Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 16
16
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
Brevtt og betra DV:
Fræðandi og skemmtileg
umfjöllun um tilveruna
- á fjórum samliggjandi síðum í hverju þriðjudagsblaði
Þriðjudagsblað DV hefur tekið
miklum breytingum að undaníörnu,
eins og fastir lesendur blaðsins hafa
tekið eftir.
Blaðiö hefur verið stækkað um
átta síður á þriðjudögum, í 40 blað-
síður, og þetta viðbótarpláss er helg-
að tveimur mikilvægum málaflokk-
um:
Annars vegar daglegri tilveru fjöl-
skyldunnar. Hins vegar öllu því sem
tengist vikulegum getraunum.
„TUveran" birtist á fjórum sam-
liggjandi síðum í þriðjudagsblaðinu
og er ítarleg viðbót við hefðbundna
umfjöllun DV um málefni neytenda.
Á þessum síðum er fjallað um
daglegt líf fólks í smáu sem stóru.
Tekið á máium
heimilisins
Tekið verður á málum sem snerta
lífskjör, hag og velsæld einstaklings-
ins, fjölskyldunnar og heimUisins
en einnig fjaUað um áhugamál fólks
og framtíðardrauma.
Síðustu þriðjudaga hefur til dæm-
is verið fjaUað um fjármál og skuld-
ir heimilanna, rætt við fólk sem
stendur í húsnæðiskaupum, birtar
uppskriftir að slátri, sagt frá endur-
vinnslu og hugsanlegum skaðvöld-
um í plasti. í hvert sinn hafa einnig
verið birtir stuttir dálkar með ýms-
um húsráðum og vísindalegum nið-
urstöðum sem komið geta að gagni í
daglegri lifsbaráttu.
Höfðar til allra
aldurshópa
Efni TUverunnar á að vera fjöl-
breytt og höfða til allra aldurs-
flokka. TUveran er fjölskylduvæn,
neytendavæn og umhverfisvæn.
Hún á að vera fræðandi og jákvæð
en líka skemmtileg og létt á stund-
um.
Útlit Tilverusíðnanna á þriðju-
dögum hefur frá upphafi verið fjör-
legt og litríkt. Síðurnar eru unnar í
svoköUuðu heUsíðuumbroti — það
er hannaðar beint á tölvuskjá í
Quark- Express-forriti á Macintosh.
Þessi vinnuaðferð gefur mikla
möguleika á hressUegri uppsetn-
ingu síðnanna sem skilar sér tU les-
enda í fjörlegri og litríkari efnistök-
um.
Ætlunin er að sem mest af efni
Tilverunnar sé i litum, enda er ver-
öldin ekki svart/hvít.
Allt um getraunir í DV á þriðjudögum
lippfréttir þjóna
tippurum
Síðastliðna þrjá þriðjudaga hafa
birst upplýsingar um getraunir á
flórum siðum í DV í sérstökum blað-
auka sem nefnist Tippfréttir.
Ætlunin er að halda áfram þess-
ari þjónustu en talið er að tipparar
á íslandi skipti tugum þúsunda.
í Tippfréttum munu birtast upp-
lýsingar um getraunaseðla næstu
helgar, jafnt ítalska seðilinn sem
hinn ensk/sænska, og aukaseðla ef
einhverjir verða.
Einnig verða birtar upplýsingar
um getraunir, hópleiki, sjónvarps-
leiki og annað sem snertir tippara.
Tíu ára afmæli á morgun
Miklar breytingar hafa orðið á
getraunaforminu á íslandi frá því að
fyrsta getraunasíðan birtist í DV 15.
október 1985. Handskrifaðir seðlar
hafa horfið en beinlínutenging og
tölvur tekið við.
' Grundvallaratriði getraunanna,
knattspyrnuleikurinn sjálfur, hefur
þó ekki breyst mikið því alltaf er
jafn erfitt að spá fyrir um úrslit
leikjanna.
Nýr leikur á þriðjudaginn
Næstkomandi þriðjudag hefst
sala á nýjum leik, Lengjunni. Lengj-
an er sextíu leikja seðill sem veitir
tippurum mikla möguleika því þeir
velja sjálflr hvaða leiki þeir tippa á
og hve mikið þeir setja á röðina.
Á Lengjunni geta verið knatt-
spyrnuleikir, handknattleikur og
körfubolti en einnig aðrir íþrótta-
viðburðir.
Þessir leikir eru vinsælir í út-
löndum og verða til þess að tipparar
fylgjast betur með íþróttaviðburð-
um.
Lengjan mun birtast í Tippfrétt-
um og ýmsir spádómar og töflur
munu fylgja með.
-E.J.