Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 UV SAS velur íslenska ferðaskrifstofu til markaðssetningar menningarborgar: Efa ekki að við eigum eftir að standa okkur - segir Jónas Þorsteinsson, framkvæmdastjóri In travel Scandinavia Reiknað er með gífurlegum ferða- mannastraumi til Kaupmannahafn- ar á næsta ári í tilefni þess að borg- in mun bera titilinn menningarborg Evrópu enda hefur mikið verið lagt undir til að gera þennan viðburð sem veglegastan. Reiknað er með gífurlegum ferðamannastraumi til borgarinnar af þessu tilefni. Fyrir stuttu ákvað stærsti styrktaraðili þessa atburðar, SAS-flugfélagið, að fá ferðaskrifstofuna In Travel Scandinavia, sem er í eigu íslend- inga, til að sjá um að selja þennan atburð um heim allan. Leitað að söluaðila „Þeir hjá SAS voru að leita aðila sem gætu tekið að sér að selja þenn- an atburð úti í hinum stóra heimi,” segir Jónas Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri In Travel Scandina- via. „Allt frá því In Travel Scandinav- ia var stofnuð árið 1992 höfum við sérhæft okkur i að selja menningu og gengið 'bara nokkuð vel. Þetta vissu þeir hjá framkvæmdanefnd menningarborgarinnar og SAS og ákváðu því að fá okkur til að sjá um markaðssetningu á mörgum af þeim menningarviðburðum sem haldnir verða á næsta ári. Við eigum ein- faldlega ' að selja Kaupmannahöfn sem menningarborg Evrópu og sjá til þess að fólk komi.” „Það verður gaman að takast á við þetta verkefni og ég ,efa ekki að við eigum eftir að standa okkur. Danir hafa lagt mikla vinnu í að gera Kaupmannahöfn og nágrenni aðlaðandi fyrir ferðamenn og bjóða upp á mikilfenglega menningar- veislu á næsta ári. Því ætti að vera auðvelt að fá fólk til að koma.” Útbúa matarveislu úr Gestaboði Babettu Við spurðum Jónas hvers vegna hann hefði stofnað ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í að selja menn- ingu og listir. „Það voru ekki margir í byrjun sem trúðu á að hægt væri að selja ferðamönnum menningu og hafa líf- sviðurværi sitt af því en ég vissi frá upphafi að þetta væri sniðug og framkvæmanleg hugmynd,” segir Jónas. „Mikil vinna liggur að baki þess- um árangri sem náðst hefur en einnig óbilandi trú á að maður sé að gera rétta hluti. Ég stæði ekki í þessum hlutum ef ég hefði ekki trú á þeim.” Jónas heldur áfram. „Við erum að selja eitthvað sem flestir héldu að væri ekki hægt að seljá til ferða- manna í Danmörku. Við bætum í raun menningu inn í feröapakkann hjá fólki. Pakkinn verður því inni- haldsmeiri og áhugaverðari. Þetta þýðir að við verðum stöðugt að fylgjast með hvað er að gerast í menningu og listum hér í Kaup- mannahöfn. Fara á leiksýningar og tónleika, svo að dæmi séu tekin, og finna út hvað það er sem fólk vill sjá. Búa t.d. tO Karen Blixen ferð og sjá til þess að það sé sýnd mynd um Karen Blixen á hótelinu. Einnig að það sé fyrirlesari á Karen Blixen safninu. Útbúa jafnvel matarveislu eins og gert var í bókinni „Gestaboð Babettu”. Við reynum að gera okk- ur ijóst hvað höfðaði til fólks og ger- um svo okkar besta til að búa til skemmtilegan og áhugaverðan pakka, sniðinn að þörfum þeirra,” segir Jónas. Nýhöfn mun fá einhverja andlitslyftingu en þar verður einnig að finna fjölda menningarviðburða „Það voru fáir sem trúðu á að hægt væri að selja menningu og listir en annað hefur komið í Ijós,” segir Jónas. iss konar hönnun. Dönsk ævintýri eru heimsfræg. H. C. Andersen er t.a.m. mjög þekktur í heiminum. Karen Blixen og Kirkegaard þekkja allir. Legoland er einnig hluti af menningu sem við getum selt. Svo erum við með gönguferðir á íslend- ingaslóðir í Kaupmannahöfn en nú hafa um þrjú þúsund manns gengið þær slóðir á okkar vegum.” In Travel Scandinavia er ekki stórt fyrirtæki á danskan mæli- kvarða en að sögn Jónasar hefur það öðlast virðingu innan ferða- mannageirans. „Eins og ég sagði áðan voru fáir sem trúðu á aö hægt væri að selja menningu og listir en annað hefur komið í ljós. Síðan sú staðreynd að þeir aðilar sem sjá um menningarborgina og SAS-flugfélag- ið, sem er einn stærsti styrktaraðil- inn, velja okkur, af öllum þeim ara- grúa ferðaskrifstofa sem td eru, til að sjá um að markaðsetja þennan stóra viðburð. Það segir okkur að við erum að gera góða hluti og erum vel undirbúin undir þetta verkefni,” segir Jónas að lokum. Guðbjartur Finnbjörnsson Þúsund manns að sjá Rolling Stones Hann segir fáa hafa einbeitt sér að því að selja ferðamönnum menningu en markað- urinn er til staðar og það virðist sem menn- ing sé að komast í tísku. „Þetta hefur gengið vonum framar hjá okkur frá því fyrir- tækið hóf rekstur árið 1992. Sem dæmi komu nokkur hundruð manns í sumar á veg- um In Travel Scandin- avia gagngert til að fylgjast með jasshátíð- inni sem haldin er í Danmörku á hverju ári. Svo fengum við um þúsund manns á Roll- ing Stones hljómleik- ana í sumar. Danir eru DV-mynd GVA einnig frægir fyrir ým-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.