Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 8
8 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 & Matreiðslumaður á Horninu: Tindabikkian er alltaf vinsæl Fiskréttir eru ákaflega vinsælir á veitingastaðnum Horninu í Reykja- vík, sérstaklega á sumrin, og nota matreiðslumenn staðarins gjarnan ýmsar fisktegundir í rétti dagsins. Tindabikkja er vinsæl og því mikið á boðstólum enda sérlega mjúkur fiskur, tiltölulega auðveldur í mat- reiðslu og góður að borða. Tinda- bikkjan er fremur feit og hættir því síöur viö að þorna. Nú þegar grill- vertíðin er yfirstaðin og grillið kom- ið í geymslu er upplagt að matreiða fisk. Bjarni Óli Haraldsson, mat- reiöslumaður á Horninu, á ýmsar góðar uppskriftir í pokahorninu og vill sérstaklega kynna pönnusteikta tindabikkju. Þessi réttur er reyndar ekki dags daglega á boðstólum á Horninu en líklega verður boðið upp á hann sem rétt dagsins á næst- unni. Uppskriftin er fyrir fjóra og fyrir þá sem vilja prófa sjálfir kem- ur hún hér: Bjarni Oli Haraldsson, matreiðslumaður á Horninu, gefur uppskrift að pönnusteiktri tindabikkju með stökku eggaldini, basilsmjörsósu og tómatlöguðu grænmeti. DV-myndir GS Pönnusteikt tindabikkja með stökku eggaldini og tómatlöguðu grænmeti 6 stk. tindabikkjubörð 1 stk. eggaldin 1 stk. gulrót 1 stk. rauðlaukur 1/2 stk. kúrbítur 1 hvítlauksgeiri 1 dl niðursoðnir tómatar 1/4 dl balsanic- edik 1 tsk. sykur Eggaldinið er skorið í eins millímetra þunnar sneiðar, penslað m$ð ólífuolíu, sett á ofnskúffu og bakað við 220 gráður í um það bil sjö mín- útur, tekið út og lagt á papp- ír. Grænmetið er skorið í smáa teninga, tómatamir eru hakkaðir í matvinnsluvél og blandað saman við edik, sykur og blandan krydduð með salti og pipar. Grænmetið er steikt létt á pönnu, kryddað með salti, pipar og hvítlauk. Tómatmaukinu er hellt yfir grænmetið og látið sjóða í um það bil fimm mínútur. Tinda- bikkjan er hreins- uð af brjóskinu, ■i velt upp úr / hveiti og steikt á pönnu í um i prjár mínútur á hvorri hlið. “ Síðan krydd- uð með salti og pipar. Basilsmjörsósa 1,5 dl hvítvín 1/3 dl hvítvínsedik 1 stk. lítill laukur 1 dl rjómi 200 g smjör 6-7 lauf ferskt basil Laukurinn er saxaður fint og steiktur í smávegis smjöri án þess að brúnast. Hvítvín og edik er sett út í og soðið niður um helming, síð- an er rjómanum bætt út í og soðið þar til byrjar að þykkna. Þá er hit- inn lækkaður og smjörinu bætt út í í bitum og hrært stöðugt í á meðan. Eftir þetta má sósan alls ekki sjóða. Kryddað er með salti og pipar. Sós- an er síðan sett í matvinnsluvél ásamt basillaufunum og öllu bland- að vel saman. Sósunni er skipt jafnt á diskana. Við framreiðslu er einn biti af tindabikkju settur á miðjan diskinn. Ofan á hann er lögö sneið af eggald- ini og síðan aftur tindabikkja og svo koll af kolli. Alls eru þrjú lög af fiski og þrjú lög af eggaldini. Grænmetið er að lokum sett á diskinn í kring- um fiskinn. -GHS Kartöflupönnukaka matgæðingur vikunnar með skinku og káli Pönnukökur eru al- gengar með kafifinu á sunnudögum og í af- mælisveislum hér á landi með sykri eða sultu og rjóma. Hér eru pönnukökur sjaldan eða aldrei notaðar sem aðalréttur eða for- eða eftirréttur í máltíð því að þær eru þunnar og sætar og bráðna í munninum. Erlendis eru pönnu- kökur gjaman notaðar sem fuilgildur matur og eru þá hafðar þykkari og matarmeiri en hér. Hér á eftir fylgir einföld uppskrift að svissnesk- um kartöflupönnukök- um með káli og skinku og gildir uppskriftin fyrir einn mann. Rétt- urinn er fljótlagaður, matreiðslan tekur að- eins um 10-15 mínútur. 1—2 kartöflur 1 vorlaukur 1/2 rauð paprika salt og pipar kálblaö skinka, gjaman reykt og soðin Kartöflurnar em af- hýddar, rifnar gróft og lagðar í kalt vatn í nokkrar mínútur. Þær ery þurrkaðar og þeim blandaö saman við fint skorinn vorlauk, papriku, salt og pipar. Smjörið er brúnað og kartöflublöndunni jafn- að yfir pönnuna, steikt i 3-4 mínútur. Blöndunni er rennt yfir á disk eða lok til aö snúa henni við á pönnunni og steikt í nokkrar mínút- ur. Borið fram með skinku og káli. -GHS Innbakaðar nautalundir „Nú er tími kvöldveröarboð- anna og þá datt mér í hug að bjóða upp á sælkeramat, sumt sem ég hef búið til sjálfur. Reyndar er eftirrétturinn danskur en alveg frábærlega góöur,“ segir Gísli Péturs- son, viðskiptafræð- ingur og matgæð- ingur vikunnar. Gísli býður lesend- um upp á sannkall- aðan sælkeramat. Forréttur Þrír til fjórir humarhalar eru á mann. Himnan klippt af humrinum og hann penslaður með bræddu smjöri sem búið er að bragðbæta með pemod. Borið fram með ristuðu brauði og bræddu ^ þern- odsmjöri. Innbakaðar nautalundir Wellington fir « Gísli Pétursson er matgæðingur vikunnar. Heilar nautalundir, brúnaðar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar. Fars: Skinka, laukur og sveppir, svipað magn af öllu, brúnað saman á pönnu. Brauðraspi og kjötkrafti bætt út í og bragðbætt með smávegis portvíni í lokin. Smjördeig: Smjördeig er flatt út, farsið sett á deigið og nautalundirnar ofan á og þær síðan þaktar með farsinu. Smjördeiginu vafið utan um allt saman og penslað með hræröu eggi. Bakað í ofni við 200 gráður í um það bil 30 mínútur. Tekið úr ofninum og látið standa i 30-45 mínútur áður en borið er fram. Meðlæti: Bökunarkartöflur flysjaðar og skornar rifur (þétt) ofan í þær miðj- ar, penslaðar með olíu og bakaðar í ofni. Tíu til fimmtán mínútum áður en þær eru tilbúnar er stráð yfir þær smátt saxaðri steinselju, nýrri eða þurrkaðri. Einnig er gott að hafa meö þessu soðið spergilkál (broccoli) og brún- aða sveppi með sítrónusafa og svört- um pipar. Sósa: Saxaður laukur er gljáður í smjöri við vægan hita. .' . Vatni og kjötkrafti \ , bætt út i og látið sjóða góöa stund. Bragðbætt með rauðvíni. Laukur- inn síaður frá en sósan bökuð upp með smjörbollu. Sósan dekkt með sósulit eftir smekk og mýkt með hálf- þeyttum rjóma í lokin. Súkkulaði- desert með koníakssósu - fyrir sex 125 gr dökkt súkkulaði (t.d. Sír- íus suðusúkkulaði) brætt í vatnsbaði með smárjóma. Hálfur lítri af rjóma þeyttur með 125 g af flórsykri. Bræddu súkkulað- _.. . __ inu hrært varlega DV-mynd BG saman Hellt í desertskálar og sett í kælir. Sósa: Sósan er búin til rétt áður en desertinn er borinn fram. 2 msk. sykur 4 eggjarauður 1/4 lítri hvítvín " Allt þeytt saman yfir vatnsbaði þar til blandan er orðin loftkennd og létt í sér. Tekið af hitanum og kælt aðeins. Þrem msk. af koníaki bætt út í og sósan borin fram volg. Gísli ætlar að skora á vin sinn, Björn Sveinsson viðskiptafræðing, að verða næsti matgæðingur. Vinsæll í allt Hvítlaukur er vinsæll í hvers kyns matarrétti, hátíðarrétti um helgar eða kjöt- _ hakkið eftir langan vinnu- dag enda einfalt og fljót- legt að skella nokkrum hvítlauksrif- um í pottinn og sjóða spagettí. Hvítlaukurinn gefur líka ýmsa möguieika með hátíðar- mat, hvort sem um kjöt- eða fiskrétti er að ræða, grænmeti eða salat og svo er hann ómissandi í fisksúpur og pastasósur. Áríðandi er að hafa hvítlaukinn ferskan því að hvítlauksduft gefur ekki jafn- gott bragð. Bannaður í gamla daga Hvítlaukurinn er upprunn- inn í Asíu og breiddist þaðan út um heiminn. Hann hefur verið borðaður í árþúsundir og not- aður í margvíslegum tilgangi sem læknismeðal og jafnvel til að sigra andstæðinga í íþrótt- um. Forngrikkir töldu hvítlauk gefa styrk og þol og borðuðu hvitlauk fyrir keppni. Hvít- laukur var líka settur í gröfina með egypskum faraóum til að hrekja brott illa anda. Mörgum hefur verið illa við hvítlaukinn vegna lyktarinnar enda bannaði fyrirfólkið i gamla daga þjónustufólki sínu og vinnumönnum að borða hvítlauk. í dag viðurkenna margir að hvítlaukurinn sé einkar hollur og er talið að hann gefi styrk og hafi fyrir- byggjandi áhrif gegn kvefi, magakveisum og jafhvel hjarta- kvillum. Gott við kvefi Við kvefi er gott að merja hvítlauksrif og blanda saman við eplasafaedik og sjóðandi vatn og anda að sér gufunni. Þegar kvefið færist yfir getur einnig verið sniðugt að setja rif undir tunguna þó að þaö sé ekki vinsælt meðal fjölskyldu og vinnufélaga. Steiktur hvítlaukur Tveir heilir hvítlaukar Smjör til steikingar 1 tsk. salt 2 tsk. niðurskoriö rósmarin Hvítlauknum er skipt upp í rif, tekiö utan af þeim og rifin soðin heil í vatni í 2—3 mínút- ur. Hvítlaukurinn er brúnaður í smjörinu, kryddaður með salti, pipar og rósmaríni og borinn fram með heitum mat, t.d. lambakjöti. Bestur marinn Þegar hvítlaukur er notaður í mat er best að merja hann í hvítlaukspressu. Ef sjóða á hvítlaukinn er gott að setja rif- in heii í pottinn því að þá er auðveldara að fjarlægja þau ef maður vill þegar rétturinn er borinn fram. Gæta verður þess að brenna rifin ekki við steik- ingu þvi að þá verða þau vond á bragðið. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.