Þjóðviljinn - 02.09.1988, Side 4

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Side 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Þorskastríðin Sagnfræðingar segja okkur að íslendingar hafi háð tíu þorskastríð, - þau fyrstu á fimmtándu öld, en það síðasta fyrir 200 mílunum 1975-6, fyrst og fremst við Breta. Og er þarmeð upptalið styrjaldarvafstur íslend- inga við aðrar þjóðir. Af engu hinnatíu þorskastríðastendurjafnmikill Ijómi og af útfærslunni í tólf mílur 1. september 1958. Þar tóku íslendingar frumkvæði í hafréttarmálum, helguðu sér tólf mílur í krafti þjóðarnauðsynjar, og vörðu land- helgi sína með kjafti ,og klóm gegn sjálfum breska flotanum. í síðari þorskastríðunum tveimur vom átökin á hafinu jafn alvarleg og fyrir þrjátíu árum, og íslendingar voru ‘72 og ‘75 miklu betur búnir til verka, bæði hinna eigin- legu landhelgisvarna og í lagakrókum þjóðarréttarins. Og þorskastríðunum sem hófust 1972 og ‘75 lauk báð- um með nærfullum sigri íslendinga meðan landhelgis- deilunni 1958-61 lauk með hálfum sigri eingöngu. Tólf mílurnar sem vinstristjórnin hafði lýst yfir náðust fram, en viðreisnarstjórnin skuldbatt sig til að láta þær nægja um aldur og ævi. Vinstristjórnin sem mynduð var 1971 þurfti síðan að rífa sig lausa frá þeim skuldbindingum. En samt skyggja sigrarnir í hinum síðari landhelgis- deilum ekki á tólf mílurnar ‘58. Því veldur tvennt. Ann- arsvegar var þá tekin sú stefna sem fylgt var í síðari skiptin, að í landhelainni og fiskimiðunum felist lífsör- yggi íslendinga. Með það verði ekki höndlað í hrossa- kaupum. Hinsvegar sýnir sagan okkur að með útfærslunni 1958 kváðu íslendingar síðari tíma sér tyrst hljóðs sem sjálfstæð þjóð og gerendur í mannkynssögunni. Það er athyglisvert að þegar farið er um fjarlægar slóðir er það segin saga að menn af eldri kynslóð kunna það eitt um ísland ao segja að á þvísa landi hafi verið risið gegn breska heimsveldinu með þeim hætti að ekki gleymist. Og ytra er það þorskastríð oft sett í samhengi við bar- áttu þjóða í Asíu og Afríku gegn nýlendustefnunni. Landhelgin var sjálfstæðismál, og auðvitað fyrst og fremst efnahagslegs eðlis. En þessi þrekraun var einn- ig tilfinningamál tyrir íslendinga, og þeim mun dýrmæt- ara vegna þess að hersetan og bandarísk ítök höfðu sett blett á langþráð lýðveldi og í utanríkismálum voru íslendingar, ef eitthvað var, enn ósjálfstæðari áratug- inn eftir heimsstyrjöldina en áður. í Nýju helgarblaði Þjóðviljans er nú rætt við þann mann sem kemur tyrstur í hug flestra þegar minnst er á landhelgisdeilurnar ‘58 og ‘72, Lúðvík Jósefsson. Þar kemur fram að sjávarútvegsráðherranum reyndust árin tvö tyrir útfærsluna mun strembnari en þegar útí sjálft þorskastríðið kom. Þótt þjóðin væri á einu máli um nauðsyn útfærslunnar drógu samráðherrar Lúðvíks lappirnar og ýmsir forystumenn stjórnarandstöðunnar gerðu allt sitt til að spilla fyrir, meðal annars vegna hræðslu við að styggja Natóríki. Þvert á þessa linkind myndaðist bandalag manna úr öllum flokkum sem knúði áfram atburðarásina og skilaði tólf mílunum svo langt að ekki varð klúðrað. Lúðvík var foringi þessa bandalags og helsti skapandi þess, og naut þess þá sem síðar að í honum fór saman staðfesta og róttækni hugsjónamannsins, verksvit og reynsla sveitarfrömuð- arins, lagni og kænska stjórnmálamannsins. Þorskastríðunum er lokið og þó standa þorskastríðin enn. Við eigum enn eftir óhnýtta ýmsa hnúta í hinum formlega hafrétti, - einsog dæmi Kolbeinseyjar sýnir best. Við höfum ekki náð fullu þjóðfrelsi meðan hér situr erlendur her í sífellt sterkari fjártengslum við heimamenn. Og enn er alls óvíst hvort við vinnum þann sigur sem stefnt var að í öllum þorskastríðum síðari tíma: að tryggja efnahagslegan grunn tyrir sjálfstæðri íslenskri tilveru. Þegar litið er yfir helstu ráðamenn í sjávarútvegi og stjórnmálum með því tilliti er sjónarsviptir að Lúovíki Jósefssyni úr fremstu röð. -m Fjárfesting sem gefur arð Pegar leiga á fjármagni er mjög dýr, er hætt við að fé sem notað er til kaupa á dýrum atvinnutækjum skili ekki nógu miklu upp í háa vexti. Blómlegasti reksturinn verður þá oft sá sem ekki krefst mikilla fjárfestinga í vélum, tækj- um og húsum. Togarar og frystihús kosta stórfé, hundruð miljóna króna. Sömuleiðis eru vélar og maskín- ur, sem notaðar eru við fram- leiðslu á nútímaiðnvarningi, feikilega dýrar. Enda linnir ekki kvörtunum hjá forráðamönnum framleiðslufyrirtækja; frystihúsin eru á hausnum og íslensk iðn- framleiðsla komin langleiðina í gröfina. Nú er mikið tíðkað að telja að leysa megi vanda tapreksturs með því að auka eigið fé fyrir- tækja. Því er trúað að einhvers staðar séu til fjármagnseigendur sem eru reiðubúnir að láta pen- inga í fyrirtæki sem ekki skila arði, að afsala sér möguleikanum á að ávaxta fé sitt þar sem mest fæst fyrir það. Sé unnt að fá milli 10 og 20% vexti ofan á verðtryggingu á gráa fjármagnsmarkaðinum, leggja alvöru peningamenn ekki krónu í fyrirtæki sem skilar þeim minni arði. Kannski er með talinu um nauðsyn þess að auka eigið fé fyr- irtækja átt við það að fátæk sveitarfélög og almenningur, sem óttast að missa vinnuna, leggi fram fé til að styrkja rekstur sem uppfyllir ekki arðsemiskröfur nú- tíma hávaxtasamfélags. Snotur víxlarabúð Miðað við ýmis framleiðslufyr- irtæki krefst verslunarrekstur ekki dýrra tækja og búnaðar. Þó þurfa margir kaupmenn að liggja með lager og segjast vera að sligast undan vaxtakostnaði. Það einfaldar mjög verslunarstörfin ef unnt er að sleppa því að með- höndla söluvöruna, best að hún sé bara tölur á pappír. Langbest að versla með peninga. Ekki skítuga seðla og smámynt, heldur skuldabréf, ávísanir, kredit- kortanótur og allra handa skulda- viðurkenningar. Verslun með peninga og verðbréf krefst ekki mikillar fjár- festingar: húsnæði, skrifstofuvél- ar, innréttingar og sími - það er allt og sumt. Reyndar þykir skemmtilegra að hafa eitthvað af listaverkum á skrifstofunni, en ekki eru menn sammála um hvort nauðsynlegt sé að fjárfesta í list- inni til að tryggja sér velgengni í verðbréfaviðskiptum. Svo er hægt að byrja bisnessinn og velt- an getur orðið hreint ótrúleg. Arðurinn líka. Það gengur glatt Á okkar miklu barlómsöld er gaman að sjá að einhvers staðar gengur vel og því urðu margir kátir í sinni þegar þeir lásu í gær frétt í viðskiptakálfi Morgun- blaðsins um dágóða afkomu Fjár- festingafélagsins. Fréttin hefst þannig: „Hagnaður Fjárfestingarfélags íslands eftir að tekið hefur verið tillit til ácetlaðra skattgreiðslna nemur 9,1 milljón króna eftir fyrstu fjóra mánuði ársins, en fé- lagið og dótturfyrirtœki eru nú gerð upp ársþriðjungslega. A sama tíma var hagnaður Féfangs, eignaleigufyrirtœkis Fjárfesting- arfélagsins, um 4,4 milljónir eftir skatta. “ Síðan er sagt frá því í Morgun- blaðinu að á þessu ári hafi hlutafé Verið aukið um 50 miljónir. Ný hlutabréf seldust á 20% yfirverði. 60 miljónir fyrir ný hlutabréf að nafnvirði 50 miijónir. Það er auðsjáanlega ekki reiknað með öðru en að fyrirtækið haldi áfram að skila arði. Og Morgunblaðið getur upp- lýst að eftir þessa hlutafjár- aukningu sé heildarhlutafé í Fjárfestingarfélaginu orðið 124,5 miljónir króna og eigið fé þess 155 miljónir. Haldi fram sem horfir verður heildargróðinn á þessu ári milli 27 og 28 miljónir. Þær 124,5 milj- ónir sem liggja í hlutabréfum munu því skila um 22% arði. Það virðist því hafa verið óhætt að kaupa ný hlutabréf á 20% yfir- verði. Brestur í hringinn í þessu sama viðskiptablaði má sjá staðfestingu á því að hinn frjálsi markaður lætur ekki að sér hæða. Þar er frétt af því að sam- komulag milli bankanna um vaxtalækkun sé hugsanlega að bresta. Þrátt fyrir allt hátíðatalið um frjálsan markað og blessun sam- keppninnar, stóðu bankarnir að því að gera innbyrðis samkomu- lag um að þeir hefðu samtök um að lækka vexti. Ástæðan var ekki sérstakur áhugi á að lækka vexti, heldur beinharðir viðskipta- samningar. Auka þurfti sölu á ríkisskuldabréfum sem hætt voru að freista þeirra sem vilja að fé þeirra skili hámarksgróða. Bank- ar og verðbréfasjóðir buðu ein- faldlega hærri vexti en ríkissjóð- ur. Rfkið ákvað því að lækka bindiskyldu bankastofnana f Seðlabankanum gegn loforði um að þær lækkuðu vexti svo að ríkis- skuldabréfin yrðu samkeppnis- fær. Skrýtin samkeppni Samkeppni bankanna snýst ekki um annað en það hver gerir sniðugustu auglýsinguna, hvar finna má flottustu afgreiðsluna og hvort viðskiptavinirnir fá mynd af sér á ávísanaeyðublöð. Á því sviði fær samkeppnin að blómstra og er ekki hneppt í viðj- ar samkomulags í hringastíl. Það er talið að Iðnaðarbankinn (þessi sem er með á nótunum og gefur möppur) sé að brjóta samkomulagið og það „liggur fyr- ir að verið er að bjóða bréf með 10,5% vöxtum (þ.e. raunvextir ofan á verðbœtur) fyrir þá sem fjárfesta fyrir 20 miljónir eða meira. “ Frásögnin af vaxtasamkomu- laginu, sem er að bresta, er fyrir margra hluta sakir býsna fróðleg. Hún er t.d. til marks um að þeim, sem eiga eitthvað meira en smáp- eninga og hefur ekki lukkast að ná í hlutabréf í fjárfestingafélagi, bjóðast ýmsir kostir til að láta fjármagnið renta sig hratt og ör- ugglega. En skyldu þeir vera til- búnir að láta það liggja nánast vaxtalaust sem eiginfé í einhverju hallærisfrystihúsinu? Tæpast meðan kostur er á meiri gróða annars staðar. ÓP Þjóðviljinn Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandl: Utgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, ÓttarProppó. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðomenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjömsson, Þor- finnur Ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Jim Smart. Utlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskrlftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.