Þjóðviljinn - 11.09.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 11.-12. september 1982 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. I Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Clafsson, Magnós H Glslason, ölafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sig urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. tþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardót.ir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Öladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Svein >ttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla r tuglýsingar: Siöumúla 6, Revkjavik, simi: 8 13 33 Prentun: Bia&aprenf r itst jornararci n úr aimanakínu Um apaketti • Paö er undarlega komið fyrir málgagni Alþýðu- flokksins. Leiðara eftir leiðara keppist ritstjóri Alþýðu- blaðsins, sem nú siglir inn á þing í staðinn fyrir Bene- dikt Gröndal, við að staðhæfa, aö íslenskur efnahags- vandi stafi af því að búið sé að svíkja einkaframtakið. Höfuðsökudóigarnir eru þeir sem hann kallar komm- ana í Alþýðubandalaginu og hálfkommana í Framsókn - en fleiri eru kallaðir til ábyrgðar. Meðal annars lýkur fimmtudagsleiðara blaðsins á því, að Sjálfstæðisflokk- urinn beri einnig ábyrgð á því að einkaframtakið sé dautt, á því að „búið er að drepa niður framtak, áræði og framkvæmdavilja einstaklinganna í þjóðfélaginu“. Pað er engu líkara af þessum málflutningi en kapítal- isminn væri með öllu af lagöur á íslandi ef ekki nyti við Jóns Baldvins Hannibalssonar og kannski örfárra rétt- látra í Sódómu Sjálfstæðisflokksins. • Alþýðublaðsritstjórinn rekur markaðsvandræði okkar og greiðsluraunir til þess, að miklu ráði „pólitísk- ir apakettir, sem kunna ekki stafrófið í hagstjórnarað- ferðum siðaðra þjóða“. Það er reyndar ekki úr vegi að grípa ritstjórann á þessari prúðu formúlu og spyrja, hvar þessum siðrænu hagstjórnaraðferðum sé beitt af viti nú um stundir. Sjálfur hefur hann hundskammað frændur sína, hægrikrata á Norðurlöndum, fyrir að kunna ekki hagstjórnarráð. Ekki er vitað til þess að honum hafi þótt ástæða til að hrósa frönskum sósíalist- um fyrir hagstjórnarvisku, en þeir standa reyndar i greiðsluerfiðleikum og kjaraskerðingu núna rétt eins og nkisstjórnin íslenska. Uppgangsríki eins og Vestur- Þýskaland var, er komið á hættusvæði, að maður ekki tali um vesældina í hinu gamla verkstæði heimsins, Bretlandi. • í Suður-Ameríku ætluöu ýmiskonar ríkisstjórnir, sumar settar af hernum, aðrar til komnar í einhvers- konar kosningum, að flýta för sinni til velmegunar með miklum lántökum til fjárfestingar og uppbyggingar. Hjá allmörgum þeirra hefur hagvöxtur verið drjúgur og handhafar „hagstjórnaraðferða siðaðra þjóða“, fjár- málavitringar hinna ríku landahafa klappað skjólstæð- ingum sínum á öxlina og sagt að allt horfði til hins betra. En nú reynast þessar framfarir reistar á sandi - öll helstu ríki álfunnar, hvort sem þau eiga þægilegan gjaldmiðil eins og olíu eða ekki, eru í hrikalegum kröggum. Hvort sem þau hafa störan ríkisgeira eins og Mexíkó eða hafa gefið einkaframtakinu dýrðina eins og Chile: vandræðin eru allsstaðar af þeirri stærðargráðu, að ef þessi ríki ættu að standa við skuldbindingar sínar á árinu 1982 þyrftu þau að greiða þriðja hvern dollar af útflutningstekjum sínum bara í vexti. Og þá eru allar afborganir eftir. • Og ef einhver vill um þessi ríki segja, að það sé ekki gott að taka þróunarlönd til dæmis, þá er að benda á hina hliðina á þessu máli. Á fjármálavitringa Banda- ríkjanna, Sviss og fleiri landa, sem hafa dælt út þessu fjármagni og að sjálfsögðu ekki í góðgerðaskyni, held- ur til að græða á viðskiptum við lönd, sem eiga drjúgar auðlindir, og greiða fyrir eigin útflutningi til þeirra. Þessir menn hafa reynst svo skammsýnir í siðferðilegri hagstjórn, að nú fer mikið kvein um fjölmiðla urn að samanlagt peningakerfi hins vestræna heims geti hrunið! • Það verður semsagt nokkuð erfitt fyrir ritstjóra Alþýðuflokksins að finna menn sem hann ekki þarf að kalla apaketti í hagstjórn. Það væru þá helst Japanir með bílana sína og myndsegulböndin. Færi líklega best á því úr því sem komið er að gera Alþýðuflokkinn að útibúi og umboðsaðila fyrir Mitsubishi. — áb Ég hef átt þess kost, með viku millibili, að sitja aðalfundi tveggja þýðingarmikilla sam- taka, nú fyrir skemmstu. Sá fyrri var aðalfundur Skógræktarfélags íslands, sem að þessu sinni var haldinn á Akureyri. Hinn síðari var aðalfundur Stéttarsambands bænda og var í Borgarnesi. Það er útaf fyrir sig mikið ánægjuefni að hitta á þessum fundum skemmtilegt, lífsglatt og fjölfrótt fólk. Hitt er þó ennþá meira um vert, að finna hina heitu og sterku trú þess á mögu- leikum þjóðarinnar og mætti til þess að lifa hamingjuríku lífi í landinu og standa á eigin fótum, efnahags- og menningarlega. Það var býsna þungt fyrir fæti hjá frumherjum skógræktar í landinu um og upp úr aldamótun- um síðustu. Almenningur hafði — og mjög að líkum ekki mikla trú á að trjágróður gæti þrifist á því landi þar sem svo gat árað, að jafnvel gras náði naumast að spretta, eins og í harðinda- árunum upp úr 1880. En frum- herjarnir létu ekki bugast og héldu ákveðnir áfram sínu trú- boði bæði í orði og verki. Og að því rak, að fólk tók að láta sann- Tveir fundir færast. Sjá mátti vöxtulega trjá- lundi víða um land, og það sem meira var: nytjaskógur á Islandi var orðinn staðreynd. Fyrir 10-11 árum hófu nokkrir bændur austur á Héraði að rækta heimilisskóga. Á þessu skamma árabili hafa þeir tekið alveg ótrú- legum framförum. Ef vöxtur þessara trjáa þeirra Héraðsbúa verður viðlika næstu 10 árin sýn- ist ekki ýkja langt í land með að þar verði vaxinn upp skógur til margháttaðra nytja. Og nú hafa bændur víðar hugs- að sér til hreyfings. Bæði Árnes- ingar og EyFirðingar eru þess al- búnir að feta í slóð stéttarbræðr- anna í Fljótsdalnum. Mér er ekki kunnugt um hversu margir Ár- nesingar eru í þeirri fylkingu en 38 eyfirskir bændur hafa boðið fram land til skógræktar, alls tæpa 900 ha. Skiptast þeir á 10 hreppa í héraðinu. — Hvað vakir fyrir þessum bændum? Er það hagnaðarvon? Nei, því fer fjarri, að ekki einn einasti þeirra gerir sér vonir um að skógurinn verði þeim til búdrýginda. Nytjarnar féllu þeim í skaut, sem á eftir kæmu og við tækju. Á hinn bóg- inn mundi skógurinn fljótlega fegra landið og bæta. Það væru þeirra laun. Vitanlega er ekki hægt að ætl- ast til þess að viðkomandi bænd- ur beri allan kostnað af þessum framkvæmdum því hann er ær- inn. Þegar bændurnir voru að þvi spurðir, hvort þeir væru reiðu- búnir til þess að kosta efni og uppsetningu nauðsynlegra girð- inga um landið, cf þeim yrðu lagðar til plöntur þá töldu 20 bændur það aðgengilega skipt- ingu á kostnaðinum. Þrettán bændum fannst sjálfsagt að þeir gerðu betur en að kosta girðing- arnar. Sjálfsagt eru viðhorf Ár- nesinga svipuð. Þessir menn „hugsa ekki í árum“. Á aðalfundi Stéttarsambands- ins var að vonum mikið rætt um framleiðslu- og verðlagsmálin. Bændur hafa að undanförnu legið undir látlausum og illvígum árásum frá allskonar mannskap, sem í raun og veru veit ekkert um hvað hann er að tala, — og vill ekki vita það. Bændur eru sakað- ir um að framleiða matvæli, sem ekki eru seljanleg, þeim er borið á brýn að vera ómagar á þjóðinni, — sem þeir eru auðvitað enginn hluti aF. Fremstir í þessum fjandaflokki eru menn, sem sum- Magnús H.Gislason skrifar ir hverjir hafa aldrei unnið nýti- legt handtak og eru ekki líklegir til að eiga það eftir. Engum er auðvitað Ijósara en bændum sjálfum að þeir hafa að undanförnu framleitt meira af kjöti og mjólk en unnt hefur reynst að selja á innlendum markaði Árum saman fóru þeir fram á það við Alþingi að fá laga- heimild til þess að geta tekið skipulega á þessu vandamáli. Æ ofan í æ var þeim synjað um það. Þegar Alþingi loks sá svo sóma sinn í að leysa þetta þá var vanda- málið bæði orðið stærra og tor- leystara. En hvernig brugðust bændur við þegar þeir, seint og um síðir fengu þessa heimild. Þeir gerðu þegar ráðstafanir, sem á tiltölulcga skömmum tíma hafa leitt til þess, að mjólkurfram- leiðslan hefur aðlagast innan- landsmarkaðnum. Sami árangur hefur ekki náðst í kindakjöts- framleiðslunni að þessu. Enda þótt sauðfé hati fækkað um 100 þús. á fáum árum dugar það ekki til og veldur þar miklu um lokun markaða erlcndis. Þessvegna ætla bændur, með frjálsu sam- komulagi, að fækka fénu um 50 þús. nú í haust. Það gerist ekki án fórna en það verður gert samt. Síðan þessi ákvörðun var tekin hafa margir bændur tjáð sig fúsa til að fækka fé sínu en ekki einn einasti þéttbýlisbúi. Ég held, að sumar stéttir þessa þjóðfélags a.m.k. gætu ýmislegt af bændum lært. Þeir eiga, öllum síður, sök á þessari verðbólgu, sem tröllríður þessu þjóðfélagi og sem gerir það m.a. að verkum, að búvörur verða ekki fluttar út fyrir viðunandi verð. vegna þess hve framleiðslukostnaður er hér hár. Hækkun á búvörum kemur ávallt í kjölfar annarra hækkana, er afleiðing þeirra, ekki orsök. Hvaða stétt aðrir en bændur þurfa að una því að bíða eftir að fá greiddan hluta af launum sín- um í heilt ár og raunar oft lengur? Og hvernig halda menn að verð- bólgan leiki þær eftirstöðvar? Skyldu þær ekki eitthvað vera farnar að rýrna að verðgildi þeg- ar þær loksins hafa náð höfn? Við íslendingar búum, sem betur fer, ekki við matarskort, þótt eigi sé hann þó ýkja langt að baki. En er það ekki hálf hrá- slagalegt, (svona innan sviga), að tala um offramleiðslu á matvæl- um í heimi þar sem hálft mann- kynið hangir á barmi hungur- dauðans? Oft heyrist því haldið fram að bændur séu of margir. Hér er ekki rúm til að rökræða þá skoðun nú en ég er henni alger- lega andvígur. Enginn talar á hinn bóginn um að óþarflega stór hluti þjóðarinnar haFi framfæri sitt af verslun. Þegar að kreppir þar þá er ekki talað um að fækka í stéttinni, nei, þá á bara að bjarga málunum með því að selja dýr- ara. Það var ánægjulegt að verða vitni að því, — og kcmur þó undirrituðum ekkert á óvart, — af hve miklu raunsæi og ábyrgð- artilFinningu bændur tóku á þess- um málum á Stéttarsambands- fundi sínum. En samtímis því, að þcir ákveða að svipta sjálfa sig tekjum í þágu þjóðarheildar- innar, — eða hvað — ?, ræða þeir um að legg,ja í kostnað við að koma upp skógum handa fram- tíðinni. Skrítið fólk, finnst ykkur ekki? — mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.