Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 Brevtt og betra DV: Fræðandi og skemmtileg umfjöllun um tilveruna - á fjórum samliggjandi síðum í hverju þriðjudagsblaði Þriðjudagsblað DV hefur tekið miklum breytingum að undaníörnu, eins og fastir lesendur blaðsins hafa tekið eftir. Blaðiö hefur verið stækkað um átta síður á þriðjudögum, í 40 blað- síður, og þetta viðbótarpláss er helg- að tveimur mikilvægum málaflokk- um: Annars vegar daglegri tilveru fjöl- skyldunnar. Hins vegar öllu því sem tengist vikulegum getraunum. „TUveran" birtist á fjórum sam- liggjandi síðum í þriðjudagsblaðinu og er ítarleg viðbót við hefðbundna umfjöllun DV um málefni neytenda. Á þessum síðum er fjallað um daglegt líf fólks í smáu sem stóru. Tekið á máium heimilisins Tekið verður á málum sem snerta lífskjör, hag og velsæld einstaklings- ins, fjölskyldunnar og heimUisins en einnig fjaUað um áhugamál fólks og framtíðardrauma. Síðustu þriðjudaga hefur til dæm- is verið fjaUað um fjármál og skuld- ir heimilanna, rætt við fólk sem stendur í húsnæðiskaupum, birtar uppskriftir að slátri, sagt frá endur- vinnslu og hugsanlegum skaðvöld- um í plasti. í hvert sinn hafa einnig verið birtir stuttir dálkar með ýms- um húsráðum og vísindalegum nið- urstöðum sem komið geta að gagni í daglegri lifsbaráttu. Höfðar til allra aldurshópa Efni TUverunnar á að vera fjöl- breytt og höfða til allra aldurs- flokka. TUveran er fjölskylduvæn, neytendavæn og umhverfisvæn. Hún á að vera fræðandi og jákvæð en líka skemmtileg og létt á stund- um. Útlit Tilverusíðnanna á þriðju- dögum hefur frá upphafi verið fjör- legt og litríkt. Síðurnar eru unnar í svoköUuðu heUsíðuumbroti — það er hannaðar beint á tölvuskjá í Quark- Express-forriti á Macintosh. Þessi vinnuaðferð gefur mikla möguleika á hressUegri uppsetn- ingu síðnanna sem skilar sér tU les- enda í fjörlegri og litríkari efnistök- um. Ætlunin er að sem mest af efni Tilverunnar sé i litum, enda er ver- öldin ekki svart/hvít. Allt um getraunir í DV á þriðjudögum lippfréttir þjóna tippurum Síðastliðna þrjá þriðjudaga hafa birst upplýsingar um getraunir á flórum siðum í DV í sérstökum blað- auka sem nefnist Tippfréttir. Ætlunin er að halda áfram þess- ari þjónustu en talið er að tipparar á íslandi skipti tugum þúsunda. í Tippfréttum munu birtast upp- lýsingar um getraunaseðla næstu helgar, jafnt ítalska seðilinn sem hinn ensk/sænska, og aukaseðla ef einhverjir verða. Einnig verða birtar upplýsingar um getraunir, hópleiki, sjónvarps- leiki og annað sem snertir tippara. Tíu ára afmæli á morgun Miklar breytingar hafa orðið á getraunaforminu á íslandi frá því að fyrsta getraunasíðan birtist í DV 15. október 1985. Handskrifaðir seðlar hafa horfið en beinlínutenging og tölvur tekið við. ' Grundvallaratriði getraunanna, knattspyrnuleikurinn sjálfur, hefur þó ekki breyst mikið því alltaf er jafn erfitt að spá fyrir um úrslit leikjanna. Nýr leikur á þriðjudaginn Næstkomandi þriðjudag hefst sala á nýjum leik, Lengjunni. Lengj- an er sextíu leikja seðill sem veitir tippurum mikla möguleika því þeir velja sjálflr hvaða leiki þeir tippa á og hve mikið þeir setja á röðina. Á Lengjunni geta verið knatt- spyrnuleikir, handknattleikur og körfubolti en einnig aðrir íþrótta- viðburðir. Þessir leikir eru vinsælir í út- löndum og verða til þess að tipparar fylgjast betur með íþróttaviðburð- um. Lengjan mun birtast í Tippfrétt- um og ýmsir spádómar og töflur munu fylgja með. -E.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.