Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 11
Helgin 11.-12. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Bretar hrifnir af böðlinum Bretar eru ákaflega veikir fyrir dauðarefsingu og öðrum líkams- refsingum. Aður en dauðarefsing var afnumin árið 1965 og lausar böðulsstöður auglýstar bárust venjulega aragrúi umsókna. I öðr- um löndum vill enginn umgangast böðulinn en í Bretlandi var síðasti böðullinn, Albert Pierrepoint geysilega vinsæll kráareigandi og fólk kom langar leiðir til þess að geta fengið sér í glas í kránni hans og vera þjónustað af böðlinum sjálfum. í Gallupskoðun kom í ljós að mikill meirihluti Breta vildi hegna mönnum fyrir smærri yfirsjonir með líkamsrefsingum svo sem húð- strýkingu. Um þessar mundir er heit umræða á Bretlandi út af máli sem liggur fyrir mannréttindadóm- stól Evrópu. Ef það nær fram að ganga verður bannað að beita líkamsrefsingum í skólum nema með samþykki foreldra. Dauðarefsing var ekki sérstak- lega umdeild í Bretiandi fyrr en eftir að Timothy nokkur Evans var hengdur fyrir að myrða konu sína og dóttur. Eða réttara sagt: Deil- urnar byrjuðu ekki fyrr en nokk- rum árum seinna þegar í ljós kom að nágranni Evans í sama fjölbýlis- húsi hafði myrt a.m.k. 5 vændi- skonur og eiginkonu sína á ná- kvæmlega sama hátt og kona Evans og dóttur höfðu verið myrt- ar. En þá var Evans allur. Þar til þessi atburður átti sér stað var talið í Bretlandi að breskri rét- ÞAU ERU HEIT-BUNDIN tvísi gæti ekki orðið á mistök og réttarmorð óhugsandi. Og jafnvel eftir þetta neituöu dómstólarnir að viðurkenna sakleysi Evans enda þótt það þýddi að tveir morðingjar hefðu búið í sama húsi sem fengust við það í frístundum sínum, án þess að vita hvor um annan, að myrða konur á nákvæmlega sama hátt. Fjölmargar bækur voru skrifaðar sem sýndu frarri á sakleysi Evans en enn þann dag í dag hafa breskir dómstólarekki tekið mál hans upp. Þetta varð til þess að lítili silfur- hærður lögfræðingur sem sat í neðri deild breska þingsins fyrir Verkamannaflokkinn hóf öflúga baráttu fyrir því að dauöarefsing yrði afnumin. Baráttu hans lauk með því að bannið var samþykkt í neðri deildinni en lávarðarnir í efri deildinni voru aldeilis ekki á sama máli. Þeir voru á móti og ári síðar var fallist á málamiðlun. Aðeins viss morð skyldu hegnast með hengingu þ.e.a.s. morð á lögreglu- þjónum og fangavörðum, svo og morð sem framin voru með skot- vopnum og við rán. Aftur á móti var í lagi að eitra fyrir fólki, stinga það með hnífi eða slá það í höfuðið svo fremi sem rán var ekki með í spilinu. Sem sagt: Ef morðingjar höfðu einhverja fyrirhyggju gátu þeir losnað undan gálganum. Silver- man var samt ekki af baki dottinn og árið 1965 tókst honum loks að koma frumvarpi um afnám dauða- refsingar í gegnum breska þingið. (GFr — byggt á DN) MOTOfíOLA Höfum nú til afgreiðslu strax hina viðurkenndu 100 watta Motorola SSB bílatalstöð fyrir tíðnisviðið 2 til 13,2 MHz. Einnig getum við nú boóið nýja Motorola MCX100 25 watta V.H.F. talstöð sem hægt er að aðlaga þörfum hvers notanda. Kristinn Gunnarsson & co Grandagarði 7 Símar: 21811,26677 PURRKUR „Fyrirbrigöi sem gaf íslensku tónlistarlífi vítamín- sprautu." (Tíminn 31. maí 1981) „Ég held aö mér sé óhætt aö segja aö þeir eigi ekkert þeirra hljóöfæra, sem þeir hafa leikið á og æfingarn- ar hafa ekki verið margar. Leikur þeirra er því, ef þetta er haft í huga, ótrúlega þéttur, tónlistin sem þeir leika hrá og lifleg." (G. Sigfússon Helgarp.) „... A band who issue short strident blasts of noise and words ... not stricktly music." (Mick Merc ZigZag 1981) „Ekki enn er sterk og stórmerkileg plata fyrir flestra hluta sakir. Purrkur Pillnikk hefur algera sérstöðu í íslenskum poppheimi... rétt eins og Þeyr og Þursarn- ir." (SSv. Dagblaðið 13. nóv. 1981) „í heildina er platan stórgóö, án efa ein besta ís- lenska platan útgefin á árinu 1981." (F.M. Mbl. 15. jan. 1982). PILLNIKK „Googooplex er þrusugóö plata - það langbesta frá Purrkinum. Véfréttin hefur þó tjáð okkur aö ekki sé séö fyrir endann á afrekum þessa frumlegasta flokks landsins." (SSv. Mbl. 9. júni 1982). „Þaö er nú samt margt fleira viö Purrkinn sem er öðruvísi en bara hann Einar. Purrkur Pillnikk er líka ööruvísi hljómsveit og Purrkur Pillnikk er lika góö hljómsveit. Getið þiö ímyndaö ykkur betri hljóðfæra- leikara sem ekkert kunna? Þaö get ég ekki." (G. Sigfússon Helgarp.) Ný lítil plata. fást allar hjá útgáfunni og í öllum betri hljómplötuverslunum gramm Vesturgotu 53b 101 Reykjavik tel 91-12040

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.