Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 9
Helgin 11.-12. september 1982 WóÐVILJINN — StÐA 9 Norrænir rithöfundar álykta um Nordvision Norræna rithöfundaráðið, sem þingaði hér á landi um siðustu helgi, hefur sent frá sér ályktanir ársfundarins. Þar var fjallað um Nordvision og segir i ályktun um málið m.a.: „Ráðið hefur vakið athygli á mikilvægi gagnkvæmra menn- ingarsamskipta Norðurlanda og krefst þess að norrænu útvarps- stöðvarnar auki notkun sina á norrænu dagskrárefni með tiðari skiptum sin á milli. Slik skipti verða æ nauðsynlegri með hverjum deginum sem liður i menningarlegu tilliti, ekki sist þegar ástandið er orðið þannig að dagskrárefni, sem ekki er nor- rænt, virðist sifellt sækja i sig veðrið og hrifsa til sin stærri og stærri hluta fjölmiðlamarkaðar- ins, einnig á sviði myndbanda. Tónleikar á Kjarvals stöðum Bandarískur píanóleikari og fyrirlesari Joseph Bloch er staddur hér á landi á vegum Félags tónlist- arkcnnara. Hann heldur fyrirlestra og leiðbeinir í píanóleik dagana 11.-16. september. Bloch heldur einnig eina tón- leika á meðan hann dvelst hér á landi. Þeir verða að Kjarvalsstöð- um næsta mánudagskvöld, þann 13. september og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eftir Scriabin. Morceuax og Debussys. Joseph Bloch kom fyrst fram sent einleikari árið 1950 á tón- leikum í Town Hall í New York. Hann hefur síðan ferðast um, hald- ið tónleik og fyrirlestra og komið fram sem einleikari með hljóm- sveitum Annað bindi íslenskra smásagna IJt er komið hjá Almenna bóka- félaginu annað bindið í safni ís- lcnskra smásagna 1847-1974. sem Kristján Karlsson hefur valið. Hann skrifar og formála að þessu bindi þar sem hann fjallar ekki síst um sterkt forræði raunsæisstefn- unnar í íslenskri smásagnagerð. Flestir höfundar þessa bindis eru fæddir um og eftir aldamótin - Ólafur Jóhann Sigurðsson er yng- stur þeirra sem hér eru mættir til leiks. En meðal þeirra etu Guð- mundur Hagalín, Halldór Laxness, Halldór Stefánsson, Þórir Bergs- son, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og Stefán Jónsson Zangana sýnir í Skruggubúð Skruggubúð, Suðurgötu 3a er vettvangur sýningar arabísku kon- unnar Haifa Zangana, en sýningin opnar í dag, laugardag kl. 15. Á sýningunni verða 20 verk, klippi- myndir. Haifa Zangana er ekki með öllu óþekkt í listaheiminum. Hún hefurt.a.m. tekið þátt ístarfs- serni arabísku súrrealistahreyfing- arinnar og enska hópsins Melmoth og ritstýrir tímariti þess hóps.. Sýningin er opin daglega frá kl. 15-21 um helgar og kl. 17-21 virka daga. Aðrar sýningar sent í bígerð eru í Skruggubúð eru sýningar á verkum John W. Nelson, Sjón og Ladislav Guderna. Þá var ályktað um höfunda- greiðslur af hljóm- og mynd- böndum og/eða hljóm- og mynd- flutningstækjum. Segir að höfundagreiðslur skuli ákveðnar I frjálsum samningum milli rétthafa og rikisins. I rök- stuðningi segir ennfremur að ný tækni veiti tækifæri á sifellt auk- inni notkun einstakra verka. Sá hluti notkunar eykst stöðugt þar sem ekki er haft samband við rétthafann. Upptaka á verkum til einkanota er gott dæmi um feiki- lega aukningu afnota. Tæknin hefur opnað nýjar leiðir sem ekki var hægt að sjá fyrir við setningu höfundarréttarlaga þar sem kveðið var á um einkarétt höf- undarins til að framleiða eintök af listaverki sinu. Hefur lagasetn- ingin dregist aftur úr tækniþróun- inni á þessu sviði og vegna skorts á lagafyrirmælum neyðast rétt- hafar til að krefjast hærri höf- undarlauna af framleiðanda. „Tækniþróun er ekki framfarir ef hið lifandi orð er kæft af þvi að samfélagið hundsi lögfest réttindi höfundarins og um leið tilverurétt hans. Tæknin og listin skulu not- ast — en það á ekki bara að borga fyrir tæknina”, segir ennfremur. Joseph Bloch FRA FEYRIS SJOÐUM HVAÐ ÞÝÐIR VEÐLEYFI? SVAR: Oft kemur fyrir að lántakandi á ekki full- ’ naegjandi veð fyrir þeirri lánsupphæð, sem hann ætlar að taka að láni. En lífeyrissjóðirnir veita lán fyrir allt að 50% af brunabótamati íbúðar. Þá er málið yfirleitt leyst þannig að lántakandi fær „lánað“ veö hjá ættingjum eða kunningjum. ( því felst, að standi lántakandi ekki í skilum getur líf- eyrissjóðurinn gengið að veðinu og boðið það upp, ef ekki tekst að ná greiðslu á annan hátt. Sá sem veðleyfið veitir, verður því að bera mikið traust til þess, sem veðið fær lánað. Þeir sem lána veð í íbúðum sínum, verða að gera sér það fullljóst, að þeir eru hugsanlega að afsala sér hluta af eigninni og þeir verða að vera við því búnir að þurfa að greiöa af láninu sjálfir. Slíkt kemur fyrir. Því verður að árétta: „Varúð viö veð- leyfi“. Sömu sögu er að segja þegar fólk í sambúð er að byggja eða kaupa íbúð saman. Þá er mjög mikilvægt aö fólk gangi tryggilega frá lagalegri hlið málanna, því að sambúðin getur rofnað og oft er um miklar fjárhæðir að ræða. Sá sem er skrif- aður fyrir eigninni stendur þá venjulega með pálmapn í höndunum og hinn aðilinn gæti tapað öllu sínu. Spurningarnar og svörin, sem birst hafa í undangegnum auglýsingum, hafa verið gefnar út í bæklingi, sem liggur frammi hjá lífeyrissjóðum og ýmsum lánastofnunum. Sl SAMBAND ALMENNRA LANDSSAMBANDI X ILÍFEYRISSJÓÐA LÍFEYRISSJÓÐAI Skrifstofu- ^Allar gerðir lll B Ifll B W 1 Sendum um allt land. * *Vr M Leitið eftir verði og greiðslukjörum HUSGOGN Islensk húsgögn inn á íslensk fyrirtæki Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.