Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 21
Helgin 11.-12. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Því var spáð að sam- heldnin rofnaði fljótt Septembermenn: Guömunda, Sigurjón, Valtýr, Kristján, Þorvaldur og Jóhannes. Sá sjöundi er Karl Kvaran. (Ljósm. eik) Það er alltaf eitthvað verið að bauka, sagði Þorvaldur Skúlason og benti með pipunni i kringum sig þar sem verið var að ganga frá sýningu Septembermanna sem nú eru sjö saman á Kjarvals- stöðum og verða þar með fjölda listaverka fram til 20. september. Hópurinn sýndi fyrst árið 1947 á æskudögum afstraktmálverksins hérlendis og urðu þá stormar og strið út af myndunum. Septem- bersýningar urðu þá fjórar, en siöan var samstarfiö endurvakið fyrir tiu árum og hópurinn hefur sýnt á hverju ári siðan. I ár sex málarar: Guðmunda Andrés- dóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Daviðs- son, Valtýr Pétursson og Þor- valdur Skvílason og Sigurjón Ólafsson myndhöggvari. Sjaldgæft — Jú, segir Þorvaldur, ég get trúað að það sé sjaldgæft að hópur haldi saman svona lengi — annars hefi ég ekki lagt hausinn i bleyti út af þvi sérstak- lega. — Hvað finnst þér þegar unga fólkið sprettir fingrum að ykkur og kallar ykkur akademiska? — Eg tek það ekki mjög alvar- lega. Við vorum að þvi leyti öðru- visi, að þótt við værum kallaðir byltingar- og niðurrifsmenn þá bárum við mikla virðingu fyrir eldri listamönnum hér og þekktum þá vel. En hvað um það, það er ósköp eðlilegt að menn steyti sig öðru hvoru, það hefur lengi tiðkastað taka djúpt i árinni i staðhæfingum um listir. Æskan gerir ekki allt til bóta, en samt er hún það besta sem maður á. Fyrirlestur um almanna- valsfræði Prófessor James M. Buchanan mun halda fyrirlestur i boði við- skiptadeildar Háskóla Islands mánudaginn 13. september n.k. um efnið: „Almannavals- fræðin — ný grein hagfræð- innar”. Fyrirlesturinn verður haldinn i Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 17.00. öllum er heimill aðgangur. Það andóf endist — Já við eigum núna tiu ára af- mæli i þessum siðari áfanga, sagði Valtýr Pétursson. Okkur var þá spáð, að samkomulagið mundi endast i eina sýningu en það fór á annan veg. Nei, hélt hann áfram, það er ekki tregðulögmálið sem heldur slikum hóp saman. Það eru viss sameiginleg viðhorf til málverks- ins, við vildum gera veg þess mikinn. Og svo vorum við á sin- um tima, ég á við 1947, rekin rækilega saman af móttökunum. Við fengum það mikið andóf að það endist okkur siðan. 1 samtalinu hafði orð fallið: fastmótaður. Það eru i þessari sýningu punktar fastir og fullmótaðir, sagði Kristján Daviðsson — án þess að um stöðnun sé að ræða. Það er min sannfæring, að ef listamaðurinn ris undir nafni, þá lætur hann aldrei festa sig ofan i þeirri keldu sem hann komist ekki upp úr aftur. Skrýtiö Það er skrýtið þetta, sagði Sigurjón ólafsson og bauð i nefið, við gömlu mennirnir i þvi óhlut- bundna, en unglingarnir komnir i ljósmyndirnar. Þarna voru fleygrúnir og hringir og kosmiskar sveiflur og könnur Valtýs og rimur Kristjáns úr Rauðasandsf jöru og tuttugu og þrjár trémyndir Sigurjóns. Þar vefur grein sig um bol og heitir sú mynd Freistingar. Þar er hásæti með tunnusveig og kórónu og heitir sú mynd Forsetinn. Hún stóð við hliðina á brjóst- mynd af Kristjáni Eldjárn hjá mér og mér fannst þær eiga vel saman, sagði Sigurjón. Mér finnst, hélt hann áfram, gott að horfa á þessar myndir við aðrar kringumstæður en hvunn- dags — þetta er allt öðruvisi fyrir mig en málarana, þeir geta snúið myndum sinum til veggjar þegar þeir vilja ekki sjá þær. Gott málverk Jóhannes Jóhannesson hafði verið önnum kafinn við að hengja upp, en neitaöi þvi með öllu að hann færi meö verkstjórn. Og honum fannst ,,að við séum að verða módern aftur”. Við mál- uðum afstrakt vegna þess m.a. að viö töldum að ljósmyndin hefði tekið við þvi að lýsa hlutum. En nú eru málararnir — i bili a.m.k. — farnir að nota ljós- myndir. Annars er það sama hvað menn mála ef að niðurstaðan er gott málverk. Sem er svo ótrúlega erfitt að negla niður með skil- greiningum... — áb. Óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem verða til sýnis þriðjudaginn 14. sept. 1982 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora Borq- artúni 7. MercedesBenz280SELfólksbifr................... árg. 75 DodgeAspenfólksbifr............................ " 80 Volvo244 DLfólksbifr........................... "• 79 ChevroletNovafólksbifr......................... " jq Volvo25m. fólksflutningabifr................... " 66 Chevrolet Blazer............................... " 77 Ford Bronco.................................... " 74 Ford Bronco.................................... " 74 AROtorfærubifreið.............................. " 79 Ford F 250 4x4 pickup.......................... " 76 FordF250 4x4pickup............................. " 76 Land Roverdiesel............................... " 76 UAZ452......................................... " 78 UAZ452......................................... " 77 UAZ452......................................... " 77 WillysJC5jeppi................................. " 74 MercedesBenz6m.pallbifr........................ " 73 Ford Econolinesendif.bifr...................... " 78 Ford Econolinesendif.bifr...................... " 74 Ford Econolinesendif.bifr...................... " 74 Ford Econolinesendif.bifr...................... " 74 Chevy Van sendif.bifr.......................... " 73 Subaru 4 WD station............................ " jq LadaSport4WD................................... " 78 LadaSport4WD................................... " 79 LadaStation.................................... " 79 LadaSation.................................... » 79 LadaTobas...................................... " jq Ford Escortsendif.bifr......................... " 77 Moskwitch sendif.bifr.......................... " 79 Til sýnis hjá varastöð við Elliðaár MAN4x4vörubifr. m.krana (biluðvél)............ árg. 73 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn aö hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 PA 460 eldavélin með gufugleypi Glæsilegir tiskulitir karry gulur, avocadó grænn mál: 60x60x85 (eða 90) Til þess aö gera þér mögulegt að eignast þessa glæsilegu eldavél og gufugleypi bjóóumst viö til aö taka gömlu eldavélina þina upp í fyrir 500 krónur. Engar áhyggjur, viö komum til þin meó nýju vélina og sækjum þá gömlu án tilkostnaöar fyrir þig (gildir fyrir stór Reykjavíkursvæð- ið). Sértu úti á landi. — Haföu samband. Umboösmenn okkar sjá um fram- kvæmdina. Dragóu ekki aö ákveöa þig. Vió eigum takmarkaö magn af þessum glæsilegu KPS PA 460 eldavélum á þessum kostakjörum. Verð PA 460 eldavél meðgufugleypum Mínus gamla eldavélin Útborgun Eftirstöðvar kr. 1.800. aö viðbættum vöxtum. Kr. 12.535.- Kr. 500,- Kr. Kr. • á 12.035.- 3.000,- mánuði EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti ÍOA-Sími 16995 PA 460 eldavélin er ein fullkomn- asta og glæsilegasta eldavélin á markaðnum. + 4 hellur, termostathella + Upplýst takkaborö + Tvöföld köld ofnhurð með barnaöryggislæsingu + Stór ofn að ofan með rafdrifnu grilli, sjálfhreinsandi + Stórofn að neöan, sem llka másteikjaog baka i + Sterkurgufugleypirfylgir, meö klukku og sjálfvirkni fyrir eldavélina + Kolasía ef gufugleypirinn á ekki að blása út fæst auka- lega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.