Þjóðviljinn - 17.06.1983, Side 31
Föstudagur 17. júni 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31
„Gull í mund“
kvaddi með beinni
útsendingu
í stereo utanhúss
s
V elkomin
a morgun-
hljómleika
útvarpsins“
„Aureus-kvartettinn“ kom fram á hljómleikum á Laekjartorgi. Hér ræðir
Stefán Jón við stjórnandann Jim Sieler. - Ljósm.: Leifur.
Finnar
aðilar að
Tele X
Finnska ríkisstjórnin ákvað í
gærmorgun, að Finniand yrði aðili
að rekstri gervihnattarins Tele X.
Fyrir í því samstarfí voru Noregur
og Svíþjóð.
Petta kom fram á blaðamanna-
fundi í lok fundar samstarfsráð-
herra Norðurlanda og forsætis-
nefndar Norðurlandaráðs, sem
fram fór hér á landi.
Gervihnötturinn Tele X verður
sendur á loft árið 1986 og hefur
m.a. tvær sjónvarpsrásir. Ekki er
enn vitað hvort Tele X gæti e.t.v.
náð til íslands.
Upplýst var, að nokkuð hefði
verið rætt um hugsanlegt samstarf
á sviði sjónvarpsgervihnatta, þ.á
m. um Nordsat og um hið fjöl-
tjóðlega ECS kerfi, en engar á-
kvarðanir hafa verið teknar, utan
ákvörðun Finna.
Þessi mál verða til umræðu á
fundi hér á landi á þriðjudag í
næstu viku, en þá munu viðkom-
andi fagráðherrar frá Norðurlönd-
um hittast tii viðræðna um þessi
mál.
„Morgunútvarpið Gull í
mund góðan daginn. Og
velkomin á
morgunhljómleika
útvarpsins. Við erum stödd
hérá þjóðhátíðarpallinum,
þjóðnýtum hann j þágu
ríkisútvarpsins. Áhorfendur
þetta þrírtil fjórir. Og fyrst á
dagskrá er hljómsveitin
Centár. Gjörið þið svo vel.“
Þetta voru orð Stefáns Jóns
Hafsteins umsjónarmanns
morgunþáttarins Gull í mund
sem í gærmorgun rann sitt
skeið á enda. Fluttur var
þáttur nr. 178 og var
útvarpað í stereo f rá þrem
stöðum: Lækjartorgi,
Akureyri ogúr
útvarpshúsinuvið
Skúlagötu. Var það í fyrsta
sinn sem útvarpað er í stereo
utanhúss.
Hljómsveitin Centár hóf hljórn-
listarflutning frá Lækjartorgi með
léttri ballöðu: „Einn, tveir, einn
tveir, I am so lonesome, I am so
blue...“ Stuttu síðar tóku þeir
lagið, Hún er svo sæt, sem þeir
fluttu af hreinni innlifun. Á meðan\
á þessu stóð beið Sigríður Árna-
dóttir þess að taka við og þar varð
spenningur í lofti. Tæknimenn
tóku stikkprufu á músíkina, dag-
blöðin framreidd. Eina rettu? Jú
þakka þér fyrir. „Það kemur að þér
eftir eina mínútu og fimmtíu sek-
úndur.... hálf mínúta.Byrja.“
Ekki var annað að heyra en að
þetta fólk kynni sitt starf. Tækni-
mennirnir Georg Magnússon og
Hreinn Valdimarsson voru greini-
lega öllum hnútum kunnugir. Á
Lækjartorgi sinntu Þórir
Steingrímsson og Bjarni R. Bjarn-
ason sínu starfi með sama öryggi.
Vanir menn.
Fólk með
hlutverk
Víst er um það að umsjónar-
menn morgunútvarpsins er fólk
með hlutverk. Og það er ekkert
smáhlutverk, nefnilega það að
koma íslensku þjóðinni á fætur.
Undanskildir eru að sjálfsögðu
hinir þekktu morgunhanar sem eru
roknir í kaffi niðrí Pfaff kl. 5 á mor-
gnana eða þeir sem atvinnu sinnar
vegna þurfa að vakna snemma,
bakarar, leigubílstjórar, flugmenn
og þannig mætti lengi telja. Mál
manna er að morgunútvarpið hafi
um landið
Ragnar Jónsson stjórnar samkór Kópavogs frá þjóðhátíðarpallinum sem „þjóðnýttur“ var í þágu ríkisútvarpsins „og þeirra 150 þúsund einstaklinga
sem hiustuðu á þáttinn“, eins og Stefán Jón orðaði það.
Safn Jóns
Sigurðssonar
opið
Safn Jóns forseta Sigurðssonar á
Hrafnseyri verður opnað almenn-
ingi 17. júní og mun verða opið
fram undir haustið.
Sóknarpresturinn, sr. Torfi Stef-
ánsson, á Þingeyri, flytur há-
tíðarmessu á Hrafnseyri 17. júní.
Að messugjörðinni lokinni mun
doktor Guðrún Helgadóttir flytja
erindi um Hrafn Sveinbjarnarson
óg lækningar hans, en á þessu ári
eru 770 ár frá því að Hrafn var af lífi
tekinn, en svo sem alkunnugt er,
ber staðurinn nafn hans.
Safnvörsluna í sumar annast Sig-
ríður Valdimarsdóttir eins og í
fyrrasumar.
Norsk
harmoniku-
hljómsveit
ferðast
Þan'i 21. júní kemur hingað til
lands harmonikuhljómsveit frá
eyjunni Senja við Norður-Noreg.
Hljómsveitin kennir sig við nafn
heimabyggðarinnar, sem er önnur
stærsta eyja Noregs, og kalla sig
Senja trekkspillklubb.
Sigríður Arnadóttir í þularherberginu árla morguns.
verið með hressara móti í vetur,
ekki síst fyrir þá sök að hlustendur
hafa sjálfir fengið að tjá sig um hin
aðskiljanlegustu málefni. Stefán
sagði í spjalli við Þjv. að fram
hefðu komið á bilinu 1000-1100
manns í þáttunum í vetur. „Ég hef
hlýtt á rödd hinnar íslensku
þjóðar,“ sagði hann og glotti.
„Annars vil ég þakka öllum þeint
sem tekið hafa þátt í þessu með
okkur. Þetta hefur verið stór-
skemmtilegt. Hættur hjá útvarp-
inu? Nei, nei, nei. Ég vinn í dag-
skrárdeiidinni í sumar og svo verð
ég með beina línu á mánudags-
kvöldum í sumar. í haust fer ég svo
út til Bandaríkjanna í fram-
haldsnám."
Sigríður
til Frakklands
Sigríður Árnadóttir sem verið
hefur með Gull í mund í vetur og
sumar hættir einnig. Hún kvaðst
hafa unnið á útvarpinu frá því hún
var 15 ára gömul. „Ég hef verið að
þokast upp á við innan stofnunar-
innar,“ sagði hún og tók í sama
streng og Stefán með, að það hefði
verið verulega ánægjulegt að vinna
við Guli í mund í vetur.
Sigríður lætur nú af störfum hjá
útvarpinu hvað sem síðar verður.
Hún heldur til Frakklands þar sem
hún ætlar að stunda frönskunám.
- hól.
Á fyrsta degi heimsóknarinnar
verður haldið til Þingvalla. 23. júní
fara Norðmennirnir tii Húsavíkur,
en nyrðra dvelja þeir til 29. júní. Á
Húsavík halda þeir tónleika í fé-
lagsheimilinu að kvöidi 25. júní, á
eftir verður dansleikur, þar sem
gestirnir spila ásamt heima-
mönnunt. Frá Húsavík halda svo
Senja-menn 27. júní tii Akureyrar í
boði harmonikuunnenda þar.
Verður Akureyri skoðuð og síðan
haldinn konsert.
28. júní snúa gestirnir svo aftur
suður á bóginn með stefnu á Borg-
arfjörð. Þeim verður sýnd fegurð
héraðsins, en um kvöldið 29. verða
tónleikar í Varmalandi og dansað
verður við harmonikuundirleik
gesta og gestgjafa.
Til Reykjavíkur koma svo
Norðmennirnir 30. júní og halda 2.
júlí konsert í Ártúni. Á eftir verður
að vanda efnt til dansleiks fram
eftir nóttu.