Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 30
30 SIÐA —ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. september 1982 Kartöflu- uppskera er vel í meðallagi Haustveröið kemur um helgina Núum helgina kemurnýtt verð á kartöflur, endanlegt haustverð og cr gert ráð fyrir að þær lækki enn i smásölu. i vikunni kostuðu kartöflur i 3,5 kg pokum 17.20 og er það nokkur lækkun l'rá verðinu sein var fyrst i haust. Kartöfluuppskeran er vel i meöallagi, en nokkuö mismun- andi eftir sveitum, samkvæmt upplýsingum i'rá Grænmetis- verslun landbúnaöarins. t>á er einnig búiö aö skipta um verö á útiræktuöu grænmeti, káli og gul- rótum, sem sell er i gegnum grænmetisverslunina, en liliö er byrjaö aö taka upp af rófum enn- þá. — þs. Gröndal til Stokkhólms og Hörður tffl SÞ Benedikt Gröndal, fyrrverandi utanrikisráöherra helur tekiö viö störfum sendiherra islands i Svi- þjóö og aíhenti hann Karli Gústaf, Sviakonungi trúnaöarbréf silt 2. september sl. Þá hefur Höröur llelgason, sendiherra lekiö viö störlum faslafulltrúa islands hjá Sameinuöu þjóöunum. Afhenti hann Javier Perez de Cuellar, aöallramkvæmdastjóra St* trún- aðarbréf sitt 8. september sl. Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SÍF „Setur okkur í /'*• <\ <\ j •• \ 9 9 erjioa aostoðu „Þessi sterka staða bandaríska dollarans er geysileg refsing á kaupendur okkar og setur okkur jafnframt í erfiða stöðu gagnvart keppinautum", sagði Friðrik I’álsson framkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenskra fiskframleið- enda, aðspurður um stöðuna á saltfiskmarkaðinum. í júní ísumar samþykkti SÍF aö lækka verö á saltfisksölusamningi viö Portúgali um 7% til aö koma til móts viö gííurlega hækkun á Bandaríkjadollar frá því aö samningar voru geröir um síöustu áramót. Á sama tíma og doilara- gengi hefur hækkaö um 12- 14% gagnvart evrópugjaldmiölum hefur þaö hækkaö um rúm 25% gagnvart portúgalska eseudo- anum. Sa m k væm t b ráöabi rgöat ö I u m er búið að framleiða um 52 þús tonn af saltfiski innanlands frá ár- amótum til ágústloka sem er um 7% minni framleiösla en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir mun minni skreiðarvinnslu í sumar en oftast áöur , vegna lokunar á Nígeríu- markaði. Aö sögn Friöriks Pálssonar er búiö aö selja alla saltfiskfram- leiðsluna þótt óvíst sé um hlutfall tlokkaskipunar en töluvert mikið hefur veriö saltaö af smáfiski í vor og sumar. ..Þaö horfir ekki vel meðan dollarinn er svo sterkur senr raun ber vitni". segir Friörik aöspurö- ur um útlitiö í haust og vetur, ,.og því munum viö frekar hvetja menn til aö fara varlega í aö salta smafisk." -lg Alheimssöngvarinn á þýsku Jón Laxdal flytur gestaleik í Þjóðleikhúsinu sunnudagskvöld Einn nafntogaðasti leikari okkar íslendinga, Jón Laxdal, mun á sunnudagskvöldið flytja gestaleik í Þjóðleikhúsinu. Það er leikritið Alheimssöngvarinn, Der Weltsánger sem samið er af Jóni og verður leikritiö flutt á stóra sviðinu í leikhúsinu. Flutningur þessi mark- ar á vissan hátt tímanót, því ekki aðeins verður Jón eini leikarinn, heldur verður málum svo háttað að leikurinn verður fluttur á þýsku. Leikritiö fjallar um söngvara i0fti í Ríkisóperu í smábæ einum í nokkurn sem hefst viö uppi á háa- Sviss. Hann hefurfjarlægst nokkuö samferðamenn sína. Dvelur hann stundum í hrókasamræðum við sjálfan sig og brúðu eina er hann hefur búið til. Umræðurnar snúast helst um það merkilega skilnings- leysi annara aö hafa ekki uppgötv- að snillinginn sem í honum býr. Á fundi með blaðamönnum í gær, sagði Jón að hann heföi á viss- an hátt sótt efniviðinn í leikritið í Brekkukotsannál Halldórs Lax- ness eða það sem ekki kom fram á heyloftinu hvar Garðar Hólm faldi sig fyrir umheiminum. Alheimssöngvarinn hefur verið fluttur víða í hinum þýskumælandi löndum. einkum V-Þýskalandi og Jón Laxdal: Lék síðast á fjölum Sviss. Leikritiö veröur aðeins flutt Þjóðleikhússins fyrir 10 árum. Hér einu sinni hér á landi. Hefst þaö kl. er hann í hlutverki Steinars bónda í 20 á sunnudagskvöldið. Paradísarheimt. -hól. 970 millibara lægð við suðurströndina Mjög slæmt á Vestfjörðum Bjart fyrir sunnan um helgina Mjög hvöss norðanátt, hálfgert ofsavcður, gekk yfir noröanverða Vestfirði i gær. Slydda var við ströndina en snjókoma og skaf- renningur til fjalla. Þorska- fjarðarheiði lokaðist i fyrrinótt og óvist hvenær hún verður opnuð aftur. Sama hvassviðrið gekk yfir Norð-austurland i fyrrinótt og þá lokaðistHellisheiöi eystri og óvist hvort hún verður opnuð aftur fyrr en eftir helgi. Að sögn Veöurstoíunnar var mjög djúp lægð, 970 miliibör, suður af landinu og þokaöist i nótt sem leiö austur meö suðurströnd- inni. Samhliða eiga skilin sem voru yfir Vestfjöröum i gær að ganga yfir Noröurland i dag en ekki er búist viö eins miklu hvass- viðri og var á Vestfjöröum i gær. Sunnanlands er búist viö björtu og fallegu haustveöri um helgina en á sunnudagskvöld má búast við austan átt og rigningu. — Ig Ríkisvald, ASÍ og fatlaðir Samráðs- nefnd sett áfót Félagsmálaráðhera hefur skipað samráðsnefnd Alþýðusambands- ins, hagsmunasamtaka fatlaðra og ríkisvaldsins, þar sem hagsmuna- mál fatlaðra verði til stöðugrar skoðunar og umfjöllunar. Þessi nefnd er skipuö í samræmi viö yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og ÁSI frá 30. júní í sumar. Samráðsnefndin skal m.a. fjalla um atvinnumál fatlaöra. uppbvgg- ingu verndaðra vinnustaða og rétt- indi til lífeyrissjóða svo og vera um- sagnaraðili um lög og reglugerðir sem snerta málefni fatlaðra. í nefndina voru skipuö: Margrét Margeirsdóttir formaöur. Tryggvi Þór Aðalsteinsson fulltrúi ASÍ, Halldór Rafnar fulltrúi Öryrkja- bandalagsins, Theodór A. Jónsson fulltrúi Sjálfsbjargar, Jón Sævar Alfonsson fulltrúi Þroskahjálpar og Arnór Pétursson fulltrúi BSRB. — Ig- H j ólreiðakeppnl í Keflavík Þriðja hjólreiöakeppni Knatt- spyrnufélags Keflavikur fer fram i dag, iaugardag og hefst við iþróttavallarhúsið i Kcflavik kl. 14. Keppt verður i þrem flokkum, 13—14 ára, 14—16 ára og 16 ára og cldri. Lciöin sem hjóluð cr verður i gcgnum Sandgerði og siðan sem leið liggur i gegn Garð til Kefla- vikur, alit i allt um 25 kilómetrar. Leiðrétting Forstjórar Vinnueftirlits ríkisins og Hollustuverndar ríkisins hafa óskað eftir að koma að athugaseind vegna ónákvæms orðalags í niður- lagi fréttar í Þjóðviljanum í gær. Þar var fjallað um málefni efna- verksmiðjunnar Eims við Seljaveg og haft eftir Eyjólfi Sæmundssvni, forstjóra Vinnueftiriitsins að Holl- ustuvernd ríkisins ætti að hafa eftirlit mcð mengun utan vinnu- staðarins. Hér er um misskiining að ræða sem óskað er velvirðingar á. Leiðrétting forstjóranna er svo- felld: „1 Þjóðviljanum í dag birtist frétt um málefni fyrirtækisins Eims h.f. og opinbert eftirlit með því. Af fréttinni mætti ráða, að vafi léki á verkefnasvið Vinnueftirlits ríkisins og Hollustuverndar ríkisins í eftirliti með starfsemi fyrirtækis- ins. Vegna þessa vilja undirritaðir taka fram eftirfarandi: 1. Gildandi lagaákvæði eru skýlaus: Vinnueftirlitið fjallar um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi starfsmanna á vinnustöðum. Eftir- lit þess nær einnig til varna gegn sprengihættu og öðrum tilsvarandi óhöppum, sem ættu upptök sín á vinnustað og gætu allt að einu vald- ið hættu fyrir starfsmenn fyrirtækis og íbúa í nágrenni vinnustaðar. 2. Heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laga annast eftirlit með og hlutast til um varnir gegn mengun og ó- hollustu í ytra umhverfi. Hollustu- vernd ríkisins hefir vfirumsjón með heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. 3. Náið samstarf er með Hollust- uvernd ríkisins og Vinnueftirliti rfkisins um samræmingu aðgerða í málum sem þessum. þar sem af- skipti beggja stofnana þurfa að koma til. 10.9.1982 Eyjólfiir Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, Örn Bjarnason, forstjóri Holl- ustuverndar ríkisins.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.