Þjóðviljinn - 11.09.1982, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. september 1982
Thor Vilhjálmsson skrifar:
afreksverk. Áhugi hans var vakinn
um fermingaraldur þegar honum
var gefinn gamall fágætur hlutur,
sem var smátt upphaf aö miklu.
Egill hefur verið óþreytandi að
draga saman í safn sitt, skipuleggja
það hugvitssamlega eftir skýrurn
línum. og gera við það sem þurfti.
og hefur fylgt mjög skynsamlegri
stefnu virðist mér leikmanninum.
sem hann hefur snemma mótað
með sjálfum sér. Hann hefur ekki
sankað saman í áfergju mörgum
eintökum af hlutum bara af því að
þeir séu gamlir einsog sunium hætt-
ir til að safna, heldur leitað uppi
hið bezta sem fengið varð til að
sýna það sem vakti fyrir honum um
forna hætti.
Eitt leiðir af öðru í röð hans, og
varð mér hugvekja og svo held ég
að hljóti að fara um flesta, að það
hjálpi til skilnings á þvt lífi sem fyrr
var lifað þarna á ýmsum sviöum,
bæði almennum háttum búskapar
og þó einkum sjómennsku, og líka
breytingum sem urðu eða bylting-
um, svo sem urðu með skútum, og
síðan vélum; talíur, kompásar og
hvaðeina sem gjörbreytti aðstöð-
unni. Bæði kyrrstaðan í lífi kyn-
slóðanna, og svo byltingin sem
breytti forsendum mannlífsins,
kaupstaðir, og þilskip og vélskip.
Að mínu leikmannsskyni er þetta
safn til fyrirmyndar, þetta viðhorf
að geyma hlutina til að sýna eitt-
hvað og hjálpa skilningi leið.
Það er hollt að koma í þetta safn
og kynnast manni einsog Agli, alúð
hans og elju.
III.
Bíldudalur.
HELGARSYRPA
•v-
Ýmiskonarfarartæki á veginum.
Og stefndu í eina átt, bátar á firöin-
um. Og maöur fór á undan okkur á
reiðhjóli í stærra lagi og lagöist
fram móti golunni og spændi sig
áfram í mölinni þegar hann vék á
vegarbrún, og ég var að hugsa, já
þeir eru hraustlegir hérna fyrir
vestan.
Það sá lítt í andlit manninum
fyrir kraganum á úlpunni og hefði
þó átt að vera auðkenndur, því það
rann upp fyrir okkur þegar við vor-
um komnir fram úr honum vel að
þar færi Þór Vigfússon fvrrtim
borgarfulltrúi í Reykjavík sem
varpaði fram þeirri heilþrigðu upp-
ástungu í kosningabaráttunni á sín-
um tíma að Reykvíkingar ættu að
hafa kofa í garðinum eða á lóðinni
þeir sem því gætu ráðið, og geitur í
honum. Þetta kom svo flatt upp á
andstæðingana að þeir urðu
hvumsa og kunnu engin svör enda
sigldi maöurinn hraðbyri inn í
borgarstjórnina einsog vera bar, og
raunar alls ekki þessvegna b;ira.
Og veit ég alls ekki til þess að hann
sé vestfirskrar ættar þó vörpulegur
sé.
Og vorum nú komnir að
myndarlegu sambyggðu skólahúsi
og félagsheimili í Orlygshöfn sunn-
an við veginn; en hinumegin var
hverfi húsa nær sjónum. og eitt
þeirra afmælisbarnsins sjötuga
Gunnars Össurarsonar.
Og nokkuð víðlendar eyrar þar
fyrir neðan.
Nokkuð er síðan Gunnar
Össurarson flutti aftur á æskuslóðir
sínar úr höfuðborg íslands, og
hafði flakkað víða og lært hin og
þessi tungumál á leið sinni svo sem
einsog tékknesku, og hreinskiptinn
ólíkindamaður að ýmsu öðru leyti
líka, mörgum kunnureinkum með-
al þeirra sem fannst þyrfti að laga
svolítið til í veröldinni.
Nú sem hafði dregizt vonum
lengur heimsbyltingin nteð fögru
mannlífi sem fylgja átti, og dæmiö
flóknara enda en eitt sinn sýndist;
þá var líka ljóst að ískyggilegt los
væri komið á hið verðmæta ntannlíf
fyrir vestan og óvíst hve bjargfast
yröi framvegis, heilar sveitir
eyddar, sá þá Gunnar sitt óvænna
og svifraði vestur á slóðir síns upp-
runa og tók að byggja hús utan um
fólkið. svo það hætti við að fara
burt.
Og byggði nú hús eftir hús, hvert
öðru betra. og batt með því kann-
ski eitthvað fast sem ella hefði losn-
að, og flögrað burt.
Og t' stað þess að spenna sig í
hnút í þéttbýliserlinum í óþreyju
eftir að heimsbyggðinni væri bylt í
snatri til nýrra samfélagshátta með
flaustri og skakkaföllum og blóð-
fórnunum. sem fylgja stundum
slíkum umsvifum, þá var hann nú
kominn aftur í strjálbýli tímaleysis-
ins þar sem landið var svo mikið og
magnað að ekki þurfti að hafa fólk
nema hér og þar. og dundaði við að
fastbinda sitt fólk við aldagamla
sátt við landið á því rnikla sviði þar
sem höfuðskepnurnar minntu á sig
og hnykktu á í geðræktinni, og
gengu eftir því að eðliskostir glöt-
uðust ekki sem manneskjan þurfti í
átökunum við máttarvöld náttúr-
unnar, þegar hún fer í ofsa.
Hinn hógværi smiður fagnaði
okkur aðskotagestum vel og leiddi
okkur í salinn til fyrirboðsmanna
og þeirra gesta sem höfðu komið
með fyrra fallinu sem enn voru
ekki svo margir að það væri ofætl-
un að heilsa fólkinu; og við þá
fyrstu lét Gunnar þess getið að nú
bæri vel í veiði, nú myndi hann fá
eina prédikun eitt ljóð og eina smá-
sögu.
Og brátt dreif fólkið að, og var
sveitin öll komin fyrr en varði auk
aðkomumanna; og þar á meðal var
Kjartan Vestfirðingagoði Ólafsson
í yfirreið; sem fer aftur á Alþingi í
næstu lotu.
En það kom á daginn að meðal
veizlugesta voru menn sem höfðu
leikið aðalhlutverk í afreksverki
sem allir þekkja til sem var björg-
unin við Látrabjarg. Þarna var
Þórður hreppstjóri á Látrum, sem
stjórnaði björguninni, þéttur á
velli og traustur til áræðis; og ég fór
að tala við snarbeittan karl hátt á
níræðisaldri sem var leiddur til sæt-
is, og fór að segja mér heimspeki-
leg álitamál með fjöri geösins og
nokkuð óáþreifanlegri fyndni sem
mér þótti eftirsóknarverð.
Þetta varð einskonar heimspeki-
leg geimferð að grafast fyrir um
uppruna lífsins. Og hann sagði ntér
að hann ætti von á dóttursonum
sínum tveim sem voru nýtízkuvís-
indamenn, og annar í tölvum og
hinn ég man ekki hvað í framúr-
stefnufræðum; og lentu skömmu
síðar á völlunum fyrir neðan hvor í
sinni flugvélinni; og þegar þar kom
sögu vissi ég það sem mér var ó-
kunnugt meðan viö vorum að taia
saman að þessi grannvaxni ólík-
indalegi öldungur var ein aðalhetj-
an í bjarginu að hrifsa ensku sjó-
mennina úr helju. Hafliði Hall-
dórsson á Látrum, og nú í Tungu.
Og síðar heyrði ég furðusögur af
því hvernig hann flaug um bjargið í
taug sinni, sleppti henni og kastaði
sér á tó, og greip svo taugina aftur í
annarri sveiflu. Þegar tengdasonur
hans vildi fara með honum að síga
rak hann hann með harðri hendi
frá; enda voru það ráð þeirra sem
réðu að ekki mættu hætta sér nema
einn úr hverri fjölskyldu.
Fólk sem hafði svip af landinu,
samlynt á glaðri stund þótt sundur-
leitt væri og fast á meiningunni ef
því væri að skipta. Þéttvaxnir menn
og burðamiklir og gerðarlegar kon-
ur sem sumar höfðu alið fjölmörg
börn; og vænlegt ungt fólk; og svo
svignaði langborð undir krásum frá
kvenfélaginu matreiddum af stór-
huga tilætlunarsemi um rúmlegt
magamál gesta.
Og skal ekki rakið að geta frekar
minnisstæðrar veizlu. utan einnar
ræðunnar þegar áliðið var nokkuð.
Þá gekk fram á sviðsbrúnina hvít-
hærður öldungur þrekinn um
bringu sviphýr meö blíðu bragði;
og þeir sem sátu næstir mér
hnipptu í mig og sögðu: þetta er nú
héraðshöfðinginn okkar. Þar var
kominn Snæbjörn Thoroddsen í
Kvígindisdal, níutíu og eins árs.
Ég þarf að segja nokkur orð,
sagði Snæbjörn og stóð á sviös-
brúninni einsog í lyftingu á skipi
sem hann stýrði: ég þarf að segja
það að þegar ég var strákur, þá
vildi faðir minn mig ekki á skipið
þar sem hann var formaður. Þá var
það faðir þinn Gunnar, hann Öss-
ur, sem tók mig á bátinn sinn. Og
nú þarf ég Gunnar, að þakka þér
fyrir það Gunnar, að hann Össur
faðir þinn, tók mig á bátinn sinn,
og gerði mig að manni.
II.
Að Hnjóti í Örlygshöfn er stór-
merkt byggðasafn í einkaeigu. Það
er safn Egils Ólafssonar bónda þar.
í myndarlegu húsi sem Gunnar
Össurarson hefur byggt.
Safnið er svo skipulega og
skemmtilega sett upp að það lokk-
ar leikmann til að fræðast. Brátt
var Egill kominn sjálfur að sýna
okkur það orkuþrunginn og áhuga,
snaggaralegur hugsjónamaður
með bjartan svip sem hefur unnið
Bíldudalur, frítt pláss þennan
sólskinsdag sem við fórum þar um.
Gerðum þar stanz um stund. Við
sátum í grasi rétt hjá minnisvarða
þeirra hjónanna Péturs Thorsteins-
sonar sem var eins konar faðir
staðarins og Ásthildar konu hans,
dóttur séra Guðmundar á Kvenna-
brekku sem fyrr var nefndur til
sögu í þessum pistlum.
Vindstroka fór um grasið og
hvíslaði nafnið Muggur. Og við
sáum að nærri okkur var líka varði
hans, þessa hugljúfa sveins. sonar
þeirra standshjónanna. Listmál-
arans fjölgáfaða Guðmundar
Thorsteinssonar; sem varð svo
eftirminnilegur úr sögu Borgar-
ættarinnar fyrir svipmildi og ang-
urværan þýðleika; Björn Th.
Björnsson gerði um hann bók. Aö
verðleikum vissulega. Og fór það
orð af Mugg að allar afgangs-
kellingar elskuðu hann því hann
nennti að tala við þær.
Skammt frá okkur vafraði ítalsk-
ur maöur um, og saknaði yfir-
byggða torgsins heima, þar sent
vinir hans leiddust hringinn
parfýmeraðir sætlega, og horfðu
eftir litlu stúlkunum sem urðu kon-
ur í vor, og tóku smátrillur úr ame-
rískum söngleik eins og Verdi væri
nú dauður, og struku pómeraða
hárvisk vfir glampandi skallablett;
sém glottir að kveldi við fullu
tungli.
Við félagar fórum að heimsækja
Ingimar Júlíusson skáld sem var
formaður verkalýðsfélagsins áður,
látlaus tiiþrifamaður sem fæst líka
við að mála. og á sér margvísleg
viðfangsefni í hugheimi; og tók
okkur ferðalöngum hlýlega.
TK