið geti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.