Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 23
Sýningar á Marmara hefjast í september.
Hvanneyri tekur fyrir leikritið
Um hið dularfulla og sorglega
hvarf.sem Hugleikur sýndi á
Galdraloftinu í vor. Hugleikur
heldur sig hinsvegar við frum-
samin verk, en um þessar mundir
munu höfundar leikfélagsins vera
að setja sig í stellingar til leikrita-
skrifa.
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri er á leiðinni á leiklistarhátíð í
Vestur-Þýskalandi með Græn-
jaxla Péturs Gunnarssonar.
Leikfélag Vestmannaeyja ætlar
að sýna Sjö stelpur eftir sænska
höfundinn Erik Torstensson, og
Leikfélag Sauðárkróks fetar í fót-
spor Leikfélags Hafnarfjarðar og
sýnir Emil í Kattholti einhvern
tíma í vetur.
Leikfélag Hornafjarðar ætlar
að heiðra minningu Þórbergs
Þórðarsonar, en Jón Hjartarson
vinnur nú að leikgerð að Sálmin-
um um blómið fyrir leikfélagið.
Jón mun setja leikritið upp ein-
hverntíman eftir áramót, um það
leyti sem hundrað ár verða liðin
frá fæðingu Þórbergs.
Jólapakkarnir
Eins og Leikfélögin í Hafnar-
firði og á Sauðárkróki er Leikfé-
lag Akureyrar hrifið af Emil í
Kattholti, en til stendur að
leikritið verði bæði jólaleikrit og
söngleikur ársins hjá leikfé-
laginu. Frumsýning verður á 2. í
jólum.
Sama dag frumsýnir Þjóðleik-
húsið Fjalla Eyvind Jóhanns Sig-
urjónssonar á stóra sviðinu, en
íslenski dansflokkurinn frum-
sýnir ballettinn Faðir vor eftir
Ivor Kramer. Dansað verður í
kirkju, og mun höfundurinn
stjórna sýningunni. Frumsýning
verður einhverntíma um jólin.
Á milli jóla og nýárs frumsýnir
Leikfélag Reykjavíkur mann-
margan og spennandi söngleik
eftir Ray Herman. Á frummálinu
heitir leikurinn Th'ey shoot hors-
es don‘t they? og kemur annað
hvort til með að heita Maraþon-
dansinn eða Náðarskotið í ís- -
lenskri þýðingu. Sjálfsagt hafa
margir séð kvikmyndina sem
gerð var eftir þessu fræga verki,
sem gerist í Bandaríkjunum á
þriðja áratugnum og segir frá
mikilli maraþondanskeppni þar
sem fólk dansar þar til það hnígur
út af, því há verðlaun eru í boði.
Náðarskotið er eina leiksýning
Leikfélagsins sem sýnd verður
utan Iðnó í vetur, þótt enn sé ekki
alveg komið á daginn hvar sýn-
ingin verður. Því hefur heyrst
fleygt að hún verði á Hótel ís-
landi, líklega, kannski... eða á
einhverjum öðrum stað. Þýðandi
og leikstjóri verksins er Karl Ág-
úst Úlfsson og hljómsveitarstjóri
Jóhann G. Jóhannsson.
Um áramótin verður frumsýnt
nýtt leikrit í þýðingu Þórarins
Eldjárns, eftir sænska rithöfund-
inn Göran Tunström (Jólaórator-
ían). Leikritið heitir Sjang-Eng
og var frumsýnt í Svíþjóð á síð-
asta leikári þar sem það vakti
gríðarlega athygli.
Sjang-Eng er um hina upp-
runalegu, einu og sönnu Síamst-
víbura, sem v iru kallaðir svo því
þeir fæddust Síam (árið 1811),
þar sem n ;r Tæland. Þeir
bræður voru«. s ólíkir og frekast
mátti vera, en samvaxnir á bring-
unni og með sameiginlega blóð-
rás. Bandarískur kaupahéðinn
keypti þá unga til að græða á
þeim, en þeir reyndust hafa
kaupsýsluvitið í lagi, græddist fé
og náðu að verða sjálfstæðir og
efnaðir einstaklingar.
Þeir Sigurður Sigurjónsson og
Þröstur Leó Gunnarsson leika
Sjang og Eng, en Sigrún Edda
Björnsdóttir og Guðrún Gísla-
dóttir konur þeirra. Leikstjóri
verður Lárus Ymir Óskarsson.
Og eftir áramót...
Veislan mikla heldur áfram
eftir áramót, þá ætla bæði Þjóð-
leikhúsið og Leikfélag Reykja-
víkur að bæta fyrir vanrækslu sína
á yngstu kynslóðinni síðastliðinn
vetur. Þjóðleikhúsið sýnir Óvita
Guðrúnar Helgadóttur og
Leikfélagið nýtt barnaleikrit eftir
Olgu Guðrúnu Árnadóttur.
Brestir, nýtt leikrit eftir Valg-
eir Skagfjörð verður frumsýnt á
litla sviði Þjóðleikhússins ein-
hverntíma uppúr áramótum,
Leikfélag Akureyrar frumsýnir
Hver er hræddur við Virginíu
Woolf eftir Edward Albee, um
miðjan febrúar, en lokaverkefni
leikársins á Akureyri verður að
öllum líkindum Blúndur og blás-
ýra.
íslenski dansflokkurinn verður
á fjölum Þjóðleikhússins með
nýjan ballett eftir Hlíf Svavars-
dóttur í byrjun febrúar, en í byrj-
un mars kemur á fjalirnar nýtt
leikverk eftir Þórunni Sigurðar-
dóttur. Heitir það Haustbrúður,
og er byggt á sögulegum heimild-
um.
Lokaverkefni leikársins í Iðnó
verða Þrjár systur eftir Anton
Tjekhov, en Þjóðleikhúsið lýkur
leikárinu með Ofviðrinu eftir
Shakespeare.
Egg og Pé og Ás...
Af Egg-leikhúsinu er það að
frétta að þar er ekkert afráðið
með sýningu í bili, enda er Viðar
Eggertsson upptekinn við vinnu í
öðrum leikhúsum. Þó stendur til
að setja upp einhverja sýningu,
einhvers staðar, einhverntíma í
vetur, því Egg-leikhúsið var eitt
þriggja leikhúsa sem fengu styrk
frá Leiklistarráði.
Eins og fram kom hér í byrjun
fékk Frú Emilía einnig styrk, en
þriðja leikhúsið var Revíuleik-
húsið sem notaði hann til að
greiða skuldir eftir síðustu sýn-
ingu.
P-leikhópur Andrésar Sigur-
vinssonar er gjörsamlega áætl-
analaus enn sem komið er, þótt
Andrés neiti því ekki að ýmsar
spegúlasjónir séu í gangi. Andrés
ætlar kannski að setja upp Nas-
hyrningana eftir Yonesco, ein-
hvers staðar í vetur en veit ekki
ennþá hvar eða með hverjum, ef
úr verður.
Gránufjelagið er enn ekki
komið svo langt að vera farið að
skipuleggja nokkurn hlut.
Leiksmiðjan ísland mun að
öllum líkindum halda áfram
starfsemi sinni með námskeiðum
fir veturinn og kannski sýningu.
Ás-leikhúsið náðist því miður
ekki, enda situr fólk víst ekki
heima hjá sér og bíður eftir að
hringt verði í það af blöðunum.
LG
HUGVEKJA
E.M.J.
Um hrakfallabálka
í málvísindum tíðkast það
gjarnan að setja öll föll í nafnorð-
abeygingum önnur en nefnifall
undir sama hatt og kalla þau einu
nafni „aukaföll“, og ef þau hafa
sömu endingu eins og er í eintölu-
beygingu veikra nafnorða í voru
máli, er það fall þá oft kallað
„andlagsfall“ til hægðarauka.
Þessi nöfn eru, eins og svo mörg
málfræðiheiti íslenskunnar, snið-
in eftir latnesku fræðiorði, sem er
notað lítt breytt á ýmsum er-
lendum nútímamálum, en á
tungu hinna fornu Rómverja var
hin rétta hljóðan þessa fræðiorðs
„casus obliquus".
Varla er þó hægt að segja að
þýðingin sé nákvæm, því ef menn
vildu beita fræðilegum vinnu-
brögðum, eins og málfræðingum
er að sjálfsögðu skylt, ætti hið
svokallaða „andlagsfall" og þá
jafnframt „aukafall" hvert og eitt
að heita réttu lagi „skakkafall".
Ónákvæmni á þessu sviði getur
verið bagaleg, því að hinir fornu
fræðimenn vissu lengra en nef
þeirra náði, og eins og Plató sýndi
fram á í riti sínu „Cratýlos“ segja
orðin sitt hvað um innsta eðli
hlutanna, sem annars er hulið.
Á þetta verður drepið síðar.
En hvað sem öðru líður liggur
það í augum uppi að gagnlegt er
að hafa sérheiti yfir þetta fyrir-
bæri: í málinu er nefnilega til dá-
góður slatti af orðum sem eru
aldrei notuð nema í þessu
„skakkafalli" og eru því rétt-
nefnd „skakkafalls-orð“. Ef
menn staldra við til að hugsa um
málið, koma „unnvörpum“ í hug-
ann þau orð af þessu tagi sem eru
á „boðstólum“ í tungu Egils og
Snorra og því hægt að hafa á
„takteinum", svo þrjú slík orð
séu nefnd í sömu setningu. Oft
verður naumast hjá því komist að
nota þau: ef menn vilja ekki
ganga til „náða“ verða þeir samt
að hypja sig í „háttinn“. Eins og
þetta síðasta dæmi sýnir mega
menn ekki láta bókstaf orðanna
blekkja sig. Ef menn eiga
eitthvað í „vændum“ er það vit-
anlega ekki þágufall fleirtölu af
því góða og gilda orði „vændi“,
sem beygist í öllum föllum, held-
ur er hér um „skakkafalls-orð“ að
ræða, og þegar kona er komin á
„steypirinn“ er það mikið
„skakkafall", þótt orðmyndin sé í
þessu tilviki óbeygjanleg. Því má
skjóta inn, að eins og oft ber við
er þetta fyrirbæri breytiiegt eftir
stöðum: þegar íslendingar tala
t.d. saman í Svíþjóð er „taska“
gjarnan mikið „skakkafalls-orð“:
í staðinn fyrir nefnifall þess nota
menn einmitt orðið „nefnifall“.
Á þessum fyrirbærum kunna
málvísindamenn margvísleg skil,
og má vera að skýringar þeirra
geti orðið mönnum að leiðarljósi
á fleiri sviðum. Þannig vill nefni-
lega til að mennirnir eru að ýmsu
leyti keimlíkir orðum: þeir skipt-
ast í marga flokka, beygjast mis-
jafnlega og sumir alls ekki. Er
ekki erfitt að sjá hvaða menn eru
hliðstæðir þessum „skakkafalls-
orðum“: það eru sem sé þeir sem
alþýða manna kallar venjulega
„hrakfallabálka“, og er í raun og
veru ekkert annað orð til, og eng-
in önnur skilgreining en sú sem
alþýðan viðhefur, þar sem vísind-
in hafa af einhverjum undar-
legum ástæðum alveg látið hjá
líðast að fjalla um þetta merki-
lega og útbreidda fyrirbæri.
Ef menn vilja lýsa því er ekki
um annað að ræða en leita á náðir
alþýðuspekinnar, og hún er jafn
ótvíræð og hún er forn. Það að
vera hrakfallabálkur er nánast
því dulrænn hæfileiki: ef slíkur
maður er um borð í skipi, fiskar
það ekki, þótt rokveiði sé á öllum
skipum í grenndinni, einhver dul-
arfull bilun, sem alls ekki átti að
geta orðið, kemur upp í vélinni,
eða þá í seglabúnaðinum eða ein-
hverju öðru, fárviðri skekja
skipið af leið, og þar fram eftir
götunum. Þegar þetta gerðist
vissu fornaldarmenn það mæta-
vel, að ekki var nema eitt ráð til
bjargar: um leið og búið væri að
skutla hrakfallabálkinum útbyrð-
is og hann væri trygglega kominn
niður í gapandi ginið á kjaftvíð-
asta hvalfiskinum myndi sem sé
allt falla aftur í ljúfa löð.
Nútímaþjóðfélag er flóknara
en skip fornaldarinnar voru, og
því hefur hrakfallabálkurinn nú
meira svigrúm, ef svo má segja.
Ef hann ræður sig í vinnu hjá fyr-
irtæki í einhverri þeirri grein at-
vinnulífsins sem stendur í hvað
mestum blóma, er það einmitt
þetta fyrirtæki sem fer á hausinn.
Ef hann kemur nálægt tölvu, er
eins líklegt að mikilvægur gagna-
banki þurrkist út á dularfullan
hátt, og ef hann stígur inn í lyftu
er mikil hætta á að hún bili milli
hæða. Mikilvæg bréf sem honum
eru send týnast í pósti og jafn-
framt þau bréf sem hann sendir
sjálfur. í opinber plögg sem hon-
um eru ætluð slæðast undarlegar
villur, sem mikið stapp kostar að
leiðrétta, - jafnvel launaseðla
hans þarf að skrifa tvisvar. Alls
staðar eru einhver óhöpp á
sveimi, en þeim má þó alls ekki
rugla saman við þau óhöpp sem
gjarnan henda drykkjumenn:
þau eru einfaldlega bundin við
veldi Bacchí konungs og ef við-
komandi segir sig úr hans þjón-
ustu er þeim lokið. Hrakfalla-
bálkurinn er hins vegar hrakfalla-
bálkur af guðs náð, og enginn
mannlegur máttur virðist geta
bundið enda á þau dularfullu
óhöpp sem hann verður fyrir.
Verstur er þó hrakfallabálkur-
inn sem haslar sér völl í ríki
andans. Þegar eitthvert ódauð-
legt ljóð er að verða til í huga
hans, þarf hann ekki annað en
fletta upp í nýútkomnu ljóða-
kveri einhvers kunningjans: þar
stendur sama ljóðið skýrum stöf-
um. Ef hann er farinn að leggja
drög að skáldsögu, þarf einhver
annar endilega að hafa fengið
sömu hugmyndina, að öðrum
kosti fer gjarnan svo að handritið
týnist fullunnið í leigubíl. Ef hann
ætlar að þýða eitthvert ódauðlegt
meistaraverk heimsbókmennt-
anna, er einhver annar alveg ný-
búinn að þýða sama verk og
senda handritið til útgefanda.
Stundum er þá um að ræða sígild
verk, sem engum hefur dottið í
hug að snara yfir á tungu Mör-
landans í margar aldir: er þá eins
og það nægi að hrakfallabálkur-
inn fái hugmynd til að einhver
röskari og fljótvirkari fái hana
líka fyrir einhvem dularfullan
hugsanaflutning. Slík fyrirbæri
gæti hrakfallabálkurinn svo sem
farið að rannsaka, ef hann er vís-
indalega sinnaður, því að
rannsóknarefnið skortir hann
ekki. En honum dettur það ekki í
hug. Handrit doktorsritgerða
hans týnast gjarnan líka í leigubíl-
um, í ferðatöskum á langferða-
lögum eða í pósti, ef þau brenna
ekki þegar óeirðaseggir kveikja í
háskólanum. Ef þau komast í
hendur útgefanda, fer hann
gjarnan snarlega á hausinn, og
því eru útgefendur mjög á varð-
bergi gagnvart hrakfallabálkum.
Nú leiðir reynslan í ljós að
hrakfallabálkar geta komist ótrú-
lega Iangt þrátt fyrir alit: þeir geta
jafnvel orðið forsetar Bandaríkj-
anna. En þó er líf þeirra oft á
tíðum næsta erfitt, og er ekki
nema von að menn spyrji hvað
hægt sé fyrir þá að gera á þessum
tímum, þegar reynt er að sjá fyrir
þörfum allra minnihlutahópa.
Hér benda málvísindin á stað-
góða og heimspekilega huggun
þeim til handa. Skyldleiki manna
og orða nær nefnilega yfir marg-
vísleg svið: eins og orðin raðast
mannfólkið saman í flóknar og
hlykkjóttar setningar, alls kyns
máltæki, spakmæli, mótsetning-
ar, hálfkæring og tvíræðar orð-
ræður. Til þess að þetta megi allt
ganga upp, er nauðsynlegt að
hafa menn eins og orð af öllum
flokkum beyginga og þá einnig þá
hrakfallabálka sem í mannheimi
samsvara „skakkafalls-orðum“
málsins: sýna þau dæmi sem
nefnd voru hér að ofan að þeirra
er brýn þörf á ýmsum mikilvæg-
um sviðum, því sérhvert nefnifall
þarf á sínu skakkafalli að halda.
En ef mönnum finnst þessi
huggun ekki nægileg, þá er ekki
nema um eitt að ræða. Hrakfalla-
bálkamir þurfa sem fyrst að
bindast einhverjum sérsam-
tökum - það gætu verið samtök
hinna „nefnifallsheftu“ - og
krefjast þess að hið opinbera
leysi brýnustu sérþarfir þeirra.
Stórt verkefni er framundan fyrir
sérfræðinga til að rannsaka hverj-
ar þær eru og hvernig unnt sé að
leysa þær. En er það nokkur fjar-
stæða að ímynda sér að í framtíð-
inni verði fjölbýlishús byggð með
sérhönnuðum hrakfallabálkalyft-
um, og sérstökum vinnustofum
verði komið á fót þar sem hæfi-
leikar þeirra fái að njóta sín? Það
gefur auga leið að þeir myndu
vera sérlega hentugir til að reyna
alls kyns öryggisútbúnað og ann-
an tækjaútbúnað: ef hann bilar
ekki í nærveru þeirra, telst hann
sem sé fyllilega öruggur. í efna-
hagslífinu gætu hrakfallabálkar
ekki síður verið gagnlegir sem
sérfræðingar og ráðunautar: ef
einhver þeirra ráðlegði t.d.
bændum að leysa vandamál land-
búnaðarins með því að taka upp
froskarækt og framleiða hrað-
fryst froskalæri, gætu menn vitað
að þetta væri sú leið sem ekki ætti
að fara, því innan skamms mætti
nefnilega búast við verðhruni á
froskalæramarkaðinum. Af slík-
um sérfræðingum eigum vér ís-
lendingar reyndar nóg, en hingað
til höfum vér bara ekki kunnað
að færa okkur hæfileika þeirra í
nyt á réttan hátt. Svo þyrfti að
athuga hvernig veita mætti hrak-
fallabálkunum réttlátar bætur
fyrir öll hugverkin snilldarlegu,
sem aðrir voru óvart fyrri til að
vinna.
e.m.j.
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23