Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 JjV „Dóttir mín vakti mig, tveggja vikna gömul. Mér sýnist ekki þurfa vekjaraklukku á heimilinu í bráð,“ segir Ágúst Guðmundsson, leikstjóri og höfundur Tvískinn- ungsóperunnar sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um seinustu helgi. „Ég ók suður í Kópavog að synda í uppáhaldssundlauginni minni. Fólk var svolítið að horfa á mig. Ástæðan er sú að ég birtist í sófanum í Dagsljósi í gærkvöldi. Fyrst eftir slíkar uppákomu tekur fólk eftir manni. Svo gleymist mað- ur fljótt aftur. Sem er líklega eins gott. Klukkan hálfellefu var ég kom- inn á útvarpsstöðina Klassík FM, þar sem Randver Þorláksson átti hálftíma viðtal við mig á öldum ljósvakans. Mér datt ekki í hug að nokkur væri að hlusta svo að úr þessu varð talsvert notalegt spjall. Við ræddum m.a. um hversu náið samstarfið verður i kringum hverja leiksýningu eða bíómynd - og svo er allt í einu allt búið og til- finningatengslin rofna eins og þau hafi aldrei verið til.. Úr útvarpsstöðinni lagði ég leið mína í verslun að ganga frá kaup- um á sparifótum. Mig vantaði eitt- hvað til að hneigja mig í. Mér leið eins og ég væri að stíga í búning frá liðnu tímaskeiði. Fötin að öllu leyti nákvæmlega eins og föt sem ég átti fyrir þrjátíu árum. Annað • I i ■ , / I i *f .. „Dagurinn endaði yfir dóttur minni sem hafði elst um ca. 5 prósent frá því um morguninn," segir Ágúst Guðmundsson um frumsýningardaginn í lífi sínu. DV-mynd GS Frumsýningardagur í lífi Ágústs Guðmundssonar leikstjóra: Hneigði mig í nýju sparifötunum hvort hef ég svona gamaldags smekk eða þá að tískan er komin í hring og lent aftur á sama reit og þá. Eftir hádegið fór ég með frum- sýningarmiða til fjölskyldunnar. Allir spurðu hvort ég væri kominn með frumsýningarskjálftann. Svo var ekki. Það var í rauninni ein- kennilegt hversu sallarólegur ég var yfir kvöldinu. Þar til það rann upp. Einhvern veginn var ég samt handviss um að allt færi vel. Lokaæfmgin hafði verið passlega brokkgeng til að hleypa öllum hæfilegt kapp í kinn. Ég var kominn í leikhúsið klukkan sjö og gladdist við að sjá leikarana í góðu formi. Ég treysti mér ekki til að vera í salnum. Mér fannst líka að það hlyti að vera truflandi fyrir áhorf- endur að hafa höfundinn sín á meðal, að minnsta kosti fyrir þá sem. sætu næst honum. Eg kom mér fyrir í glerbúri aftan við sal- inn, við hliðina á ljósastúkunni. Augu mín voru talsvert á áhorf- endum, ekki síður en á sviðinu. Viðtökurnar virtust mjög góðar. Stundum voru hláturrokurnar meiri en ég átti von á, til dæmis þegar Magnús söng ástarsönginn að Felix viðstöddum. Allir voru leikararnir nákvæmlega á því róli sem ég vOdi hafa þá, persónumar voru fullskapaðar. Og svo kom klappið. Eftir venju- legt framkall þurfti að hífa teppið upp aftur og hneigja sig meira. Ég var feginn að ég var í nýjum fötum fyrir framan allt þetta fólk. Svona er maður fáfengilegur. Vitaskuld heföi enginn tekið til þess þótt ég hefði verið í gömlu fötunum. Á eftir var haldið gríðarfjörugt samkvæmi. Við og við vitnuðu menn í verkið og sungu: „Þetta er æðislegt partí!“, einkum þó leik- hússtjórinn sem var í algjöru spariskapi. Almennt fannst pkkur þetta vel lukkað hjá okkur. Ég fór að velta því fyrir mér hvort slík stemning ríkti yfirleitt í frumsýn- ingarpartíum, líka eftir sýningar sem fá slaka dóma síðar meir. Dagurinn endaði yfir dóttur minni sem hafði elst um ca. 5 pró- sent frá því um morguninn. Mér fannst eins og hún hiyti að vera með því albesta sem ég hefði búið til um dagana; hún hlyti þó að fá góða dóma, hvernig sem á væri lit- ið.“ Finnur þú fimm breytingar? 330 Vinningshafar fyrir þijú hundruð tuttugustu og áttundu getraun reyndust vera: Nafn: Heimili: 1. Kolbrún Gunnarsdóttir 2. Kaj Eirik Nielsen Holtsgötu 33 Melgerði 11 260 Njarðvik ' 200 Kópavogi Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið- stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verðlaun heita Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið rneð lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 329 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.