Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
íþróttir
Gheorghe Murasan, sá stærsti í deild stóru mannanna:
Verður Georg litli
óstöðvandi í vetur?
Hann er risi í orðsins fyllstu
merkingu. í deild stóru mannanna,
bandarísku NBA-deildinni í
körfuknattleik, er hann sá stærsti
og er þá mikið, mjög mikið sagt.
Hann er 2,32 metrar á hæð, sextán
sentímetrum hærri en sjálfur
Shaquille O’Neal og einum sentí-
metra hærri en sláninn frá Súdan,
Manute Bol. Skórnir hans eru núm-
er 19. Þegar hann rekur körfubolta á
undan sér nemur boltinn við höfuð-
hæð á venjulegum manni. Bílstjórar
sem mæta honum á Bensinum sín-
um reka upp stór augu því við
fyrstu sýn virðist enginn sitja við
stýrið. ökumaðurinn situr svo aft-
arlega í bílnum! Þetta er Ghita sem
á móðurmálinu, rúmensku, þýðir
„Georg litli.“ Fullt nafn er Gheorghe
Muresan og hann hefur leikið í tvö
ár með Washington Bullets.
Þrátt fyrir stærðina var ekki bið-
röð á eftir þessum rúmenska strák
þegar hann bættist í hóp nýliðanna
sem liðin völdu sumarið 1993. Það
voru 29 farnir þegar forráðamenn
Washington ákváðu að láta slag
standa og taka þann stóra. Þeir
höfðu ekki verið sérlega áhugasam-
ir en þegar Chicago sýndi áhuga á
að skipta á manni til að ná í Mures-
an, hirtu þeir hann sjálfir.
Átti eina skó
Launin fyrsta veturinn voru ekki
há, miðað við það sem gengur og
gerist í NBA. Tíu og hálf milljón
króna. Það var hins vegar fundið fé
fyrir fátækan strák sem átti eina
skó þegar hann kom frá heimaland-
inu til að reyna fyrir sér sem körfu-
boltamaður í Frakklandi einu ári
áður.
Þótt Muresan spilaði ekki mikið
þennan fyrsta vetur voru framfar-
irnar miklar, svo miklar að í lok
fyrsta tímabilsins samdi Was-
hington við hann til fjögurra ára og
sá samningur tryggði honum 378
milljónir króna i grunnlaun.
Muresan hóf ferilinn í Vestur-
Evrópu með frönsku meisturunum
Pau Orthez og þar er piltur nánast í
dýrðlingatölu í dag. í sumar, þegar
allt lá niðri í NBA-deildinni vegna
verkbanns eigenda á leikmann, kom
Ghita aftur „heim“ og æfði með
franska liðinu í einn mánuð.
„Við vorum búnir aö geyma risa-
stóra rúmið hans í tvö ár. Við báð-
um og vonuðum að hann myndi eiri-
hvern tíma koma aftur,“ segir Gér-
ard Bouscarel, stjórnarmaður hjá
franska liðinu, í samtali við banda-
ríska iþróttatímaritið Sports Illustr-
ated.
Gekk eins
og gamali maður
„Þetta er orðin stórkostleg saga.
Strákurinn er orðinn forríkur. Þið
hefðuð átt að sjá hann þegar hann
kom til okkar. Hann átti ekkert. Þá
var hann í raun bara krakki og.var
ekki sáttur við stærðina. Það fyrsta
sem ég gerði var að kenna honum
að ganga. Hann gekk eins og gamall
maður, kengboginn. Ég kenndi hon-
um að standa beinn og vera stoltur
af stærðinni. Hann varð að geta
gengiö áður en hann færi að
hlaupa,” segir Michel Gomez, þjálf-
ari Pau Orthez.
„Ég man þegar við gengum einu
sinni saman á götu í Stokkhólmi.
Hann var nýkominn og átti ekkert,
bókstaflega ekkert. Við gengum
framhjá mörgum búðum með glæsi-
legum fatnaði og öðrum varningi og
ég spurði hann hvað hann myndi
vilja ef allt þetta stæði honum tU
boða. „Hanska," svaraði hann að
bragði. Hanska? Auðvitað, honum
var svo kalt á höndunum. Við fórum
í margar búðir tU að reyna að finna
nógu stóra hanska og náðum loks í
eina sem ætlaðir voru til að setja
utan yfir aðra hanska. Þeir voru
reyndar ekki nógu stórir á hann en
hann var hamingjusamasti maður í
heimi. Hann var búinn að fá
hanska," segir Kenny Grant, um-
boðsmaður hans í Evrópu.
Muresan átti erfiða æsku í einu af
fátækustu löndum Evrópu. Hann
fæddist og ólst upp í bænum Trit-
enii, skammt frá háskólaborginni
Cluj í Transylvaníufjöllum. Nicolae
Ceaucescu var við völd, fátækt og
leynd réðu ríkjum.
Hálft brauð
og kíló af kjöti
„Það var ekkert heitt vatn, ekkert
rafmagn. Hver maður fékk hálft
brauð á dag til að draga fram lífið og
eitt kUó af kjöti á viku. Við fengum
grænmeti á sumrin, ekki á veturna.
Engir bananar. Engar appelsínur.
Fiskur á föstudögum," segir Ghita.
Hann bjó meö foreldrum sínum
og fimm eldri systkinum og var eini
meðlimur fjölskyldunnar sem var
yfir 1,80 á hæð. Hann segist hafa far-
ið að stækka svona þegar hann var
sex ára og tíu ára var hann stærst-
ur á heimilinu. Hann gekk alltaf í of
litlum fötum og fékk nær aldrei skó
sem pössuðu. Fjórtán ára gamall
var hann 2,05 metrar á hæð.
„Ég spilaði ekki körfubolta fyrr
en ég var 14 ára. Þá fór mamma með
mig tU tannlæknis í Cluj. Hann var
tannlæknir landsliðsins í körfu-
bolta. Hann leit á mig og spurði hve
hár ég væri. Hann trúði því ekki að
ég væri 14 ára. Hann náði í þjálfara
körfuboltaliðsins og þeir báðu mig
um að verða um kyrrt í Cluj og spila
körfubolta. Ég gisti þar um nóttina
og fór ekki aftur heim.“
Líkti eftir Jabbar
Muresan sá myndband af Kareem
Abdul-Jabbar úr NBA-deildinni og
ákvað að ná valdi á sveilluskotum
eins og hann og æfði þau stíft í tvö
ár. Síðan bætti hann stökkskotum í
safnið og tvítugur var hann tilbúinn
Við hliðina á Georg litla virðist tröll-
ið Shaquille O’Neal vera ósköp
venjulegur maður.
fyrir körfuboltaheiminn og tók þátt
í heimsmeistarakeppni unglinga í
Kanada með landsliði Rúmena.
„Hann tók flest fráköst í keppninni
og skoraði næstflest stig. Hann var
óstöðvandi. Margir háskólar í
Bandaríkjunum vildu fá hann en
Gheorghe vildi verða ríkur. Það var
skiljanlegt," segir Kenny Grant.
Niðurstaðan varð sú að Muresan
fór til Pau í Frakklandi. Hann var of
þungur og stirður en Gomez þjálfari
tók hann upp á sína arma. „Ég lét
hann hamast á fjaðradýnu og hún
fór alveg niður í gólf þegar hann
hoppaði. Ég lét hann ganga í gegn-
um erfiðar æfingar, ég vildi að hann
gæti stjórnað þessum mikla
skrokki. Við stilltum aldrei upp
vöm þar sem hann stæði kyrr und-
ir körfunni þótt þaö heföi verið auð-
veldasta leiðin með svona stóran
mann. Hann var mjög seinn og ég
vildi láta hann hreyfa sig.
Muresan er farinn að tala ein-
falda ensku en fyrstu tvö árin í NBA
var hann með túlk hvert sem hann
fór. „Þegar ég er 14 ára vil ég læra
körfubolta. Ég geri það. Þegar ég er
16 langar mig að spila með landslið-
inu. Ég geri það. Þegar ég er 19 ára
langar mig að spila í Evrópu. Ég
geri það 20 ára. Ég kem til Frakk-
lands og ég segi að ég geti ekki spil-
að í NBA, það sé of erfitt. En
skömmu síðar tel ég að ég geti það
og þá vil ég spila í NBA,“ segir
Muresan þegar hann lýsir ferlinum
í fáum orðum.
Of þungur
fyrir þrektækið
Áður en að nýliðavalinu í NBA
kom sýndi Portland Trail Blazers
rúmenska stráknum talsverðan
áhuga og sendi einkaþotu eftir hon-
um til Búkarest. Tilgangurinn var
sá að láta hann gangast undir þrek-
próf. Við komuna til Portland kom í
ljós að ekki var hægt að framkvæma
prófið. Þrektækið þoldi ekki meira
en 150 kíló, Muresan var 165 kíló.
Strax eftir nýliðavalið hitti
Muresan manninn sem fram að því
haföi verið stærstur í NBA-deild-
inni, Manute Bol, sem líka var hjá
Washington. „Þið heföuð átt að sjá
Manute. Honum var brugðið. Ég er
viss um að hann hafði aldrei áður
séð mann sem var stærri en hann
sjálfur. Þeir léku maður gegn manni
og það sást strax að Gheorghe gat
spilað körfubolta. Hann sendi tvö
sveifluskot yfir Manute og skoraði
úr tveimur stökkskotum. Ég sagði
við sjálfan mig; ef Manute getur
ekki stöðvað hann, þá getur það eng-
inn,“ sagði John Nash, fram-
kvæmdastjóri Washington.
Fyrsta tímabilið í NBA var hann
varamaður en sýndi nógu mikið til
að vera boðinn góður samningur.
Hann léttist um 15 kíló og stundaði
lyftingar af krafti til að styrkja sig
og þegar hann mætti til leiks haust-
ið eftir gerðu forráðamenn Was-
hington sér grein fyrir því að þeir
höfðu gert góð kaup.
Fákk 42 milljónir
í bónus
Síðasta vetur vann hann sér sæti
í liðinu og náði, hverju takmarkinu
af öðru. í samningnum voru ýmiss
konar ákvæði um launahækkun eí
hann næði ákveðnum takmörkum
og hann náði þeim öllum um vetur-
inn. Hann spilaði meira, tók fleiri
fráköst, hitti betur utan af velli,
varði fleiri skot og að lokum tókst
honum að bæta vítanýtinguna nægi-
lega. Með þessu vann hann sér inn
42 milljónir króna aukalega. „Mér
líkar vel við körfuboltann, mjög vel.
Ég vil spila í 26 til 28 ár i viðbót! Ha,
ha, ha! Ég spila þar til ég get ekki
spilað lengur. Ég hætti þegar ég
verð þreyttur,” segir risinn sem bú-
inn er að koma sér vel fyrir í Was-
hington og er giftur æskuástinni,
Liliönu, sem er er mjög hávaxin af
konu að vera, 1,85 metrar á hæð, en
rétt nær eiginmanninum í öxl.
Keypti hús handa
pabba og bakarí
handa bræðrunum
„Ég fór heim til Rúmeníu í einn
mánuð í sumar. Rúmenía er falleg,
fjöllin, sjórinn, allt. Ég keypti mér
hús i Cluj. Ég keypti annað hús
handa pabba. Ég keypti bakarí
handa bræðrum mínum. Það eru
enn mörg vandamál í Rúmeníu en
ástandið fer batnandi með hverjum
deginum.”
Hann gekk um göturnar í Cluj i
sumar, teinréttur í baki og stoltur,
vel klæddur - lifsreyndur maður.
Hann spilaði körfubolta með gömlu
félögunum og það er hægt að sjá
hann fyrir sér í þeirra hópi, ógn-
vekjandi undir körfunni, troðandi
boltanum af miklum móð svo gamli
leikfimisalurinn nötrar og skelfur.
Risinn er kominn heim.
„Nei, nei, svona var það ekki.
Þetta eru vinir mínir og ég treð ekki
yfir þá. Við vorum að leika okkur. Á
móti þeim tek' ég bara þriggja stiga
skot. Ha, ha, ha!“