Þjóðviljinn - 11.09.1982, Page 19

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Page 19
Helgin 11.-12. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 kvikmyndir Ingrid Bergman konan og leikarinn Tvær stórstjörnur hafa nú hrapað af Hollvwoodhinuiinum með stuttu millibili: Henry Fonda og Ingrid Bergman. Bæði tilheyrðu þau þeim út- valda hópi fólks, sem stjörnu- iðnaðurinn gerði að nánum kunningjum nokkurra kyn- slóða. Hver man ekki Henry Fonda í myndum eins og Þrúgur reiðinnar eða Tólf reiðir menn, og hver hefur gleymt Ingrid Bergman í Casablanca, Hverj- um klukkan glymur, Anast- asia... Slúðurdálkahöfundarnir sáu líka um að fræða fólk um einkalíf þeirra. Bandaríkin fóru á annan endann þegar Ingrid Bergman yfirgaf eiginmann sinn og dóttur og fór til Ítalíu með Roberto Rossellini hér um árið. Hefur nokkur gleymt þeim ósköpum? Ingibjörg Haraldsdöttir skrifar Jú, líklega eru menn farnir að ryðga í þessum gömlu sögum. Tímarnir hafa breyst og stjörnurn- ar með. Henry og Ingrid breyttust líka, en bæðu léku þau í kvikmynd- um fram til dauðadags. Að undan- förnu höfum við átt þess kost að sjá síðustu kvikmynd Henry Fonda, „Síðsumar" í Regnboganum. og Laugarásbíó hefur verið að endur- sýna „Haustsónötu", sem var ein af síðustu myndum Ingrid Bergman, (þótt hún klvkkti nú reyndar út með að leika Goldu Meir í mynd sem við erum ekki farin að sjá enn hér á landi). Þessar tvær manneskj- ur áttu það sameiginlegt að vera ekki aðeins stjörnur, heldur einnig góðir leikarar, sem þurfti ekkert endilega að fara saman í þá góðu gömlu daga þegar stjörnur voru stundum búnar til úr nánast engu. En lítum nú örlítið nánar á Ing- rid Bergman. í fyrra kom út í ís- lenskri þýðingu sjálfsævisaga hennar, rituð af henni sjálfri og Al- an Burgess. Það er ntikill fengur að þessari bók, ekki aðeins fyrir kvik- myndaáhugamenn og aðdáendur Ingrid Bergman, heldur líka fyrir þá sem.hafa áhuga á jafnréttismál- um. Það er engin tilviljun að Liv Ullmann segirum Ingrid Bergman: „Mér finnst að þetta sé það sent rauðsokkar eru að berjast fyrir: þarna er kona sem við getum litið til og fyilst stolti yfir að skuli vera kynsystir okkar". (Ingrid Berg- man: Ævi leikkonu. Utg. Rauð- skinna. Þvð. Guðni Kolbeinsson; bls. 469). Uppreisn stjörnunnar Ingrid Bergman var í rauninni tvær manneskjur: leikarinn og konan. Sem leikari var hún örugg, geislandi sannfærð um hæfileika sína og að hún væri að gera það eina rétta. Sem kona var hún, a.m.k. framan af ævinni. feimin, öryggislaus og hjálparvana. Karl- rnenn stjórnuðu lífi hennar, fyrst faðir hennar (hún ntissti nióður sína þriggja ára). svo eiginmenn. leikstjórar, framleiðendúr...Löng runa af karlmönnum sem sögðu henni hvernig hún ætti að haga sér. í smáatriðum. Þeir ákváðu hvað hún ætti að borða. hvaða hlutverk hún ætti að leika. hvernig hún ætti að líta út. hvað hún ætti að segja. Það sem gerir sögu Ingrid Berg- man merkilega er að hún reis upp gegn þessari kúgun. I lún strunsaöi út úr mynstrinu sem búið hafði ver- ið til handa henni. skellti á eftir sér hurðinni einsog Nóra forðum. Og hún hlaut grimmilega refsingu fvrir þetta athæfi sitt. I fyrsta lagi var iiún fordæmd af slíku offorsi að við eigum bágt með aö ímynda okkur annað eins á okkar „frjálslyndu" tímum, og í öðru lagi hljóp hún úr öskunni í eldinn, beint í fangið á Roberto Rossellini, er var kannski meira karlrembusvín en allir hinir samanlagt. Goðsögn sem brást Þetta gerðist allt á gullöld stjörnuiðnaðarins. Fréttir af skiln- aðarmálum stjarnanna voru dag- legt brauð. Það var smjattað á þessum fréttum í nokkra daga, svo gleymdust þær. Hvað var það þá sent olli því að Ingrid Bergman mátti ekki skilja viö sinn mann án þess að allt færi á annan endann? Þegar fréttist að hún ætti von á barni með Rossellini tók fyrst steininn úr: „Um þessar mundir skýrði Truman forseti frá því að vetnissprengjan hefði verið fundin upp. En í mörgum bandarískum blöðum voru þær heljarfréttir hafðar neðst á forsíðunni til upp- fyllingar nteð aðalfréttinni: Ingricl Bergman átti von á barni." (bls. 261). Skýringin á þessu brambolti öllu liggur eflaust í því, aö Ingrid Berg- man var lifandi goðsögn. Þegar hún kont til Hollywood 1938 hófust sérfræöingarnir, með framleiðand- ann David Selznick í fararbroddi, handa um að „búa hana til". Þá var ákveðið að hún skyldi vera „eðli- leg". Saklaus, heiðvirð, óförðuö. góð. Hún átti að leika „góöu stelp- una". í einkalífinu var hún, sam- kvæmt goðsögninni, hamingju- samlega gift indælum lækni, sent hafði „fórnað sér" fyrir leikferil hennar, og hún átti dásamlega dóttur. Hún var hin fullkomna móðir og eiginkona. Fyrirmynd, sem bandarískir foreldrar sýndu dætrum sínum: svona eigið þið að vera. Mjög fljótlega eftir komuna til Hollywood byrjaði Ingrid að gera vonlitlar tilraunir til að brjótast út úr þessu mynstri. Hún var fyrst og fremst leikari, og samkvæmt henn- ar skilningi þýddi það að hún vildi fást við ólík l^itverk. Þar var við ramman reip ao draga. og oft varð hún að bíða tímum saman eftir hlutverki vegna þess að ekkert var til sent „hæfði henni". þ.e. passaði inn í goðsögnina. Ekkert féll henni verr en atvinnuleysið. Hún var einsog fugl í búri þegar hún hafði ekki annað að fást við en sinn „indæla" eiginmann og dótturina og fallega heimilið þeirra. Lífið hófst á leiksviðinu eða frammi fyrir kvikmyndavélinni. Þannig hafði það verið alveg frá því hún byrjaði að leika kornung í Svíþjóð. Svo er til önnur goðsögn: sögnin um hina takmarkalausu, róman- tískuást þeirra Rossellini, ástina sem þoldi enga bið og engin bönd, steypti fjölda manns í glötun - ör- lögin og allt það. í raun og veru var þetta ekki svona hátíðlegt. Eftir tíu ára dvöl í Hollywood og ennþá lengra hjónaband var Ingrid Berg- man farin að þrá það eitt að komast burt. Fyrir konu sem hafði alla tíð verið stjórnað af karlmönnum gat það aðeins þýtt eitt: hún beið eftir aö einhver karlmaður kæmi og hrifi hana burt. Og loks kom hann. Hefði Rossellini ekki komið og sagt: Komdu meö mér til Ítalíu, þá hefði bara einhver annar koniið og sagt eitthvað svipað, og hún hefði farið - á enda veraldar, ef því var að skipta. Nokkrum árum seinna opnuðust augu hennar fyrir þeirri bláköldu staðreynd að Roberto var ekki hót- inu betri en hinir, hann vildi líka ráðskast með hana og stjórna leik- ferli hennar. Þá var það leikarinn Ingrid Bergman sent sigraði enn á ný í þessu eilífa stríði milli listar og einkalífs. Upp frá þessu var Ingrid Bergman sterk á báðum sviðum, bæði sent leikari og sem kona. „Mikilfengleg saga mikilhæfrar konu" — segir á bókarkápu sjálfs- ævisögunnar. Og það eru orð að sönnu. Enn á ný hefur ferðaskrifstofan Atlantik í boði Mallorkaferð fyrir landsmenn 60 ára og eldri. Ferðin er kjörin fyrir þá er vilja lengja sumarið og njóta veðurblíðu síð- sumarsins við Miðjarðarhafsströnd. Atlantik býður upp á gistingu á nýju og mjög vistlegu íbúðahóteli sem stendur við hina hreinu Pálmaströnd. Öllum íbúðum fylgja eldhús, baðherbergi og svalir er vísa út að ströndinni. Við hótelið er sérlega glæsilegt útivistarsvæði með skemmtilegri sundlaug og góðum legu- og hvíldarbekkjum. Öll aðstaða er hin ákjósanlegasta til að njóta hvíldar og hressingar. Verð miðað við 2 í stúdíó eða 3 í íbúð er kr. 13.900,- Innifalið í verðinu er hálft fæði og flugvallarskattur. (Verð miðað við gengi 24. ágúst). Fararstjóri verður Bryndís Jónsdóttir. miMTK Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1, símar 28388 og 28580. Eilíft stríð Um þetta stríö hennar vissu áhorfendur hennar og aðdáendur að sjálfsögðu ekkert. Þeir þekktu bara goðsögnina. Með því aö rísa upp gegn þessu öllu og flevgja sér út í ævintýrið í Stromboli-evju var Ingrid að klúðra goðsögninni og gefa aödáendum sínum langt nef, og það þoldu þeir ekki. „Svo að hún var þá ekkert annað en helvítis hóra!" sagði maður nokkur þegar hann las frétt um að Ingrid og Ros- sellini hefðu eignast barn, og í þess- ari bitru setningu endurspeglast viðhorf bandarísks almennings. LANDSMENN ALLIR 60 ÁRA OG ELDRI Mallorkaferð 28. sept. - 26. október (29 dagar)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.