Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 32
DMVIUINN Helgin 11.-12. september 1982 A&alslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbroí 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 nafn vikunnar GuðmundurJ. Guðmundsson Undanfarið hafa blaða- og fréttamenn beint kastljósi sínu að Guðmundi Jóhanni Guðmundssyni, formanni Verkamannafélagsins Dags- brúnar, formanni Verka- mannasambands íslands og alþingismanni Alþýðubandii- lagsins. Tilefnið var bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar, en þau fela í sér kjaraskerð- ingu og því virðist Ijóst að Guðmundur Jóhann gæti komist í erfiða aðstööu. ilér gæti verið um líf og dauða ríkisstjórnarinnar að tefla. — Hvað réttiætir bráða- birgðalögin að þínu mati? „Þau koma nú ekki til af- greiðslu í minni deild fyrr en í fyrsta lagi í nóvember, gæti ég trúað. Annars met ég þetta þannig, að í þeim sé að finna það mikilvæg fyrirheit um réttarbætur til handa lág- launafólki, að það sé þess virði að greiöa þeim atkvæði. Þar get ég nefnt lengingu orlofs, láglaunauppbætur oghúsnæð- ismál. Ég ntun að sjálfsögðu ganga úr skugga um efndir fyrirheitanna áður en ég greiði atkvæði mitt, og einnig fá það fram. að þessi skerðing lendi minnst eða alls ekki á þeim, sem minnst mega sín. Hér stefnir í 100% verð- bólgu og hún bætir ekki kjör verkafólks því vísitalan bætir ekki fyrir verðbólguna nema að.hluta. Atvinnuöryggi yrði mjög óvíst í slíkum verðbólgu- hraða, og það verður hið al- menna verkafólk, sem fyrst missir vinnuna." — Hverjar eru lílslíkur ríkisstjórnarinnar — burtséð frá þínum þætti? „Ríkisstjórnin hefur ekki lengur meirihluta í báðum deildum og því er allra veðra von — ekki síst harðvítugra og örlagaríkra kosninga." ast Bókhlaðan í Flatey endurgerð í gömlum ferðalýsing- um útlendra manna sem komu til íslands er bók- hlööunni i Flatey á Breiðafirði lýst með mikilli undrun. Hún þótti svo sérstæð þarna úti i eyjum að hún var sérstaklega i frásögur færð. Bókhlaðan mun vera fyrsta bókasafns- bygging á íslandi reist um 1840, en reyndar var smiðað hús yfir Amts- bókasafnið á Akureyri um svipað leyti, en það er löngu horfið. Nú er að mestu búið að endur- gera Bókhlöðuna i Flatey i upprunalegum stil og hefur Hjörieifur Stefánsson arkitekt haft umsjón með þeirri við- gerð. Við slógum á þráð- inn til hans. — Ilver eru tildrögin að þvi að þetta gamla hús var gert upp, Hjörleifur? — l>að var fyrst og fremst gert fyrir frumkvæði ibúa og húseig- enda i Flatey, ekki sist þeirra Guðmundar Ólafssonar, Ingunnar Jakobsdóttur og Þorsteins Bergs- sonar. Bókhlaðan var friðuð á sinum tima og sumarið 1980 Eins og sjá má er dyra- og glugga- umbúnaður forkunnarfagur. Ljósm.r ái. fékkst styrkur bæði úr Þjóðhá- tiðarsjóði og Húsfriðunarsjóði til viðgerðar hennar. Ég hef siðan tekið þátt i viðgerðinni, teiknað húsið og sagt fyrir hvernig ætti að standa að henni auk þess sem ég hef gripið i trésmiðavinnu við það eftir þvi sem mér hei'ur unnist timi til. — Er hægt að sjá hvernig húsið leit upphaflega út? — Bókhlaðan var forsköluð ein- hvern tima fyrr á öldinni og settir i hana nýir gluggar og hurðir. gömlu Reykhólakirkjuna sem nú hefur verið reist á nýjan leik i Saurbæ á Rauðasandi. Með samanburði við þessi hús var hægt að fá nokkuö góða mynd af þvi hvernig Bókhlaðan hefur upp- haflega litið út. Þess skal hér getið að Bolli Ólafsson smiðaði bæði glugga og hurðir á húsið. — Er viðgerðinni þá lokið? — Nei, það á eftir að setja lista- klæðningu á húsið og einnig rennisúð á þakið eins og var i upphafi. Núna er bárujárn á þak- inu ofan á gamalli skarsúð. — Og til hvers verður húsiö svo notað? — Það er áhugi á þvi, þegar viðgerðinni er lokið og kominn er hiti i húsið að koma bókasafninu fyrir i þvi á nýjan leik eða þvi sem eftir er af þvi I Flatey. Verðmæt- ustu bækurnar voru á sinum tima fluttar suður i Landsbókasafnið. Þess skal að lokum getið að Bókhlaðan i Flatey var upphaf- lega reist að frumkvæði Ólafs Sivertsens prests og konu hans Jóhönnu Friðricku en Brynjólfur Benediktsson Bogason kaup- maður gaf mestallt það fé sem fór til að reisa bókhlöðuna. Ólafur Sivertsen var mesti merkismaður og einn helsti menningarfrömuður vestan- lands. Á brúðkaupsdegi sinum þegar hann gekk aö eiga Jóhönnu Friðricku Eyjólfsdóttur 6. októ- ber 1820 ákvað hann að setja á stofn sjóð og bókasafn „til efl- ingar upplýsingu, siðgæði og Hjörleifur Stefánsson arkitekt við endurgerð hússins í sumar. Þannig var gamli dyraumbúnaðurinn áður en gert var við hann. Undir má sjá spjaldhurðina sem fannst sem gamalt brunnlok í Flatey. Uppi á háalofti fundum við slitrur af gömlu gluggunum, búta af körmum, póstum og gerikti. A húsinuhafa upphaflega verið tvö- faldar vængjahurðirog vorum við svo heppin að finna aðra innri hurðina, fallega spjaldhurð, sem brunnlok yfir brunni þar i eynni sem löngu var hætti að nota. Forkunnarfagur dyraumbúnaður var hins vegar enn á húsinu að meslu leyti. Þá þykir ljóst af handbragðinu að sami maður, danskur smiður i þjónustu Bryn- jólfs Benedictsen i Flatey, hefur smiðað Gunnlaugshús i Flatey og dugnaði I Flateyjarhrepp”. Siðar var svo Flateyjar Framfara Stiptun stofnsett og tók hún til starfa með konungsleyfi 1836. Veitti hún dugandi bændum verð- laun og útbreiddi bókakost meðal almennings. Segir frá þessu merka starfi i Vestlendingum Lúðviks Kristjánssonar. Viðgerð Bókhlöðunnar er þvi minnisvarði yfir það menningar- starf sem fram fór i Breiðafirði á siðustu öld og hafði miðstöð I Flatey og ætti jafnframt að koma að góðum notum i nútiðinni. — GFr Svona leit Bókhlaðan út árið 1977. Húsið var forskallað snemma á öldinni og var talið ónýtt.Ljósm.: eik. Og svona lítur húsið út núna. Eftir er að listaklæða húsið og setja á það súð. Ljósm.: ái.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.