Þjóðviljinn - 06.05.1989, Síða 23
Steinn Ármann Magnússon og Sigurþór Albert Heimisson í Hundheppinn.
Hundalíf
Nemendaleikhúsið í Lindabæ
HUNDHEPPINN eftir Ólaf Hauk
Símonarson
Leikstjóri: Pétur Einarsson
Leikmynd og búningar: Guðrún Sig-
ríður Haraldsdóttir
Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen
Leikendur: Steinn Ármann Magnús-
son, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga
Braga Jónsdóttir, Sigurþór Albert
Heimisson, Christine Carr, Steinunn
Ólafsdóttir, Bára Magnúsdóttir,
Ólafur Guðmundsson.
Fyrir viku frumsýndu fjórða
árs nemendur Leiklistarskóla
ríkisins nýtt leikrit eftir skáldið
góðkunna, Ólaf Hauk Símonar-
son; nokkurskonar þroskasögu
hins dæmigerða unga manns,
háðslegt og nöturlegt en grunnt
uppgjör við ástarþrá, uppeldi,
framavonir og efnishyggju.
HUNDHEPPINN heitir verkið
og rekur ævi Ara frá gelgju til
grafar.
Ólafur Haukur er orðinn flínk-
ur leikritahöfundur. Fléttugerð
hans er ekki frumleg né hugvits-
söm, enda rær hann á forn mið og
öllum kunnugleg. Hversdags-
leikinn með amstri sínu er við-
fangsefni skáldsins og þaðan rek-
ur Óli feril sem allir þekkja úr
nánu umhverfi okkar tíma.
Styrkur hans er fyrst og fremst
fólginn í athyglisgáfu sem gleypir
í sig uppátæki mannskepnunnar
og tiltektir og stingur þeim þaðan
í rétta röð við aðstæður sem við
höfum flest lifað, bekkjarmórall-
inn og klíkan, kærustuparið og
kæruleysi námsára, þaðan gift-
ingar, byggingar, barneignir,
framhjáhald, karríer, vináttuslit
og vinarþel. Þá er honum ekki
síður töm kvik og hæðnisleg gam-
ansemi sem auðveldlega afhjúpar
vanabundna og þrönga hugsun,
dregur fram hið dæmigerða með-
aljónslag. í þessu verki er honum
sett fyrir að skrifa texta fyrir
bekk, hlutverk eru misjöfn en má
þá til þess líta að þeir sem fyrr í
vetur fengu stóra bita sitja nú
með smærri hlutverkin.
Þetta er bráðfyndið leikrit,
ekki þéttriðið í formi, en fjöl-
breytilegt í þeytingi höfuðpers-
ónunnar um tímann. Skáldið
býður uppá mörg kostuleg atriði
og meinfyndin og hefur leikstjór-
inn, Pétur Einarsson, átt ærinn
vanda að finna leiknum rúm á
þröngu leiksviði Lindarbæjar, en
tekst það frábærlega í hagnýtri
leikmynd Guðrúnar. Sýningin er
gáskafull, vandlætingarlaus þótt
sagan bjóði uppá það, nær kæru-
leysisleg í framsetningu, hröð og
viðburðarík.
Af því sem hér er framan sagt
má draga þá ályktun að leikhóp-
urinn stendur sig með prýði í sýn-
ingunni. Kostir hennar blasa við
fyrir þeirra tilstilli. Leikstjórnin
hefur einkum beinst að því að
gera kátleik tilverunnar að meg-
inatriði. Skuggasundin eru lítt
könnuð þótt þau gapi við í texta
Óla. Sýningin dettur aldrei úr
hástigi háðs og skops niður í
dimm djúp óhamingju og þján-
ingar, enda felur höfuðpersónan
sínar betri hliðar vandlega og
dæmist snemma í leiknum mann-
leysa. Og nærstaddir vekja ekki
heldur hjá áhorfandanum sam-
úð. Sýningin verður þannig ekki
ádrepa heldur yfirlýsing: Sjá,
hvað við erum dæmalaust lítil-
sigld. f því er falinn megingalli
verksins og sýningar Péturs Ein-
arssonar. Sá þungi sem seint og
um sfðir kremur Ara er sýndur
léttvægur.
Steinar Ármann Magnússon
leikur Ara af næmni, hárfín við-
brögð einkenna leik hans allan
tímann, raddbeiting hans og
textaflutningur er með ágætum.
Hann er sannfærandi í hljóðri en
augljósri spillingu persónunnar,
en fær engin tækifæri til að ljósta
upp efasemdum Ara um eigið
ágæti og erindi í þessa veröld.
Það tekst aftur Sigurþór í hlut-
verki Valla þótt honum séu held-
ur ekki fengin slík tækifæri í
hendur. Hann undirleikur þenn-
an hlédræga og viðkvæma mann
með mikilli prýði. Konu Valla og
viðhald Ara um tíma leikur
Helga Braga með holdlegri fýsn
og prýðilegu skopskyni. Báru,
eiginkonu Ara, leikur Elva Ósk
Á mánudag og þriðjudag kl. 16
ætlar Flaminiateatret frá Sandefj-
ord í Noregi að sýna leikritið
„Det var ikke mynd skyld“ í Nor-
ræna húsinu. Aðgangur er
ókeypis.
Leikritið er byggt á sögu eftir
Aase Foss Abrahamsen og segir
og í þeirri persónutúlkun kemur
skýrast fram dýpt átaka ham-
ingjuleitar og hégómadýrkunar
sem undir niðri eru þema
leiksins. Elvu hef ég einungis séð
í tvígang og bæði sinnin í næsta
kaldlyndum persónum, en í báð-
um hlutverkunum hefur henni
auðnast að skapa heildstæðar og
trúverðugar persónur sem hafa
að baki stríðu yfirborði geð og
tilfinningar og megnað að vekja
það sem skiptir höfuðmáli - þér
er ekki sama. Hvort hún getur
leikið fleiri tegundir hlutverka
með sama árangri verður fram-
tíðin að skera úr um. Christine,
Bára, Ólafur og Steinunn fara
með mikinn fjölda smáhlutverka,
öll nærast þau á erkitípum og
byggja því túlkun sína oftast á
fáum skörpum dráttum skop-
leikarans. Undantekningalaust
tekst þeim ætlunarverk sitt, hlut-
verkin þjóna öll sama tilgangnum
og styrkur þessara fjögurra felst í
því að halda jöfnum gangi í
snöggum skiptum, tapa aldrei
hraða og svip. Þar má sjá hópleik
sem er til sóma og verður að
hrósa Pétri fyrir þann þátt sýning-
arinnar.
Verður þetta tólfta leikrit
Ólafs Hauks leikið oftar? íslensk
leikrit eiga sér furðu skamma
ævi. HUNDHEPPINN gæti átt
sér framtíð á sviðum áhuga-
manna. En rétt eins og þessi sýn-
ing leiksins er einungis áfangi
fyrir leikaraefnin á leið til stærri
átaka, þá trúi ég að leikritið verði
um síðir skoðað sem varða á
löngum og fjölbreytilegum ferli
skáldsins til stærri verka.
frá lítilli stúlku sem sér vinkonu
sína deyja í umferðarslysi. Það
hefur verið sýnt við dæmafáar
undirtektir í leikhúsum og
skólum í Noregi í vetur og er ætl-
að börnum frá sex ára aldri - og
fullorðnum líka.
Jón sonur Sigurpáls
í Nýja Helgarblaði Þjóðviljans -en Jón mynd- og tónlistarmaður
síðasta föstudag var birt mynd af á ísafirði (einn aðstandenda
skúlptúr frá síðustu Vatnsstígs- Slunkaríkis) er Sigurpálsson, og
sýningu Nýlistasafnsins og höf- er hérmeð beðinn afsökunar á
undurinn sagður Jón Sigurhjart- mistökunum.
arson. Þetta var næstum því rétt,
„Ekki mér að kenna"
Hvaðer
góður stjóm-
málamaður?
Að veðurfarinu undaskildu
hefur fátt verið eins mikið á
milli tannanna á fólki í vetur
og blessaðir stjórnmálamenn-
irnir. Það verður að segjast
eins og er að þeir eru oftast
harðir undir tönn. Líklega
verða þeir samt áfram eitt
helsta umræðufóður manna.
Ég vil leggja mitt af mörkum
til þessarar umræðu með því
að velta fyrir mér hvaða kost-
um góður stjórnmálamaður
þurfi að vera búinn. Mér sýn-
ast að minnsta kosti sex dygðir
þurfa að prýða slíkan mann.
1. Góður stjórnmálamaður
veit hvað er að gerast í þjóðfé-
laginu og hvað fólk er að
hugsa. Hann veit þetta jafnvel
án þess að gera sér sjálfur
grein fyrir því og án þess að
geta rakið ástæðurnar fyrir
því. Hann er glöggur á þjóðfé-
lagið líkt og margir voru
veðurglöggir áður en veður-
fréttir komu til sögunnar.
Góður stjórnmálamaður
ræktar með sér þessa tilfinn-
ingu fyrir veðrabrigðum þjóð-
félagsins og næmi á hugará-
stand almennings.
2. Góður stjórnmálamaður
kann að tala til fólks og gera
því grein fyrir hvað skiptir
máli og hvað ekki á hverjum
tíma og við ríkjandi aðstæður.
Hann veit hvað fólk langar til
að heyra, en hann segir því
það sem það þarf og verður að
heyra til að átta sig á stað-
reyndum og möguleikum sem
fyrir hendi eru. Hann flytur
mál sitt á skýran og rökvísan
hátt svo að fólk geti sjálft
greint kjarna málsins og lagt
mat á það sem í húfi er.
3. Góður stjórnmálamaður
er trúverðugur. Hann vekur
traust og hann sýnir traust.
Hann beitir sér af heilindum
jafnt að „smámálum" sem
„stórmálum“, því að hann veit
að almannaheill veltur á því
að öllum málum sé sinnt af
alúð. Hann hlustar af athygli á
það sem aðrir hafa að segja og
kann að setja sig í annarra
spor. Hann ræktar því með sér
réttsýni, sanngirni og tillit-
semi. Verði honum á í mess-
unni og geri hann sig sekan
um ranglæti gerir hann allt til
að bæta ráð sitt.
4. Góður stjórnmálamaður
er skjótráður og bregst sam-
stundis við þegar almanna-
heiil er ógnað. Hann þjálfar
með sér hæfileikann til að
hugsa hratt, skipulega og
markvisst og gætir þess að láta
aðra fylgjast stöðugt með sér
til að forða hugsanlegum af-
glöpum.
5. Góður stjórnmálamaður
er mannglöggur og kann að
leita sér ráða hjá þeim sem
kunna best fyrir sér í þeim
málum sem hann þarf að
sinna. Hann gerir sér grein
fyrir eigin takmörkunum, því
sem hann veit og kann og því
sem hann kann ekki skil á.
Hann viðurkennir mistök sín
og tekur afleiðingum gerða
sinna. Hann lærir sífellt af
reynslunni sem hann segir
öðrum frá og ræðir við aðra
um. Hann lærir líka af mistök-
um og reynslu annarra.
6. Góður stjórnmálamaður
gerir skýran greinarmun á
sjálfum sér og þeirri valda-
stöðu sem honum er trúað
fyrir. Stöðunni fylgir ábyrgð,
hún leggur honum skyldur á
herðar sem hann tekur á sig
óháð eiginhagsmunum sínum,
persónulegum löngunum og
einstaklingsbundnum vilja.
Hann tekur því ákvarðanir
með hliðsjón af því sem sam-
ræmist skyldum stöðunnar
sem hann gegnir, en horfir
fram hjá því sem er eingöngu
til góðs fyrir hann sjálfan eða
vini hans.
Hér hafið þið, lesendur
góðir, uppskrift að góðum
stjórnmálamanni. Vafalaust
má krydda hann með ýmsu, til
að mynda virðast margir gefn-
ir fyrir skemmtilegheit, fyndni
og fagurt útlit í sjónvarpi.
Sumir falla líka í þá gryfju að
halda að vinsældir og gæði
stjórnmálamanna haldist í
hendur. Þetta er hliðstætt við
það að rugla saman bragðgóð-
um mat og hollum. Þetta
tvennt fer til allrar hamingju
stundum saman, en það þarf
ekki að gera það.
Vonandi er þessi lýsing í
nokkru samræmi við
heilbrigða skynsemi, en hvort
hún dugar íslenskum stjórn-
málamönnum sem mæli-
kvarði á eigið ágæti skal ósagt
látið. Það er vandasamt að
beita mælikvarða af þessu
tagi, ekki síst á sjálfan sig. Hér
rekumst við á sjálfsblekking-
una sem lætur okkur vaða í
villu og svíma og kemur í stað-
inn fyrir heilbrigt sjálfstraust.
Laugardagur 6. maf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA ?3