Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 17, J6nl l983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 23 nemendur brautskráðir frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík Tónlistarskólanum í Reykja- vík var sagt upp nýverið. Að þessu sinni voru 23 nemendur brautskráðir frá skólanum, 8 tónmenntakennarar, 4 píanó- kennarar, 2 fiðlukennarar, 1 blásarakennari, 4 luku burtfar- arprófi í hijóðfæraleik og söng og 4 einleikaraprófi þ.á.m. fyrsti einleikarinn á saxafón. Við athöfnina lék Strengja- sveit Tónlistarskólans undir stjórn Mark Reedman, Conc- erto Grosso eftir Hándel. Skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík er Jón Nordal. m Nemendur Tóniistarskólans sem brautskráðust í vor \.i/ íslensku þátttakendurnir. Frá vinstri: Þórður, Edda og Eiríkur. Þrír íslenskir sýna í maí s.l. var opnuð sumarsýning Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg í Finnlandi, þema sýning- arinnar er norrænt landslag „Nor- disk landskap". Sýningin er á vegum Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg, þrír þátttakendur eru frá hverju norðurlandi alls 15 með 100 verk. íslensku þátttakendurnir eru: Edda Jónsdóttir, Eiríkur Smith og Þórður Hall. Gefin hefur verið út vönduð sýningarskrá í tengslum við sýninguna. Á sama tíma og sýningin opnaði var haldið alþjóðlegt myndlistar- þing og alþjóðleg ráðstefna list- gagnrýnenda í Helsinki. - Sýning- unni lýkur 14. ágúst n.k. Bátasýning um helgina Um helgina gefst borgarbúum kostur á að skreppa í skemintisigl- ingu um sundin blá og út í Viðey á vegum Snarfara, félags sportbáta- eigenda. Snarfari gengst fyrir bátasýningu á svæði sínu í Elliðavogi laugardag og sunnudag 18. og 19. júní og kynnir þar íslenska bátafram- leiðslu, erlenda vatnabáta, vélar og búnað. Bátarnir verða sýndir bæði á sjó og á landi og verður sýning- argestum boðið upp á reynslusigl- ingu á sýningarbátunum. Sýningin verður opin frá kl. 10 árdegis til 22 að kvöldi báða dagana. Sumarsýning Norrcenu listamiðstöðvarinnar íSveaborg Atlantik býöur upp á þriggja vikna ferð til sólskinseyjarinnar Mallorka meö sérkjörum. Verðið er í sérflokki og auk þess er barnaafslátturinn meiri en gengur og gerist. Ath. Hagstætt verð Ath. Engin útborgun Ath. 50% barnaafsláttur Það er ekki tilviljun að Mallorka skuli njóta þeirra vinsælda, sem raun ber vitni. Eyja- skeggjar kappkosta við að gera dvöl ferða- manna, sem eyjuna heimsækja, sem ánægju- legasta. Atlantik býður sem fyrr upp á ákjósanlega að- stöðu fyrir fólk á öllum aldri. Ekki síst fyrir f jölskyldur með börn. Takmarkað sætaframboð. ímAf■ l' i KRÍFSTDFA, Iðnaðarhúsinu Hállveigarstíg 1. Símar 28388 og28580

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.