Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 2
2 * fréttir r* * LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði boðar til fundar: Stjórnin leggur til að segja upp kjarasamningum - neyðarréttur, segir Karítas Pálsdóttir, formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ „Stjórn Verkalýösfélagsins Bald- urs mun leggja fram tillögu á fundin- um á morgun (í dag) að segja kjara- samningi félagsins viö atvinnurek- endur upp. Verkamannasamband ís- lands hefur skorað á aöildarfélög sín aö segja kjarasamningum upp og þegar menn hafa sagt A þá segja þeir líka B. Það er ekki nóg að skora bara á félögin að segja upp samningunum. Það verður að standa við stóru orðin og það ætlum við að leggja til að gert verði á fundinum í dag,“ sagði Karít- as Pálsdóttir, starfsmaður Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og formaöur fiskvinnsludeildar Verka- mannasambandsins. Hún sagði að ef tillagan yrði sam- þykkt á fundinum í dag yrði samn- ingunum sagt upp þegar í stað. Hún sagöi að verkafólk á Isafirði krefðist þess, eins og aðrir, að kjaradómur legði fram þau gögn sem hann studd- ist við þegar laun æðstu embættis- manna, ráðherra og þingmanna voru hækkuð á dögunum. Hún sagði að verkalýðshreyfingin yrði að fá þessi gögn til að styðjast við í þeim samn- ingum og aðgerðum sem fylgja muni í kjölfar uppsagna kjarasamninga. „Við verðum líka að hafa þessi gögn til að styðjast við þegar við beit- um okkar neyðarrétti, því það erum við að gera varðandi uppsögn samn- inga,“ sagði Karítals Pálsdóttir. Stuttarfréttir Uppsögn kjarasamninga: KunrmedalforeMra Kurr er meðal foreldra leik- skólabarna í Kópavogi þar sem ætlunin er að hækka leikskóla- gjöld. Bylgjan skýrði frá þessu. Nýgönguleíðkynnt Borgaryfirvöld í Reykjavík kynntu í gær gönguleið frá Þing- völlum að Reykjanesvita. Verk- efnið er samstarfsverkefni 14 sveitarfélaga á höfuöborgar- og Suðumesjasvæði. Bætur til slasaðra eða sjúkra sem eru á endurhæfingarlífeyri lækka um 15 til 20 þúsund á mán- uðí frá 1. október, Eftir standa_37 þúsund krónur á mánuði. RÚV greindi frá. Samið um tölvubúnað Ríkiskaup gengu í gær frá rammasamningi við tölvufyrir- tækin Tæknival, Einar J. Skúla- son, Nýherja og Heimilistæki um kaup á ýmsum tölvubúnaði. Þess- ir samningar voru gerðir að und- angengnu útboöi Ríkiskaupa. Hverfafundv í borginni Næstu 5 mánudaga mun Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri halda hverfafundi meö íbú- um Reykjavíkur. Fyrsti fundur- inn af þessu tagi var haldínn á mánudaginn var með íbúum Ár- bæjar-, Artúns- og Seláshverfis. Rakalausmismunun Framkvæmdastjórn VSÍ hefur krafist þess að stjómvöld tryggi sjálfstætt starfandi einstakling- um sama rétt til frádráttar á iö- gjöldum til lífeyríssjóða og gildir í öðrum atvinnurekstri. VSÍ segir gildandi reglur fela í sér raka- lausa og grófa mismunun. Þörfánýjumskóla Norræna húsið efitir til opins málfundar um skólamál á morg- un, klukkan 16. Óskað er eftír þátttöku einstaklinga, félagasam- taka og hópa sem telja þörf á „nýjum skóla“ í skólakerfið. -kaa NIÐURSTAÐA Llt bara á það sem viljayf irlýsingu - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „Það er í sjálfu sér ekkert um þaö að segja fari einhver verkalýðsfélög að segja upp kjarasamningum vegna þess að máhð or ekki á forræöi ein- stakra verkalýðsfélaga. Það er mikill misskilningur ef einhveijir halda að verkalýðsfélögin hvert fyrir sig geti sagt upp kjarasamningum. Máhð er á forræði launanefndar og hennar einnar. Þaö er hún sem metur hvort samningsforsendur séu brostnar. Þess vegna Ut ég bara á það sem vfijayfirlýsingu verkalýðsfélaganna fari þau að segja kjarasamningum upp,“ sagði Þórarinn V. Þóasrinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtaU við DV. Það var í ljósi þess að Verkalýðsfé- lagið Baldur á Isafirði ætlar að leggja tiUögu fyrir félagsfund í dag um að segja upp samningum að Þórarinn var spurður aö þessu. Hann sagði að verðlagsþróun, sem eru mælikvarði þess hvort forsendur kjarasamningsins hafa' brostið eða ekki, væri með þeim hætti að for- sendur kjarasamninga væru ekki brostnar og því ekki hægt að segja þeim upp. „Verkalýðsfélögin geta ályktað en það hefur enga efnislega þýðingu. Ég Ut á þennan óróa-innan verka- lýðshreyfingarinnar sem póUtísk mótmæli gegn ýnjsu því sem ríkis- stjómin hefur verið að gera,“ sagöi Þórarinn V. Þórarinsson. Verslunarskólanemendurnir sem heimsóttu Kristinu Olsen til að lýsa stuðningi við hana í baráttunni um að halda tíkinni Queeny. Frá vinstri: Sanja Björk, Kristin, Eva Björk, Bryndís, James, Kristín Olsen, Helena og Hildur Björg. DV-mynd Sveinn Öryrkja í Efstaleiti gert að losa sig við hund: Fólk er reitt og bókstaf lega of- býður þetta mál - segir James Devine verslunarskólanemi „Við höfum mikla samúð með Krist- ínu í hennar máU. Okkur finnst mjög 904-1600 óréttlátt ef hún missir tíkina og við viljum veita henni 6tuðning okkar,“ segir James J. Devine verslunar- skólanemi sem ásamt félögum sínum hefur ákveðið að efna til undir- skriftasöfnunar til stuðnings Krist- ínu Olsen sem nú á yfir höfði sér að verða svipt hundi sínum Queeny. Eins og DV skýrði frá þá hefur formaður húsfélagsins að Efstaleiti 1 ritaö Kristínu, sem er 100 prósent öryrki, bréf þar sem hann krefst þess að hundurinn verði látinn víkja. í bréfinu fékk hún frest til föstudags til að svara húsfélaginu. James segir að flestir sem hann hitti séu reiðir vegna málsins. „Fólk er mjög reitt og undrandi vegna þessa máls. Fólki bókstaflega ofbýður þetta mál,“ segir James. „Það er draumur margra að geta selt daga og ég hef veikan grun um að þegar séu. einhverjir farnir að huga aö sölu sóknardaga," sagði Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík, eftir fund hagsmunaaðila um Flæmska hattinn. Snorri sagðist, þrátt fyrir skiptar skoðanir, vera bjartsýnn á að sam- staða næöist um að þrýsta á stjórn- völd að mótmæla samþykkt NAFO um sóknarstýringu. Pálmi Stefánsson, útgerðarstjóri á ísafirði, segir að úr því sem kom- ið er vilji hann að sóknarstýringu verði haldið til streitu. „Efriö mótmælum samþykktinni núna þá verður sest að samninga- borði á nýjan leik. Þá koma aftur til umræðu kröfur LÍÖ um að tekið verði upp aflamark á svæöinu. Ef aftur á móti verður mótmælt og sókn veröur óheft þá mun þaö leiða til mjög aukinnar sóknar annarra þjóða, bæði innan og utan NAFO. Kvóti í hlut íslendinga að nokkrum árum liðnum mun veröa minni en efni standa til nú,“ segir Pálmi. „Það er jafhámælisvert eftir sem áður hvernig staðiö var að gerð þessarar samþykktar af hendi okk- ar rijómvalda," segir Pálmi'. ; : Niðurstaða fundar hagsmunaðil- anna var sú að 8 vildu mótmæla en 7 vildu láta samþykktina standa en 4 sátu hjá. Stjóm LÍÚ kemur saman á morgun og þá er búist við að hún taki málið fyrir. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.