Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. september 1982 Skrítiö og skondið Einu sinni var kerling til altaris. Presturinn hafði ekki góðan augastað á kerlingu, og er sagt hann gjörði það af hrekk, en sumir segja hann gjörði það af ógáti, að hann gaf kerlingu brennivín í kaleiknum. En kerling lét sér ekki bilt við verða, og sagði það sem síðan er að orötaki haft: „Og beiskur ertu nú, drottinn minn.- Einu sinni áttu karlar þrír tal með sér um ýmsa hluti; þar kom og, að þeir fóru að tala um, hvaða matur þeim félli vel. Segir þá einn þeirra: „Góð er mjólkin, guð var í henni skírður." „Ósatt er það,“ segir annar, „í flotnu var hann skírður, blessaður." „Ekki er það heldur sannara," segir hinn þriðji, „hann var skírður í ánni Fjórtán." Einu sinni mætti maður kcrlingu á gangi, og hafði hún sturla (kopp) sinn á höfðinu. Hann átelur hana fyrir það, að hun skuli aðhafast þá ósvinnu, aö vera á almanna færi með ófétis koppinn fyrir höfuðfat. Kerling sagði: „Ætli mér þyki skömm að því, að bera koppinn minn? þar sem postulunum þótti engin óviröing að því, eða manstu ekki 4. versið í 11. Passíusálm- inum: Pétur með sturlan stærsta?" Einu sinni vaknaöi kcrling í rúmi sínu fyrir ofan karlinn sinn með gráti miklum. Karl leitaðist viö að hugga hana, og spuröi hana, hvaö að henni gengi. Kerling sagöi sig hafa dreymt ógnarlega Ijótan draum. „Hvað dreymdi þig skepnan mín“ segir karlinn. „minnstu ekki á það," sagði ker- ling, og fór að snökta: „mig dreymdi, aö guð ætlaði að taka mig til sín." Þá sagði karl: „Settu það ekki fyrir þig. kelli mín; oft er Ijót- ur draumur fyrir litlu efni." Ég var að fara heim til mín á 6. tímanum á mánudaginn og bíl- linn brunaði í fjórða gír austur Miklubraut ásamt hundruöum annarra bíla. Allir greinilega óð- fúsir að komast heim til sín eftir erfiðan vinnudag. Þegar Elliða- árbrúrnar nálguöust mátti sjá að eitthvað óvcnjulegt var á seyði. Þar hægðu flestir á sér og mynd- aöist hálfgerð umferðarteppa. Viö gamla ósinn á ánurn var múg- ur og margmenni. Menn lágu á handriðinu á gömlu brúnum og röðuðu sér á árbakkana. Bílum var lagt þvers og kruss langt upp í Ártúnsbrekkur og m.a. gat að líta tvo lögreglubíla. Hvað var á seyði? Forvitnin greip mig strax helj- artökum þó að ég reyndi að láta ekki bera á því um of við sam- ferðafólk mitt íbílnum. Ég hægði samt á ferðinni, teygöi fram álk- una og iðaöi allur ísætinu. Bíllinn var farinn að taka stóra sveiga og var næstum kominn á vitlausa A llir fyrir björg akrein. Sennilega hef ég minnt á leikritið sem ég heyrði í útvarpi sem krakki. Það var um fólk á afskekktum sveitabæ sem sá til ferðamanns og var svo forvitið um manninn að það hrapaði allt fyrir björg að lokum. „Mér ber skylda til þess að fara að athuga þetta sem blaðamað- ur", sagði ég svo loks og var ekki vel tekið í þaö í bílnum enda átti eftir að fara í búðir. Hvað var þetta? Stórslys? Hvalavaða? Lík á ánni? Kajaka- keppni? Selur? Frægt fólk? Þannig hagar til á hraðbraut- inni að ekki er gott um vik að stoppa eða beygja út af heldur verður að halda áfram upp Ár- túnsbrekkuna og sem leið liggur alveg upp undir Watergate, stór- hýsi íslenskra aðalverktaka. Ég tók þann kost að gefa í, snar- beygja síðan við Höfðabakka og halda niöur Bíldshöfða eins hratt og lög og velsæmi leyfðu Þegar Elliðaárnar og mann- fjöldinn blöstu við mér á nýjan leik af brún Ártúnsbrekku sá ég mér til skelfingar að múgurinn tók skyndilega á rás og þusti til bíla sinna. Ég horfðist í augu við það að vera búinn að missa af æsilegum viðburði og blaðið af dramatískri frásögn. Kannski hafði Davíð Oddsson borgar- stjóri verið við laxveiðar, dottið í Elliðaárnar og fólkið fylgst hljótt með baráttu hans upp á líf og dauða að komast upp úr. Og blaðamaður Þjóðviljans of seinn á staðinn!. Við illan leik komst ég á móti straumnum niður brekkuna og sá mann í færi, skrúfaði niður rúð- una og hrópaði: Hvað var um að vera? Hann leit á mig og sagði bros- hýr: „Maður að veiða lax". Nú. Var það allt og sumt. Maður að veiða lax. Jahá. Það er einmitt það. Ég hef nú aldrei verið fyrir veiðiskap gefinn og síðast þegar ég reyndi að renna fyrir murtu datt ég í Þingvallavatn. Þögull gerði ég örvæntingar- fullar tilraunir til að snúa við í bílaþvögunni og komst svo við ill- an leik í handverksbakaríið í Hraunbæ - rétt fyrir lokun. Guöjón ritstjórnararcin_____________________ Flugstöðvar bæði í Reykjavík og Keflavík flutningur ætti sér stað væri hag- allar aðstæður í innanlands- anlega ýtti það undir hugmyndir kvæmast að gera nýja flugvöllinn fluginu. Það er því ljóst að verði um að flytja innanlandsflugið þannig úr garði að hann gæti líka reyndin sú að Flugleiðir hætti þangað, þó langt sé. Hugsanlega Á að byggja upp á Reykjavíkurflugvelli? Á að flytja hann? Á að stefna að sameiginlegri miðstöð innanlands- og Evrópuflugs? Ein af þeim tiilögum sem fyrir liggur í ríkisstjórn frá Alþýðu- bandalaginu er að gerð veröi sér- stök athugun á framtíð Reykja- víkurflugvallar á vegum stjórn- valda. Á síðustu misserum hafa ábyrgir aðilar í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu vakiö at- hygli á að það svæði sem Reykja- víkurflugvöllur hefur nú til af- nota kunni að vera hentugast og fjárhagslega hagkvæmasti kost- urinn fyrir framtíðarbyggð í Reykjavík. Að því hafa jafnvel verið færð rök aö dýrara sé þegar á allt er litið að þenja borgar- byggðina út heldur en að flytja flugvöllinn og þétta byggðina í borginni. Evrópu- og innanlands- flug saman Áralöng vanræksla í viðhaldi á flugbrautum og endurnýjun bygginga á Reykjavíkurflugvelli kallar á verulegar fjárfestingar og áður en lagt verður í slíkt. væri hyggilegt að endurskoða framtíð- arstaðsetningu flugvallarins m.a. með hliðsjón af áhuga á þéttingu byggðar í borgarlandinu. Sá möguleiki er ekki útilokað- ur að á seinni hluta þessa áratugs verði tekin ákvörðun um að flytja Reykjavíkurflugvöll. Ef siíkur nýtst þeim flugvélum sem notað- ar eru í Evrópuflugi íslendinga. enda hefur reynslan sýnt kosti þess að nota sömu vélar í leiðum innanlands og til Evrópu. Nýr flugvöllur gæti þjónað bæði inn- anlandsflugi og Evrópuflugi. og þar þyrfti að reisa flugstöð í sam- ræmi_við hlutverk hans. Hugmyndir um að flytja innan- landsflugið á Keflavíkurflugvöll sýnast óraunhæfar, miðað við fjarlægðina frá höfuðborginni og samkeppnisflugi yfir Atlants- hafið og menn komist að þeirri niðurstöðu að æskilegt sé að setja miðstöð innanlands- og Evrópu- flugsins niður í nágrenni Revkja- víkur er nöturlegt til þess að hugsa að þá stæði auöur og tómur minnisvarði um skipulagsmistök uppi á Keflavíkurflugvelli. Á hinn bóginn sætu íslending- ar uppi með Keflavíkurflugvöll ef þeir hefðu manndóm í sér til þess að reka herinn úr lapdi og vænt- gæti nútíma hraðlest vegið upp fjarlægðina. En meðan hernaðar- umsvifin eru viðloðandi dettur engum í hug í alvöru að leggja slíkt til. Eins og ólafur Ragnar Gríms- son alþingismaður bendir á í sér- áliti sem fvlgir skýrslu um störf nefndar er fjallaði um flugstöð á Keflavíkurflugvelli. er ekki hægt að slá því föstu að millilandaflug íslendinga verði á Keflavíkur- flugvelli áfram næstu áratugi. Einar Karl Haraldsson skrifar: enda þótt miðstöð þess verði þar fyrirsjáanlega á næstu árum. Þar koma til fjölmörg álitamál sem borin hafa veriö upp um framtíö Reykjavíkurflugvallar og augljósir hagsmunir af því að tengja saman innanlands- og Evrópuflugið á sama velli. Smærri flugstöðvar Skipulagsmál tlugsins eru í deiglunni. óljóst er hvort við tökum þátt í samkeppnisfluginu yfir Atlantshafið miklu lengur. og óvíst verður að telja áð veru- leg aukning eigi sér stað í fluginu. Meðan þetta óvissuástand varir væri skynsamlegra að reisa smærri flugstöðvar bæði á Reykjavíkurflugvelli og Kefla- víkurflugvelli. og hefjast þá fyrst handa um varanlega framtíðar- flugstöð þegar eftirtalin atriði verða tekin að skýrast að nokkr- um árum liðnum: 1. Tökum við þátt í samkeppnis- fluginu yfir AtlantshaF? 2. Eykst fjöldi farþcga í fluginu eða minnkar? 3. Verður Re.vkjavíkurflugvöll- ur kyrr eðá fluttur á næstu árum? Svörin við þessum spurningum verða að liggja fyrir ef taka á framtíðarákvarðanir á skynsam- legum grunni. Ennþá skýrar gæti dæmið verið og viðráðanlegra ef herinn yrði rekinn - það tekur ekki nema 18 mánuði samkvæmt samningum. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.