Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 31
Helgin 11.-12. september 1982 þjóÐVILJINN — SIÐA 31 Hvað kostar að fara tll sérfræðíngs? Ellefu læknar hafa ekki samning við Tryggingastofnun ríkisins „Þess eru dæmi að sjúklingar vita ekki annað en að þeir eigi rétt á endurgreiðslu reikninga fyrir alla sérfræðiþjónustu og því var sam- þykkt í Tryggingaráði að vekja at- hygli á því að svo cr ekki,” sagði Kristján Guðjónsson í sjúkratrvgg- ingadcild Tryggingastofnunar í samtali í gær. I auglýsingu frá stofnuninni, sem birst hefur í dag- hlöðum undanfarna daga er sjúk- lingum bent á að lciti þeir til ellefu nafngreindra sérfræðinga í lækningum geri þeir það á eigin kostnað og án allrar þátttöku sjúkrasamlaga í kostnaðinum. Sagði Kristján það bagalegt að þurfa að vísa gömlu fólki frá þegar það kæmi með reikninga sem það hefði greitt í góðri trú um endur- greiðslu, en slíkt kæmi því miður fyrir. Læknarnir sem hér um ræðir. standa utan við samning sem gerð- ur hefur verið milli Trygginga- stofnunar og Læknafélagsins um greiðslu fyrir verk sent sérfræðing- ar vinna á stofum. þe. utan sjúkra- húsa. Samningurinn var endur- nýjaður s.l. sumar og gildir til ára- móta en samkvæmt honum greiðir sjúklingur fast gjald fyrir hvert við- vik læknis og breytist það gjald í samræmi við vísitöluhækkanir. Nú er gjaldið 50 krónur að sögn Krist- jáns og greiðir sjúkrasamlagið ntis- mun þess sem læknisþjónustan kostarskv. samningum og . ■: lags sjúklingsins. Á hinn bóginn verða sjúklingar að greiða það sem lækn- arnir ellefu setja upp hverju sinni og geta leitað eftir endurgreiðslu hjá sjúkrasamlaginu, sagði Krist- ján. Jú, fólk kemur hér og vill fá slíka reikninga endurgreidda, sagði Steinunn Lárusdóttir. forstjóri sjúkrasamlagsins. Sagði Steinunn að hér væri oft um upphæöir á bil- inu 2—300 krónur að ræöa og engar undanþágur væru í þessu sam- bandi. Þá benti hún á að venjulega færi fólk fyrst til heimilislæknis sem vísaði því á sérfræðinga og heim- ilislæknarnirættu aðgeta bent fólki á þennan mismun. I’ess má geta að þó þetta sé í fyrsta skipti sem Tryggingastofnun sendir slíka auglýsingu eða að- vörun frá sér þá hefur hópur lækna lengi staðiö utan við samninginn. -Ál AB Akranesi slítur meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Ráðning nýs bæjar- stjóra réð úrslitum Hœfasta umsœkjandanum hafnaö vegna pólitískra skoðana hans „Þegar samstarfsaðilar okkar í leirihluta bæjarstjórnar höfnuðu, reinilega hæfasta umsækjandan- m um bæjarstjórastöðu, eingöngu -gna þess að hann er sósíalisti, nnst okkur að grundvöllur fyrir imstartl sósíalísks flokks við þessa okka sé brostinn. Því gengum við t úr meirihlutasamstarfinu” sagði agnheiður Þorgrímsdóttir, vara- æjarfulltrúi Alþýðubandalagsins Akranesi. Fjölmennur félagsfundur Ai- ýöubandalagsins á Akranesi sam- ykkti í vikunni að slíta meirihlut- sámstarfi við Sjálfstæðisflokk og dþýðuflokk um stjórn bæjarmála Akranesi. í fréttatilkynningu frá AB á Akr- anesi segir að vinnubrögð sam- starfsflokkana við ráðningu bæjar- stjóra fyrr í sumar hafi verið með þeim hætti að engan veginn verði við unað. „Þar var óvenju hæfum umsækjanda, Rúnari B. Jóhanns- syni, rekstrarhagfræðingi og endurskoðanda, hafnað sakir stjórnmálaskoðana hans. Sér- menntun hans á sviði opinbers rekstrar ekki metin neins, né held- ur þekking hans á bókhaldi og fjár- málastjórn. Stóru orðin um nauð- syn traustrar fjármálastjórnar og föst tök á bókhaldi bæjarins náðu ekki lengra en svo að þegar hæfasti fjármálastjórinn reyndist vera vinstri maður, var honum hafnað án nokkurs rökstuðnings." Ragnheiður Þorgrímsdóttir Reyndar var öllum umsækjend- um urn starf bæjarstjóra á Akra- nesi hafnað en þess í stað lögð fram málamyndaumsókn um annan mann á bæjarstjórnarfundi og um leið gengið frá ráðningunni. Alþýðubandalagið á Akranesi tekur fram að gagnrýni þess á máls- meðferð við ráðningu bæjarstjóra sé á engan hátt beint gegn Ingi- mundi Sigurpálssyni sem ráðinn var bæjarstjóri, heldur vinnu- brögðum fyrrum samstarfsflokka í bæjarstjórn. Þessi ákvörðun Alþýðubanda- lagsins verður tekin fyrir á bæjar- stjórnarfundi n.k. þriðjudag, en Sjálfstæðjsflokkur og Alþýðu- flokkur halda áfram mcirihluta í bæjarstjórn með fimm fulltrúa gegn fjórum fulltrúum Alþýöu- bandalags og Framsóknarflokks. „Við höfum fulltrúa í bæjarráði út á fyrri meirihluta og leggjum því til að kosið verði upp á nýtt í ráö og nefndir bæjarins. Starf okkar í bæjarstjórn mun byggjast á bæjar- málastefnuskrá flokksins og við virðum það málefnasamkomulag sent fyrrverandi meirihluti stóð að“, sagði Ragnheiður. -Ig- Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins: Sumir ekki með stofur Óánægja hjá bœklunarlæknum með samninginn Það eru ýmsar ástæður fvrir því að menn kjósa að standa utan við þcnnan samning, sagði Páll Þórð- arson, framkvæmdastjóri lækna- félagsins, og benti á að þetta væri aðeins lítill fjöldi starfandi lækna. Hvað bæklunarlæknana tvo á listanum varöar. þá er um að ræða ágreining viðTryggingastofnun um samninginn. Nokkrir sem á listan- um eru starfa ekki sjálfstætt á stof- um heldur aðeins inni á sjúkrahús- um eða við kennslu. sagöi Páll. Þá vinna aðrir svo lítið á stofum að þeim finnst þægilegra að sleppa við að rukka endurgreiðslurnar og enn aðrir hafa svo sínar persónulegu ástæður. Páll sagöi að þetta væri mikið til sami hópurinn í gegnum árin. en þó heföu nokkrar breytingar oröiö á honunt að undanförnu. t.d. hefði augnlæknir sem lengi hefði staðið utan samnings nýlegti gerst aöili að honum og einnig geölæknir. Þá sagöi Páll að samningur lækna- félagsins við Tryggingastofnun væri bindandi fyrir þá sem sam- kvæmt honum vinna, en jafnframt lágmarksgjaldskrá þeirra lækna sem stæðu utan viö hann. Sagðist hann ekki vita til annars en að þeir beittu gjaldskránni þegar þeir gerðu reikninga fyrir sína vinnu. - ÁI Minnist Tyrklands Á sunudagskvöld kl. 21 verður haidinn á Hótel Heklu við Rauðar- árstíg fundur til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá valdaráni her- foringja í Tyrklandi. Á fundinum verða fluttar ræður unt baráttu alþýðunnar í Tyrklandi gegn herforingjastjórninni og lesin tyrknesk ljóð. Þá verða einnig al- mennar umræður og fyrirspurnir. Það eru baráttusamtök fyrir stofnun Kommúnistaflokks á ís- landi sem standa fyrir fundinum. Samband íslenskra sveitarfélaga: Bjöm Fríðfmnsson kjörinn formaður Tólfta landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hófst að Hótel Sögu í Reykjavík 8. sept., lauk laust fvrir kl. 3 í gær. Síðasta dagskrármálið var kosning stjórnar, fulltrúaráðs og endurskoðenda. í stjórn voru kjörnir: Formaður: Björn Friðfinnsson, Reykjavík. Stjórn: Ingibjörg Rafnar, Reykjavík, Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnarnesi, Húnbogi Þorsteins- son, Borgarnesi. Jónas Ólafsson. Þingeyri. Þórður Skúlason, Hvammstangá. Helgi M. Bergs, Akureyri, Logi Kristjánsson, Neskaupstað. Ölvir Karlsson. Ása- hreppi. Frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á myndinni má m.a. sjá Salóme Þorkelsdóttur, alþingismann. Loga Kristjánsson, bæjarstjóra og Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúa. Mvnd: ~eik Varastjórn: Jón G. Tómasson, Reykjavík, Hulda Valtýsdóttir. Reykjavík, Haraldur Sigurðsson, Hafnarfirði. Árni Emilsson, Grundarfirði, Guðmundur H. Ing- ólfsson, ísafirði, Jón Guömunds- son, Hofshreppi, Skag., Freyr Ó- feigsson, Akureyri, Björn Krist- jánsson, Hafnarhreppi, Jón Eiríks- son, Skeiðahreppi. Kristján Magnússon flutti þá breytingatillögu við tillögu kjör- nefndar að í stað Loga Kristjáns- sonar kæmi Jóhann Clausen og að í stað Hauks Þorvaldssonar kæmi Björn Kristjánsson. Eftir nokkrar umræður féllst Kristján á að draga til baka tillögu sín um Jóhann gegn því að Björn kæmi inn sem vara- maður. Féllst kjörnefnd á þá miðl- unarleið sem og aðrir þingfulltrú- ar. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.