Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL
ÁRNI BERGMANN
Af hirðskáldum og níðskáldum
í tilefni viðtals við Þórarin Eldjárn
Fyrir nokkru birtist viötal í Lesbók Morgunblaðsins við Þórar-
in Eldjárn um gamlar bækur og nýjar, um skáldskapinn og
pólitíkina og fleira gott og miður gott. Spyrillinn vék að því meðal
annars í samtalinu, að fyrir tveim árum hafi orðið „mikið fjað-
rafok“ út af því þegar Þórarinn og ýmsir fleiri úr listageiranum
skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við Davíð Oddsson svosem
þrem dögum fyrir borgarstjórnarkosningar. Þórarinn segir að
það hafi verið afskaplega „fróðlegt og skemmtilegt mál“ sem er
ekki rétt hjá honum, því það var fróðlegt og leiðinlegt. En við
skulum ekki fjasa um það, heldur skoða þessa setningu hér,
sem Þórarinn skáld lætur falla í framhaldi af spurningum um
„fjaðrafokið":
Tvískiptingin
sjálfvirka
„Að mörgu leyti var þetta til
góðs, hreinsaði andrúmsloftið og
var líka endanlegt rothögg á
þessa sjálfvirku skiptingu meðal
rithöfunda og listamanna. Lengi
hafði viðgengist að það var talað
um vinstri vænginn og hægri
vænginn og allt síðan miðað út frá
því. Þessi gamla tvískipting var
auðvitað út í hött og var skaðleg
fyrir allar bókmenntir og listir. “
Mér sýnist það rangt að tala um
„sjálfvirka tvískiptingu" með
þeim hætti sem Þórarinn Eldjárn
gerir í viðtalinu. Ef við höldum
okkur við skáldskapinn einan
(vegna þess að hann hefur lengi
lifað í landinu og kemur við okk-
ar kaun með öðrum hætti en til
dæmis tónlist og myndlist), þá er
vinstri- og hægrihjal ekki barasta
einhver ómerkileg afurð íslensks
flokkakerfis síðustu áratugi,
hcldur teygir það rætur aftur í
fomeskju. Við erum í námunda
við spurningar um stöðu skáld-
skapar í samfélagi, hvort skáldið
kýs sér þann hlut að vera jábróðir
samfélagsins og valdsmanna þess
eða hvort það truflar frið þeirra
með sínu óstýrilæti og virðingar-
leysi.
Aldrei til friðs
Eða svo við horfum til íslenskr-
ar gullaldar: hvort er maðurinn
hirðskáld sem þiggur gullbauga
fyrir lof um konunga eða níð-
skáld sem er réttdræpur fyrir flím
sitt? Eða reynir skáldið kannski
sjálft að brúa þetta bil eins og
Sighvatur sá, sem kom sér í kær-
leika við alla höfðingja - en tók
svo að sér að segja konungi
óþægilegan sannleika í Bersöglis-
vísum þegar mikið þótti við
liggja? (Hefur margur reynt að
leika þetta eftir en fáum tekist,
eins og vonlegt er.)
Vinstri-hægritalið er framhald
af þessum gamla og nýja tilvistar-
vanda skálda. Lengi vel er „hirð-
skáldið“ reyndar ofan á: ég ét
brauð þess sem ég syng mitt Ijóð.
Aðstæður buðu heldur ekki upp á
annað lengst af en að skáldið væri
í þjónustu höfðingjans, skrásetj-
ari hans afreka og útsmoginn er-
indreki hans boðskapar ef nokk-
ur var, nytsamur „sérfræðingur í
meðferð tungumálsins“. En frá
því á rómantískum tímum, þegar
staða bókmennta verður í senn
sjálfstæðari og tvísýnni en áður,
þá venjum við okkur á aðra mynd
eða annan skilning á skáldinu.
Það verður í huga okkar hinn ei-
lífi andófsmaður, uppreísnar-
maður, sem storkar hásætum
konunga, vill velta hverri hátign
og taka að sér að semja með verk-
um sínum nýja löggjöf fyrir heim-
inn eins og Shelley kvað. Á skáld
og rithöfunda safnast þá vonir
manna um betra mannlíf og feg-
urra ekki síður en á foringja al-
þýðuhreyfinga - einna hæst fer
slík vonarsmíðí dýrkuninni á Lév
Tolstoj í Rússlandi. En um hann
var sagt að mikill rithöfundur sé
eins og önnur ríkisstjórn í sínu
landi (og náttúrlega miklu betri
en sú sem stýrir embættaveiting-
um og lögreglunni). Vel á
minnst: Rússland. Hvergi hefur
verið jafn hart fram gengið og í
Sovétríkjunum í því að spyrja
hvort höfundaer bóka væru
„hirðskáld“ sem lofuðu og prís-
uðu afrek og siðprýði samfélags-
ins (og reyndu að koma að eins-
taka Bersöglisvísum með lagni)
eða hvort þeir vildu taka á sig
kross andófsins, áhættu hins erf-
iða sannleika.
Þó var hún
aldrei til
þægðar...
Þessi mál öll hafa sinn svip í
hverju landi og á hverjum tíma
eins og að líkum lætur. íslenskur
skáldskapur þjóðskáldatímans
var að verulegu leyti „jákvæður"
- aðili að „samvirkri framvindu
þjóðreisnar" í samfélagi sem átti
sér fyrst og fremst ytri óvin, að
því er talið var. Skáldin voru eins-
konar „hirðskáld" þjóðlegrar
vakningar - og Einar karlinn
Benediktsson reyndi meira að
segja að gerast hirðskáld
heimsandans, sem þá átti sér
bústað einkum í kauphöllinni í
Lundúnum. En svo sátum við
uppi með sjálfstæðið og sáum
betur heimafengnar þverstæður,
auð og örbirgð og margt þeim
tengt, og það vita allir að útkom-
an varð sú að obbi skálda tók sér
stöðu í andófinu og gagnrýninni.
Steinn Steinarr sagði kvæði sitt
gjöf sína til lífsins og lýsti henni
með þessum orðum hér, sem eru
dæmigerð fyrir svo ótal margt
sem menn hafa verið að setja
saman á íslensku undanfarna ára-
tugi:
ég veit hún er lítil og þó var hún
aldrei til þægðar
þeim sem með völdin fóru
á landi hér
Og Halldór Laxness gerði svo
upp sinn skáldatíma að það væri
frumskylda rithöfunda að
gagnrýna yfirvöldin hver hjá sér.
Þetta varð öflug hefð og alls
ekki „sjálfvirk". Og þegar menn
urðu gramir og hneykslaðir yfir
undirskriftalistunum sem Þórar-
inn Eldjárn gat um, yfir stuðningi
við dangans mikinn valdsmann
og einn af oddvitum þess flokks
sem „á landið“, þá voru menn
ekki síst að halda fram þeim
skilningi, að það sé hollast bók-
menntunum að vígjast krossi
andófsins en forðast að koma sér
í bland við tröllin.
Skaðlegt,
gagnlegt
Þórarinn Eldjárn sagði líka
þetta hér: „Þessi gamlá tvískipt-
ing er auðvitað út í hött og var
skaðleg fyrir allar bókmenntir og
listir".
Skaðleg var hún að nokkru
leyti, því allir hlutir geta verið til
á skikkanlegu plani og lágkúru-
plani. Það var skaðlegt þegar
hagmæltir Framsóknarpiltar í
sveit gátu ekki hugsað sér að
opna bók eftir þann rauða hund
Halldór Laxness, vegna þess að
„tvískiptingin" hafði kennt þeim
að hann færi með níð og sóðaskap
um íslenska bændur í þúsund ár.
Það var heldur ekki mikill mann-
dómur í því, þegar við rauðir
strákar fordæmdum höfunda eins
og Kristmann og Hagalín fyrir-
fram og lásum aldrei þá menn
sem höfðu jafn kolvitlausar skoð-
anir og þeir á merkustu málum.
En þetta er barnaskapur sem
menn vaxa upp úr flestir. Og ekki
ástæða til að menn láti yfirstígan-
legan barnaskap fela það sem
merkilegt var og jafnvel nytsam-
legt í „tvískiptingunni“ frægu. En
það var blátt áfram þetta: harðar
deilur um félagslegt inntak bók-
menntaverka, boðskap skáld-
skaparins, endurspegluðu meðal
annars það að menn töldu bók-
menntir mikils virði og létu sér
annt um áhrif þeirra, og vildu
eignast sína „meistara" meðal
skálda, sér til trausts og halds í
lífsbaráttunni.
Það tekur því
ekki að rífast
Og þegar menn svo láta af þeim
deilum öllum þá er það miður,
ekki vegna þess að þeir séu orðnir
svo afskaplega þroskaðir að þeir
sjái að pólitískir fordómar um
bókmenntir eru „út í hött“. Held-
ur gerist uppgufun tvískiptingar-
innar vegna þess, að skáldskap-
urinn hefur færst út í horn í sál-
arkirnu þjóðarinnar, hann skiptir
minna máli, hann er talinn svo
áhrifasnauður að menn nenna
ekki - nema fáeinir - að gera sér
rellu út af honum. Hið nýja sam-
komulag um umburðarlyndi
(sem hefur vissulega marga kosti)
er því miður ekki byggt á virðingu
fyrir skáldskap, heldur fyrst og
fremst á skoðanaleysi um hann,
kæruleysi og afskiptaleysi. Hann
skiptir ekki máli að því er menn
halda, heldur hitt, hver fær að
stýra sjónvarpsþætti eða kvik-
mynd.
Samstöðumálin
Veit ég vel, að í þessari tví-
skiptingarræðu er ekki vikið
nema að fáum þáttum skáldskap-
artilverunnar. Skáld eru ekki
barasta hirðskáld eða níðskáld,
heldur bæði og, þau eru líka ásta-
skáld og náttúrubörn og margt
fleira. Þau skrifa í tímann og tím-
inn skrifar þau. Og eitt af því sem
þokar gömlu tvískiptingunni
hans Þórarins Ekljárns til hliðar
er beint úr aðstæðum tímans
komið. Ég á við ótta skáldanna
við að hrekjast út í horn, ugg
þeirra um íslenska menningar-
sköpun - þeir þættir hljóta vitan-
lega að ýta undir það að menn
telji sér fremur en áður skylt að
blása til samstöðu um framhalds-
líf skáldskaparins, sem menn
drógu miklu síður í efa hér áður
fyrr á árum harðari bók-
menntadeilna. En þ;.ð er svo
önnur saga.
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ