Þjóðviljinn - 17.06.1983, Síða 32

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Síða 32
DJOÐVIUINN Föstudagur 17. júní 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndír 81257. Laugardagá kl. 9 - 12 er hæat að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Eggert Haukdal. Nató byggi brýr og flugvelli! t segir Eggert Haukdal í leiðam Suðurlands! „Væri nú ekki ráð að taka hagstæð erlend ián til varan- legra vcga, I stað nýrrar skatt- heimtu, og í því sambandi að hefja umræður við forsyars- menn Nato um styrkingu á vörnum landsins, sem vissu- Tfcga felast í góðum vegum, brúm, höfnum og flugvöll- um“, skrifar Eggert Haukdal alþingismaður Sjálfstæðis- ' flokksins í leiðara blaðsins Suðurland sem út kom 11. júní. - Segir Eggert Haukdal al- þingismaður Sjálfstæðis- flokksins í ieiðaranum, að eðlilegt hefði verið að kalla saman alþingi í sumar um leið og hann lýsir yfir stuðningi við bráðahirgðalög ríkisstjórnar- innar og við hana. I niðurlagi leiðarans tengir svo þessi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins saman framkvæmdir á ís- landi og aðildina að hernaðar- bandalaginu eins og að ofan - greinir. Það þarf „að hefja umræöur við forsvarsmenn Nató um styrkingu á vörnum landsins, sem vissulega felast í góðum vegum, brúm. höfnum og flugvöllum". -óg Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í júlí: Fulltrúi frá Náttúru verndarráði ekki með! Nýir sendi- herrar Nýskipaður sendiherra Bangla- desh, Mustafa Kamal og nýskip- aður sendiherra Chile, Leonidas Irrarázaval Barros, afhentu í dag forseta íslands trúnaðarbréf sín að viðstöddum Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra. Síðdegis þáðu sendiherrarnir boð forseta íslands að Bessa- stöðum. Sendiherra Bangladesh hefur aðsetur í Stokkhólmi, en sendi- herra Chile í Osló. ✓ Oviðunandi ákvörðun, segir Eyþór Einarsson, formaður ráðsins ráðsins um hvalveiðibann frá í fyrra. Þjóðviljinn reyndi árangurslaust í gær að ná sambandi við Halldór Ásgrímsson, sj ávarútvegsráðherra og Ragnhildi Helgadóttur, menntamáiaráðherra, sem fer með náttúruverndarmál, vegna þessa máls. Guðrún Helgadóttir og Steingrímur Sigfússon þingmenn Alþýðubandalagsins sem fylgjast með þróun hvalveiðimálsins fyrir þingflokkinn, sögðu í gær að þessi ákvörðun væri hneyksli. í flestum eða öllum sendinefndum annarra ríkja væru fulltrúar náttúruvernd- arsamtaka, hér væri ísland að skera sig úr og fara 5 ár aftur í tímann. -ÁI Sjávarútvegsráðuneytið hefur tilkynnt Náttúruverndarráði að fulltrúi ráðsins verði ekki sendur á ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn verður í Brighton á Englandi í lok júlí. Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þessi ákvörðun væri ekki viðun- andi. Fulltrúi Náttúruverndarráðs tók fyrst sæti í íslensku sendinefndinni hjá Alþjóðahvaðveiðiráðinu á árs- fundinum 1979 og sótti Eyþór Ein- arsson tvo fundi og síðan Árni Ein- arsson, líffræðingur aðra tvo. Þau ár hafa 4 verið í nefndinni: skrif- stofustj óri sj ávarútvegsráðuneytis, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og forstjóri Hvals hf. auk fulltrúa Náttúruverndarráðs. Eyþór sagði að þessi tengsl hefðu verið afskaplega gagnleg og sér þætti miður ef nú ætti að rjúfa þau. Hann sagðist undanfarna daga hafa reynt að ná sambandi við sjávarútvegsráðherra vegna þessa, þar sem hann vildi vita hvernig á- kvörðunin væri til komin og hvort ráðherra stæði að baki henni. Það hefði ekki tekist ennþá, en Kjartan Júlíusson fulltrúi í sjávarútvegs- ráðuneytinu hefði tjáð sér að ekki hafði verið ákveðið hverjir yrðu fulltrúar íslands á fundinum í júlí. Ég hef ekki séð dagskrá fundarins, sagði Eyþór, en hann hlýtur að vera býsna mikilvægur þar sem ým- is ríki hafa mótmælt ákvörðun Eyþór Einarsson: Ekki vitað hvernig ákvörðun er til komin. Allt að 32% hækkun á vör- um og þjónustu Verðlagsráð hefur samþykkt allt að 32% hækkun á nokkrum vöruflokk- um og þjónustu. Ástæður þessara hækkana eru að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Verðlagsstotnun runnar undan rótum gengrsfellingar, olíuverðshækkana og breytinga á verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara. Unnar kjötvörur hækka um 15- 22%. Sem dæmi má nefna að kíló af vínarpylsum hækkar úr 104.80 kr. í 122.90 kr. Kíló af kjötfarsi hækkar úr 67.70 kr í 83 kr. Miðar á kvikmyndasýningar hækka um 25, eða úr 60 kr. í 75 kr. Veldur þar mestu gengisbrevting- in, en við hana hæklýar leiga og kaup á kvikmyndafilmum. Taxti leigubifreiða hækkar um 22%. Startgjaldið hækkar við það úr58kr. í 71 kr. Olíuverðshækkun, gengisfelling og 8% launahækkun um sl. mánaöamót veldur. Þá hækkaði taxti vöruflutningabifr- eiða innanlands um 19% og innan- landsflugfarmiðar um l'h°/o. Tax- tar vinnuvéla hækkuðu hins vegar um 32%, en þeir hækkuðu síðast 1. mars um 17%. Steypa hækkaði um 6% og það veldur því að rúmmetrinn af alg- engasta flokki steypu, S-200, hækkar úr 2.030 kr. í 2.149 kr. - v. í skípín í ferðalögin J I sumarhúsin Á afskekkta staði ALDREIAFIUR MTÓLKUR5KQRTUR. G-MTÓLKIN GEyMISr VELOGLENGI en það er einmitt helsti kostur hennar þegar kaupa þarf mjólkurbirgðir tíl langs tíma - um borð í skípin, á afskekkta staði sem einangrast oft hluta úr árinu vegna samgönguerfiðleika, eða í sumarhúsin. Með þetta í huga henta einmitt eins iítra umbúðirnar einkar vel. nmr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.