Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.09.1982, Blaðsíða 16
16 SIÐA — t>JÓÐVILJINN Helgin 11.-12. september 1982 heldur er Kristur þar allt og í öllum. Dr. Einar Sigurbjörnsson segir að hugtakið „friður sé í Biblíunni guðfræðilegt hugtak. „Guðfræði- legt hugtök taka til afstöðunnar, eða sambandsins, milli Guðs og manna.” Dr. Einar bendir á eftirfarandi klausu úr bréfi Páls postula til Efesusmanna: „... Pví að hann (Kristur) er vor friður; hann hefir sameinað hvoratveggja og rifið niður millivegginn, sem skildi þá að, er hann afmáði í holdi sínu það sem orsakaði fjandskap- inn, lögmálið með boðorðum þess og skipunum, til þess síð- an að skapa í sér úr báðum einn nýjan mann með friðar- verki sínu.” (Efesusbréfið, 2:14-17) Friður í guðfræðilegri merkingu er afleiðing af lífi og dauða Krists, sem kemur fram í þvt' að mann- kynið á nú frjálsan aðgang að Guði, segir dr. Einar. Petta táknar, að þeir veggir sem reistir voru manna í millum: milli heiðingja og Gyðinga, milli þræis og frjáls manns, milli karls og konu, hverfa einsogsegir í Galatabréfinu 3,287, eða í bréfi Páls postula til Kólossu- manna. „En nú skuluð þér ... af- leggja það allt: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt tal af yðar munnum. Ljúgið ekki hver að öðrum, þér sem hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans og íklæðst hinum nýja, sem end- urnýjast til fullkominnar þekkingar, samkvæmt þess mynd, sem hann hefir skapað, þar sem ekki er grískur maður eða Gyðingur, umskorinn né óumskorinn, útlendingur, Skýti, þræll eða frjáls maður, heldur er Kristur þar alit og í öllum.” (Kólossubréfið, 3:8-12) „Friður Guðs verður eilífur” 99 Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu” Sá friður, sem settur er milli him- ins og jarðar hefur tvímælalaust félagslegar afleiðingar. Það verður verkefni hins kristna samfélags að vinna að sáttargjörð á milli manna. Hvatningin til sáttargjörðar er þó ekki eingöngu samfélagsleg, held- ur ber hinum kristna manni að vinna að friði í hverju þvt' um- hverfi, sem hann lifir í. - En hvað er friður? Hvernig er það ástand, sem hinum kristna manni ber að keppa að? Hugsunin í Nýja testamentinu byggist á Gamla testamentinu. Þar merkir friður ástand, þar sem jafn- vægi og velgengni ríkja og spá- menn Israels sjá sem framtíðará- stand. Þegar Guð hefur náð völd- um að fullu, mun friður ríkja: þá er komin Paradís á jörðu: „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvor- ir hjá öðrum; og Ijónið mun heyetasemnaut. Brjóstmylk- ingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar, og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni inn í bæli hornormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn ilit fremja eða skaða gjöra; því að jörðin er full af þekkingu á Drottm, eins og djúp sjávarins er vötn- um hulið." (Jesaja, 11:6-10) Nýja testamentið segir þessa tíma hafa runnið upp með Kristi, Messíasi, eins og ljóst er af ummæl- um Páls, er áður er um getið. Þó er það ekki runnið upp að fullu; það er horft til framtíðarinnar t.d. í Op- inberunarbókinni, 21, og Matteus- arguðspj alli, 25, þar sem rætt er um endurkomu Krists. Það er einnig fjallað um hrellingar í guðspjöllun- um, en að þeim afloknum mun ríki Guðs renna upp: „Því að þjóð mun rísa upp gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki. Bæði mun verða hallæri og landskjálftar á ýmsum stöðum. En allt þetta er upphaf fæðingarhríð- anna. Þá munu menn fram- selja yður til þrengingar og menn munu lífláta yður, og þér munuð verða hataðir af öllum þjóðum vegna nafns rníns. Og þá munu margir hneykslast og framselja hverj- ir aðra og hata hverjir aðra. Og margir falsspámenn munu rt'sa upp og leiða marga í villu; „Því að hið óguðlega athæfi brennur eins og eldur, eyðir þyrnum og þirstlum og kveikir í upp í reykjarmökk. Vegna reiði Drottins hersveitanna stendur landið í björtu báli og fólkið verður sem eldsmatur; enginn þyrmir öðrum." (Jesaja, 9: 18-20). - Eg sé ekki betur en að hér sé spáð atómstríði „Já,” segir dr.Einar Sigurbjörns- son. „Það hefur heldur ekki vantað mennina, sem lesa það sama út úr þessu og þú. En með þess konar myndum er tjáð, að Guð sigrar andstæðing sinn jafnvel að lokinni baráttu og við vonum á þann sigur.” Nú þarf ég að hugsa mig iengi um. „En getur friður Guðs ríkt þar sem engir eru mennirnir? Svar dr. Einars er afdráttarlaust. „Nei! Guðfræðileg hugtök eru aftöðuhugtök, sambandshugtök.” Hin kristna von - ekki fullvissa Niðurstaðan af þessu er sú, að hin kristna von er að sigur Guðs verði og ástandið, sem Opinberun- arbókin lýsir, komist á; þá er hægt að tala um fullkomið jafnvægi í sköpunarverkinu. „Þessi von - því von er þetta en ekki fullvissa - hlýtur að verka hvetjandi á hinn kristna mafin í þá veru að vinna að framgangi sátta og réttlætis í heiminum,,, segir dr. Einar Sigurbjörnsson. - En af hverju segir þú að þetta sé hinn guðfræðilegi skilningur á hugtakinu „friður”? Ég sé ekki bet- ur en að hér sé um hápólitíska von og hvatningu að ræða. Hið guð- fræðilega og hið pólitíska hafa sömu merkingu fyrir mér í þetta sinn að minnsta kosti. „Allar mannanna ákvarðanir hafa tilheigingu til þess að vera bráðabirgðalausnir”, segirdr. Ein- ar. Öll lög sem menn setja og öll verk þeirra úreldast eða breytast eða hætta hreinlega að vera til. Með öðrunr orðum: pólitískar á- kvarðanir eru ekki eilífar. Friður Guðs verður eilífur. Kristinn maður hlýtur því að vinna með öllum að þessu mark- miði: að friður Guðs ríki. Hann vinnur að þessu með öllum öðrum; einnig þeim sem ekki eru sama sinnis og hann í trúmálum.”. ast „Sá friður sem kirkjan boðar er friður Guðs, sem hún er send með út í heiminn til þess að fagnaðarerindið fái að móta mannlífið allt.” Þannig hljóðar upphaf á- lyktunar Prestastefnu, sem samþykkt var samhljóða að Hólum í lok júnímánaðar 1982. Þar sem*sunnudagur 12. sept- ember er sérstakur friðar- og þakkargjörðardagur kirkjunn- ar, þótti okkur við hæfi að leita svars við spurningunni hvað er friður Guðs? Hvað felst í friði þeim er kirkjan boðar? Við leituðum á fund Biblíu- lærðs manns, dr. Einars Sigur- björnssonar, prófessors við Há- skóla íslands, en dags daglega flytur hann guðfræðinemum fræði sín. og vegna þess að lögmálsbrot- in magnast, mun kærleikur alls þorra manna kólna, en sá sem stöðugur stendur allt til enda, hann mun hólpinn verða. Og þessi fagnaðarboð- skapur um ríkið mun pré- dikaður verða um alla heims- byggðina, til vitnisburðar öll- um þjóðum; og þá mun endir- inn koma.” (Matteus, 24: 7-15) Spádómar um atóm- stríð í Biblíunni? Dr. Einar Sigurbjörnsson bendir á eftirfarandi texta í Jesaja sem dæmi um þá spádóma sem spá- mennirnir hafa uppi um þær hréllingar er mannkynið mun ganga í gegnum áður en friður Guðs rennur upp:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.