Þjóðviljinn - 17.06.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 17. júní 1983 Svctlana Savistkaya fór í geimferð í fyrra. Fyrsti kvengeimfarinn fyrir réttum tuttugu árum var Valentína Teresc- hova. unni er breytt í verksmiðju fyrir slík verkefni. Og sú sjöunda verður í engu frábrugðin að þessu leytinu til. Hins vegar er minna skrifað og sagt frá óhugnanlegra hlutverki þessara ferða sem er hernaðarlegs eðlis. Ferðir geimskutlunnar eru fullbókaðar fyrir fyrirtæki og ríkis- stjórnir til ársins 1990. í þessari sjöundu ferð geimskutl- unnar (önnur ferð „Áskoranda" en „Columbía" fór fimm ferðir) koma geimfararnir fyrir tveimur sjón- varpshnöttum. Annar þeirra heitir „Anik C 2“ og er kanadískur en hinn „Palapa B-l“ er fyrir Indó- nesíu. En eitt stærsta verkefnið verður að koma fyrir í geimnum heljar- mikilli geimstöð, sem Vestur- Þjóðverjar smíðuðu. Vonast er til að þetta tæki geti í framtíðinni svif- ið um sem ómönnuð geimstöð þar úti í hvolfunum. Hér er um að ræða 4,8 metra langan, 3,4 metra háan og eins og hálfs metra breiðan pall, sem vegur 1800 kíló. Pallurinn eða geimstöðin er talið kosta 32 miljón- ir þýskra marka. Pallurinn gengur undir nafninu „SPAS-01“ og á að sinna ýmsum rannsóknarverkefn- um. Ef allt gengur samkvæmt áætl- unum á þessi stöð að verða brúkleg í fimm skipti og allt uppí tíu þúsund skipti samvæmt tölvuútreikning- um. Hversu fer í framtíðinni um það mál fer mikið eftir því hvernig gengur í þessari ferð núna. Geimfararnir eiga að hefja stöðina úr geymslurými skutlunnar með „armi“, sem mun vera flókið vélmenni - og koma henni fyrir þannig úti í geimnum. Samkvæmt áformum á skutlan að nálgast geimstöðina úr 800 metra fjarlægð tvisvar sinnum, einu sinni með handstýringu og einu sinni með sjálfvirkum stýriútbúnaði. Síðan á að taka stöðina aftur með 15 metra löngum arminum og koma fyrir að nýju í geymslurými skutlunnar. Petta er sagt vera sér- stakt nákvæmnisverk og geimfar- arnir margþjálfaðir í því. Þessi til- raun er fyrst sinnar gerðar, sem getur hjálpað til þess að geimfarar í skutlum framtíðarinnar geti tekið gervihnetti sem þarfnast viðgerðar um borð í skutluna og skilað þeim síðan á sinn stað eftir viðgerð á jörðu niðri. SPAS-01 er einnig með flóknum rannsóknarbúnaði fyrir öreinda- rannsóknir og fleira og er ætlað að þær standi í tíu tíma. Og ef þetta tekst verður það í fyrsta sinn sem hægt er að ná aftur rannsóknar- hnetti, sem getur aftur farið í slíka ferð. Áætlað er að geimskutlan lendi þann 24. júní - í fyrsta sinn á sama stað og hún leggur upp frá: Canaveral-höfða eftir sex daga ferð. Mistakist það af einhverjum ástæðum er fyrirhugaður neyðar- lendingarstaður á „Banana" strönd, sem er flöt en þétt setin krókódílum. -óg Gestir uti geimnum Bandaríska flugfélagið Pan Am auglýsti bókun á farþegum til tunglsins árið 1969. Að sjáfsögðu var það fyrst og fremst gert í auglýsingaskyni eins og tíðkast í þvísa landi. En þó er svo komið, að NASA geimferðarstofnun Banda- ríkjanna mun taka farþega frá og með árinu 1986 í geimskutlunum. Einungis er reiknað með um átta farþegum á ári til að byrja með. í Bandaríkjunum eru fjölda- mörg félög og fyrirtæki sem vinna að því að geimferðir verði almenn- ingi mögulegar. Enn fremur eru ótrúlega mörg slík áhugafélög til um geimstöðvar; nýlendur verði settar á laggirnar.50 stærstu áhuga- félögin hafa sameinast um það markmið að koma upp geymný- lendu. Um þetta eru gefnar út bækur og haldnir fundir. Þetta sjónarmið á einnig formælendur innan geimferðarstofnunar Banda- ríkjanna. „Það eru ótal ástæður fyrir því að við ættum að koma upp geimnýlendu; efnahagslegar og til þess að læra meira um okkar eigin plánetu. En umfram allt er það mikilvægt fyrir þróun mannkyns- ins“ segir Appollo-geimfarinn Rusty Scheickart. Fimm manna áhöfn á bandarísku geimskutlunni „Áskorandinn", geimskutlan sem hér var á dögunum leggur áleiðis út í geim um helgina, ef alit fer samvæmt áætlun. Áætlaður brottfarartími ferjunnar er á laugardagsmorgun, og 44 mínútum og rúmum 23 sekúndum síðar á ferjan að hafa komist út fyrir gufuhvolf jarðar. Bandarískir fjölmiðar hafa mik- ið fjallað um þessa ferð - ög þá aðallega einn farþegann Sally Ri- de, sem er fyrsta konan meðal bandarískra geimfara. Stóru viku- blöðin Time og Newsweek helga henni mikið pláss og hún prýðir forsíðu Newsweek tímaritsins í vik- unni. í bandarískum blöðum er lífshlaup hennar rakið í smáatr- iðum og endalausar myndir birtar af henni og fjölskyldunni. Sally Ri- de er 25 ára gamall eðlisfræðingur og stjórnufræðingur - og hún er þriðja konan sem fer út í geiminn. Áður hafa tvær konur frá Sovét- ríkjunum lagt leið sína út í geiminn; þær Valentína Terescho- va sem fór þann 16. júní 1963 og Svetlana Savitskaya sem fór í geiminn í ágúst í fyrra. Ferð Val- entínu þótti ekki takast sérlega vel, þar sem hún var veik á ferðalaginu. Var því m.a. kennt um að hún hefði verið illa undir ferðina búin, en hún var undirbúin með skömmun fyrirvara af pólítískum ástæðum að sögn. Verið var að undirbúa Heimsþing kvenna í Moskvu um þetta leyti. Hins vegar tókst ferð Svetlönu með miklum ágætum í fyrra. Eins og áður sagði er mest fjallað um þessa ferð geimskutlunnar vegna þess að nú er fyrsta konan meðal bandaískra geimfara með í áhöfninni. Og aldrei áður hafa jafn margir verið með í sömu ferð eða alls fimm sem taka þátt í þessari ferð geimskutlunnar. Og þeirra bíða margvísleg verkefni úti í geimnum. Geimstöðin Fyrri sex geimskutluferðir hafa sannað, að hægt er að brúka geimferðir til aðskiljanlegustu verkefna fyrir fyrirtæki og ríkis- stjórnir margra landa. Geimskutl- Geimskutlan á íslandi 1) „Áskorandi“ leggur í hann frá Kennedy geimferðarsstöðinni 18. júní. 2) Geimskutlan lætur fjarskiptahnettina frá sér, fyrst þann kanadíska og síðan þann indónesíska. 45 mínútum eftir að geim- skutlan hefur látið þá fyrir borð eru þeir komnir á sporbaug 22.300 mílur frá jörðu. Þetta gerist 18. og 19. júní. 3) Þann 22. júní verður geimstöðin vestur- þýska tekin með 15 metra löngum armi vélmennis úr geymslurými skutlunnar og rannsóknir á öreindum hefjast. Eftir tíu tíma törn verður stöðin tekin aftur um borð. 4) Og þann 24 júní lendir geimskutlan aftur við Kennedy stöðina. F yrsta bandaríska konan út í geiminn Fyrsta konan meðal bandarískra geimfara Sally Ride, sem hefur ver- ið vinsælasta efni bandarískra fjölmiðla síðustu daga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.